Vísir - 13.06.1963, Side 15

Vísir - 13.06.1963, Side 15
V1S IR . Fimmtudagur 13. júní 1963. □aoQnnnc3DDDDCDDnannnc3ncsnnnc ERCÖLE PATTI: ÁSTARÆVINTÝRI í RÓMABORG stúlku, milli þeirra var allt orðið eins náið og orðið gat milli karls og konu. Þau voru eitt, fannst hon- um, tilfinningar beggja sameinuð- ust í einn farveg. En stöku sinnum minntist hann Meneghini og var það honum til kvalræðis, en þó mátti heita, að sárið, sem hann hlaut í Napoli væri gróið. Svo var það dag nokkurn, að hringt var til Önnu frá Treviso. Móðursystir hennar var dáin. Það var móðir Önnu, sem hringt hafði til hennar, og beðið hana að koma til Treviso, meðan verið væri að ganga frá arfi, sem systir henn- ar hafði skilið eftir sig. Og-Mar- cello fylgdi henni á stöðina. — Ég verð ekki fjarverandi nema tvo til þrjá daga i lengsta lag,i sagði hún, er þau kvöddust. Hún stóð við opinn glugga í járn- brautarvagninum. Hún hafði bund ið grænan klút um höfuð sér. Ekki hafði hún annað meðferðis en litla ferðatösku. Þetta var á miðviku- degi. Næstkomandi mánudagsmorg un átti hún að vera komin aftur í vinnuna í kvikmyndaverinu. Þegar lestin var farin, fannst Marcello að sér væri iéttir að skilnaðinum, en þannig leið hon- um ávallt fyrst í stað, er leiðir þeirra höfðu skilið um stundarsak- ir. Hann gekk rösklega frá stöð- inni og hugsaði með gleði til þeirrar stundar, er aftur yrði breyt ing og hann færi að hlakka til end- urfundanna. En vissulega mundi hann njóta þess að vera einn þenn- an stutta tima, sem hún yrði fjar- verandi. Sú staðreynd, að hún hafði farið til heimilis móður sinn- ar, vakti með honum öryggis- kennd. Hann gat verið öruggur um hana þar. Ekkert mundi koma fyr ir. Og fyrir bragðið gat hann notið fjarvistar hennar enn betur. Svo var það, að hann hafði verk að vinna fyrir tímarit nokkurt, og honum fannst að hann þyrfti að fara að gefa sig meira að athugun- um á sögulegu efni, en hann hafði i huga að skrifa doktorsritgerð. Og hann hlakkaði fil að hitta vini sína í hópi menntamanna og ræða við þá. Sambúð hans og Önnu, sem veitti honum mikla ánægju, hafði Iíka allmikil taugaþensluáhrif á hann og hafði einangrað hann frá vinum hans. Hann mundi hafa á- kaflega gott af breytingunni þessa fáu daga, sem framundan voru, ekki sízt vegna þess að hann gat verið öruggur um Önnu á heimili móður hennar. Þriðji kafli. Þegar komið var fram á sunnu- dag og Marcello hafði ekkert heyrt frá Önnu, símaði hann í íbúð henn ar. Karlmaður svaraði í símann. Þar sem Marcello hélt að hann hefði fengið skakkt númer, spurði hann hver talaði. — Þetta er símanúmer signorinu Padoan, svaraði maðurinn. — Vitið þér hvort hún er komin aftur? — Hún kom í gær, en eins og stendur er hún í baði, svaraði mað urinn og hafði Marcello veitt at- hygli sterkum Abruzzihreim radd- arinnar. Marcello reyndi að hringja síð- ar. Það var ekki svarað í símann og þetta endurtók sig nokkrum sinnum. Hvers vegna hafði Anna komið daginn áður án þess að gera nokkra tilraun til þess að gera hon um aðvart? Hver var þessi maður, sem hafði svarað í sfmann? Hvers vegna gat hann ekki náð sambandi við hana nú? Marcelio ákvað'að'fára heim til hennar. En hann hikaði, er hann var að því kominn að fara upp. Og f stað þess að fara unp, gekk hann fram og aftur um Piazza Re di Roma í miklum vafa um hvað gera skyldi. Hann fór inn í vín- stofu og hringdi þaðan. Ekkert svar. Þegar hann kom út úr vín- stofunni, var ekið fram hjá litlum,, grænum bíl af Fiat-gerð. I fram- sætinu sat ungur maður við stýr- ið. Hann var svarthærður, og hár- ið gljáandi af hársmyrsli. Anna sat við hlið hans. Maðurinn hægði ferð ina, er þau óku fyrir næsta horn, og þá veitti Marcello athygli lítilli ,,pjerrot“-brúðu, sem lafði niður fyrir innan rúðuna aftan á bílnum og flaksaðist til. Bílnum var ekið að húsdyrum Önnu og Anna og ungi maðurinn stigu út. Hún hélt á nokkrum bögglum. Hann var klæddur köflóttum jakka í sterk- um litum og hélt á flösku, sem var vafin inn f bréf. Hann læsti bfl- hurðinni og fór á eftir Önnu inn í húsið. Marcello hafði horft á eftir þeim frá horninu og hvorugt hafði séð hann. Marcello fór aftur inn í vínstof- una og hringdi. Anna kom í sím- ann. — Halló, sagði hún. Ég ætlaði að hringja til þín í fyrramálið. Ég hef haft svo mörgu að sinna. Ég er ákaflega þreytt og ætla að fara að hát'ta. Við skulum hittast á morgun. — Getum við ekki hitzt í kvöld? — Það væri betra á morgun. Þá get ég útskýrt allt. Það var ofarlega í hug Marceilo að segja, að hann væri þarna niðri, og hefði séð hana fara inn með ókunnugum manni. En hann lét það kyrrt liggja. Kannske var þetta nákominn ættingi hennar og hún vildi ekki að hann fengi vitn- eskju um samband þeirra. — Þú ætlar þá að hringja til mín? — Já, ég skal hringja til þín und ir eins og ég vakna. En ég sef sjálfsagt fram eftir morgninum, því að ég er út úr þreytt. Og ég ætla að taka símann úr sambandi í nótt. Á göngu sinni inn f miðhluta borgarinnar hugsaði Marcello sem svo, að sennilega hefði einhver ættingi hennar komið með henni til borgarinnar og gæti þetta verið vegna arfsins eða af einhverjum öðrum ástæðum. Og Anna hafði ekki viljað, að hann fengi að vita um hann, svo að hann færi ekki að blaðra um samband þeirra í eyru móður hennar. Og svo sann- arlega hafði rödd hennar verið þreytuleg. Vafalaust var hún undir niðri leið yfir að verða að sinna þessum ættingja, eða hvað sem hann nú var, en samt hefði hún nú getað beðið hann að hringja seinna, þegar hann væri farinn. Lík lega var það satt, að hún væri þreytt og vildi fara snemma að sofa. En þessir bögglar — og flask an? Kannske gjafir frá móðut henn ar eða öðrum ættingjum eða hún hafði keypt þetta? Klukkán um eliefu varð löngun hans að sjá hana og fá að vita hvað væri að gerast sterkari en svo, að hann gæti bælt hana niður. Hann hringdi af nýju. Ekk- ert svar. .Tá. hún hefur látið verða af því að taka símann úr sam- bandi, hugsaði hánn. Eða var hún farin út? Ef svo væri. hefði hún sagt ósatt. Hvers vegna? Þannig hugsaði hann um þetta fram og afíur og hélt áfram að rangla um göturnar í miðbænum. Hann langaði ekkert til þess að fara heim. Kvöldloftið var hress- andi. Hann nam staðar fyrir utan glerdyrnar á Café Berardo og horfði á fólk ganga inn og út um þær. Hann sá hóp leikara og söngvara. Þeir voru allir í gömlu frökkunum sínum og virtist kalt sumum, en þeir ræddu saman vin- samlega og voru ekkert að flýta sér. Frá auglýsingaljósunum á Palazzo Scarra lagði appelsínulita birtu. Ef þetta væri nú nýtt ástarævin- týri? Nei, það var óhugsandi. Þau höfðu verið saman heilan mánuð og hún hafði engan hitt. Hann gat ekki gert sér í hugarlund, að á tveimur sólarhringum hefði hún komizt í svo náin kynni við mann, að hún hefði boðið honum að vera hjá sér að næturlagi. Og svo var þetta heldur óviðfelldinn náungi, með svart, blautt hár, og svo var þessi græni Fiat. Eftir útlitinu að dæma gat maðurinn verið farand- sali. Nú, væri hann úr þeirri stétt, sem líklegast var, gat skýringin verið sú, að hann væri bróðir henn ar eða frændi. Kannske hafði hann ekki komið með henni til borgar- innar, en þau hitzt og henni fund- izt að hún yrði að bjóða honum að vera, en skammazt sín dálítið fyrir hann og því ekki viljað kynna hann. Nú var komin þröng manna á^ göturnar, enda streymdi fólkið nú úr Carso-kvikmyndahúsinu. Og þar, á Lucina-torgi, sá hann allt í einu Toni Megneghini í stuttum, köflóttum jakka. Stórskorin, dökk hærð stúlka, með mikið hár, sem náði niður á herðar, gekk utan í honum. Toni var hlæjandi, en var þó með pípuna í munninum sem tíðast. Marcello hafði ekki séð hann síðan fundum þeirra bar nam an í Napoli. Nú virtist Anna vera gleymd Toni Meneghini. Þau höfðu bara hitzt svona af tilviljun, er þau unnu við kvikmynd suður í Napoli og sofið saman nokkrar nætur. Hann var með öðrum stúlk- um nú. Anna var bara minning — eða kannske alveg gleymd honum. En það kom ónotalega við Mar- cello að sjá Toni Meneghini. Hann sá hann aftur fyrir hugskotsaug- um sínum, eins ög hann hafði gert, þegar Anna játaði allt í Zi’Teresa. Hann sá hann ganga að riíini Önnu og halia sér niður, lokkarnir laf- andi niður'á enni, alveg eins og hún hafði lýst því, og hún, fyrst hálfvöknuð, undrandi, sagt í til- hlökkun kannske: En hver er það? Hver eruð þér? — Kannske Toni hefði líka sagt þessa sögu vinum sfnum, eins og ménn 'Sesgjá frá skemmtilegu en ekki mikilvægu atviki. En þetta var eitt hið þung- bærasta, sem fyrir Marcello hafði komið í lífinu. Þegar hann nú virti Toni Meneg- hini fyrir sér, vaknaði aftur löng- unin til þess að sjá Önnu. Án þess að háfa tekið nokkra fasta ákvörð- un, gaf hann leigubílstjóra bend- ingu og lét aka sér í San Glovanni hverfi. Hann steig út úr bílnum á Via Appia, sem nú var næstum mannlaus. Dyraverðirnir voru að loka Appia-kvikmyndahúsinu og piltdr var að bera sand á gólfið í vínbar, sem var nýbúið að loka. Marcello gekk hægt í áttina til húss Önnu. Græni Fiatinn stóð enn fyrir dyrum úti á mannlausri göt- unni. Þessi maður var þá enn í íbúð Önnu. Hvers vegna svaraði hún þá ekki? Vissulega ekki til þess að geta sofið, ef maðurinn var þarna enn. Anna hafði iogið að honum. Ef þetta væri nú nýtt ástarævin- týri? Nei, það var óhugsandi. Þau R Z A N 15 höfðu verið saman heilan mánuð — Ég hringi aftur, hugsaði Mar- cello. Hún hlýtur að svara. Hann fann vínbar, sem átti að fara að loka, en fékk að hringja þaðan. — Ég ætla að segja henni, hugsaði hann, að ég hafi séð hana koma með þessum manni og séð þau fara upp saman, — að ég viti að hann sé þar enn og að ég krefj- ist skýringar. Þegar hann hringdi, var klukkan að verða hálftvö. Þeg- ar hann var að snúa skífunni, veitti hann því athygli, að hendur hans titruðu og að varir hans voru þurrar, og tungan. Það var ekki svarað í símann. Marcello hvolfdi f sig konjaki úr glasi og gekk út. — Ég ætla að bíða þangað til ein- hver. kemur, sem hefur útidyra- lykil, fá að fara inn, og svo fer ég upp, hugsaði hann, og kný dyra. Ég verð að hitta haná, heyra hvað hún hefur að segja. En kannske væri betra að bíða þar til mað- urinn er farinn, en undir eins og hann er farinn, fer ég upp og slít öii tengsl við hana. Djúpt hugsandi um allt þetta gekk hann um auða Via Appia — fram hjá þyggingunum miklu með öllum stóru gluggunum. Asfaltið á yfirborði gatnanna var rakt. Hann heyrði að iokað var dyrunum á vínbarnum, þar sem hann hafði fengið að hringja. Þá var öllu lok- að við götuna, frá Piazza. San Gia- vanni á hinn enda götunnar, þar efnalaugin björg Sólvallogötu 74. Sínii 13237 Barmohlíð 6 Simi 23337 SELUR 8I(^S0A Vörubíll Chervrolet ’53 Góður bíll. Dodge Weapon ‘51 fyrir 15 manns. Gjörið svo vel og skoð ið bíiana. 81FREÍÐASALAN BORGARTÚNI 1 Símar 19615 og 18085 Það hefur einhver einstaklega handlaginn maður gert þetta. Ito. Og með frumstæðum áhölri um. Sá sem bjó hér hlýtur að hafa verið hamingjusamur. Við erum einu mennirnir hérna núna, heldur Tarzan áfram, en við erum ekki þeir fyrstu sem finnum þennan „dal gleðinnar". Jæja, það þýðir ekki að hugsa um það. Við skulum byggja okk ur kofa úr bambustrjám hérna á fljótsbakkanum. Ito: Þetta er dásamlegur ntað ur. Sciumlciusir uælonsokkar kr. 25.00

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.