Vísir


Vísir - 13.06.1963, Qupperneq 7

Vísir - 13.06.1963, Qupperneq 7
7 V í S IR . Fimmtudagur 13. júní 1933. Frá leik þýzka Iiðsins Holstein Kiel og tilraunalandsliðsins. Erlent knattspyrnulið hefur heimsótt ísland. Sama sagan hefur endur tekið sig — okkar menn hafa borið skarðan hlut frá borði — orðið undir í viðureigninni við hina erlendu kappa. í hinum stóra og fjölmenna hópi knattspymuunnenda hér á landi, hefur sem fyrr vaknað upp hin sí- gilda spurning, — hvað veldur? Skýringarnar og svörin eru sem fyrr jafn mörg spyrjendunum. All ir sem sjá og skilja vilja gera sér grein fyrir þeirri einföldu stað- reynd, að íslenzkir knatt spyrnumenn standa að baki kollegum sínum er- lendis frá en spurningin er — hvers vegna? —5 árin, eða síðan heimsmeist- arakeppnin fór fraih í Svíþjóð 1958, er Brazilíumenn urðu lieimsmeistarar, en þeir léku þá samkv. þessu kerfi. Þeir, sem sáu leiki Kiel-liðs- ins, tóku vafalaust eftir því hve vinstri innherjinn lék langt frammi, til þess að mynda 4 manha sóknarlfnu, ásamt mið- herjanum (9) og báðum útherj- unum. Hægri innherjinn no. 8 Iék hins vegar lengra til baka og var ásamt öðrum framverð- inum, tengiliður milli sóknar og varnar. Hinn framvörðurinn var staðsettur til baka og myndaði 4 manna varnarlínu ásamt mið verði og bakvörðum. ^nnan ramma þessa leikkerfis framkvæmdu þeir leikaðferðir í sókn og vörn ,sem ég tel að herja. Hyer hreyfing er því gerð í ákveðnum tilgangi og á réttum tíma og í réttu samhengi við gang leiksins. í stöðuskiptingum kemur það sjaldan fyrir að nokkur staða sé auð eða óskipuð, því þar er alltaf kominn maður í manns stað. Þetta samræmist í fyllsta máta nútíma sóknaraðferðum, sem krefjast þeirrar alhliða hæfni af leikmönnum, að þeir vegna þess að léikmenn okkar skortir hæfni til að meðhöndla knöttinn í hröðum leik og við ásókn af hálfu mótherja. Strax og þessi hæfni er fyrir hendi öðlast leikmaðurinn yfirsýn yfir leikinn og getur sent markvisst. Sá er ekki sér meir en 4—5 metra radíus Ut frá sér, hlýtur alltaf að leika tilviljunarkennt. Við ættum því að leggja mikla áherzlu á hraða knattmeðferð á æfingunum og venja okkur um leið á að skima um og skoða leikstöðuna. TXREYFANLEIKI, krefst ákaf- lega vakandi athygli og opins huga ásamt einbeitingu að Ieiknum, 'á théðan viðkömándi sólcnarlota stendur yfir. Leik- mennirnir eru og verða S stöðugt að hreyfa sig til í samræmi við hreyfingar knattarins og mót- herjanna og verðurhverhreyfing að hafa jákvæðan tilgang. Sam ræmingin í þessum hreyfingum byggist á sjónsambandi Ieik- mannanna. Sýnt hefur verið fram á það með nákvæmri tíma töku, að hver leikmaður hefur ekki knöttinn nema að meðal- tali í 1—2 mín. þæi- 90 mfn., Rabbað við Karl Guðmundsson um þýzka liðið, leikaðferðir og getu íslenzkra knattspyrnu- manna Vísir hefur, bæði vegna þess að um þetta leggja margir höf- uðið í bleyti og eins þar sem íþróttasíður blaðanna hafa gert þetta að nokkru umtalsefni, snúið sér til Karls Guðmunds- sonar knattspyrnuþjálíara, sem er nú starfandi á vegum KSf og leitað álits hans. Var þá heimsókn þýzka liðsins sér- staklega höfð í huga. Karli fórust orð á þessa leið: TjAÐ var mikill fengur fyrir knattspyrnumenn og knatt- spyrnuunnendur, að fá jafn ágætt lið, sem Holstein Kiel til þess að sýna okkur, svo ekki verður um villzt hvar íslenzk knattspyrna stendur í dag. Lið Holstein-Kiel leikur nútímá knattspyrnu. Það styðst við Ieik kerfið 4:2:4 sem rutt hefur sér til rúms í Evrópu síðustu 4 knattspyrnumenn okkar geti mikið af lært, einkum í því er a ðsóknarleik lýtur. Um varnar- leikaðferðina „maður gegn manni“ eru, undir sumum kring umstæðum, skiptar skoðanir. Góknarleikur Holstein Kiel byggist á nákvæmum send- ingum, bæði stuttum og löng- um, en þó aðallega stuttum. miklum hreyfanleik, er felur í sér hraðar stöðuskiptingar allra framherjanna og tengiliðanna tveggja. Hreyfingar leikmann- anna eru allar samræmdar og miðast að því að Ieika sig fría eða að opna svæði fyrir sam- geti yfirleitt leikið í hvaða stöðu sem er -á vellinum, gert þeim öllum jafn góð skil. Á því sviði, sem hér hefur verið nefnt, erum við þvf miður mjög langt á eftir Þjóðverjum. Ef okkur skortir ekki skilning- inn, þá skortir okkur hæfni í þeim líkamlegu atriðum, sem hljóta alltaf að vera grundvöllur slíks leiks — KNATTMEÐFERÐ SNERPA OG ÚTHALD. Það er ekki einungis tilviljun, að 35—40% allra knattsendinga okkar leikmanna höfnuðu hjá mótherjanum og að margar til raunir til að stöðva knöttinn misheppnuðust. Nei, það er sem leikurinn stendur. Hlýtur því að liggja ljóst fyrir að það er líka áríðandi að kunna að leika án knattar. Á þessu sviði voru ÞjóðverJ- arnir algjörlega ofjarlar okkar og sama er reyndar að segja um önnur lið erlend, sem hingað ’ioma. Þetta tel ég einn versta ágalla á íslenzkri knattspymu ásamt ónákvæmni í sendingum. Þetta eru beittustu vopn sókn arleiksins. Hraði í leik, er eiginleiki sem sérhvért lið á að sækjast eftir, vegna þess að hann gerir leikað- ferðirnar áhrifaríkari og eykur líkindi fyrir því að þær nái til- gangi sínum. Þess vegna er það mikilsviert aijriði að fá að ráða hraðanum í Ieik og tempra hann samkvæmt getur eigin liðs. Þjóð verjarnir héldu uppi miklum hraða, eins og vandi góðra liða er, er þau mæta tæknilega lak- ari liðum. Þá er reynt að stilla inn á bylgjulengd, sem mótherj arnir ráða ekki við. Boltinn er þá látinn ganga hratt, en mót- herjamir hlaupa mest fyrir gíg. Þegar þannig er leikið vilja síð- ustu mínútur leiksins oft verið drjúgar hvað mörkin snertir. Hraða í leik getum við einung is tileinkað'okkur með því að ástunda hraða í æfingum okkar. Lið sem aldrej leggur venílegan hraða í æfingar á erfitt með að skrúfa upp hraðann í leikjum og þreytist fljótt. T/'IÐBRAGÐ og snerpa Þjóð- verjanna var skarpari held ur en hjá flestum okkar manna og kom það berlega í Ijós þegar líða tók á leikina og yfirburða þeirra í úthaldi fór að gæta. Snerpan er nauðsynleg til þess að hægt sé að rífa sig undan oki gæzlunnar, en Þjóðverjam- ir beittu mjög náinni mann- gæzlu, svo náinni að þeir „lágu“ bókstaflega hver á sínum mót- herja. Þetta kom bezt fram í siðasta Ieiknum, þar sem Þjóð- verjamir beittu sér til hins ítr- asta. Slíkt er auðvitað ekki hægt að gera nema varnarleikmenn irnir hafi yfirburði í hraða og staðsetningu. Okkar leikmönn- um var þannig sniðinn mjög þröngur stakkur i athöfnum og gefinn ennþá minni tími til at- hafna, langtum minni tími, en við höfðum til að framkvæma hlutina í leikjum okkar inn- byrðis. Þetta þoldi hæfni okkar ekki og þess vegna stóðumst við Þjóðverjunum ekki snúning. Við verðum bara að vera menn tii að viðurkenna það. ■pN hefur nokkuð verið gert 1 varðandi uppbyggingu lands liðs og undirbúning þess fyrir komandi landsleiki? KSl hefur ætíð verið þeirrar skoðunar að alhliða þrekþjálfun ætti að fara fram í félögunum sjálfum, enda ófært að kalla saman kappliðsmenn víðsvegar að af landinu eingöngu til að æfa úthald. í samræmi við þetta hefur KSÍ staðið fyrir námskeiði þjálfara, þar sem fjallað var um æfingar og leiðbeiningar sem eru beinlfnis til að auka úthald og þrek manna. Þá hefur KSl skrifað félögunum og boðið þeim alla þá aðstoð Við æfingar sem unnt er að Iáta í té við æfingar. Samæfingar fyrir landsliðið er ætíð erfitt að koma á, bæði vegna vegalengdar. staða á milli og vinnu manna og eins vegna kostnaðar. Væntanlega verður þó tekið til atliugunar, hvort hægt verði að hefja slíkar æfing ar í næsta mánuði. Holstein-Kiel liðið jók venju- Iega hraðann siðustu 15 mín. hvers leiks og sýndi þá svo ekki verður um villzt, að úthald þeirra var langtum betra en okk ar, þó þeir séu ekki í æfingu, eins og eitt dagblaðanna sagðu um þá, eftir fyrsta Ieikinn. Þessi veikleiki kemur einatt fram hjá okkur, er við mætum erlendum liðum, þó að það úthald sem leikmenn búa yfir nægi til að leika hér i fyrstu deild. Já, það er gott fyrir okkur að fá slíka áminningu, sem þessa, er Þjóðverjamir hafa gefið okk- ur. Við verðum einungis að taka henni á einn hátt: Æfa betur og markvissara og reyna að full- komna okkur i þeim atriðum, er annmarkamir era stærstir á. Það eru 3 mánuðir tæpir til Iands leiks og það má gera mikið á þeim tíma, ef vel er að unnið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.