Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 08.06.1963, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 8. júní 1963 Fóheyrð fjórkrafa Jj.au fáheyrðu tíðindi hafa gerzt, að Geir Gunnarsson frambjóðandi kommúnista i Reykjaneskjördæmi heimtar rúmlega V/2 millj. kr. í skaða- bætur af Hafnarfjarðarbæ fyrir það að skrifstofustjórastaða, sem hann gegndi og var ráðinn í án auglýsingar, var lögð niður og honum sagt upp starfi. Hér er um stórfurðulega kröfu að ræða, og sýnir fátt betur, hve langt kommúnistar geta gengið í fjárkröfum sér til handa, þeg- ar um fé almennings er að ræða. í þessu sambandi má benda á það, að Geir Gunnarsson not- aði vald sitt sem varabæjar- stjóri til að taka kr. 240 þús. úr kassa Bæjarbíós og lána Bæjarútgerðinni. Fyrir þessu hafði hann enga heimild og gerði það I fjarveru bióstjóra og bæjarstjóra, enda hefur bæjar- stjóm ákveðið að tekjuafgangur bfósins renni til elli- og hjúkr- unarheimilisins Sólvangs. Þannig bera kommúnistar enga virðingu fyrir almennum Iýðræðisreglum í meðferð á fjármunum almennings, heldur fara þeir eftir eigin geðþótta. AUKAB !,AÐ Aukablað af Vísi kemur út á morgun — kosningadag- inn. Blaðsöluböm eru beðin að mæta í afgreiðslunni í Ingólfsstræti kl. 1,30 og blað burðarböm að vera reiðubú- in. Rikisstjórn framfara og farsældar í dag birtum við mynd af ríkisstjóm fslands, sem verið hefur við völd síðustu þrjú árin, ríkis- stjórn Ólafs Thors. Aldrei hefur hagur þjóðarinnar staðið með jafn miklum blóma sem á þessum þremur ámm. Engin ríkisstjóm hefur framkvæmt jafnmörg mál sem hún. Góðæri hefur verið í landinu, bæði af manna völdum og náttúmnnar. Þjóðin hefur loks búið við ríkisstjórn, sem hefur haft ömgga stefnu. Stjóm- arfarið hefur verið traust. Verkefnin hafa verið leyst. Hvað tekur við eftir morgundaginn, ef stjóm- arandstaðan nær stöðvunarvaldi? Það veit enginn með fullri vissu. Kommúnistar og Framsóknar- menn munu reyna að mynda nýja vinstri stjóm. Illdeilum og hrossakaupum verður þá aftur boðið heim. Höftin ganga aftur og skattarnir verða hækk- aðir án þess að lækka. Hið almáttuga ríki komm- únismans færist þá nær og nær íslenzku þjóðinni. Á morgun verður því ekki aðeins valið milli flokka, heldur fyrst og fremst milli öryggis og glundroða. Milli hagsældar dagsins í dag og óvissu morgundagsins. Hvert atkvæði sem stjómarandstaðan fær, er lykill kommúnista að völdum á fslandi. Hvert at- kvæði sem Framsókn fær er olía á eld glundroðans. Þjóðhollir fslendingar munu fremur kjósa þá stefnu uppbyggingar, sem hefur sannað í þrjú ár að hún færir farsæld. Þjóðhollir fslendingar kjósa viss una — en hafna óvissunni. SPAÐ HAGSTÆÐU KOSNINGA VEÐRI UM ALL T LAND Á morgun er sá mikli úrslitadagur Alþingis- kosninganna, þegar yfir 100 þúsund kjósendur gera út um það með at- kvæðum sínum hvaða stjóm þeir hafa yfir sér næsta kjörtímabil. Spáð er góðviðri og hlýviðri um allt land. Þær reglur gilda nú um kosn- ingarnar, að þær eiga að hefjast hvarvetna um land kl. 9 um morguninn og kl. 11 um kvöld- ið sti'ndvíslega verður dyrun- um ldlað. Mun talning þá hefj-$>- ast samstundis í þeim kjördæm- um þar sem hægt er að koma þvi við. LANIÐ BILA • • A KJORDAG Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast mjög bíla á kjördag til aS hjálpa til við kosningastarfið. Hann biður bíleigendur sem hefur nú fjölgað svo mjög að undanfömu, að koma og hjálpa til með því að vinna sem sjálfboðaliðar við akstur á kjördag. Bíleigendur gjörið svo vel að hafa hið fyrsta samband við skrifstofu bflanefndar flokksins í Valhöll til að láta skrá ykkur til starfsins. Skrifstofan hefur síma 1-54-11 og 1-71-00 og verður opin í kvöld til kl. 10. Hér í Reykjavík eru kjör- deildir í 7 barnaskólum og mörkin milli kjördeildarsvæð- anna þau sömu 1 borginni og við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar. Eina breytingin sem orð- ið hefur á skiptingu er sú, að mjög hefur fjölgað í sumum kjördeildum vegna þ'ess að ný hverfi hafa verið að byggjast. Er fjölgunin mest í Breiða- gerðisskólanum vegna hinna miklu nýju íbúðahverfa sem ris- ið hafa í Hvassaleiti og Háleiti. Kjósendur í Rvík eru 41,5 þús. Kjördeildir eru á þessum stöðum: Miðbæjarskólanum, Melaskólanum, Austurbæjar- skólanum, Sjómannaskólanum, Laugarnesskólanum, Langholts- skólanum og Brefðagerðisskóla og auk þess sérstakar kjördeild- ir fyrir vistmenn á Elliheimilinu Grund og Hrafnistu. 1 yfirkjörstjórn í Reykjavík eru Kristján Kristjánsson yfir- borgarfógeti, Páll Líndal, Eyj- ólfur Jónsson, Sveinbjörn Dag- finnsson og Þorvaldur Þórar- insson. Talning í Reykjavík mun hefjast þegar að lokinni kosn- ingu og hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að hún gangi greiðlega. Fyrstu tölur eru vænt anlegar fyrir miðnætti og taln- ingu ætti að geta lokið um 3 leytið. Þá um nóttina verður og talið í þeim kjördæmum þar sem samgöngur eru auðveldast- ar og minnstar vegalengdir, svo Framh. á bls. 13 Bamið flaut niSur ána / tös&u en var t gærkvöldi varð það slys við hina mjóu brú yfir Leirá í Leir- ársveit, aB bifreið fór út af veg- inum við brúarendann og ofan í ána, þar sem hún fór á hiið- Ina. í bifreiðinni voru hjón úr Reykjavík, Haraldur Sigurgelrs- son og kona hans og 5 mánaða bam í barnatösku. Svo einkennilega tókst til, að taskan með barninu hrökk út um afturgluggann, sem rúðan hafði skollið úr, og rak töskuna um 150 metra niður eftir ánni. En öðrum vegfaranda, manni vestan úr Barðastrandarsýslu, sem kom þar að á bifreið sinni, tókst að hlaupa fram fyrir tösk- una og ná henni með baminu upp á eyri. Þá var barnið orðið meðvitundarlaust og nokkuð meitt, en komst brátt aftur til meðvitundar. Konan í bifreið- inni hafði fengið taugaáfall, og var hún og bamið flutt í sjúkra- húsið á Akranesi. Ferðafólk þetta var á Eólks- vagni á leiðinni frá Akureyri til Reykjavfkur. »egar þau komu að Leirá, er þar nokkur halii niður að brúnni, og þurfti auk þess að beygja nokkuð til hægri. En bílstjórinn segir, að skyndi- lega hafi hann ekki getað hreyft stýrið, og telur hann að það hafi stafað af bví að skyndilega hafi sprungið á vinstra fram- hjóii, og kom í ljós á eftir, að sprungið var á hjólinu. Vegna þessa gat hann ekki náð beygjunni og ók á ská út af upphlöðnum veginum og út i ána.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.