Vísir - 13.06.1963, Page 6

Vísir - 13.06.1963, Page 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 13. júní 1963, Umdæmisþing i Bifröst 15.—16. þ. m. NÝR ROTARYKLÚBBUR / REYKJAVIK TJAGANA 15. og 16. júní n.k. verður hið árlega, umdæmis þing íslenzku rotaryklúbbanna haldið í Bifröst í Borgarfirði. Rotaryfélagsskapurinn hefur vaxið jafnt og þétt hér á landi. Nú eru hér 16 klúbbar með sam- stjórnar Rotary International, er nefndur er umdæmisstjóri, og til nefndur er af klúbbum umdæm islns en kosinn á ársþingi Rotary, til eins starfsárs f senn. Núverandi umdæmisstjóri, fyrir starfsárið 1962—1963, er Einar Bjamason, ríkisendurskoðandi, en 1. júlf n. k. tekur Steingrfm- ur Jónsson, fyrrv. rafmagns- stjóri við því starfi og hefur það til 1. júlf 1964. Á umdæmis- stjóra hvflir eftirlit með starf- semi rotaryklúbbanna 1 umdæm inu og leiðbeiningarstarfsemi f. h. stjórnar Rotary Intemational. Stærsti og elzi klúbburinn er rotaryklúbbur Reykjavfkur, með 69 fálaga, en hinn yngsti er nýstofnaður klúbbur, Reykjavík — Austurbær, sem hóf göngu sfna í apríl með 26 stofnendum. Svæðj hins nýja klúbbs tak- markast af Snorrabraut að vest an af Miklubraut og belnu fram haldi af henni að austurtakmörk um borgarinnar að sunnan. Forseti Rotary Intemational starfsárið 1962—1963 er indverj l.inar Bjamason. tals yfir 500 félögum. Rotaryhreyfingin er öllum kunn. Hún hefur náð gífurlegri útbreiðslu á þeim 58 ámm, sem hún hefur starfað, er nú dreyfð yfir alian hnött og hvarvetna hefur hún hlotið vinsældir. Klú.bbar em nú 11484 talsins í 129 löndum og tala klúbbfélaga er um 535500. Félagsskapnum er stjórnað frá aðalstöðvum í Evanston í Illi nois f Bandaríkjunum, borg sem er samvaxin Chicago, en útibú eru frá þeim nokkur, m. a. f ZUrich í Sviss, sem i'slenzka rotaryumdæmið hefur aðalvið- skipti sfn við. Umdæmi rotary eru mismunandi stór að fólks- fjölda og vfðáttu og er hverju þeirra stjómað af umboðsmanni Nitlsh Laharry. Sfmar 11025 og 12640 Vi8 höfum kaupendur að 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum af árgerðunum frá 1956 til 1963. — Einnig að station- bifreiSum: öllum gerðum og árgerðum. Ef RÖST skrá- ir og sýnir bifreiðir yðar seljast þær fljótlega. I dag og næstu daga seljum við: Ford Consul 1962 — Mercury Comet 1963 — Ford Zehhyr 1962 og 1963 — Opel Record 1962 og 1963 Opel Kapitan 1961, einkabíl ekinn 13 þús. km. Ford Anglia 1955 og 1960 — Skoda Octavia 1961 — Chervrolet, Bel Air 1959, eínkabfl. Ford Galaxie 1960 Volvo Station 1955 og 1961 — Ford Thames, sendi- ferðabíll. 1960 — Ford 1955, einkab. 6 cyl. beinsk. Wilh's Jeppi 1954, kr. 40.000,— International sendi- bifreið 1953 ,með stöðvarplássi. - RÖST REYNIST BEZT — RÖST S.F. Laugavegi 146 — Sfmar 11025 og 12640. Alfred Bjerregaard. inn Nitish Laharry frá Calcutta, en sá sem viðtekur 1. júlf n. k. er Carl P. Miller, frá Los Ange- les. Forsetinn sendir ætfð á öll umdæmisþing einhvern sérstak- an fulltrúa sinn, oft einhvern fyrrv. umdæmisstjóra úr öðm umdæmi. Fulltrúi hans á þessu þingi verður Alfred Bjerregaard, forstjóri frá Kaupmannahöfn. Rotary er í örum vexti, hefur stöðugt meiri og meiri óbein áhrif í alþjóðamálum og á þrengri svæðum og skiptir því miklu, að stjórnin sé ömgg. Hin um daglegu störfum, sem em mörg og margvísleg er stjórnað af aðalritara, sem er fastráðinn starfsmaður til óákveðins tíma. Því starfi hefur nú lengi gengt George Means, og virðist skipu lagning og stjóm á hinu víð- tæka verkefni vera mjög góð. Uppistaðan f rotarystarfsem- inni er kynningin. Einn maður úr hverri starfsgrein á klúbb- svæðinu er valinn f klúbbinn til þess að kynning geti örvast með al manna í hinum ýmsu starfs- greinum þjóðfélagsins, og kynn- ingin nær sfðan langt út yfir það. Rotaryfélagar eiga hvar sem þeir fara að heimsækja rot aryklúbba. Rotaryklúbbar halda allir fundi einu sinni f viku, hver á sínum ákveðna stað og stund, þannig að gestir geti geng ið að þeim þegar þeir em á ferð. Kynning þjóða á milli er nú ofarlega á dagskrá hjá Rotary og er hinum mikla námssjóði Rotary Foundation, sem styrkir menn til framhaldsnáms við háskóla víðs vegar um heim, ætlað að eiga drjúgan þátt f þeirri kynningarstarfsemi. Umdæmisþingið verður nú mjög fjölsótt og koma menn með gesti sfna frá öllum klúbb um Iandsins. Bifröst er senni- Steingrímur Jónsson. lega ákjósanlegasti staðurinn hér á landi til slfkra fundar- halda,, húsakynni mjög rúm pg vistleg og umhverfi með því fegursta, sem við eigum. Gisti- rými er töluvert, og þó ekki nærri til að hýsa alla, en sem betur fer er gott gistirými ekki mjög langt frá og hefur það verið fengið til ráðstöfunar, en bílar verða hafðir í förum milli gististaðanna og fundarstaðs. Nýlega kom hingað til lands, 17 ára gamall xylofónleikari, Ralph Heid að nafni. Hann mun dveljast hér f um það bil einn mánuð, og skemmta á Röðli. Ralph Held, var aðeins tæplega 5 ára eamall, þegar hann f fyrsta skipti lék opin- berlega á xylofón sem faðir hans gaf honum. Síðan hefur hann ferðazt svo að segja um allan heim, og tek- 17 ára xylofónleikari ið upp til viðbótar, söng og gít- arleik. Ralph segist vera einn hinna rock, twist og limbóóðu unglinga 20. aldar, og leikur þá auðvitað með tilreyrandi hama gangi. Elvis Presley, sem löngum hefur verið þekktur fyrir sína annarlegu tilburði á sviðinu, er hreinasta vaxdúkka í sambandi við þennan pilt. Hreyfingar hans, eru að vísu ekki jafn æfð- ar og hjá Presley, en þeim mun ofsafengnari. Hann ber með réttu nafnið sem honum var gefið f Bandaríkjunum, en það var Hurricane (Hvirfilbylur). Ralph hefur einnig verið kall- aður „skapheiti unglingurinn" Þeir sem svo sjá hann twist an'Ii og hrónandi við xvlofón inn, munu tæplega draga þetta i efa, því að allt er framkvæmt af Iífi og sál. Ralph leikur ýmis lög sem hér eru góðkunn, og tekst það vel, með ágætri aðstoð hljóm- sveitar Eyþórs Combo, sem vafa lítið er meðal fremstu dans- hljómsveita sem við -sigum hérna á Isiandi. Frétlamaður Vfsis, hitti Ralph að máli örstutta stund, þegar hann í eitt skipti var að koma, heitur og móður inn af sviðinu, með lófatak áhorfenda ennþá dunandi í eyrum sér. Púff, sagði hann, og þurrkaði svitann af enninu. Það brann ennþá glóð í augum hans, og var eneu líkara en hann langaði til að fara inn aftur og halda áfram. Hann smeygði sér úr skyrt- unn,i fleygði henni á stól og fór í létta þægilega peysu. — Hvernig Iíkar þér? spurði fréttamaður. — Vel. íslendingar eru prýði- legir áheyrendur. — Og hvernig fannst þér að koma til landsins? — O, það var ekki sem verst. Ég bjóst við, eins og líklega flestir útlendingar sem hingað koma f fyrsta skipti, að það væri miklu kaldara. Og um kvöldið var ég f standandi vand ræðum. Ég beið og beið og sfð- ast spurði ég hvað hefði orðið af nóttinni. Þá var mér sagt að á Islandi svæfu menn við dagsljós. Ég var alveg ruglaður. — Og hvað geriröu svo þegar þú ferð héðan? — Á aðra skemmtistaði ein- hvers staðar úti í heimi, púff, allaf á spani. Púff, áagði fréttamaðurinn, og kvaddi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.