Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 15
V1 S I R . Laugardagur 8. júní 1963 /5 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ERCOLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG Hann gat hvergi komið auga á Önnu. Svo fór hann í hvert gisti- húsið á fætur öðru í grennd við torgið og spurði hvort signorina Anna Padoan væri þar meðal gesta. En hvergi var neina signorinu Pado an að finna. Loks ákvað hann að setjast niður, fór inn í kaffistofu og beið þar í von um að Anna kæmi þar. Það var ys og þys á torginu og fólkið, klætt litríkum fötum, setti næstum sumarsvip á allt, Þarna voru ungar stúlkur klæddar bux- um, í alla vega litum jökkum, rauð um. grænum, mustarðsgulum eða í sama bláa litnum og einkennis- búningar lögreglumannanna. Og sumir karlmannanna voru klæddir stuttbrókum. Já, sannarlega var sumarblær á fólkinu. Þessi vetrardagur á Capri minnti hann á sumardagana, sem hann hafði dvalizt þar á eynni, en það hafði hann oft gert og átti þaðan margs að minnast. Hann hafði ver ið þarna tví- eða þrívegis að sum- arlagi fyrir nokkrum árum, Og þegar hann sat þarna og beið, minntist hann nokkurra haustdaga, er hann hafði dvalizt þarna seint í september. Flestir sumargestanna voru þegar farnir, og eftir voru aðeins þeir, sem báru djúpa ást í brjósti til eyjarinnar. Þá, er sól var hnigin til viðar, var andrúmsloftið eins og í setustofu, þar sem vinir röbbuðu saman — þá sátu þeir fáu, sem eftir voru, fram eftir kvöldinu við borðin og ræddust við milli borða, eins og gamlir kunn- ingjar, þótt ókunnugir væru. Fyrr um daginn höfðu menn kannske ekið eftir veginum frá hinum lágu, rósalitu veggjum Marina Piccola, en handan þeirra veggja skörtuðu haustblóm ýmissa tegunda og lagði angan um allt og fyllti vit manna. Við Faraglionikletta gnauðuðu smá vaxnar öldur og sumsstaðar var sjórinn spegiisléttur, en annars staðar gáróttur, þar sem grunn- sævi var. Allt í einu sást kannske á segl skemmtibáts og svo kom mótorbátur með gný miklum á fleygiferð og klauf- sjávarflötinn. Kannske heyrðist líka kallað f gjall arhorn og stúlkurnar, sem höfðu verið niðri í fjöru á baðstöðunum allan daginn, lögðu af stað til torgsins, sátu í gömlu strætisvögn- unum og báru jakka sína eða káp- ur á annarri öxlinni. Fyrir neðan matstofu Adoífo, sem hafði tæmzt eftir sólarlag, héngu blaut baðföt I á snúru. Það var kyrrt, ró yfir öllu — ekkert hljóð barst neinsstaðar að, jiema frá sjónum, þar sem hann Ægir gamli raulaði gömul stef við kletta og sker. Ein stúlka, stinn að sjá á búkinn sem túnfiskur, var enn á sundi og virtist vera að virða fyrir sér sjávarbotninn gegn- um froskmannshöfuðbúnað sinn, því að höfuð hennar vár stöðugt í hálfu kafi Kannske mundi hún birt ast á torginu og halda þar hátt á loft fiski, sem hún hafði skotið j með neðansjávarbyssunni sinni. Yfir þessum Ijúfu minningum var blær fullnægðrar heimþrár. Blær seinustu daga sumarsins var j honum einkar geðþekkur — þessi blær. er nær allir voru farnir. hafði j ávallt haft sín sérstöku áhrif á j hann Anna mundi skilja þetta og 1 sömu tilfinningar vakna ( hennar j hug, þau voru svo lik, hugsanir | þeirra runnu í sama farvegi Hon- i um flaug f hug, að gaman væri | að fara með hana til Capri f *ent- | emberlok, svo að hún gæti l;fað sætleika seinustu sumardaga og fyrstu haustdaaa^Þá mundi ekkert hljóð heyrast á Punta Tragara, nema létt fótatak stúlku með sand- ala á fótum eða skrjáf í sandi, sem gengið'Var um berum fótum. Ekk- ert mundi rjúfa þá kyrrð, fyrr en allt f einu væri ekið vespu með ! miklum gný, svo heyrðist urn alla | eyna, allt til Anacapri. Á slíku sfðsumarskvöldi seint í ; september mundi hann vilja vera með Önnu á Capri. Þau myndu neyta pizza hjá Gemma eða hann mundi fara með hana í litlu Fonto- linamatstofuna niðri hjá Faraglioni klettum. Þar myndi vera fiskur í körfum, blautur og gljáandi, ný- dreginn úr sjó. Gestirnir myndu velia sér fisk úr körfunni og gest- gjafinn sjóða hann sérstaklega fyr ir hvern og einn. Það myndi verða Önnu óblandin gleði að lifa þessu lífi nokkra daga. Aldrei hafði hann verið á Capri j með stúlku eins og Önnu — stúlku, ! sem kunni að meta allt af sömu hugardýpt og innileik og hann. Og þegar hann hafði nú Um stund hugsað um þessar minningar og Önnu, — því að nú snerist allt um hana, fannst honum sem kynnin við hana hefðu fært honum mik- inn andlegan fjársjóð. Það var ekki fyrr en klukkan eitt, sem Marcello kom auga á önnu. Hún var að koma gegnum hliðið rétt hjá lyfjabúðinni. Hún greiddi nú hár sitt á annan hátt en áður, — aftur frá enninu og hafði undið það í hnút f hnakkan- um, og fyrir bragðið fannst hon- um hún hafa fengið á sig annan svip. Hún var í gulri blússu, sem hann hafði ekki séð fyrr, og peys- unni sinni hafði hún varpað yfir aðra öxl sína. Hún nam staðar og leit f kringum sig. Hún Ieit út eins og hún væri nýkomin á fætur, augun stór, tillit þeirra dreymið. Ungur maður kom í ljós fyrir aftan hana. Hann bar líka peysu á öxl. Þau settust við borð án þess að taka eftir Marcello. Marcello stóð kyrr í sömu spor- um og horfði á Önnu, sem sneri baki að honum. Hann beið þess að fleiri kæmu og settust h.já þeim, því að ekki flaug honum annað í hug. en að þau hefðu farið f Ieik- arahóDi til eyjarinnar. og hin væru aðeins ökomin. En enginn kom. Anna hafði lagt hönd sína á hand- Iegg unea mannsins. Marcello sá hann nú frá hlið og fannst and- litssvipurinn minna siu á svin fhróttamans. Hár hans va>- f'emur lióst i'fið oc löfðu tvei- oða brír 'nkkar m'ður * enni. AiÞ / einu hapr linn snögqlegp o-» npl{]< "fir torqiti að hlaðcöluskúr Hann vageað-' -Mlft'A öviunum á göng- 'inni. Marcello ákvað að nota tæki- færið oe gekk að horði Önnu. f>egar hún allt f eiriu sá hann stan-’a heint fvrir framan sig rak h'"'n unn dálftið undrunar- og -'eðión Oe Maree'lo fannst sem hressandi hafhla^r strvki kinn sína. -r h'in andartak hallaði sér að -num oo hann fann kinn hennar "'ð sfna Hvenær komstu? ðf hveriu -end’»'ðii niér ekki si<evtP — Ég kom í moreun. Ég leltaði að þér f öllum gistihúsunum — Ég fékk gist.ingu á matsölu- gististað f húsi við eina smá- eötuna. sem liggur efst upp á evnni. Það var himneskt bar. — Hver er bessi náunei. sem er með þér? — Hann heitir Toni Meneghini. Hann er f kvikmvnd með mér. Við komum hingað til bess að hvílast einn dag. Við vorum svo þreytt — það hafði verið tómt strit alla vikuna. En af hveriu sagðirðu mér ekki, að þú værir á leiðinni? Ég mundi hafa beðið eftir þér. í þessum svifum kom ungi mað- urinn aftur með nokkur mynda- blöð. Hann nam staðar kurteislega og beið þess að Anna kynnti þá. — Marcello Cenni, einn af kær- ustu vinum mínum. sagði Anna. Toni Meneghini. Toni Meneghini hneigði sig dá- j lítið og rétti fram sterklega hönd i sína og settist svo. Hann var lag- I legur piltur, vel vaxinn, herða- | breiður, hálsinn sterklegur og kom Litlu hvítu rúmin í Barnaspítala Hringsins FORELDRAR: Leyfið börnum ykkar að hjálpa okkur á morg- un (sunnudag) við að selja merki Barnaspítal- ans, sem afgreidd verða frá kl. 9 f. h. á eftir- töldum stöðum: Melaskólinn (íþróttahúsinu) Þrúðvangur við Laufásveg Austurbæjarskólinn, Vitastígsmegin. Laugarnesskólinn. Ungmennafélagshúsið við Langholtsskóla. Félagsheimili Óháða safnaðarins við Háteigs- veg. — Góð sölulaun. Með fyrirfram þakklæti. Fjáröflunarnefnd Barnaspítalans. Reyktur fiskur, ýsuflök, ný ýsa og sólþurrkaður saltfiskur, nætursait- uð ýsa, sigin fiskur, saltsíld í lauk. Kæst skata, nætursaltaður rauð- rnagi, sigin grásleppa, gellur, kinn- ar. Egg og lýsi. FISKMARKAÐURINN i.angholtsveg) 128. Sfml SRnsT hann vel í ljós, þvi að hann gekk með skyrtuna opna í hálsmálið. Hann var móbrúnn á hörund, all- Ioðinn á handleggjum og hárin ljós. Og hann var með armband með litlum, gullnum skildi. Hann tók nú upp pípu sína og köflóttan tóbakspung, tróð í pípuna og kveikti í. Hann rninnti Marcello á myndir af kraftajötnum í enskum blöðum. Þetta er alveg yndislegur dagur, sagði Anna. Veðrið hefur verið dá' -mlegt. Við höfum sann- arlega verið heppin, og okkur finnst leitt að verða nú að fara, en þegar lokið er töku myndarinn- ar langar mig til að koma aftur og vera viku. Hún mælti glaðlega, — af kæti mætti vel segja, en þó eins og hún væri dálítið óstyrk á taugum en Toni brosti og tottaði pípu sína. og eftir stutta þögn sagði hann eins og til viðbótar þvt, sem Anna hafði sagt: v/Miklatorg Sími 2 3136 í f\ R Z A N this S£EMS A MAbiJ PLACE > OFNATUKE1 SUT GE06RAPHV OK GEOLOSY CAN'T SE EATEW 1 MAN MUST HAVE FOOP--EVEW IM A FAKAFISE1 jm É, I SEE MOKE FOOP' L00<’ GOOP! WECANA77 FROG \ LEGS TO oue 7IET! X NEVEe S ' such BIG feoes sefoke! F£OG LEGS GOOF TO^ EAT, TAEZAN. .THEV J MAKE MEkl HAVE VEPYstzchh legs! MEFICIWE MEN T0L7ME! EVEPYTHING seems giant-size UP HEE.E, ITO'. A G/ANT MOUNTAIN, 6/ANT LIZARP’S. G/ANTCOZ.W G/ANT FKOGS! MAYSE ‘ PEOPLE HAVE LIVEC7 HEKE1. THESE FK.OGS PONÍT SEEMTO HAVE SEEN ANY PEOPLE 5EF0ÍZE! 50ILING WATEK, TAKZAN- JUST LIK.E YOU COOKEP COKKl'v —v Tarzan: Já, þetta lítur út eins og undraheimur. En við getum ekki lifað á landafræði og jarð- fræði, fólk verður að fá mat, jafnvel í paradfs. Ito: Sjáðu, þama er meiri matur. Tarzan: Gott. Við getum bætt froska- löppum á matseðilinn. Ég hef aldrei séð svona stóra froska. Ito: Froskalappir eru mjög holl- ar. Ef maður borðar þær, þá fær maður mjög sterka fætur sjálfur. Töframennirnir sögðu mér það. Tarzan: Það lftur út fyrir að allt sé risavaxið hér. Risa-fjall, risa-eðlur, risa-korn, risa-froskar. Kannski fólk hafi lifað hér. Þessir froskar virðast aldrei. hafa séð menn áður. Ito: Ég sýð froskafæturna í hvern- um, Tarzan, eins og þú sauðst kornið. Tarzan: Fínt, ég fer og næ í fleiri. VÍRinuskyrtur Vinnujukkur Vinnubuxur Auglýsið í VSSI j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.