Vísir - 18.06.1963, Side 1

Vísir - 18.06.1963, Side 1
VISIR 53. árg. — Þriðjudagur 18. júní 1963.“ — 156. tbl. SKA TTSKRÁIN Á FIMMTUDAG Ákveðið er að skattskráin komi út á fimmtudaginn. Und- anfarna daga hafa menn beðið eftir útkomu skattskrárinnar, enda hefur hennar verið vænzt á hverri stundu, síðustu viku. Útkoman hefur þó dregizt af ó- viðráðanlegum orsökum, en nú er ákveðið að skráin komi út á fimmtudagsmorgun. Vertíðin gengin í gnrð: Síldarverkun haf- in á Raufarhöfn Nú má með fullri vissu segja að síldarvertíðin sé gengin I garð. Vinnu- friðurinn er tryggður, síldarleitin tekin til starfa, og það sem bezt styður vissuna — bátarn ir eru byrjaðir að landa á Raufarhöfn. Á aðfara- nótt sunnudags kom fyrsti báturinn til Rauf- arhafnar, og allt síðan hefur verið látlaus straumur hlaðinna síld- arbáta til staðarins. Var sannarlega rösklega á móti þeim tekið, enda þorpsbúum byrjað að kitla í fingurgómana. Fréttin um, að samning- ar hefðu tekizt í kaup- deilunni voru miklar gleðifregnir þar á ctaðn- um — eins og raunar alls staðar annars staðar á landinu. Eins og fyrr segir kom fyrsti báturinn til Raufarhafnar aðfara nótt sunnudags. Var það Stein- unn, Ólafsvík með 100 mál. Síð- an hefur verið stanzlaus verkun Framh. á bls. 5 Vinnufriður á síldarvertíðinni! 7,5% kauphækkun norð- aniands og kjararannsókn Nú er tryggt að vinnudeilur munu ekki spilla síld arvertíðinni í sumar. í fyrrinótt, aðfaranótt 17. júní, náðist samkomulag við verklýðsfélögin á Akureyri og Siglufirði um 7,5% kauphækkun. Hafði þá fund- ur staðið óslitið í 36 stundir í Alþingishúsinu, þar sem sáttasemjari ríkisins sat á þingi með deiluaðil- um. EHa hefðu verkföllin verið byrjuð og síldar- vertíðin stöðvazt. Þá var einnig saniið um þessi kjör við iðnverkafólk á Akur- eyri. Samkomulag þetta gildir tii 15. okt. í haust og feliur þá úr gildi án uppsagnar. Tvö ö,nn ur verkalýðsfélög i síldarbæj- um norðanlands höfðu einnig boðað verkfall ef ekki semst um kaup og kjör. Eru það verk lýðsfélagið á Húsavík, sem boð- aði verkfail frá 18. júní og verk lýðsféiagið á Raufarhöfn sem boðað hefir verkfall frá 20. júní. Verður nú tvimælalaust samið þar um sömu lcauphækkun. Á laugardaginn beindi ríkis- stjórnin þeim tilmælum til verk lýðsfélaganna og samtaka vinnu veitenda, að þau láti í samein- ingu fara fram athugun á þvi hversu mikil kauphækkun megi nú verða til þess að hún komi að gagni fyrir launþega. Bauðst ríkisstjórnin til að greiða kostn- aðinn við rannsóknina og styðja hana á allan þann hátt sem sam tökin óska. 1 samkomulagi þvi sem náðist í fyrrinótt lýstu samtök vinnu- veitenda sig fúsa til þess að láta slika rannsókn fara fram. Samninganefnd verklýðsfélag- anna skuldbatt sig einnig til þess að mæla með því við stjórn ASÍ að slík könnun verði látin fara fram. Má þvi heita tryggt að slíkri rannsókn verður nú hleypt af stokkunum, en for- maður stjórnar ASÍ, Hannibal Valdimarsson, Iýsti þvi yfir um helgina að stjóm ASÍ myndi væntanlega verða við þessum tilmælum norðlenzku verklýðs- félaganna. Hér á eftir fara þær yfirlýs- ingar sem samninganefndimar gáfu vegna tihnæla ríkisstjórn- arinnar um kjararannsókn. Fyrst er yfirlýsing samninga- nefndar vinnuveitenda: Undirritaðir aðilar, Vlnnu- veitendasamband íslands, Vinnu málasamband samvinnufélag- anna hf., Kaupfélags Eyfirðinga og Sambands fslenzkra sam- vinnufélaga, Síldarverksmiðjur rikisins, Vinnuveitendaféiag Siglufjarðar, Verzlunarmannafél agið á Akureyri, Vinnuveltenda- félag Akureyrar, Félag fslenzkra iðnrekenda og Kaupmannasam- tök íslands, skuldbinda sig hér með til þess að vinna að því, að fram verði Iátin fara á vegum heildarsamtaka atvinnurekenda, f samvinnu við heildarsamtök launþega, athugun á þvf, hversu mikil kauphækkun megi verða, til þess að hún komi að gagni fyrir launþega. Er ákvörðun um athugun þessa í samræmi vlð tilmæli ríkisstjómar I’slands, dags. 15. júnf 1963. Yfirlýsing verklýðsfélaganna á Akureyri og Sigluflrðl og Framhald á bls. 5. Þjóðhátíð í fögru veðri Nítjándi þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátfðlegur f Reykjavfk með venjulegum hættj í gær. Flutt var hátíðarmessa í Dómklrkj unni, samkomur vom á Austur- velli og á Amarhóli og um kvöld- ið var dansað á götum miðborgar- innar. Meðal þeirra, sem tóku þátt í hátíðarhöldunum voru 120 Vest- ur-Islendingar. Veður var hið feg- ursta, sólskin og hressandi vind- blær. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum. Borgin var fán- um skreytt. Merki dagsins var til- einkað landbúnaðinum. Kirkjuklukkur höfuðborgarinnar hringdu til hátíðarhaldanna kl. 10 um morguninn. Síðan rak hvert Framh. á bls. 5

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.