Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 15. júni 1963. 5 Vestur-íslenzku stjómlögia áttu sér enga hliðstæðu Valdiraar J. Lindal dómari frá f; Winnipeg hélt í fyrradag fyrir- [ Iestur í hátíðasal Háskólans í boði lagadeildarinnar, sem hann nefndi „Stjómarlög Nýja-ís- Iands“. Fyrirlestur Valdimars var hinn merkasti og vakti athygli viðstaddra, bæði sakir efnis og framsögu ræðumanns, en hann talar íslenzku óaðfinnanlega, , þrátt fyrir að hafa dvalið í Kan- ada alla sína ævi. Valdimar er 76 ára að aldri, og fór ásamt foreldrum sínum til Vestur- heims, aðeins tveggja mánaða gamall. Valdimar rakti í fyrstu upp- byggingu og landnám hinna ýmsu þjóðarbrota, sem til Kan- ada kojnu og þar settust að. Var þeim úthlutað viss svæði, sem kölluð voru „reverse", eða goðorð (umdæmi) og kennd við viðkomandi þjóðir. Þessir flokk- ar byggðu lifnaðarhætti sína upp á misjafnan hátt, að mestu eftir þvf hvað þeim þótti kær- ast. Þannig lögðu Þjóðverjar áherzlu á skipasmfðar, Frakkar stunduðu dýraveiðar og Menon- ítar lögðu höfuðáherzlu á að trú þeirra héldist við. fslend- ingar létu það hins vegar verða eitt af sínum fyrstu verkum að semja frumvörp að stjórnlögum. Var hafizt handa um það aðeins þrem mánuðum eftir að fyrstu landnemarnir komu. Þau stjórn- lög, sem endanlega voru sam- þykkt árið 1892, voru einsdæmi í sinni röð og vöktu hvarvetna geysiathygli og gera reyndar enn. Það, sem einkennir þessi stjórnlög íslendinganna, var lýð ræðishugsjónin sem var hinn rauði þráður laganna. Þessi lög kváðu m. a. á um það að kosn- ingarétt hefðu allir sem náð hefðu 18 ára aldri. Strax voru stofnaðir skólar til að kenna ensku, og var það líka einsdæmi f þessum kana- dísku héruðum, en ekki leið á löngu þar til skólum þessum var breytt. í stað enskunnar var farið að kenna íslenzku. Fyrirlesari ræddi síðan nokk- uð um aðrir íslenzkar erfðir, sem einkennandi væru fyrir ís- lenzka þjóðarbrotið í Kanada og vék og lokum að framtíðinni. Hvað ber hún f skauti sér varð andi tengsl Vestur-íslendinga við ísland og uppruna sinn? Valdimar kvaðst þess full- viss, að íslendingar vestanhafs mundu ætíð líta um öxl. Þeir mundu ætíð skilja, hvað þeir skulduðu fslandi, að þeir ættu þessu landi að þakka svo margt gott og nýtilegt. „Það ætti að vera óþarfi að sofa með græjumar, þó þú verðir með í Jason Clark, Jór“. Á sunnudaginn verður háð á golfvelli Golfklúbbs Reykjavfk- ur í Grafarholtslandi ein af stærri forgjafarkeppnum G. R. Hefst keppnin laust upp úr átta og eru leiknar 18,hoIur fyr- 17. júní — Framhald af bls. 16. ganga skáta og íþróttamanna inn völlinn, og síðan verða margs konar íþróttasýningar. Keppt verður um bikar, sem for seti íslands gaf 17. júnf 1954. Klukkan 20,20 setur ritari þjóðhátíðarnefndar, Valgarð Briem, kvöldvöku á Arnarhóli. Þar verður söngur, leikþáttur, leikur lúðrasveita, kveðjur frá Vestur-lslendingum o. fl. Fjórar hljómsveitir leika fyrir dansi á þremur stöðum, Lækj- artorgi, Aðalstræti og Lækjar- götu. Klukkan 2 verður svo hátíða- höldunum slitið á Lækjartorgi. Meðan á hátíðinni stendur verða börn, sem villast frá for- eldrum sfnum, flutt í Alþýðu- húsið, og ættu foreldrar, sem sakna barna sinna, fyrst að leita þeirra þar. ir hádegi og 18 eftir hádegi. Þessi 36 holu keppni er háð um , styttu, sem nokkrir velunnarar golfíþróttarinnar á Keflavíkur- flugvelli gáfu G. R., til minning- ar um látinn félaga, sem fórst af slysförum hér á landi. Þó hér sé um forgjafarkeppni' að ræða má af henni marka í hve góðu formi félagar í G. R. eru, en nú er aðeins þrjár og hálf vika í landsmótið, en það fer fram á Akureyri dagana 11. til 14. júlí n. k. Þess skal sér- staklega getið, að öllum er heim ill ókeypis aðgangur, að golf- vellinum á sunnudaginn . Domus Medicn — íra.nh at I sfðu ekki verið ráðstafað. En f félagsheimilinu á ekki að eins að vera aðstaða fyrir fé- lagsstörf lækna, heldur og marg víslega upplýsingastarfsemi fyr- ir þá sjálfa og almenning, í formi fyrirlestra innlendra og erlendra sérfræðinga og með öðrum hætti. I ávarpsorðum sínum sagði Bjarni Bjamason auk þessa, að hann vonaðist til að Domus Medica gæti orðið til að skapa læknum aukna starfsmöguleika, aukið á viðkynningu þeirra og eflt samheldni stéttarinnar. Auk Bjarna Bjarnasonar eru í stjórn Domus Mediaa: Berg- sveinn Ólafsson, Eggert Stein- þórsson, Jón Sigurðsson og Oddur Ólafsson, yfirlæknir Um tíma sat Kristinn Stefánsson í stjórn félagsins, og voru honum þökkuð mikilvæg störf. Fluttar vpru einnig þakkir til fjöl- margra aðila, sem veitt höfðu málinu brautargengi, borgaryf- irvöldum fyrir hagkvæma lóð og ónafngreindum aðilum fyrir að- stoð vegna fjáröflunar. Ráðgert er að byggingarfram- kvæmdum verði lokið eftir iy2 til 2 ár. Friðrik Karlsson hefur verið ráðinn til að annast stjórn byggingarframkvæmda, en Sig- urður Pétursson verður bygging armeistari. Verkfræðingar vom Stefán Ólafsson og Jóhann Indriðason. Hugmyndin um Domus Med- ira á sér nokkurn aldur. Féskort ur hefur hamlað framkvæmd- um, en nú er verkið sem sagt hafið. Ástæða er til að óska ! læknum til hamingju með fram- tak þeirra. SK — Framhald ai bls 16. starfsfólks með því að taka upp á- kvæðisvinnufyrirkomulag. Á næst- unni verður unnið að því að gera tímamælingar og verkkönnun á vélflökun, og vinnu við frystitæki, til þess að koma á bónusgreiðslu fyrir þá vinnu. ÍSBJÖRNINN HÆSTUR Eftirtalin frystihús komu með hæstu hlutfallstölu, miðað við heildarfrystingu á árinu 1962: Isbjörninn h.f. Reykjavík 4434 tonn, Hraðfrystihús Júpiters og Marz h.f. Kirkjusandi 3911 tonn. Bæjarútgerð Reykjavíkur 3271. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 3104, Fiskiðjan Vestmannaeyjum 2831 og Haraldur Böðvarsson Akranesi 2720 tonn. Bezt að auglýse í ¥ísi Matthías Kjartansson með hljómplötuna og bréfið. platankomin fram Milljónasta eintakið af hljóm- plötunni ,»A1I Star Festival" var selt í hljómplötudeild Fálk- ans í fyrradag og sá, sem það fékk er Matthías Kjartansson birgðavörður hjá Rafmagnsveitu ríkisins. Matthías sagði við frétta- mann Vísis að hann hefði alltaf ætlað sér að kaupa þessa hljóm- plötu, en ekki orðið af því fyrr en í fyrradag, er hann átti leið Fótbrotnaði —- Framhald af bls. 16. Jakob Jakobsson hefur að und- anförnu dvalið við nám við háskól- ann í Erlangen í Vestur-Þýzka- Iandi. Hann hefur og æft og keppt með knattspyrnuliði háskólans og það var í slíkri keppni sem Jakob fótbrotnaði. Hann var, fluttur í sjúkrahús þar sem hann liggur nú og mun þurfa að liggja næstu vikur. Áður var það hugmyndin að Jakob kæmi heim í námsfríi sínu í sumar og léki þá með heimaliði sínu á Akureyri í I. deildarkeppni. Nú er ljóst að af því getur ekki orðið. Jakob er í röð beztu knattspyrnu manna landsins og er einn f hópi þeirra fáu utan Reykjavíkur og Akraness sem keppt hafa í lands- liði. Leik uaireyrar i l leild, að fara i dag Laugar,: hefur verið frestað i.i i. k. í bæinn og kona hans minnti hann á að kaupa plötuna. Hann tók eina plötuna á borðinu, henni var pakkað inn og Matt- hfasi datt ekki í hug að fara að opna umslagið til að sjá hvort það hefði eitthvað meira að geyma en hljómplötuna. Þegar hann kom heim um kvöldið opnaði lconan hans pakkann og skömmu sfðar tók hún að lesa upphátt að þetta væri milljón- asta platan o. s. frv. „Ég hélt að hún væri að gera at í mér,“ sagði Matthías, en svo var ekki og nú má Matthías velja sér þær eitt hundrað hljómplötur, sem hann vill af þeim, sem gefnar eru út af Philips hljómplötufyrirtækinu. Hann sagðist ekki vera ákveð- inn í hvers konar plötur hann myndi velja, líklega yrði það mjög blandað. „Ég vil sjálfur helzt heyra sígilda tónlist, en það eru fleiri á heimilinu en ég sem hlusta á hljómplötur, svo að þeir fá tillögurétt." Til þessa hafa verið fluttar til fslands 1950 eintök af „All Star Festival" og hefur salan gengið mjög vel og mun henni verða haldið áfram. Þegar ákveðið hafði verið að milljónasta plat- an yrði seld á fslandi voru öll eintökin í sfðustu sendingunni innsigluð og í eitt umslagið var stungið bréfi, sem á stóð að þetta væri milljónasta eintakið. Þessar plötur voru settar á markaðinn árdegis í fyn-dag og klukkan 14.45 keypti Matthías milljónustu hljómplötuna. Hljómplötunni „All Star Festival" hefur verið svo vel ekið um heim allan að SÞ álíta þetta eina beztu fjáröflunarráð- stöfun samtakanna til þessa. ffiu. uái

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.