Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 8
8 v i s i R . Fimmtudagur 13. júní 1963, VISIR Otgefandi: BlaSaútgáfan VlSIR. R tstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^'greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur ð mflnuBi. t lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Vandræði vanþekkingarinnar Að þessu sinni snerist kosningabaráttan að verulegu leyti um utanríkismál og afstöðu þjóðarinnar til þeirra. Þar bar hæst Efnahagsbandalagsmálið og landhelgis- málið. Einkennandi var í þessum umræðum, að þar stangaðist oft fullyrðing á fullyrðingu og deilt var um grundvallaratriði og yfirlýstar staðreyndir, sem frá- leitt var að deila þyrfti um. Hér skal ekki farið út í þá sálma að segja einn flokk sekari að þessu leyti en annan, en þetta sýnir hve af- skiptir við fslendingar erum enn og einangraðir og hve lítt menn fylgjast hér á landi með helztu viðburð- um í alþjóðamálum. Það, sem hér greinilega skortir, er hlutlæg fræðsla um stórmál eins og Efnahagsbanda- lagsmálið. Ekki pólitísk fræðsla flokkanna, heldur al- menn fræðsla, svo almenningur fái dregið réttar og skynsamlegar ályktanir, og frumstaðreyndir verði ekki tilefni til langra deilna. Slík fræðsla á heima í skólunum, í útvarpinu og á prenti, t. d. fræðslurit um alþjóðamál sem þjóðina varða og væru útgefin af einhvé'rju ráðuneytinu, svo sem tíðkast hjá grannþjóðiqn okkar. í skólum skortir alveg fræðslu um alþjóðamál. Það kom ekki að sök meðan við fylgdum hlutleysinu og aðrir fóru með- for- sjá okkar í utanríkismálum. En það dugar ekki lengur. Við erum t. d. aðilar að Atlantshafsbandalaginu og það handalag ætti að kynna einn dag á ári a. m. k. í öllum skólum landsins á vegum ríkisins. Það er ekki gert, né heldur er ungu fólki sagt frá öðrum alþjóða- stofnunum sem við erum aðilar að, nema Sameinuðú þjóðunum einn dagpart. Samvinna okkar við vestrænar lýðræðisþjóðir bygg- ist á því að þjóðin skilji grundvöll þeirrar samvinnu og þekki þætti hennar til hlítar. Þess vegna verður að bæta úr þeirri þögn, sem nú ríkir og veita hlutlæga fræðslu um þessi mikilvægu mál. Styrjöld Hannibals Samninganefndirnar eru nú komnar að norðan tfl viðræðna við sáttasemjara. Formaður A.S.I. hefur sagt ríkisstjóminni stríð á hendur og hótar að fella við- reisnina með kaupgjaldsbaráttu. Hér er þvi blásið til pólitískra verkfalla. Það er undir Iaunastéttunum sjálf- um komið, hvort þær láta nota sig sem verkfæri í hendi Hannibals, vopn í einkastriði hans við viðreisnina. • Tíminn bendir á það i morgun, að verkalýðssam- tökin megi ekki halda fast í kröfur sem hægt er að sýna fram á að era atvinnuvegunum ofvaxnar að svo stöddu. Kjarabætur era sjálfsagðar. En pólitískar kröf- ur era ekki kjarabætur, heldur kjaraskerðing, þegar til lengdar lætur, eins og dæmin sanna. Það ætti ekki að gleymast Myndin er af stórvirkum vélum i notkun á viðlendum akri i einu komræktarlandinu. Og siík tækl eru tekin I notkun i mörgum löndum nú, þar sem fé, skortir, framtak og þekkingu, — allt i barátt- unni gégn hungrinu á þeim tíma, sem mannkyni fjöigar árlega. Og margt annað er reynt, — eða verður málið ekki leyst samtimis nema með árlegri tugmilljónafækkun bamsfæðinga i heiminum? F æðingatakmörkun eina lausnin? Að undanförnu hefur verið haldin ráðstefna á vegum RÁO eða Land- búnaðar- og matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, um hvað unnt sé að gera til þess að girða fyrir matvæla- skort og hungur í heim- inum, sem hefur orðið æ meira vandamál með hverju árinu vegna hrað vaxandi fjölgunar mann kyns. Gætti eigi lftillar bjartsýni hjá ýmsum í byrjun þessarar ráðstefnu, og töidu þeir nú fram leiðslu að komast á það stig og dreifingu, svo og ýmsa nýja hagnýtingu efna í ofangreind- um tilgangi, en a. m. k. einn helztu manna á ráðstefnunni kvað upp úr með það, að ekki væri nema eitt ráð til þess að_ koma I veg fyrir matvælaskort og hungur, en það væri að fækka bamsfæðingum — en hvort grípa eigi til allsherjar ráðstafana slikra með heilum þjóðum, er fyrir utan verkefni Washington-ráðstefnunnar, sem hafði það höfuðverkefnl að und irbúa 10 ára áætlun til þess að Asfa, Afríka, nálæg Austurlönd og Suður-Ameríka geti af eigin rammleik aflað sér þeirra mat- væla, sem þar er þörf fyrir. • Það var brezki sagnfræðing- urinn prófessor Arnold Toyn- bee, sem lýsti yfir því á ráð- stefnunni, að allt væri unnið fyrir gíg, ef ekki yrði reynt að takmarka fæðingar. Það verður aldrei hægt að sigra I barátt- unni til þess að losna úr viðj- . um hunjgursins (freedom - from hunger campaign), nema eigin- menn og eiginkonur svo hundr- uðum miiljóna skipti takmarki að eigin vilja hve mörg börn þau eiga. Við höfum gert okk- ur goðum líka i alls konar plönturækt og dýra, en þegar um fjölgun mannkyns er að ræða, höfum við farið að eins að að menn séu felldir í styrj- öldum, vinna þar sigur og leit- ast við að vinna sigur á hungr- inu. En á öllum sviðum endi allt með ósigri, án fæðingatak- markana. og kanínur. Menn hafa unnið ákveðna, mikla sigra, sagði hann, í baráttunni gegn dauða af völdum sjúkdóma, menn gera sér vonir um að geta hindr í dag, segir hann, hlustum vér á með vaxandi beyg æ ískyggiiegra hijóð af fótataki sí- vaxandi mannkyns; sem fjölgar svo, að hin mikla sókn vísind- anna á sviði matvælafram- ieiðslu hrekkur þar hvergi nærri til. Vonir manna um að lifa, voru. miklu betri þegar þeir voru nær varnarlausir gegn sigrum — heldur en nú er vér erum að verða varnarlausir gegn oss sjálfum. Toynbee prófessor hvatti til einingar alls mannkyns sem í sameiningu og sem heild ynni að framleiðslu og dreifingu á matvælum. Hann kvað vlsindunum ekki myndi takast að fæða allt mannkyn, ef yfirborð þessarar plánetu yrði áfram skipt I yfir 100 rlki, hvert um sig frjálst til þess að fylgja sinni eigin stefnu varðandi framleiðslu og dreif- ingu matvæla. Frestað töku fransk- dönsku kvikmyndarinnar Frestað hefur verið um eitt ár töku fransk-dönsku kvikmynd- arinnar, sem kvikmynda átti uppi á öræfum íslands í sum- ar. Er þetta í fyrsta sinn, sem franskt og danskt kvlkmynda- félag hafa samstarf með sér um kvikmyndatöku, og verður danski leikstjórinn Gabriel Axel aðalleikstjóri, en Benedlkt Áma son aðstoðarleikstjóri. Daniel Gelin verður i aðalhlutverki, en 1 myndinni leika tveir islenzkir Ieikarar, þeir Haraldur Bjöms- son og Róbert Arafinnsson. Eigi er kunnugt um, hvað þessum drætti veldur, en búizt er við, að kvikmyndin verði tekin næsta sumar f staðinn. Benedikt Ámason mun starfa sem aðstoðarleikstjóri við danska kvikmynd fl vegum Nordisk Film f sumar, vænt- anlega i Kaupmannahöfn, en koma aftur til íslands f haust og starfa þá við Þjóðleikhúsið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.