Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 15. júní 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Rltstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: .Axe) Thorsteinsson. Fréttastjórl: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingó'.fsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Flokkur ofbeldisins Það er auðséð á því, hvemig kommúnistar taka ósigrinum í kosningunum, að þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Hvort sem þeir kalla sig Alþýðubanda- lag, Sósíalistaflokk eða eitthvað annað er stefna þeirra og hugarfar óbreytt. Þeir þykjast vilja berjast eftir lýð- ræðislegum reglum meðan það hentar, en jafnskjótt og þeir tapa fylgi, sýna þeir sitt rétta innræti og hóta að beita ofbeldi áformum sínum til framdráttar. Stríðsyfirlýsing Hannibals Valdimarssonar á hend ur ríkisstjóminni og viðreisninni er gott dæmi um það, hvemig kommúnistar líta á verkalýðssamtökin. Þau era f þeirra augurn fyrst og fremst tæki til þess að koma því fram með ofbeldi, sem þeir fá ekki áorkað með öðram hætti. Tíminn verður ekki skilinn á annan veg en þann, að Framsókn ætli hér eftir sem hingað til að styðja kommúnista í skemmdarstarfinu. Þeir muni þvi senni- lega eiga aðstoð Framsóknarleiðtoganna vísa, þegar þeir fara að reyna að stoína til pólitískra verkfalla og stöðvunar atvinnutækjanna. Hefði Framsókn ekki stutt þá eins og hún gerði á síðasta kjörtímabili, hefði ósigur þeirra orðið miklu meiri nú en raun varð á. En þróunin sýnir að með samkomulagi allra lýðræðis- flokkanna um að ráða niðurlögum kommúnista, væri að mestu hægt að þurrka þá út úr íslenzkum stjórn- málum á örstuttum tíma. Sem betur fer bendir allt til að svo fari áður en mjög langt líður, þrátt fyrir stuðn- ing Framsóknar við þá — en því ekki að framkvæma hreinsunina sem fyrst? Meðan kommúnistar hafa aðstöðu til að stunda niðurrifsiðju sína innan verkalýðshreyfingarinnar, verður aldrei hægt að ná þeim árangri í viðreisn efna- hags- og atvinnulífsins, sem annars mundi nást. Og það er aukinn skilningur alþýðunnar á þessari stað- reynd, sem veldur þvf, að fylgi þeirra fer nú síþverr- andi með þjóðinni. Bætir Framsókn ráð sitt? Eftir þá traustsyfirlýsingu, sem viðreisnarstefnan fékk í kosningunum verður því að óreyndu ekki trúað, að skemmdaröflin komi vilja sínum fram. Úrslitin sýna að meirihluti þjóðarinnar vill ábyrga stjórnarstefnu; og sá meirihluti ér stærri en fylgi stjórnarflokkanna segir til um, því að auðvitað er fjöldi fólks í Fram- sóknarflokknum sömu skoðunar um þetta atriði, þótt það brysti kjark til að veita leiðtogum sínum þá ráðn- ingu, sem þeir verðskulda fyrir þjónkunina við komm únista. En leiðtogar Framsóknarflokksins hafa enn tæki- færi til að bæta ráð sitt. Þeir geta sýnt í verki að þeir vilji vera ábyrgir stjómmálamenn, með því styðja kommúnista ekki nú í hinum fyrirhuguðu pólitísku verkföllum. íHiiiiiiiiiiaiPiiiil 1 Maure stræti f Austur-Berlín, (efri myndin). Verkamenn hafa ráðizt á ríkisbyggingu í mótmælaskyni og eru að brenna skjölum og ýmsum gögnum úr skrifstofum byggingarinnar. Óvinsælir starfsmenn voru teknir og barðir. Sagan endurtók sig í fleiri borgum og bæjum Austur Þýzkaiands. Það var 17. júní 1953, sem austur þýzkir kommúnistar snerust til varnar, af öllum mætti sínum. Uppreisnarmenn lutu í lægra haldi og urðu að flýja, (neðri myndin) Á fundi 50 þúsund manna og kvenna á torgi f Austur Berlín. Kommúnistar réðust á fundarmennog hröktu þá óvopnaða burtu. 10 á,r frá uppreisn verkamanna í A-Berlín ÍP Á mánudag, 17,- júní á degi fslenzkrar þjóðhátfðar, minnast milljónir Þjóðverja uppreisnar- innar í Austur Þýzkalandi árið 1953, fyrir réttum tíu árum. Ó- taldar milljónir annarra landa munu votta hinum ógæfusömu Austur Þjóðverjum hijóðláta samúð sfna. Engir fundir engar guðsþjón- ustur, engar opinberar athafnir verða leyfðar í Austur Þýzka- landi til minningar um þá mörgu,, sem féllu f uppreisninni. Þeir, sem eiga um sárt að binda og vilja gjarnan minnast látinna ættingja eða vina verða að fara með sorg sína í felur, eða eiga hefndir á hættu. Svo gjörsam- lega er austur þýzkum borgur- um haldið í skefjum af lögreglu sveitum landsins, sem hafa sí- vakandi auga á landsmönnum, að enginn gerir sér vonir um að fara sfnu fram á þessum sorgar degi — nema þá þeir helzt, sem vildu svívirða minninguna um 17. júní 1953. Uppreisnin vakti athygli um allan heim. I „verkamannarf'■- inu“ voru það einmitt vei* \ mennirnir sjálfir, sem uppreisn- ina hófu og ákafast börðust þar til yfir lauk. Þúsundir höfðu fall ið fyrir rússneskum skriðdrek- um og byssukúlum og nokkrir tugþúsunda höfðu verið hand- teknir. Talið er' að enn séu f vinnufangabúðum meira en 5000 Austur Þjóðverjar, sem hand- teknir voru þessa dagana. Verkamennirnir kröfðust bættra lífskjara. Hið alsterka ríkisvald hafði skömmu áður krafizt af þeim meiri vinnu og afköst en þeir töldu sig geta látið í té krafta sinna og heilsu vegna. Að dómi þeirra voru kröfur ríkisvaldsins ómannleg- ar. Þeir töldu sig einnig hafa fórnað þjóð sinni miklu erfiði á undanförnum árum án þess að fá að njóta ávaxtanna af erf- iðinu, í samræmi við það sem þeim bar. 1 stað þess hafði frelsi þeirra verið skert, kröf- urnar um meiri vinnu verið auknar og lífið að verða lítt þolanlegt undir járnhælnum, vopnuðum skara njósnara og hermanna austur þýzkra og rússneskra. Gremjan, sem hafði grafið um sig á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, brauzt út í ofsalegri reiði og hatri á ó- löglegum stjórnarvöldum lands- ins, sem þóttust þess umkom- in að segja þeim í einu og öllu Frh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.