Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 13. júní 1963. 9 Gunnar Thoroddsen: Meginatriði úrslitanna Aðalspumingar við atkvæða- talninguna voru þessar: 1) Fá stjórnarflokkarnir áfram meiri hluta f báðum deildum þlngsins? 2) Fá þeir meiri hluta at- kvæða meðal kjósendanna? 3) Fá þeir hærri hundraðs- hluta atkvæðamagnsins hjá þjóðinni en áður? Varðandi fyrsta atriðið sigr- aði ríkisstjórnin, þótt litlu munaði. Hún fékk 32 þing- menn af 60. Það er meiri hluti í sameinuðu þingi og báðum þing deildum. í efri deild verða 11 þingmenn stjórnarflokkanna á móti 9 stjórnarandstæðingum, og er það óbreytt skipun deild- arinnar frá því sem áður var. 1 neðri deild munu sitja 21 stjórnarsinni, — voru 22, — og 19 andstæðingar, — voru 18. Stjómarflokkarnir hafa þann- ig misst 1 þingmann, en halda því, sem mestu máli skipti: meiri hluta í báðum deildum, en það er skilyrði fyrir því að koma fram þeirri löggjöf, án atbeina stjórnarandstæðinga, sem stjómarflokkarnir telja nauðsynlega. Um annað atriðið er það ljóst, að talsverður meiri hluti kjósendanna styður stjórnina. Stjórnarflokkamir hlutu sam- tals tæp 50 þúsund atkvæði, en stjórnarandstæðingar tæplega 40 þúsund. 1 hundraðstölum fengu stjómarflokkamir 55,6%, en hinir 44,2%. (óháðir á Aust- urlandi fengu 0,2%). I þriðja lagi fengu stjórnar- fiokkamir nú 3 þúsund atkvæð- um meira nú en í sfðustu al- þingiskosningum. Um 4 þúsund fleiri kjósendur neyttu nú kosn- ingaréttar. Og hundraðstöiurnar eru þær, að við haustkosningamar ’59 fengu stjórnarflokkamir 54,9% af öllum greiddum og gildum atkvæðum, en nú 55,6%. 1 öllum þessum meginatrið- um hafa úrslltin því orðið stjórnarflokkunum hagstæð: Meiri hluti á Alþingi, meiri hluti hjá þjóðinnl, meiri stuðn- ingur kjósenda en f næstu kosningum á undan. Nokkur vonbrigði urðu þó í kosningunum. Sjálfstæðisflokk- urinn missti eitt þingsæti f Rvík þrátt fyrir stóraukið atkvæða- magn. Það stafaði af einkar hag- stæðri skiptingu atkvæða fyrir hina flokkana, en 1959 var sú skipting þeim sériega óhagstæð. En Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hins vegar eitt uppbótarsæti í staðinn, svo að þingmannatala hans er sú sama og áður, 24. Alþýðuflokkurinn missti eitt þingsæti og hefur nú 8 þing- menn í stað 9 áður. Atkvæða- magn hans lækkaði hlutfalls- Iega, úr 15.2% í 14.2, en haust- kosningarnar '59 höfðu verið honum mjög hagstæðar. Hins vegar óx fylgi Sjálfstæðisflokks- ins miklu meira, úr 39.7% f 41.4%, svo að samanlagt juku stjórnarflokkamir fylgi sitt í Heild. Framsóknarflokkurinn vann sigur að tvennu leyti. Hann bætti við sig tveimur þingsæt- um, hefur nú 19 í stað 17 þing- manna, og hann jók atkvæða- magn sitt úr 25.7% f 28.2%. Hins vegar mistókst honum það meginatriði f kosningabaróttu hans, að fá, ásamt Alþýðubanda- laginu, stöðvunarvald á þlngi og að fella stjómina. Alþýðubandalagið hélt 6- breyttu atkvæðamagni, 16%, en tapaði einu þingsæti, hefur nú 9 þingmenn f stað 10. En Þjóð- varnarflokkurinn, sem nú var í kosningabandalagi við Alþýðu- bandalagið, hlaut órið ’59 3.4%. Þessir bandamen nhafa því sam- anlagt fallið úr 19.4% atkvæða niður í 16%. Það er jafnan svo, að allir stjórnmálaflokkar geta dregið nokkurn lærdóm af þingkosn- ingum. Stjómarflokkamir hafa orðið margs fróðari um þau vinnubrögð, sem færðu Fram- sóknarflokknum fylgisaukningu og geta því verið betur búnir til næstu orrustu við þann flokk. Og þeim meginatriðum kosn- htganna hljóta Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn að fagna, að ríkisstjómin hélt meirihluta f báðum deildum þings, jók meiri hluta sinn hjá kjósendum, og fékk traustsyfirlýsingu hjá þjóðinni. Umbætur í síma- 3>- eru m f símamálum Vestfjarða og m. a. er I undirbúningi að koma á sjálf- virku sfmasambandi milli Isafjarðar kaupstaðar og kauptúnanna við Djúpið og vfðar á Vestfjörðum. Ákveðið hefur verið að koma upp sjálfvirkum símstöðvum og þar með sjálfvirku sfmasambandi milli eftir- talinna staða: ísafjörður, ásamt Hnífsdal, Patreksfjörður, Bolunga- vík, Flateyri, Bfldudalur, Þingeyri, Suðureyri og Súðavfk. Enn fremur er gert ráð fyrir að fjölsíma verði komið upp milli Patreksfjarðar og Reykjavikur með inni Aldrei eins miklar framkvæmd- ir við síldarverksmiðjunar Aldrei fyrr hafa eins miklar framkvæmdir verið hjá Vélsmiðj unni Héðni í sambandi við und- irbúning og stækkun síldarverk- smiðjanna fyrir sumarið. Hefur Héðinn smíðað eða keypt inn vél ar fyrir sjö sildarverksmiðjur og er nú unnið að því að koma vél- unum fyrir í verksmiðjunum. Hér er langmest um að ræða stækkun á verksmiðjunum, til þess að auka afkastagetu þeirra, þá er og á nokkrum stöðum unn ið að endurbótum á fyrri vélum og tækjum. Við flestallar þessar síldarverksmiðjur hefur Héðinn unnið mikið áður og er á mörgum stöðum um að ræða frankvæmdir sem unnar hafa verið í áföngum. TlU TIL TUTTUGU MENN á HVERJUM STAÐ. Meðal tækja þeirra sem smfð- uð hafa verið í Héðni í vetur eru: Þurrkarar, sjóðarar, mjöl- kvarnir og svo flutningatæki. Auk þess hefur Héðinn umboð fyrir pressur frá Noregi og skil- vindur frá Danmörku. Smíði og innflutningi þessara véla er að mestp leyti lokið fyrir sumarið og vinna nú milli tíu og tuttugu menn á flestum söðunum við að setja vélarnar upp. UNNIÐ Á SJÖ STÖÐUM. Eins og fyrr segir, er unnið að framkvæmdum og endurbótum- síldai-verksmiðja á sjö stöðum í landinu. Við sfldarverksmiðjuna Rauðku á Siglufirði er verið að koma nýjum soðkjarnatækjum fyrir. í fyrra var m.a. sett þar upp mjög fullkomin sjálfvirk mjölskil- vinda. Á Vopnafirði er unnið að endurbótum og stækkun verk- smiðjunnar. Vonir standa til að tvær nýjar síldarverksmiðjur taki til starfa í sumar og hefur verið unnið við byggingu þeirra að undanfömu. Önnur þeirra er á Borgarfirði eystri, en hin á Breiðdalsvík. Afkastageta verk- smiðjanna verður um 1 þús. mál á sólarhring. Endurbætur fara nú fram á verksmiðjunni á Eski- firði og er verið að setja þar upp tvær nýjar skilvindur, aðra fyr ir lýsi en hina fyrir mjöl. Við verksmiðju Þorbjörns Áskels- sonar á Patreksfirði er unnið að stækkun verksmiðjunnar og loks má geta þess að mikið hef- ur verið unnið við síldarverk- smiðju Guðmundar á Rafnkels- stöðum í Sandgerði. MIKIL VINNA. I sambandi við allar þessar miklu framkvæmdir hafa skap- azt mörg vandamál hjá stjðm- endum Héðins, en þrátt fyrir það benda allar líkur til þess að fyrirtækið geti staðið við gerða samninga um smíði og útvegun véla. Þakka stjómendur Héðins það einkum starfsfólkinu, sem hefur lagt á sig gríðarlega mikla vinnu. Hefur verið unnið svo að segja um hverja helgi og eftir- vinna hefur verið unnin á hverj um degi. Vegna mikilla aukningar á ný smíði er húsnæðið orðið of lítið, og eru nú framundan miklar byggingaframkvæmdir hjá Héðni til þess að stækka húsa- kynni þau er nýsmíðin fer fram 7. "7 i ' 5* C?t 24 rásum, en 12 rása fjölsitúó milli Patreksfjarðar og ísafjarðar, auk smærri fjölsíma. Nýjum póst- og símabyggingum verður komið upp á Flateyri, Bíldu- dal og Suðureyri, en póst- og sfma- húsið á ísafirði stækkað með sér- stakri viðbyggingu. Þegar umbætur þessar eru all- ar fullgerðar verða þær til mikilla hagsbóta fyrir Vestfirðina í heild. Tófa í fugla- björgum Tófa hefir gert mikinn usla< í varpi bænda f Loðmundarfirði1 í vor og eyðilagt varp f fugla-] björgum fyrir bændum í Seyð- isfjarðarhreppi. Hefir lágfóta ] gerzt óvenju aðsópsmikil á þess-, um slóðum f ár og ekki verið < feimin að sýna sig í heimalönd-J um, jafnvel heima á túnum, t. d., á Dvergasteini og Selsstöðum í < Seyðisfirði. Er nú ekki lengur til setunn-j ar boðið og hefir helzta refa-< skyttan f Seyðisfirði, Friðþjófur^ Þórarinsson, lagt til atlögu við j1 varginn og mun bæði skjóta og, eitra, en nú er bezti tíminn til < þess að eitra fyrir yrðlinga, þar< eð minnst hætta er á að aðrar, skepnur liggi sér eitrað kjöt til < munns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.