Vísir - 13.06.1963, Page 4

Vísir - 13.06.1963, Page 4
 V1 SIR . Fimmtudagur 13. júní 1963. TJ"ún hefur ferðazt víða og fæddist með flökkuþrána f blóðinu, að því er hún sjálf segir. „Ég hef verið á stöðug- um flækingi eins og hirðingja- barn, frá því að ég fyrst man eftir“, Utskýrir hún. „Pabbi dó, þegar ég var lítil telpa, og eftir það gat mamma aldrei setið um kyrrt á neinum stað til lengd- ar. Hún sagði alltaf, að ég væri svo heimsk, að ég gæti ekki lært landafræði nema með því að sjá löndin með eigin augum, og það var svo sem nógu góð afsökun!" „Og um hvaða lönd ferðuð- uzt þið?“ ,,Ó, það var heili aragrúi — Frakkland, Italía, Túnis, Egypta- land, Palestína, Grikkland, Júgó- slavía, Austurríki, Ungverja- land, Spánn, England, mestöll Norður-Afríka . .. ég man ekki fleiri í svipinn. Fyrstu árin, sem ég man greinilega, vorum við f Frakklandi. Seinna fórum við til Rómar og síðan Túnis. Þar var nú spennandí áð lifa. Við ferð- uðumst heilmikið um eyðimerk- urnar f Norður-Afríku, og kom- um m. a. til vinjar, sem hét Gabés, en þar bjuggu tveir • # ■ X • ^ # X airæoi a teroa- „Ég held, að ég hafi bara ekkert að segja“, byrjar frú Else von Hart mansdorff, eiginkona sænska sendiherrans hér á landi, þegar ég hringi til hennar og bið um við tal. „Hinar sendiherra- frúrnar eru búnar að segja það allt saman, svo að ég hef eiginlega engu við að bæta!“ En hún sleppur ekki svo auð- veldlega, og daginn eftir er ég komin á hennar fund. Það er hægara sagt en gert að tala saman, því húsið leikur.á reiði skjálfi af hinum ógurlegustu drunum f loftborum, og hamars- höggin dynja með ærandi há- vaða allt í kring. Það er samt ekki verið að mölva húsið nið- ur til grunna, þótt svo mætti ætla af gaur’aganginum, held- ur á að setja nýtt þak og úti- dyratröppur og hver veit hvað. Við sitjum í stofunni og köll- umst á eins og tvær tröllskess- ur uppi á fjallatindum, þó að ekki séu nema ca. tveir metrar á milli okkar, og hafi ég mis- skilið eitthvað af orðum frúar- innar, verður það að skrifast á reikning loftboranna. „Hvernig má blessuðum mönn- unum líða, sem hafa þetta að ævistarfi?" hrópar frú Else með klingjandi mezzosópranrödd, en hún lagði einu sinni stund á söngnám. Það vill hún annars sem minnst um tala. „Ég er að verða snartjúlluð eftir nokkra daga af þessum ólátum, en hvað er það á móts við að standa alltaf með svona óskapaverk- færi í höndunum? Þeir hljóta að hafa taugar úr stáli, þessir ungu menn“. Norðurlandabúar. Það var afar sérkennilegur staður, að mestu Ieyti einangraður frá umheim- inum“. „TTvað er yður minnisstæðast frá þessum árum?“ „Ja, það er erfitt að segja — f endurminningunum varðveitist allt það góða, fallega og skemmtilega, en ókostirnir gleymast. Sem betur fer; það væri félegt, ef það væri þver- öfugt! Lffið var fullt af ævin- týrum, ég hef alltaf haft óþrjót- ] andi áhuga á að kynnast nýju fólki og nýjum stöðum. Okkur mömmu kom saman um, að það væri vissara að nota tækifærið og ferðast sem mest, meðan ég væri enn óbundin — ef ég tæki einhvern tfma upp á að gifta mig, myndi ég auðvitað verða að setjast að um kyrrt og hætta öllu flakki um heiminn". „Þar hefur spádómsgáfan brugðizt ykkur". „Já, hvernig átti mig að gruna, að ég fengi að halda þessu á- fram meirihluta ævinnar? Mun- urinn er aðeins sá, að áður ferð- aðist ég með mömmu og hafði eina eða tvær ferðatöskur með mér, en núna fer ég með mann- inum mínum og hef heila bú- slóð f eftirdragi!" „Eigið þið engin böm?“ „Jú, eina dóttur. Hún er tuttugu og fimm ára núna og vinnur við sænska sendiráðið f Kaupmannahöfn". „Ætlar hún kannske að ger- ast diplómat?" „Nei, nei, hún er trúlofuð og fer bráðum að gifta sig. Hún er að þessu þangað til“. „Þér hljótið að vera vel að yður í tungumálum eftir öll ferðalögin". Frú Else von Hartmansdorff. Á málverkinu er Jean Baptiste Bemadotte, ættfaðir núlifandi konungs Svíþjóðar. frönsku, og allt er skrifað á báðum málunum: umferðarskilti, matseðlar í veitingahúsum, já, meira að segja miðarnir á með- alaglösunum eru bæði á frönsku og ensku. Við fórum margar ferðir til Bandaríkjanna, með- an við dvöldumst vestra. En það væri of langt mál að lýsa öllu því“. „Hvert fóruð þið næst?“ „Til Ítalíu. Það er dásamlegt land ,eins og allir vita, og ég kunni sérstaklega vel við mig þar. Maðurinn minn segir allt- af, að Danir séu ítalir norðurs- ins, og ég er ekki frá þvf, að það sé rétt. Ég man eitt sinn, þegar við vorum á Capri og ég blaðaði f gamalli gestabók hjá elskulegum, ítölskum vfnyrkja — hvað rekst ég ekki á? Jú, þakkarávarp, sem amma mín hafði skrifað, þegar hún kom þar í lok sfðustu aldar! Svona getur lffið verið furðulegt á köfl- um“. „Og svo komuð þið til ís- lands". „Já, beint frá Ítalíu. Það var eins og að koma heim. Hugsun- arháttur fólksins hér er svo svipaður og hjá öðrum Norður- landaþjóðum, finnst mér. Ég á ekki orð til að lýsa aðdáun minni á þjóð, sem hefur hoppað beint út úr söguöldinni inn í ys og þys nútímasiðmenningar án þess að bregða sér hið minnsta. Við erum búin að vera hér eitt ár, og ég kann þvf bet- ur við mig, því lengur sem ég er, og þvf betur sem ég kynnist landi og þjóð“. „Tjað má eiginlega segja, að þér hafið verið að búa yður „Nei, ég kann bara þessi venjulegu — ensku, þýzku og frönsku. Svo ftölsku og sænsku. Já, og auðvitað dönsku; ég er dönsk að uppruna. Það gekk nú dálftið brösótt með menntun mína, þó að ég lærði náttúrlega talsvert í landafræði. Ef ég man rétt, var ég ómögulegur nem- andi í einum níu skólum. Ég minnist þess, að ég byrjaði margoft á púnversku styrjöld- unum, en hvort ég komst nokk- urn tírna að þvf, hvemig þeim lyktaði, er annað mál. Á end- anum fékk mamma samvizkubit, og við dvöldumst um kyrrt í Kaupmannahöfn, þangað til ég var komin í gegnum stúdents- prófið. En um leið og því var lokið, geystumst við aftur suð- ur á bóginn til að sleikja sól- skinið". „Við höfum ekki farið mjög víða sem diplómatar, en verið þvf lengur í hverju Iandi. Mað- urinn minn hefur reyndar verið úti um allt; hann var búinn að fara víða, áður en við giftumst. Við vorum í Englandi á styrj- aldarárunum. Svo fórum við til Kanada. í Montreal tala allir jöfnum höndum ensku og oDaananHDQaaDEEanannnDnnnnannnnannBDanannnn Spjallað við frú Else von Hartmansborff, eiginkonu sænska sendiherrans hér á landi „Tjér hafið auðvitað verið vfða sem sendiherrafrú?“ □aaaDDDDDDDaDDaaDnDDDaDaDDDDDDDDDaaaactDDbD undir þetta starf alla ævina". „Já, það er ekki fjarri sanni. Mér hefur aldrei fundizt neitt átak að flytja mig land úr landi, því að ég hef lifað þessari hirð- ingjatilveru frá því að ég fyrst man eftir, eins og ég sagði áð- an. Og ég hef alltaf áhuga á að kynnast fólki af öllum stéttum og atvinnugreinum. Áður fyrr var miklu meira um hvimleiða stéttaskiptingu, og sumir ímynd- uðu sér, að t. d. diplómatar væru eitthvað öðruvísi en ann- að fólk, en sem betur fer er þetta að hverfa úr sögunni og farið að dæma meira eftir mann- gildi en stöðu og stétt. Það er ólfkt jákvæðara viðhorf". „Þér kærið yður ekki um að vera merkt sem „sendiherrafrú" og þurfa f sífellu að haga yður samkvæmt þvf? „Nei, Drottinn sé oss næstur! Ég get ekki haldið út að vera neitt annað en ég sjálf, og ef virðuleikinn á til að sópast út f veður og vind, þá verður bara að hafa það!“ —SSB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.