Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 13. júní 1963, 3 List syni] Qg Angl iiu ALLMARGIR gestir komu til opnunar brezku listsýningarinn- ar í Bogasalnum í fyrradag. Þar skreyta 18 abstraktmálverk veggina í hinum sterkustu lit- um og margbreytilegustu form- um. Viðstaddir opnunina voru m.a. sendiherrar, íslenzkir em- bættismenn og einnig margir ís- lenzkir listmálarar, sem þarna voru komnir til þess að líta á verk brezkra kollega sinna. Voru menn á einu máli um það að sýningin væri mjög merkileg og ein hin bezta sýning erlendra málverka sem hingað til Iands hefur komið. Á morgun mun brezki listfræðingurinn J. Actcn flytia fyrirlestur um brezka myndlist síðustu 20 árin í 1. kennslustofu Háskólans kl. 5,30. Sýnir hann þar og skuggamynd- ir af nýjum brezkum málverk- um. Við birtum hér í Myndsjánni í dag nokkrar myndir frá þess- ari sýningu Anglim Efst frá hægri: Frú Inger Jessen, örlyg- ur Sigurðsson listmálari, Viggo Jessen framkv.stj. Ármann Snæ- varr rektor og Helgi P. Briem, sendiherra. Næsta mynd: Hann- es Pálsson, frú Selma Jónsdótt- ir Listasafnsstjóri og Svavar Guðnason listmálari. Neðst til vinstri: Frú Paulson, kona danska sendiherrans ræðir við L. Storr, konsúl. Til hægri: Norski sendiherrann, J. Cappel- en ræðir við Ágnar Kl. Jóns- son, ráðuneytisstjóra. ca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.