Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 15.06.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 15. júní 1963. „Þagalt ok hugalt skyli CTAÐRAÐINN í því að hafa ^ blaðaviðtal við tvo skáld- anda fyrir norðan, sækja þá heim upp á von og óvon, án þess að gera boð á undan sér, en fá biátt afsvar með elskulegum viðtökum persónulega í sárabæt ur: Þannig voru afdrif blaða- manns í einslags Apavatnsför viku fyrir hvítasunnu. Andagift frýs ekki í Ýlinum á Norðurlandi og skáldskapargáfa dignar ekki í fásinni — eða — eða? Annar andanna býr á Akur- eyri, hefur verið þar rúm 40 ár: Davíð frá Fagraskógi. Þegar Davíð var ungur, kom hann til Ítalíu og orti um Messalínu og Caprí. Á þeim árum var elskað á Islandi. Kona á Fellsströnd, sem grein- arhöfundur gisti að í hitteð- fyrra, kunni ijóð hans og fór með þau með hita. Hún á tólf börn. Þegar hún þuldi söngv- ana, varð hún 17 ára í augun- um og húðin sléttist á fertugu andlitinu. Sumir eru fæddir skáld og geta ekki verið annað — allt, sem þeir skapa, er ótilbúið, heppnað sem misheppnað. Kröfu harður bókmenntarýnir, pólitísk ur vinstri slagsíðumaður og att- anfossi gervi-gáfnaljósa fyrrver- andi andlegrar einokunarhreyf- ingar á íslandi, viðurkenndi, að ef valin væru tuttugu beztu ijóð Davíðs og gefin út í kvæðasafni, yrði það bezta Ijóðabók á ís- lenzkri tungu á þessari öld. Davíð býr nú á Akureyri eins og lávarður í Hálöndunum, sem lítur yfir ekrur sínar, horfir til heimafjallanna í kvöldsólinni, samgróinn Eyjafirði, þar sem miðnætursólin er náðargjöf frá hinum hæsta til fólksins og út- lendingar og aðrir, sem hafa samanburðinn, falla í stafi yfir. Og veðráttan er munaður út af fyrir sig. Þar hefur skáldið orn- að anda sínum og getur ekki sagt skilið við staðinn, þótt hann ætti lífiö að leysa. ÍV'ÍUTÍU kílómetra frá Akur- eyri í norðaustur fyrir hand- an fjöllin við Skjálfanda er Húsavfk. Þar hefur íjóðaþýðar- inn Heigi Hálfdánarson unað hag sfnum tuttugu ár og að lífs- brauði selt Þingeyingum mixtúr- ur. 7 fyrstu árin fór hann aldrei út úr þorpinu að undanskiidu þvf, að honum var tíðförult út á Höfðann. Hann hefur þýtt Shakespeare eins og að drekka blávatn og Rubyat Omars Kay- ams þýddi hann á sinn hátt, og nútímaljóðum og klassískum hef ur hann snarað yfir á íslenzku og látið þau halda iffi. ■VTEÐRIÐ á Akureyri og um allt Norðurland var eins og á Rívíera, nítján stiga hiti, hvíta- logn og trén höfðu laufgazt á þrem dögum. Garðarnir á Akur- eyri eru sýnishorn af sakleysi bæjarbúa. Þessi velhirti allsherjar trjá- garður (ekki kirkjugarður eins og suðurnesjameinhorn nefndi bæinn) hefur sérstök áhrif.Vaðla heiðin (Esja Akureyringa) söng eins og orgel þegar lækirnir féllu stall af stalli niður bratta hlíðina. „Öll náttúran söng“, sagði Davíð, þegar hann stóð á tröpp- um húss síns við Hamarsstíg og var að lýsa liðnum vorum sinum á staðnum. Hann benti á fjalla- hringinn og sveiflaði hendinni. Hann bannaði að láta hafa nokk uð eftir sér — og það hefði hann sennilega líka gert, ef heimspressan hefði sent mann út af örkinni til hans. „Þagalt ok hugalt skyli þjóðans barn vesa“, stendur í Hávamálum. Hann tók á móti komumanni eins og bóndi, sem býður í bæ- inn. Andrúmsloft og nærvera húsbónda flutti með sér fslenzk- ar hefðir og þjóðhætti margra kynslóða, án yfirborðsmennsku eða útþynningar á sálrænum verðmætum. Hann bauð bakkelsi og kex og kaffi, sem hann reiddi fram í ölkrús með gotneskri áletrun. Það var bleksterkt eins og bænd ur vilja yfirleitt hafa það. Gegnt sóffanum, sem komumaður sat í, yfir kirkjulegum skáp var alt- aristafla eftir íslenzkan málara frá 17. öld af heilagri kvöldmál- tíð. Hann settist í djúpan stól úti f horni við gluggann, sem veit í suður. í skoti öndvert við hann var forn skápur útskorinn, ættaður innan úr Eyjafirði, brúklegur undir vín. Anno 1667. Davfð frá Fagraskógi um það Ieyti sem hann orti „Svartar fjaðrir“. ióðans Vegna gefins loforðs um að virða óskráð drengskaparlög („ekkert blaðaviðtai!“), var for- vitni í hóf stillt og fás spurt. Hann bannaði líka að láta ljós- mynda sig, þótt hann hefði vel haft efni á þvf vegna útlits.Hann er sextfu og átta ára gamall og ber aidurinn vel. Hann er ekki minnsta ellimannlegur — svip- urinn hefur kyrrzt að vfsu, hár- ið grárra en áður, og auðséð var, að veðurblíðan og vorið hafði áhrif á hann. Skrifstofan er inn af stofunni, hlaðin bókum: Davíð á eitt dýr- mætasta bókasafn á Norður- iandi. Myndir eru af vinum og ættmennum og gamlir munir, skrifborðsbákn, sem Davfð smíð aði sjálfur (hann er völundur í höndum) — á fletinum lítil ferðaritvél, komin til ára sinna, sem hann hefur pikkað mörg veruna, þetta, sem bergmálar elífðina f innra lífi einstaklings og þjóðar, þegar hverfull heimur og ytra líf býður ekki upp á annað en tilgangsleysi. Ofan á þetta var reynt að fiska eftir því, af persónulegri forvitni, hvort vænta mætti nýrrar bók- ar. Svarið má ekki herma eftir skáldinu af fyrrgreindri ástæðu. Hins vegar er það á vitorði allra, sem þekkja Davíð vel, að hann er og hefur alltaf verið mik- ill vinnumaður og getur ekki hugsað sér lífið án starfs. Hann situr við á hverjum degi og skrifar og yrkir. Hann vinnur í forherbergi að stofunni við stórt vinnuborð með túngrænum dúk. Þar voru líka margar bækur, um skáld- skap, ljóð, nýtízkuljóð, og þar á vegg var skiliríið fræga — sjálfsmynd af Sólon Islandus (Sölva Helgasyni), sem Davfð skrifaði skáldsögu um. Degi var tekið að halla. Davíð fylgdi gesti út á tröpp- urnar og bað hann að skila kveðjum til ákveðins fólks. JW'Ú var ekki um annað að ræða en söðla hesta sfna á 66 ljóð sfn á ... ísienzkt langspil, ísienzk fiðla, mandólín, mynd af skáldunum Steingrími Thor- steinssyni og Matthfasi Joch- umssyni f brúðkaupsveizlu Stein gríms læknis á Akureyri, karl- arnir kjólklæddir með pípuhatta, hýrir af vini, — og ennfremur eru ævintýramyndir eftir Kjar- val og Ásgrfm. Þótt Davíð sé tíðast einn f húsinu, virtist fullt af fóllci eða öðru, sem minnti á fólk, í kring- um hann. Andar hússins voru alls staðar, snortnir munir, hver með sfna sögu, og íslenzk menn- ing gróin inn í húsið: Hvernig getur slfkt hús verið tómt? Þar sem sál býr í húsi, er aldrei beinlínis einmanalegt. Hitt hlýt- ur að búa í manni sjálfum, ef manni finnst svo ... Ráðskonan frá Mývatnsöræfum var fjarver- andi (hver þremillinn — svona er maður orðinn kjöftugur). TjAÐ var rætt um íslenzka ljóðið, hvort það væri dautt -----ljóðið, sem hélt lífi og við námsþreki í þjóðarsálinni, þessi óáþreifanlega eind, sem lifði allt af með fólkinu, viðþrengingarog svalaði andlegri forvitni og svar aði áleitnum spurningum um til- ný og ríða þá um kvöldið yfir heiðina (hún var illfær) og hitta apótekarann og ljóðaþýðarann. Hann er að hverfa úr þorpinu og flytja suður. „Af hverju fær Helgi ekki heiðurslausn frá rfkinu til þess að vinna að bókmenntastörfum einvörðungu?" sagði náungi á Akureyri með skynbragð. Viðlfka sögðu tveir aðrir fyr- ir sunnan, þegar þeir fréttu, að reyna ætti að tala hann til fyrir dagblað. Þegar komið var upp í heið- ina, þar sem vegaskil eru og beygt er niður á Svalbarðs- strönd, var skilti, sem á stóð: Heiðin er ófær nema jeppum. Manni var nauðugur einn kostur að fara að þessu boði og halda sem leið liggur út f Lauf- ás og þaðan Fnjóskadalinn og Kinnina og Aðaldal og síðan til Húsavíkur. Þessi norðlenzka sýsla, sem státar af hugsjónum og ungmennafélagsskap, hefur sérstaka andlega lykt, sem er freistandi að setja f samband við svita og óþvegna ull, og það er líka eins og megi alltaf búast við því að mæta þar mæðiveikisfé. Hvergi f landinu Framhald a bls. 10. Helgi Kálfdánarson, skáld og Ijóðaþýðandi á menntaskólaárunum á Akureyri. □ □□□□□□□□□□□□DDQQDD Af heimsókn til tveggja skólda, sem synjuiu blaðamanni um viðtol □ □□□□□□□□□□□□□□□□□D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.