Vísir - 18.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 18.06.1963, Blaðsíða 8
VISIR . Þriðjudagur 18. júní 1968. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. R'stjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoöarritstjóri: AxeJ Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og '^greiðsla Ingó'.fsstræti 3. Askriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasólu 4 kr. eint. - Slmi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. NÍNA SÆMUNDSSON MYNDHÖGGVARl SEGIR FRÁ LÍFI SÍNU OG Deilan leyst Þjóðin öll fagnar því samkomulagi sem náðist í vinnudeilunum aðfaranótt 17. júní. Betri þjóðhátfðar- gjöf hefði vart verið unnt að kjósa. Með samkomu- lagi launþega og vinnuveitenda í deilum hinna norð- lenzku verklýðsfélaga er tryggt að sfldarvertíðin verð ur ekki stöðvuð. Samkomulagið kemur í veg fyrir að tug, jafnvel hundruð milljóna króna verðmæti fari forgörðum, en á því voru allar horfur allt til síðasta samningadags. Samninganef ndirnar eiga virðingu þjóðarinnar skilið fyrir það að þeim var ljóst hve stórir þjóðarhagsmun- ir voru í húfi og hver nauðsyn var á að bráðum voða yrði í skyndi forðað. Verklýðsfélögin hafa sýnt ábyrgðartilfimyngu, kannski meiri en margir bjuggust við, og leyst erfitt vandamál á frann eíná hátt sem dugði. Þau hafa í verki sýnt að þeim er Ijöst að kjara- baráttan verður að miðast við raunhæfar kjarabætur en má ekki taka á sig svip pólitískra hefndarráðstaf- ana. Sumir munu kvíða því að hér sé of langt gengið með ll/z% kauphækkun, einkum ef miðað er við reynslu annarra þjóða. Aðrir vona að rannsóknin sýni að enn meiri kauphækkun sé kleif. En aðalatriðið er það að þegar skynsemin hef ir tekið í taumana er margt hægt að gera.. Hlutur Sáttarsemjara ríkisins í lausn deilunnar er einnig stór. Honum ber sérstaklega að þakka þolgæði og lipurð í erfiðu starfi. Tilmæli ríkisstjórnarinnar fyrir helgina um að verk- föllum yrði frestað þar til rannsókn hefði farið fram- á greiðsluþoli atvinnuveganna komu á réttum tíma og sköpuðu ný viðhorf í deilunni. Þetta frumkvæði stjórn arinnar munu allir sanngjarnir menn þakka henni. 1 samkomulagi vinnuveitenda og verklýðsfélaganna er fallizt á að slík rannsókn skuli nú fara fram. Hér er um mjög mikilsvert atriði að ræða. Þar munu hlut- lausir sérfræðingar vinna að því á næstunni að kanna hverjar kauphækkanir atvinnuvegirnir þola. Niðurstað an mun með öðrum orðum leiða í Ijós hverjum raun- hæf um kjarabótum er unnt að ná, eins og sakir standa, með beinum kauphækkunum. Rannsókn þessi er byggð á þeim forsendum, sem Ólafur Thors gerði að umtalsefni í áramótaræðu sinni. Samþykkt hennar í fyrrinótt vekur vonir um að með slíkri hlutlausri könnun verði í framtíðinni unnt að skapa þann frið og þá eindrægni meðal stétta hins litla íslenzka þjóðfélags, sem áður hefir ekki þekkzt. Þá væri vissulega vel f arið. LISTFÉRLI Hurðin opnast, máln- ingarlykt berst að vitun- um, litil og lifleg kona kemur í ljós. Það er Nína Sæmundsson mynd- höggvari, ein af fræg- ustu dætrum íslands, sem borið hefur hróður fósturjarðarinnar víða um heim. Hún er brosmild og ljúf í framkomu með einlæg, góðleg augu. Það er eitthvað barnslega „Spirit of Achievement", myndin, sem ávann Nínu Ameríkufrægð. saklaust í öllu hennar fasi, skammt milli gleði og sorgar, geðbrigðin snögg og óvænt. Htin hefur dvalizt langdvölum erlendis og hlotið margvíslegan frama. Og nú býr hún ein i lítilli risíbúð á Þórsgötu 21 og talar mest við köttinn sinn. Hálfunnin og fullgerð mál- verk hanga á öllum veggjum og standa I stöflum uppi við stóla og borð. Höggmyndum er hrúgað upp, hvar sem þær kom- ast fyrir. Við gluggann standa trönur með hálfunnu málverki, á litlu borði við hliðina á þeim er fullt af penslum og olfulita- túbum. Andrúmsloftið er mjög listrænt. Tína liggur malandi í stól. Það er kötturinn, vingjarnleg, flekkótt læða, sem fagnar gest- um ekki síður hjartanlega en húsmóðir hennar. Nína hleypur fram I eldhús og bætir I könn- , una. Hún er I flaksandi skyrtu og síðbuxum, tággrönn eins og ,ting stúlka og létt £,fæti. Allt hefur breytzt. .„Æ, þetta er bara allt drusl", segir hún með aðlaðandi út- lenzkuhreim í röddinni. Hún talar ísienzkuna reiprennandi þrátt fyrir margra áratuga dvöl erlendis, en orðavalið er stund- um sérkennilegt. „Ég veit ekki, hvað ég verð hér lengi, svo að mér finnst ekki taka þvi að koma mér betur fyrir. Ég á dót- ið mitt úti um allt, sumt í Dan- mörku og sumt í Hollywood og sumt hér í Reykjavik". „Hvað hefurðu verið iengi f útlöndum?" Við urðum fljótt dús; það er ómögulegt að þéra Nfnu til lengdar. „Ég man það ekki — 30 eða 35 ár, held ég. Þetta hefur ver- ið mikíll flækingur á mér". „Er ekki skrítið að koma aft- ur heim til ísiands eftir svona langan tfma?" „Jú, allt hefur breytzt svo óskaplega. Og svo hef ég sjálf breytzt líka. Ég þekki fáa ís- lendinga og hef ekki séð nema Htið af landinu mfnu. Ég væri oft einmana, ef ég hefði ekki Tínu mfna hjá mér. Það gerir annars ekkert til, ef maður get- ur bara unnið og unnið, en ég hef ekkert vinnupláss, þar sem ég get t. d. höggvið f stein". „Þú hlýtur að sakna þess mikiö". „Já, það geri ég". Andlitið verður allt ein sorgargrfma líkt og á lftilli telpu, sem er að fá skeifu. En jafnsnögglega birtir yfir henni aftur. „En ég mála í staðinn. Veiztu, að málverkin min þrjú á sýningu Myndlistar- félagsins seldust öll strax fyrsta daginn? Það yljaði mér um hjartaræturnar. Ég varð svo mikið glöð. Og ég þurfti að fá að vita, hverjir keyptu þau — mér er ekki sama, hvert börnin min fara. Sigurliði — Silli & Valdi — keypti stærstu mynd- ina. Ég fór f dag niður í Silla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.