Vísir - 10.06.1963, Page 1

Vísir - 10.06.1963, Page 1
 VISIR 53. árg. — Mánudagur 10. júní 1963. — 130. tbl. Flugmannaverkfallinu afíétt Gerðardómur fjallar um uppsagnarókvæðin Flugmannaverkfalli því, sem stað- ið hefur nær viku á mesta anna- tíma ársins og vaidið miiljónatuga tjóni, var aflýst i morgun eftir að fulltrúar deiluaðila höfðu verið á fundum með sáttasemjara til kl. 4 f nótt og flugmenn haidið félags- fund, sem hófst á miðnætti. Vitað er, að flugmenn fengu ekki fram það, sem raunverulega hleypti verk fallinu af stað, kröfu sína um að flugfélögin megi ekki segja upp flugmönnum nema með því að til- greina „sök“ £ uppsögninni, enda var hér um að ræða brot á megin- reglu hins frjálsa atvinnulífs, sem Framhald á bls. 5. Meir en helmingur REYKVÍKINCA greiddi SJÁLFSTÆDISFL OKKNUM ntkvæði Úrslit úr tveim kjördæmum, Reykjavík og Reykjaneskjördæmi urðu kunn í nótt. Það sem eink um vekur athygli í þeim úrslitum, er hin mikla fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jók flokkurinn atkvæðamagn sitt um 16% frá kosn- ingunum 1959 og hefur nú hlotið 4% meira af heild- aratkvæðamagninu en þá. í kosningunum í okt. 1959 fékk flokkurinn 16.474 atkvæði, en nú 19122, og er aukningin 2648 atkvæði. Fær flokkurinn nú 50.7% atkvæða, en fékk 46% í síðustu Alþingiskosn ingum. Tala þessar tölur vissulega sínu máli um hug Reyk- víkinga til Sjálfstæðisflokksins. Það vekur og at- hygli, hversu kosningabandalag kommúnista og Þjóðvarnar hefur mistekizt gjörsamlega og er af- hroð kommúnista nú meira en nokkru sinni fyrr. Tapar bandalag þeirra 7.2% eða á þriðja þúsund atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir við sig í höfuðborginni, en sú aukning getur ekki talizt stór- vægileg. Má telja víst, að fylgisaukning hans sé fyrst og fremst að þakka fyrrverandi Þjóðvamar- mönnum, enda rökstyður atkvæðamagn Alþýðu- bandalagsins þá ályktun. Alþýðuflokkurinn tapar 1.6%, en má vel við sinn hlut una, ef miðað er við fylgistap hans í borgarstjómarkosningunum í fyrra — og þar eð hann heldur sínum tveim þing- mönnum. í heild eru þessi kosningaúrslit skýlaus trausts- yfirlýsing á stefnu og störfum viðreisnarinnar. REYKJAVlK 1963 1959 A — Alþýðuflokkur 5730 atkv. 2 menn (15.2%) 5946 (16.8%) B — Framsóknarflokkur 6178 atkv. 2 menn (16.4%) 4100 (11.6%) D — Sjálfstæðisflokkur 19221 atkv. 6 menn (50.7%) 16474 (46.7%) G — Alþýðubandalag 6678 atkv. 2 menn (17.7%) 6543 (18.5%) Þjóðvamarflokkur 2247 ( 6.4%) Á kjörskrá 42,300. Atkvæði greiddu 38,340, eða 90,6%. Sú breyting verður á þing- sætum f Reykjavík, að Sjálf- stæðisflokkurinn tapar einum þingmanni, en Framsóknarflokk urinn vinnur eitt þingsæti. Sú breyting stafar einkum af því, að atkvæði Þjóðvamarflokksins (2247), sem féllu „dauð“ í sfð- ustu kosningum, skiptast nú á andstöðuflokkana og koma þannig betur til skila. Þing- mannatapið er hins vegar eng- an veginn hægt að túlka sem ósigur Sjálfstæðisflokksins, enda segir hin glæsilega at- kvæðaaukning allt annað. Ljóst er og, að aukning kjós- enda f Reykjavík fer nær ein- göngu til Sjálfstæðisflokksins. Sýnir það hver þróunin er. Ægir / sildarrannsóknaleið- angur a morgun Ægir leggur af stað f sfldar- leit og rannsóknaleiðangur á morgun, leiðangursstjóri verð- ur Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur og með honurn verður í fyrstu rannsóknaferðinni Ing- var Hallgrfmsson fiskifræðing- ur. Jafnframt verður Jakob yfir- maður síldarleitar á sjó í sum- ar eins og í fyrrasumar og taka tvö skip þátt í leitinni, TALID í DAG auk Ægis, Pétur Thorsteinsson, sem er kominn norður, og Fann ey, sem er í vélarhireinsun, en fer sfðan rakleitt norður. Segja má, að síldveiðarnar séu nú að byrja og eru kunn- ugir bjartsýnir á veiði. Norska rannsóknaskipið Johan Hjort hafði fundið síld um 70 sjó- mflur út af Langanesi. Bátar, sem ætluðu þangað, fengu góð- an afla í leiðinni eins og sagt er frá á öðmm stað í blaðinu. Verkfðt boðað á Norðurlandi Verkfallsalda er risin norðan- Hækkunarkröfur þær um kjara- lands. Hafa verkföll verið boðuð á bætur sem gerðar eru á Akureyri Akureyri og Siglufirði frá 16. þ. munu nema allt að 35%. m. (næstu helgi). Miklar kröfur em gerðar um kjarabætur. Þessi félög hafa boðað verkföll á Akureyri: Verkalýðsfélagið Eining, sem í eru bæði verkamenn og verkakon- ur, Iðja, félag verkafólks og Bíl- stjórafélag Akureyrar. Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði og verkakvennafélagið Brynja hafa líka boðað verkföll frá 16. n. m. Líkur em fyrir, að sátta- semjari rikisins fái þessi mál til meðferðar, þar eð samningar á Akureyri hafa hvað eftir annað orðið fordæmi að kaup- og kjarasamningum verkafólks um allt land. Talning atkvæða f öllum þeim kjördæmum, sem eftir er að telja I, hefst í dag. Verður að sjálfsögðu útvarpað frá taln- ingu jafnharðan og tölur ber- ast. Vesturlandskjördæmi. Talið er f Borgarnesi og hefst taln- ing þar strax upp úr hádeginu. Vestfjarðarkjördæmi. Þar hefst kosning einnig skýmmu eftir hádegi. Norðuriandskjördæmi vestra. Taiið er á Blönduósi og reikn- að er með að talning hefjist kl. 5. Stendur hún væntanlega fram á nótt. Norðurlandskjördæmi eystra. Talið er á Akureyri og hefst talningin ekki fyrr en 5, þar eð atkvæði hafa enn ekki bor- izt úr Þingeyjarsýslunum. Taln- ingin mun þó ekki standa leng- ur en I 3—4 tfma. Austurlandskjördæmi. Talið er á Seyðisfirði og hefst taln- ingin væntanlega kl. 4 og geng- ur þá fljótt fyrir sig. Suðurlandskjördæmi. Þar verður byrjað að telja upp úr hádeginu. Talið er á Hvoli. Ólafur Thors, forsætisráðherra. Ólofur Thors í morgun: Urslitin ótvíræi traustsyfírlýsing Vísir átti í morgun tal við forsætisráðherra Ól- af Thors og spurði hann um álit hans á úrslitun- um í Reykjaneskjör- dæmi. Forsætisráðherra svar aði: t— Við Sjálfstæðismenn hljót- um að vera ánægðlr með þá traustsyfirlýsingu, sem kosn- ingaúrslitin gáfu okkur. — En hvað um úrslit f Reykjavík? — Úrslitin í Reykjaneskjör- dæmi og Reykjavik eru skýr og ótvíræð traustsyfiriýsing til viðreisnarflokkanna. — En hvað um landið? a — Við skulum ekki tala um hvað ég haldi. Við skulum biða til kvölds. Þá vitum við báðir f stað þess að halda.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.