Vísir - 13.06.1963, Side 2

Vísir - 13.06.1963, Side 2
2 V í SIR . Fimmíudagur 13. júní 1963. '//////, jr ,________. r_____, 7//////A f '"///////Æ H W/Æ///Æ S r^1 T p>.......... íslandsmet ekki EOP-mótið var eyðiiagt i höeidum KR-inga Eftir einstakar deilur og blaðaskrif miili „stórveld- anna“ tveggja í frjálsum íþróttum, KR og ÍR, fór hið umdeilda EÓP-mót fram í gærkvöld og enda þótt að- standendur mótsins hafi ætlað að sníða mótinu mynd- arlegan stakk, fór því miður svo að illgirni og öfund rifu mótið bókstaflega niður í ekki neitt, og þrátt fyrir þá staðreynd að þátttaka væri nokkuð góð á papp- írnum, varð reyndin sú, að afar illa var mætt, í sumum greinum mættu aðeins 30% eða því sem næst. f 4x100 metra boðhlaupi hljóp ein sveit, KR, lullaði á lakari tíma en meti Guðmundar Lárussonar í 400 metra hlaupi og byrjaði sveitin á því að gleyma kefl- inu og varð að byrja að nýju! í þessu hlaupi áttu að vera 5 sveitir, 20 þátttakendur, 4 tóku þátt. ★ Ef hægt er að tala um afrek á mótinu ber langhæst hástökk Jóns Þ. Ólafssonar, en hann stökk 2.02 og var mjög nærri að setja nýtt íslandsmet, 2.06 metrar, — var kominn yfir í tvö skipti, en felldi með hnénu. Er greiniiegt, að metið á ekki eftir að standa lengi enn. Afrek Jóns er því betra þegar það er haft í huga, að há- stökkið fór fram síðast greina á mótinu og var mjög napurt orðið og erfitt að halda hita. Halldór Jónasson, IR, varð annar með 1.70 en þriðji maður felldi byrjunar- hæð. GamnchfB fiB Brazilfumaðurinn Garrincha hefur nú verið seldur frá félagi sínu Botafogo til Ítalíu, en þar hefur félagið Internazionale fest kaup á honum. Garrincha hefur tvívegis unnið HM í knatt- spyrnu með landsliði Brazilíu. Ekkl er vitað hvert kaupverðið er á Garrincha, en ummæli for- seta Botafogo, Renato Estellita, eru þau, að hann yrði ekki seld- ur á minna en milljón braziliska dali. Italska félagið Juventus hefur einnig haft mikinn áhuga á Garrincha, en hið forríka Inter mun hafa haft betur í keppn- inni um þennan stórkostlega knattspymumann. Hjá Inter eru þegar 2 Brazilíumenn fyrir, þeir da Costa og Cineshino og Spán- verjinn Suarez er einnig hjá því liði. ★ Valbjörn Þorláksson, oftlega stjarna frjálsíþróttakeppna reyndi ekki mikið á sig að þeisu sinni, enda vart mikil ástæða til. Hann vann þó 110 metra grind á 16.2 flg 100 metra hlaup á 11.3, var í 4x100 metra boðhlaupssveit og vann stangarsiökkið á 4.20, cn var vel yfir 4.40 þó hann felldi þá hæð. í spretthlaupunum var talsverður mótvlndur og eyðilagði tíma hlauparanna. Næstir á eftir Valbirni í 100 m. voru Skafti Þorgrímsson og Úlfar Tcitsson á 11.5. Að lokum vann Valbjörn 400 metra hlaup á 52.2, en Kristján Mikaelsson, ÍR, veitti honum tals- verða keppni en endasprettur og harka Valbjarnar unnu honum þarna 5. gullpening mótsins. ★ Kristleifur Guðbjörnsson vann 3000 metra hindrunarhlaup- ið á ágætum tíma miðað við að- stæður, 9.34.8 er alls ekki hlæmt í vindstrekkingi og ætti Kristleif- ur að geta bætt tfma sinn að mun í sumar. I 1500 metrum var Kristleifur ekki meðal þátttak- enda, en þar var kornungur bróð- ir hans, Halldór, og hreppti ann- að sætið á lofsverðum tíma 4.14.1 á eftir Halldóri Jóhannessyni, KR, 4.09.8. ■k Jón Pétursson KR, vann bæði kringlukast og kúluvarp. Jón er nú að verða okkar bezti kastari, en átti áður íslandsmctið í há- stökki og hefur nú Iagt það á hilluna. Jón vann kúluna á ágætu kasti 15.65, sem er persónulegt met hans, en Guðmundur Her- mannsscn kastaði 15.21, einnig gott á okkar lélega mælikvarða í kúiuvarpi. Kringlukast vann Jón á 45.06, árangur varð mun lakari í öðru. Þorsteinn Löve mætti til leiks, en fór út af velli aftur haltr andi. Að iokum tvær greinar, sem státuðu af allmörgum keppend- um. Það voru ungu laglegu stúlk- urnar, sem hlupu 100 metra hlaup og langstökkvararnir, sem háðu skemmtilega keppni sín á milli. Halldóra Helgadóttir, ung KR- stúlka, vann 100 metrana á 13.6 en Sigríður Sigurðardóttir ÍR, . varð, önnur á 14.0. Langstökkið vánii Úlfar Teitsson KR, efnileg- ur langstökkvari, stökk 6.85 gcgn strekkingskaldanum. Félagi Úlf- ars, Þorvaldur Jónasson, stökk 6.74 og Valbjörn Þorláksson 6.62. Talsvert margir áhorfendur \’iOru á vellinum og hefðu getað fengið betri skemmtun, en svo fór sem fór. KR-ingar reyndu að gera góða hluti, allt fram á síð- ustu stund, en aðrir reyndu að rífa niður, — og tókst það mjög vel. —- jbp — BRIAN STERNBERG, bandaríski stúdentinn, er hér vel yfir ránni í 508 sentimetrum, en hann setti heimsmet í greininni fyrir nokkru og sést hér í metstökkinu. Syndið 200 metrana 5:08 k BRIAN STERNBERG bætti heimsmet sitt í stangarstökki fyr- ir s. 1. helgi, er hann stökk 5.08 á móti í Comton í Kaliforníu. Fyrra metið var 5.05. Viðurkennda metið á Finninn Pentti Nikula, en i met hans, 4.94, hefur verið bætt : sex sinnum og bíða allir þeir ár- ; angrar viðurkenningar. Nikula hef ; ur reynt mikið við að hnekkja | meti Sternbergs, en ekki tekizt, ; þótt oft hafi litlu munað. j 1 © England vann A-Þýzkaiand | í fyrsta landsleik landanna í ; Leipzig með 2:1. Um 90.000 manns horfðu á vilureignina ! á hvítasunnt.dag; en Þjóð- ! verjar skoruðu fyrsta mark- ið (Ducke) ,en Hunt jafnaði á síðustu mín. fyrri hálfleiks og í sigurmarkið skoraði Bobby Charlton tveim mínútum fyrir leikslok. — Aðrir landsleikir um helgina: Rúmenía vann England í landsleik unglinga 3:1 — Pól- Iand-Rúmenía 1:1 í Corzow — Tékkar og Ungverjar gerðu einn- j ig 'jafntefli 1:1 í landsleik sínum í Prag. © Willie Pastrano, 28 ára gam- all negri og 5 barna faðir, vann ölium á óvart heimsmeistaratit- ilinn í léttþungavigt í keppni við Harold Johnson í Las Vegas um helgina. Johnson hefur ekki tap- að keppni í hnefaleik í rúm 8 ár. Pastrano vann stigasigur, 2 at- kvæði dómara gegn einu, en á- horfendur sýndu reiði sína yfir Vaibjörn Þorláksson sigraði í 5 greinum. Ilér sigrar hann í 100 m hlaupi þessum úrskurði og píptu að dóm urunum. @ Að lokum: Landsleikur Norð- manna og Skota í Bergen er í kvöld. Þegar Skotar lögðu upp frá Prestvíkurflugvelli kom f ljós að hinn frægi leikmaður Rang- ers, Jim Baxter hafði gleymt knattspymuskóm sínum í skó- geymslu félagsins. Voru ráðstaf- anir þegar gerðar til að skórnir , yrðu sendir til Londc.n og þaðan til Bergen og væntanlega hefur Baxter þegar fengið skóna. ■k Enska landsliðið fékk stórkost Iegar móttökur, er það kom flug- leiðis heim frá þrem Iandsleikjum sínum á meginlandinu, ;en ferð liðsins er einhver mesta sigurför ensks landsliðs í áratugi. England vann Tékka, sem urðu aðrir á HM í Chile með 4:2, A-Þjóðverja með 2:1 og Sviss 8:1. Ferðin var farin sem liður í uppbyggingu HM-Iiðs Englands, sem verður gestgjafi, er næsta heimsmeistarakeppni fer fram árið 1966. ■k MICHAEL JAZY vann 2 enskar mílur á nýjum heimsmetstíma, 8.29,6 mín. í París fyrir s. 1. helgi. Jim Beatty átti fyrra metið, sem var sekúndubroti lakara. Jazy á þá þrjú heimsmet, í 2000 og 3000 m. hlaupum auk tveggja mílna. Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.