Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 11. júní 1963. 7 ftbfi Hér sést yfir Helgadal, har sem hafnfirzkir skátar héldu vormót sitt yfir hvítasunnuna. Samkoma þeirra var í alla staði mjög ánægjuleg og stakk í stúf við skrílslætin austur í Þjórsárdal. 800 þátttakendur á vor- móti hafnfirzkra skáta Hver getur ekki notað 25 þúsund krónur? -— Það munu víst flest- ir geta fundið einhverja leið til að verja þeirri upphæð, og nú er mönn um gefið tækifæri til þess að bæta henni við árstekjurnar. Það, sem þeir þurfa að gera til að hljóta hana, er að seinja svo gott kvik- myndahandrit, að annað betra finn- ist ekki. Á aðalfundi kvikmyndafélagsins Edda-Film, sem haldinn var ný- lega, var meðal annars samþykkt að efna til samkeppni um kvik- myndahandrit með íslenzku efni. Handritið má vera hvort sem er, frumsamið eða einhver íslenzk saga færð í handritsform. Ein verðiaun verða veitt, og þau verða 25 þús. krónur í peningum. Á Edda-Film þá | forgangsrétt að því handriti er I ve*rðlaun hlýtur. Frestur til að skila handritum verður ti! 1. nóvember 1963! Starf Edda-Film á s.l. ári fólst einkum í því að undirbúa kvikmynd ina „79 af stöðinni“ og sýna hana hér á landi. Það gekk, að sögn fé- lagsmanna, mjög vel, og voru for- manni félagsins, Guðlaugi Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra, færðar sé: stakar þakkir fyrir vel unnin störí' í þágu þess. „79 af stöðinni" hef- ur þegar 'oorgað sig, og sáu hana j 55 þúsund manns hér á landi. Stjórn Edda-Film var endurkjör- I in, en hana skipa: Guðlaugur Rós- inkranz þjóðleikhússtjóri, Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaðu'' og Friðfinnur ÓJafsson forstjóri. A sama tima nú sunnunni og hópur á hvítá- unglinga setti blett á hátíðina með drykkjuskap og skrílslátumuppi í Þjórsárdal, héldu hafnfirzkir skátar vormót sitt í Helgadal suður undir Kaldárscli og sting ur sú samkoma mjög í stúf við þá atburði sem urðu fyrir aust- an. Fór mót skátanna fram með mikilli prýði og varð öllum til ánægju sem þar komu. Vormót þetta átti aðallega að vera fyrir hafnfirzka skáta en svo komu skátar víðsvegar að af landinu í heimsókn þangað og varð samkoman miklu stærri en í upphafi hafði verið ráðgert. Alls munu hafa verið þarna um 800 þátttakendur af öllu landinu. Komu þeir frá 17 stöð um á landinu og reistu gríðar- stórar tjaldbúðir. Farið var í gönguferðir um nágrennið og Barnabókahöf undur látinn Kunnur norðlenzkur rithöfundur lézt í sjúkrahúsinu á Akureyri af völdum heilablóðfalls um daginn. Þessi maður var Hjörtur Glsla- son, sem einkum er kunnur fyrir barnabækur sínar „Salómon svarti", „Salómon svarti og Bjart- ur“ og „Garðar og Glóblesi" Allar þessar bækur hafa náð miklum og verðskulduðum vinsældum meðal barna og fór vegur höfundar vax- andi með hverri bók. Áður hafði komið út Ijóðabók eftir Hjört, sem hann nefndi Vökurím. Hjörtu Gíslason var Húnvetn- ingur að uppruna og mun hafa verið á sextugsaldri þegar hann lézt. Hann var starfsmaður hjá Flugfélagi íslands á Akureyri. Hjörtur veiktist fyrir nokkru síð- an og lá í sjúkrahúsinu á Akur- eyri þar til er hann1 lézt. iseSP1® _ _ situndaðár, ýmsar íþrójLtir; Og leík ir. Var veður mjög gott til útiveru. Að morgni hvítasunnudags var haldin guðsþjónusta undir ber- um himni og var prestur séra Bragi Friðriksson. Meðal gesta sem komu á mótið var Guðm. í. Guðmundsson utanríkisráðherra og Hafsteinn Baldvinsson bæjar stjóri. Á kvöldin var kveiktur varð- eldur og kringum hann var al- mennur söngur og sk.emmtiatr- ■iði. Fjöldi gesta streymdi þá að og munu hafa verið um þúsund manns við varðddinn seinna kvöldið. Varðeldastjóri var Rún ar Brynjólfsson kennari, Mótsstjóri var Marino Jóhanns son og aðstoðarmótstjóri Hörð ur Zófoníasson. Félagsforingi skátafélagsins Hraunbúar er Vil bergur Júlíusson, skólastjóri. Hópur ungra manna á Seyðis- firði hefur ákveðið að hefja starfrækslu leigubifreiðarstöðv- ar þar í bænum. Er það fyrsta bílstöðin sem stofnuð hefur ver ið á Austurlandi. Hún mun hafa afgreiðslu í Hótelinu á Seyðis- firði. og verður stöðvarstjóri Einar Pálsson hótelstjóri. Tildrög þess að bifreiðastöð Seyðisfjarðar er stofnuð eru þau, ' áð' meiraprófsnámsákeiö hafa staðið yfir á Seyðisfirði að undanförnu og hafa þátttakend ur í því verið óvenulega marg ir eða nærri 30. Þá ákváðu 15 ungir menn á nám skeiði þessu að setja stöðina á fót. Sumir þeirra eiga bifreiðir fyrir, en aðrir eru nú að vinna að því að fá sér þær, m.a. að skreppa til Reykjavíkur að kaupa nýja ameríska bíla, en aðrir bílar á stöðinni verða af evrópskri gerð. Þá verður einn- ig hægt að fá jeppa leigðan á henni til að fara um ógreið- færa vegi. Fram til þessa hafa aðeins einstakir menn annagt leigubíla akstur á Austurlandi, en sýnt hefur verið, sérstakléga á síld- •arvertíð að þörfin fyrir leigu- bíla er mjög mikil þarna. Þá hafa leigubílstjórar úr Reykja- vík jafnvel farið austur og tekið að sér akstur þar. Hinir ungu menn ætla að gera leiguakstur- inn að aðalatvinnu og stöðin mun starfa allt árið, þó að llk- legt sé að færri muni starfa við aksturinn yfir vetrarmánuðina. eitt skip í síldarleitinni Aflaskipið Ólafur Magn ússon frá Akureyri lá bundið við Ingólfsgarð, með tólf hundruð tunn- ur af síld á þilfari og lest. Hásetarnir voru að byrja að landa úr skip- inu, en í brúnni stóð skipstjórinn aflaklóin Hörður Björnsson, sem hefur verið skipstjóri á þessu aflaskipi frá því að það kom nýtt til landsins. Og við stóðumst ekki freist- inguna að bregða okkur um borð og spjalla við Hörð. Eins og margir vita, varð hann afla- kóngur á sumarsíldveiðunum í hitteðfyrra og í fyrrasumar varð hann þriðji í röðinni. Við byrjum á því að spyrja Hörð hvernig honum hafi geng- ið undanfarið. — Svona sæmilega, það er varla hægt að segja meira. Við höfum haft eitthvað um tuttugu og eitt þúsund mál og tunnur frá því um áramót. Auk þess vorum við nokkra daga með þorskanót og fengum um 130 tonn af þorski og ýsu. — Hvað er þá hásetahlutur- inn orðinn mikill frá því um áramót? — Það þori ég alls ekki að segja um, við gerum yfirleitt annað hér um borð en að reikna út hvað við höfum í hlut. Ann- ars held ég að við þurfum eng- ar áhyggjur að hafa af þvf. Þeir fá þetta örugglega uppi á skatt- stofu, segir Hörður og hlær. — En hvernig er síldin? — Síidin er stór og góð, en það er mikil rauðáta í henni. Hlustunarstöðin var opin og við heyrðum skipstjórana vera að tala sín á milli og spyrja um veiði. Talið berst að síldarleit- inni. — Mín skoðun er sú, eins og margra annarra, að það sé allt of lítið að hafa aðeins eitt skip í síldarleitinni núna. Ef bætt yrði við einu skipi, yrði það til stórbóta. En þegar minnzt ,er á síldarleitina, þá má ekki gíeyma Jakob Jakobssyni, fískifræðingi, sem hefur unnið alveg ómetan- legt starf og er mjög glöggur á allt sem snertir síldarleit og síld. — Svo við breytum um um- ræðuefni — ekki eru það allt Akureyringar, sem eru á bátn- um hjá þér? — Nei, ekki Akureyringar, en Eyfirðingar erum við allir nema einn. Mjög litlar mannabreyting ar eru á skipinu. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur aðeins ein breyting orðið. — Og núna ertu farinn að hugsa til sumarsildveiðanna. — Ætlarðu ekki að veiða enn meira en í fyrra? — Nei, það get ég ekki sagt. Ég er ekkert farinn að ákveða hvenær við förum norður. Hvað veiðina snertir, þá væri ég full- komlega ánægður ef við fengj- um það sama og f fyrrasumar, en þá voru það um 31 þúsund mál, sagði Hörður skipstjóri að lokum Stutt spjali við Hörð Björnsson, skipstjór i atsKnam. risMHHnai

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.