Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 14.06.1963, Blaðsíða 6
V í S IR . Föstudagur 14. júní 1963. Macmillan íékk frest Þannig hefur skipazt mál um, að það veltur á ræðu Macmillans forsætisráð- herra Bretlands í neðri mál stofunni á mánudag hvort hann heldur velli eða ekki. Hann dvelst nú um helgina og undirbýr ræðu sfna f forsætisráð- herrabústaðnum fyrir. utan London, og það sem raunverulega gerðist í gær um það er lauk, var að hann fékk „frest fram yfir helgi eftir umræður þær, sem urðu um kröfurnar um að hann færi frá,“ eins og það m.a. var orðað f frétt- um. Jafnframt kemur fram, að ýmsir ráðherrar lfta svo á, og jaínvel má segja, að það sé að koma æ skýrara fram, að málið sé stærra en svo að það varði aðeins flokk- inn eða einstaka menn, heldur varði það alla þjóðina, velferð ' hennar og siðferði, og þetta kom Bygging kennslustofu- húss að hefjast Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskðlans í Reykjavík skýrði frá því nýlega f almennu blaðaviðtali, sem Vísir hefir áður sagt frá, að nú eru að hefjast framkvæmdir við bygg- ingu, sem skólinn lætur reisa við Amtmannsstíg. Þar hafa ver- ið rifin tvö hús, nr. 9 og 11, og á grunni þeirra á að rfsa þriggja hæða kennslustofubygg- ing. Þar verða sérkennslustofur með aðstöðu og tækjum til verk- legra æfinga í ýmsum greinum, svo sem eðlisfræði, efnafræði, náttúrufræði, tungumálum og sögu. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að taka þessa bygg- ingu f notkun í haust og verð- ur því að kenna áfram næsta Firmakeppni — Framhald af bls. 2. Þorvarð Árnason eftir framlengd an leik. Keppnin milli þeirra var frá upphafi til enda mjög spenn- andi. Ólafur Hafberg vann Islands- meistarann Óttar Yngvason eftir jafnan leik. Stóðu þá uppi: Meistarinn Jóhann Eyjólfsson, sem spilar fyrir Mars Trading Company, Albert Wathne, sem spilar fyrir Þvottahúsið Berg- staðastræti 52, meistarinn Ólaf- ur Ág. Ólafsson, sem spilar fyr- ir Bifreiðastöð Steindórs, og Ól- afur Hafberg, sem spilar fyrir Ottó A. Michelsen. ★ I gær fóru svo fram „semi“- úrslitin og fóru leikar sem hér segir: Jóhann Eyjólfsson (Mars Trad- ing) vann Albert Wathne (Þvottahúsið) og Ólafur Ág. Ól- afsson (Bifreiðastöðin Steindór) vann Ólaf Hafberg (Ottó A. Michelsen). — Á laugardaginn lenda því í úrslitum meistararn- ir Jóhann Eyjólfsson, sem kepp- ir fyrir Mars Trading Company, og Ólafur Ág. Ólafsson, sem keppir fyrir Bifreiðastöð Stein- dórs. vetur 1 Þrúðvangi við Laufás- veg, þar sem kennt hefir verið undanfarið vegna þrengsla I menntaskólahúsinu. Þorkell Máni B.v. Þorkell máni landaði 272.8 tonnum af fiski í Grimsby í gær. Af þessu magni voru 103.5 tonn óseld og stafar það bæði af því, að framboð á fiski var mikið og að heitt er í veðri ytra. Hins vegar voru gæðl fisksins ágæt, enda liðu ekki nema tæpir 14 dagar frá því skipið hóf veiðamar þar til salan fór fram. Hér var um hreinan þorsk farm að ræða og fékkst aflinn við Vestur-Grænland. — Þess má geta, að marÍirV yesfúr^þý?kjr'- togarar hafa verið þar að veiðum, en Ift- ill markaður er fyrir þennan fisk í V.-Þ., svo að þessir togarar hafa flykkzt á brezkan markað og það haft sín áhrif á verðlagið. Fleiri íslenzkir togarar selja ekki erlendis í þessari viku. Keyptu Hólutorg 2 Aðalfundur Félags Iöggiltra raf- virkjameistara f Reykjavík var haldinn 27. maf s.l. í skýrslu stjórnar kom fram, að hagur félagsins hafði batnað veru- Iega á árinu. Fest voru kaup á hálfri húseigninni Hólatorg 2. Fé- lagið hefur flutt þangað starfsemi sína og hefur þar opna skrifstofu. Or stjóm félagsins átti að ganga að þessu sinni gjaldkeri félagsins Jóhann Rönning og baðst hann undan endurkjöri. í hans stað var kjörinn Ólafur Jensen. Stjórn félagsins skipa nú Ámi Brynjólfsson, > form., Vilberg Guð- mundsson, ritari, og ólafur Jensen, gjaldkeri. Varamenn: Johan Rönning, Sig- uroddur Magnússon og Finnur B. Kristjánsson. fram hjá Hailsham lávarði 1 sjón- varpi. Hann sagði, að ef hann hefði efazt um það, að John Pro- fumo hefði sagt satt á sinum tíma í neðri málstofunni, hefði hann annaðhvort beðizt lausnar sjálfur eða Profumo vikið úr stjóminni. Hann kvað þetta vera mál, sem varðaði siðferði þjóðarinnar, sið- ferði í opinberu Iffi og siðferði einstaklinga — það væri ekki mál flokks eða stjómar og hann kvaðst líta svo á, að hún hefði gert skyldu sfna. Og Selwyn Lloyd fyrrverandi fjármálaráðherra sagði að þjóðarvelferðin yrði að vera ofar öllu, flokkurinn kæmi á eftir — og í þriðju röð bæri að taka tillit til einstaklinganna. Til marks um rótið í íhalds- flokknum og áhyggjumar er það, að ýmsir helztu leiðtogar flokks- ins gengu á fund hans að aflokn- um fundi framkvæmdastjómar flokksins, og ræddu við hann nauðsyn einarðlegrar og afdráttar- lausrar yfirlýsingar á þing i á Knefaleikar Framhald af bls. 2. máli Jaek Nilon, framkvæmdastjóri Sonny Listons. „Ég fer til að gera samning við sigurvegarann um keppni við „minn mann" um heims- meistaratitilinn f septemberlok á Madson Square Garden", segir hann, enda þótt ekki sé vfst að Liston verði þá Iengur heimsmeist- ari. Talið er að keppni á þeim tíma í Madison Square Garden mundi yqrða., fyrsta „lQjmjlljón-dala- keppnin" í héiminúm. |(r^rpkvæifi3á' stjóri Madison Squáré segir úm betta, að a. m. k. 2 milljónir mundu koma inn í aðgangseyri, en 8 millj. frá sjónvarpsfyrirtækjum um þver og endilöng Bandaríkin og vfðar. Hins vegar kemur llka til mála að keppnin fari fram í London, vinni Cooper Clay. □ Geysileg barátta hefur farið fram yfir Atlantshafið undanfarnar vikur milli Clay og Coopers og fram- kvæmdastjóra þeirra, bardagi f orð- ræðum, og þarf ekki að orðlengja það, að Clay hefur verið geysiharð- ur f þeirri viðureign, en eftir að hann kom til London fyrir nokkru hefur hann mest helgað sig æfing- um en öðru hvoru sagt blaðamönn- um hvernig hann hyggist slá Coop- er niður f 5. lotu. Keppnin á þriðjudaginn fer fram í Wembley, hinum geysistóra knatt- spymuvelli og er búizt við miklum skara áhorfenda og talið að hlut- ur lcappanna verði mjög góður. — Meðal áhorfenda verða „hinir 11“, hópur kaupsýslumanna, sem gera Cassius Clay út ef svo mætti segja. En þeir hafa allir lagt sín 140 þúsundin í „fyrirtækið" og eiga því hagsmuna að gæta. Munu þeir koma til London í eigin flugvél frá Kentucky, en fljúga heim þegar að lokinni keppni. ■■■■J.^f:. ,:■■■;> . jfr. ■ . * Þetta er eln nýjasta myndin, sem til er af MacmiIIan — tekln vií setningu nýja háskólans í Sussex, en þar var hann gerður að leiðursdoktor í lögum. mánudag, en gáfu honum þar með þann frest, sem um getur að ofan. Vegna Profumomálsins hefur fylgið blátt áfram hrunið af íhaldsflokknum eftir skoðana- könnunum að dæma, en þær þykja túlka skoðanir almennings furðu nákvæmlega. Hinn 7. júnf hafði Ihaldsflokkurinn 34.2% fylgi mið- að við 36.2% 23. maí, en jafnað- armenn 50.8 miðað við 44.6 í byrj* un maí. Athyglisvert er, að í sein- ustu skoðanakönnun minnkaði fylgi allra flokka nema jafnaðar- manna, og má vafalaust þakka það ötulli flokksforustu. Sennilegt er að fylgi íhaldsflokksins hafi hrakað enn meir sfðan er þessi skoðanakönnun fór fram fyrir rúmri viku. Ný sending aff enskum kápum og drögtum FELDUR Austurstræti 8 FYRIR 17. JÚNÍ Fyriiiiggjandi fánar og blöðrur. Tóbaks- og sælgætisverzlunin ÞÖLL, Veltusundi 3. Nýkomnir Eitt skrifstofuherbergi til leigu í Austurstræti ivöua 12., Upplýsingar í síma 13851. Skrifstofuherbergi ítalskir karlmannaskór, svartir og brúnir, mjög fallegir og þægilegir. ítölsku ferðastígvél, uppreimuð, nýkomin. Skóverzlun ANDRÉSAR PÉTURSSO Laugaveg 17 og Framnesveg 2. Vefnaðarvöruverzlun Vefnaðarvöruverzlun í úthverfi til sölu af sérstökum ástæðum. Lítill lager. Sími 33027 milli kl. 7—8 á kvöldin. Heildsölufyrirtæki til sölu Þekkt heildsölufyrirtæki til sölu af sérstökum ástæðum. Umboð fyrir heimsþekkt fyrirtæki. Lítill lager. Félagsskapur kemur til greina. Nöfn sendist blaðinu merkt „Heildsala — Um- boðssala“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.