Vísir - 18.06.1963, Side 8

Vísir - 18.06.1963, Side 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 18. júní 1988. Utgefandi: Blaöaútgáfan VlSlR. R'fstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: ,-vxel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Deilan leyst Þjóðin öll fagnar því samkomulagi sem náðist í vinnudeilunum aðfaranótt 17. júní. Betri þjóðhátíðar- gjöf hefði vart verið unnt að kjósa. Með samkomu- lagi launþega og vinnuveitenda í deilum hinna norð- ienzku verklýðsfélaga er tryggt að síldarvertíðin verð ur ekki stöðvuð. Samkomulagið kemur í veg fyrir að tug, jafnvel hundruð milljóna króna verðmæti fari forgörðum, en á því voru allar horfur allt til síðasta samningadags. Samninganefndirnar eiga virðingu þjóðarinnar skilið fyrir það að þeiir. var Ijóst hve stórir þjóðarhagsmun- ir voru í húfi og hver nauðsyn var á að bráðum voða yrði í skyndi forðað. Verklýðsfélögin hafa sýnt ábyrgðartilfimúngu, kannski meiri en margir bjuggust við, og leyst erfitt vandamál á þann eina hátt sem dugði. Þau hafa í verki sýnt að þeim er ljðst að kjara- baráttan verður að miðast við raunhæfar kjarabætur en má ekki taka á sig svip pólitískra hefndarráðstaf- ana. Sumir munu kvíða því að hér sé of langt gengið með T/z% kauphækkun, einkum ef miðað er við reynslu annarra þjóða. Aðrir vona að rannsóknin sýni að enn meiri kauphækkun sé kleif. En aðalatriðið er það að þegar skynsemin hefir tekið í taumana er margt hægt að gera.. Hlutur Sáttarsemjara ríkisins í lausn deilunnar er einnig stór. Honum ber sérstaklega að þakka þolgæði og lipurð í erfiðu starfi. Tilmæli ríkisstjórnarinnar fyrir helgina um að verk- föllum yrði frestað þar til rannsókn hefði farið fram- á greiðsluþoli atvinnuveganna komu á réttum tíma og sköpuðu ný viðhorf í deilunni. Þetta frumkvæði stjóm arinnar munu allir sanngjarnir menn þakka henni. I samkomulagi vinnuveitenda og verklýðsfélaganna er fallizt á að slík rannsókn skuli nú fara fram. Hér er um mjög mikilsvert atriði að ræða. Þar munu hlut- lausir sérfræðingar vinna að því á næstunni að kanna hverjar kauphækkanir atvinnuvegimir þola. Niðurstað an mun með öðmm orðum leiða í ljós hverjum raun- hæfum kjarabótum er unnt að ná, eins og sakir standa, með beinum kauphækkunum. Rannsókn þessi er byggð á þeim forsendum, sem Ólafur Thors gerði að umtalsefni í áramóíaræðu sinni. Samþykkt hennar í fyrrinótt vekur vonir um að með slíkri hlutlausri könnun verði í framtíðinni unnt að skapa þann frið og þá eindrægni meðal stétta hins litla íslenzka þjóðfélags, sem áður hefir ekki þekkzt. Þá væri vissulega vel farið. NÍNA SÆMUNDSSON MYNDHÖGGVARI SEGIR FRÁ LÍFI SÍNU OG LISTFÉRLI Hurðin opnast, máln- ingarlykt berst að vitun- um, lítil og lífleg kona kemur í Ijós. Það er Nína Sæmundsson mynd- höggvari, ein af fræg- ustu dætrum íslands, sem borið hefur hróður fósturjarðarinnar víða um heim. Hún er brosmild og ljúf I framkomu með einlæg, góðleg augu. Það er eitthvað barnslega saklaust I öllu hennar fasi, skammt milli gleði og sorgar, geðbrigðin snögg og óvænt. Hún hefur dvalizt langdvölum erlendis og hlotið margvíslegan frama. Og nú býr hún ein I lltilli risíbúð á Þórsgötu 21 og talar mest við köttinn sinn. Hálfunnin og fullgerð mál- verk hanga á öllum veggjum og standa í stöflum uppi við stóla og borð. Höggmyndum er hrúgað upp, hvar sem þær kom- ast fyrir. Við gluggann standa trönur með hálfunnu málverki, á litlu borði við hliðina á þeim er fullt af penslum og olíulita- túbum. Andrúmsloftið er mjög listrænt. Tlna liggur malandi 1 stól. Það er kötturinn, vingjarnleg, flekkótt læða, sem fagnar gest- um ekki slður hjartanlega en húsmóðir hennar. Nína hleypur fram f eldhús og bætir I könn- . una. Hún er I flaksandi skyrtu og slðbuxum, tággrönn eins og ung stúlka og létt á fæti. Allt hefur breytzt. „Æ, þetta er bara allt drusl“, segir hún með aðlaðandi út- lenzkuhreim I röddinni. Hún talar íslenzkuna reiprennandi þrátt fyrir margra áratuga dvöl erlendis, en orðavalið er stund- um sérkennilegt. „Ég veit ekki, hvað ég verð hér lengi, svo að mér finnst ekki taka þvl að koma mér betur fyrir. Ég á dót- ið mitt úti um allt, sumt I Dan- mörku og sumt I Hollywood og sumt hér I Reykjavík". „Hvað hefurðu verið lengi I útlöndum?" Við urðum fljótt dús; það er ómögulegt að þéra Nínu til lengdar. „Ég man það ekki — 30 eða 35 ár, held ég. Þetta hefur ver- ið miklll flækingur á mér“. „Er ekki skrítið að koma aft- ur heim til íslands eftir svona langan tíma?“ „Jú, allt hefur breytzt svo óskaplega. Og svo hef ég sjálf breytzt líka. Ég þekki fáa Is- lendinga og hef ekki séð nema lítið af landinu mfnu. Ég væri oft einmana, ef ég hefði ekki Tínu mína hjá mér. Það gerir annars ekkert til, ef maður get- ur bara unnið og unnið, en ég hef ekkert vinnupláss, þar sem ég get t. d. höggvið I stein“. „Þú hlýtur að sakna þess mikið“. „Já, það geri ég“. Andlitið verður allt ein sorgargrlma líkt og á Utilli telpu, sem er að fá skeifu. En jafnsnögglega birtir yfir henni aftur. „En ég mála I staðinn. Veiztu, að málverkin mín þrjú á sýningu Myndlistar- félagsins seldust öll strax fyrsta daginn? Það yljaði mér um hjartarætumar. Ég varð svo mikið glöð. Og ég þurfti að fá að vita, hverjir keyptu þau — mér er ekki sama, hvert bömin mín fara. Sigurliði — Silli & Valdi — keypti stærstu mynd- ina. Ég fór í dag niður í Silla

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.