Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 4
V í S IR . Föstudagur 14. júní 1963. Þannig líður fyrsti dagur hinnar alþjóðlegu sjóstangaveiðikeppni um borð í v.b. „Guð- björgu“. Við erum á sæmilega feng- sælu miði, en höldumst þar illa vegna reks, því að alltaf er sama brælan, og eyðist því dýrmætur tími í að hafa uppi og „kippa“. Eyjamenn munu kalla mið þetta Lönguhlíðarklakk, en okkur að- komumönnunum þykir auðveld- ast að miða við gat nokkurt á klettarana á Bjarnarey — þegar það opnast erum við í fiski. Ekki virðast þeir á hinum bátunum hafa haft mikið upp úr leit lega íþróttakeppni, og Vest- mannaeyingar hafa þegið sann- ari iþróttaanda og meira keppn- isskap í vöggugjöf, en flestir aðr ir, það sanna afrek þeirra og sjálfur ætti ég að þekkja nokk- uð til þess, þar sem ég hafði þar á hendi leikfimikennslu, meira og minna, í fullan áratug endurfyrir löngu. Finnst mér það skemmtilega táknrænt, að fyrsti Eyjamaðurinn, sem heils- ar mér og býður mig velkom- inn, þegar ég stíg — loksins — aftur á Iand þar eftir hartnær tuttugu ár, er samkennari minn áður fyrr, Friðrik Jesson, ein- hver sá fjölhæfasti og glæsileg- asti íþróttagarpur á sinni tíð, sem íslendingar hafa átt; harð- skeyttur og drengilegur keppn- ismaður, sem hvarf af leikvang- inum sökum vanheilsu, þegar hann átti öll sín beztu afrek óunnin og var það íþróttalífi okkar ómetanlegt tjón. Eigin- Sveitin sem varð aflahæst; greinarhöfundur með Flugfélagsbikarinn. Ljósm. Ásm. Guðjónsson. „Þetta er djúpt í manninum... Mi sinni, þeir koma flestir upp und- ir Bjarnareyna þegar á daginn liður og halda sig kringum okk- ur, unz haft er uppi í síðasta skiptið þann daginn og haldið í höfn. A uðvitað er mikil eftirvænting ríkjandi um borð í bátun- um. Enginn veit enn útkomuna eftir fyrsta daginn, en hún get- ur ráðið miklu um úrslitin. Svo er að sjá sem engu minni éftir- vænting riki í landi, því að fjöldi fólks hefur þegar safnazt sam- an á hafnarbakkanu kringum þá Pál Þorbjarnarson mótstjóra og Hrafn Johnsen vigtarmann. Þó að einna mest beri þar að vísu á yngri kynslóðinni, er þar margt fullorðinna og þekki ég margan reyndan og roskinn for- mann í þeim hópi. Þetta er eigin Páll Þorbjarnarson, mótstjóri og dómarí, í fullum skrúða. Ljósm. Ásm. Guðjónsson. kona hans, Magnea, situr inni í bílnum og fagnar mér vel. Hún var helzta leikkona í Eyjum á „minni tíð“ þar; lék aðra unga stúlkuna í „Ævintýri á göngu för“, þegar ég lék Vemharð, þann samvizkulausa kvennabósa af slíkri innlifun, að greind og lífsreynd kona f hópi áheyrenda lét svo ummælt á eftir, að sér stæði á sama hvað sagt væri — ég væri bölvaður flagari inn við beinið. Já, tíminn líður; kannski gæti ég nú gengið í hlutverki Krans gamla birkidómara ... En sleppum því. Páll Þor- bjamarson trónar þama í dóm- arasæti á hafnarbakkanum og reiknar út aflann. Mun það hon um létt verk og löðurmannlegt, jafn frábærum stærðfræðirtgi, sem setti prófmet í stýrimanna- skólanum, sem stóð enn, þegar einkunnarreglum var breytt löngu síðar, og þvf ekki að vita nema það standi enn. Honum er þó fleira léð en stærðfræði- gáfan. Meðal annars sú gifta í förum, að frægt varð f sigling- um hans á v.b. „Skaptfellingi" og fleiri skipum, milli Islands og Bretlands í síðari heimsstyrj- öld. Kannski sækir hann þá giftu til afa síns, Þórðar Guð- mundssonar hreppstjóra á Hálsi í Kjós, sem árum saman var með afbrigðum heppinn vertíð- arformaður á Hvalfjarðarmiðum og Suðurnesjum. Víst er um það að oft reynist gifta sú ættlæg. Tnnan stundar er ég setztur að X í gistihúsi Halga Benedikts- sonar f Eyjum, búinn að þvo af mér slorið og hafa fataskipti. Þar eru öll salarkynni fullsetin harðfrískum og glaðværum sjó- stangaveiðimönnum, sem hvorki láta brælu á miðum né léieg afla brögð á sig fá. Og .allir bíða dómsuppkvaðningar Páls með mestu eftirvæntingu. Flestir eigum við f þessum hópi sammerkt hvað það snert- ir, að vera af sjómönnum komn- ir, margir hafa alizt upp í sjáv- arplássum eða stundað sjó ein- hvern hluta ævinnar, aldrei losn- að til fulls undan seiðmagni sjáv arins, og kjósa heldur að nota tómstundir sínar til að veiða þorsk og ufsa en að standa á laxárbökkum. Að vfsu eru það almúgafiskur, en veiðiferðimar eru þessum mönnum upprifjun og endurlifun þeirra stunda, sem orðið hafa þeim kærastar í minn ingunni — þegar þeir stóðu litl- ir kútar á bryggju og drógu smá seyði, stálust á bát út á fjörð- inn, eða þeir stóðu algallaðir í broddi lífsins um borð í togara og drógu inn þrískiptan poka af rígaþorski. Þeir eru og til f þess- um hópi, sem alltaf hafa þráð að komast á sjóinn, en ekki feng ið þá ósk sína uppfyllta fyrr en nú. LonruR GUÐMUNDSSON brtujiu t* tciniajomtiíinuiiiuOuiu RITAR UM' ™s" SJÓSTANGVEIÐI Kannski spyr einhver af hverju við förum ekki hreinlega á skak; hvort þetta með stöng- ina sé ekki hégóminn einber. Bæði er það, að fæstir okkar kunna neitt til slíkrar veiðiað- ferðar og velflestir orðnir svo afvanir öllum átökum, að við mundum verða illa aumir f greip og lerka í herðum eftir það erf- iði. Stöngin er auðveldari við- fangs, en líka veitir hún líf- rænna samband við fiskinn, ef svo má að orði komast, en hand færið, að minnsta kosti með þeim útbúnaði, sem nú er not- aður við það. Jafnvel smæsta kóð nartar ekki svo í beituna, að ekki fari um hana titringur, sem hríslast um hverja taug og vekur þessa æsilegu kennd, sem er snarasti þáttur veiðigleðinn- ar. Þessa undarlegu tilfinningu, sem gagntók steinaldarmanninn, þegar hann fann fiskinn sprikla I greip sinni í sævarlóninu og æ síðan hefur gagntekið sér- hvern mann, þegár hann fann líf f sjó eða vatnú Sennilega er veiðifýsnin sterkasta hvötin, sem þróazt hefur með mannin- um, sé hún honum þá ekki með- fædd eins og kynhvötin. Þegar ég var við kennslu í Eyjum, hafði ég eitt sinn orð á þvf við kunningja rninn, Þorstein í Lauf- ási, einhvern lífsgreindasta mann, sem ég hef kynnzt, að ég héldi að mig væri farið að dreyma fyrir aflabrögðum, þótt ekki hefði ég neina atvinnu ai sjónum. „Já,“ svaraði Þorsteinn. „Þetta er djúpt f manninum ...“ TTerbergisfélagi minn er nýr í okkar hóp; meðalmaður á hæð en gildur um axlir og barm, svipmikill og sýnilega hvorki aukvisi né hávaðamaður, Einn af þessum skriðþungu, sem stinga stefninu hægt og rólega í öld- una, án þess að haggast eða slá af. Brátt veit ég þau deili á honum, að hann hefur verið á skaki á Vestfjörðum og háseti á Skallagrími, hjá Guðmundi, þeim fræga aflakóngi, en stund- Til nokkurs að vinna — og fengu færri en vildu. Verðlaunagripir keppninnar. Ljósm. Ásm. Guðjónsson. ar nú umboðsverzlun. Hann heit ir Guðmundur Gfslason, senni- lega eftir afa sínum, Guðmundi gamla á Háeyri, frægasta sjó- sóknara sunnanlands á sinni tið, sem vissi fyrir veður og kunni að ráða sjólag svo að þótti með ólíkindum og barg eitt sinn tug- um manna á opnum skipum úr sjávarháska fyrir þessa hæfi- leika sina. Við erum árla á fótum næsta morgun. Féll dómsúrskurður Páls þannig, að „Guðbjörg“ er aflahæst; Lúðvfk hæstur að afla af einstaklingum, Marenó annar og ég sá þriðji. Frændi minn í Laugardalsætt, Haukur Clausen, sem seildist nú einnig til Ev- rópumeistaratitils á sjó, heitir mér því að röðin skuli breyt'- ast. Það er annars merkilegt fyr- irbæri, og mundi ekki ófróðlegt rannsóknarefni, hve tannlækna- stéttin reynist harðdræg á sjó- stangamiðum — enda til að sum ir þeirra hafi töngina þar með sér, sennilega með tilliti til þess að þeir kunni að komast í kast við steinbít, en nota hana ann- ars til að kippa önglinum úr veiðinni. Vegna viðskiptavina þerra skal fram tekið, að þetta eru vist gamlar og úreltar teng- ur, sem þeir eru löngu hættir að nota í landi. Páll heldur sig á sömu mið- um, og það er sama brælan og við höfum uppi og kippum á milli þess við drögum. Undir berginu lóðum við fjórtán faðma þykka síldartorfu, svo þétta, að ég finn greinilega þegar sakkan kemur i hana. Þórður Sturlaugs- son hefur orðið sér úti um nýja stöng, dregur nú „meira en drott inn gefur“ og er yfirleitt ekki viðmælandi. Eitthvað reynist fiskurinn Lúðvík fráhverfari en daginn áður; kennir þar urn göldrum okkar Marenós og hót- ar okkar gagnráðstöfunum, en hefur það eitt upp úr þeim við- skiptum, að hann setur að minnsta kosti tíu sinnum í fasteignina og tapar sjö sökkum, öllum „þrælyfirlesn- um“. Þegar haft er upp í sið- asta skipti þann daginn, er hann orðinn annar í röðinni um borð, en Marenó efstur. Fer þar sem mig grunaði, að sitthvað mun Grafarættin kunna fyrir sér, að minnsta kosti á sjó. Macdonald dottar, en sefur lítið sem ekk- ert, enda dregur hann ekki lúðu þann daginn — og fátt annarra fiska. Þegar f land kemur, berst sú Framhald á bls. 7. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.