Vísir - 18.06.1963, Síða 9

Vísir - 18.06.1963, Síða 9
V í SIR . Þriðjudagur 18. júnf 1963. 9 & Valda og keypti harðan fisk handa Tínu minni. Ég varð að kaupa eitthvað af honum f stað- inn!“ Elskaði dýrin og náttúruna. „Hvernig stóð eiginlega á því, að þú skyldir verða myndhöggv- ari, Nína? Hvenær fór þig fyrst að langa til þess?“ „Það var nú allt skrítið. Þú veizt, ég ólst upp í Fljótshlíð- inni og var mikið náttúrubarn. Ég elskaði dýrin, blessuð dýr- in, svo mikið. Og alla náttúr- una. En mig langaði alltaf til einhvers, sem ég vissi ekki hvað var. Ég sat oft og bað til Guðs, að hann leyfði mér að fara til útlanda, en ég vissi reyndar varia, hvað útlönd voru. Það var órói í mér. Ég var ómögu- leg stelpa, þvf að ég nennti ekki að vinna, heldur var full af draumum. Ég þóttist vera að yrkja, en reif það jafnóðum. Svo tálgaði ég fugla úr fisk- beinum og mókögglum og safn- aði steinum og skeijum og fjöðrum. Þegar ég var 14 ára, seldi pabbi bæinn og fluttist tii Reykjavfkur. Ó, það var svo hræðilegt. Ég sagði, að hann skyldi bara selja mig með bæn- um, svo að ég fengi að vera á- fram hjá dýrunum mfnum og náttúrunni. Svona var ég mikið barn. Ég átti 14 systkini; ég var sú 15. f röðinni. Mér finnst nú bara óforskammað að eiga svo mikið af börnum, það er alltof mikið“. „Varstu Iengi í Reykjavfk?" „Bara tvö ár. Þá leiddist mér alveg voðalega, ég varð þung- hef alltaf elskað músík. En frænka sagði, að hún skyldi kosta mig á hvaða skóla, sem ég vildi, nema ég fengi ekki að verða listamaður, því að þeir gætu hvorki fætt sig né klætt. Og ég tók það svo nærri mér, að ég varð veik, það voru sálar- veikindi, þeld ég. Hún sendi mig út á Jótland til að hressa mig. Og veiztu, eina nótt fór ég í hjólatúr út á strönd með hópi af ungu fólki, við lögðum af stað kl. 10 um kvöldið og sátum svo við sjóinn alla nóttina, horfðum á fegurðina og kveikt- um bál. Það var dásamleg nótt, undurfögur og einkennileg. Mér leið svo skrftilega, ég fór allt í einu að róta f sandinum út í bláinn, og þá fann ég eitthvað mjúkt og gott undir hendinni. Ég tók það upp, og það var leirköggull. Þá kom eitthvað dásamlegt f hjartað á mér, ég fór að gæla við hann ... það er ekki hægt að lýsa þvf, hvern- ig tilfinningin var í brjóstinu á mér á þeirri stundu". Hún horfir dreymandi út í einhverja órafjarlægð í tíma og rúmi. Hún er alveg búin að gleyma sér. „Við komum heim um morguninn, en ég fór ekki að sofa“, heldur hún áfram. „Ég byrjaði strax að vinna við kögg- ulinn. Ég hafði ekki önnur tól en hárnál og lítinn sjálfskeið- ing. Ég vann allan daginn og hafði enga matarlyst. Daginn eftir var ég búin að fullgera höfuð af litlum dreng. Það var fyrsta myndin mín. Og um leið var ég albata. Nú vissi ég, hvað ég vildi. Ég sendi frænku skeyti og sagði bara: „Kem heim, en drengurinn er blaut- ur“. Frænka hélt auðvitað, að Nína er aldrei iðjulaus. Þegar hún getur ekki unnið að höggmyndum, þá málar hún. „IISTIN BJARSAU lynd og seinast mikið veik, fékk Iungnabólgu og lá á spít- ala. En veiztu, hvað ég gerði þá? Ég hafði frétt, að ég ætti frænku úti í Kaupmannahöfn, og ég fékk heimilisfangið hennar og skrifaði henni, að pabbi og mamma hefðu selt bæinn og ég gæti ekki lifað lengur á íslandi eftir það. Og ég bað hana að taka mig til sfn og eiga mig eins og dóttur". „Hvað sagði hún við þvf?“ „Hún skrifaði mér aftur, blessuð góða Helga frænka, og sagði já. Hún var dásamleg kona, betri en bezta móðir, ég elskaði hana heitt. Hún leyfði mér að koma til sfn, og ég fór með næsta skipi, þegar ég var búin að jafna mig eftir lungna- bólguna. Hún sótti mig niður í skip, og þegar við vorum á leið- inni heim til hennar, fórum við framhjá glæsilegri byggingu, og ég horfði eitthvað svo mikið á hana og spurði: „Hvað er þetta?" Hún sagði, að það væri Kúnstakademíið. Ég vissi ekk- ert, hvað það þýddi, og þá út- skýrði hún, að þar lærðu lista- menn að skapa merkileg verk. Það fannst mér impónerandi. Mig grunaði ekki, að ég myndi bráðum læra þar“. Fyrsta myndin. „Hvað gerði Helga í Kaup- mannahöfn?" „Hún átti þvottahús. Hún giftist aldrei, og hún tók mig eins og dóttur sfna. Hún kost- aði mig að öllu leyti. Þá lang- aði mig svo mikið að verða músíkant og læra á fiðlu. Ég ég væri fjolluð — bandvitlaus. En ég fór heim, og nú var ég alveg hraust aftur. Viku seinna fékk ég drenginn minn sendan, þá var hann orðinn nógu harður. Og ég grátbað frænku um að leyfa mér að læra að verða myndhöggvari". Listin bjargaði lífi hennar. „Hún hefur látið undan á endanum?" „Já, hún sagði loksins, að hún ætlaði að tala við frægan mynd- höggvara og biðja hann að líta á myndina mína. Guð, hvað ég var nervus þá. Ég ímyndaði mér, að hann hlyti að vera gam- all maður eins og Móses og ægilega strangur. Og ég fór aftur og aftur upp og niður tröppurhar hjá honum og þorði ekki að hringja bjöllunni. En ég þorði heldur ekki heim til frænku án þess að hafa talað við hann. Seinast dreif ég mig í það, og þetta var þá ungur og elskulegur maður. Hann tók höfuðið af drengnum, setti það á statív, skoðaði það dálitla stund og sagði svo: „Þetta er pragtfuldt. Hvar hafið þér Iært?“ Ég gat varla talað, en sagði, að ég hefði aldrei lært neitt og þetta væri mín fyrsta tilraun. Þá sagði hann, að ég yrði að læra, og lofaði að tala við frænku. Hún leyfði mér að fara á teikniskóla, en setti það skilyrði, að ég yrði að standast inntökupróf í Kúnstakademíið eftir einn vetur, annars myndi hún ekki kosta mig til listnáms. Það var voðalega stuttur tími til að læra allt, sem maður þurfti að kunna af tækni og öllu mögulegu. Og ég var svo hrædd um, að ég stæðist ekki prófið, að ég vann allan liðlang- an daginn og fór líka á kvöld- námskeið. Og 1 matartlmanum fóru allir hinir út f lystigarðinn með brauðbita og sátu I sólinni, en ég vann allan tfmann og nartaði bara I brauðið mitt á meðan. Svo einn dag kom skóla- stjórinn inn til mín og varð al- veg hissa að sjá mig þama. „Af hverju ferðu ekki út eins og hinir?" sagði hann. „Mér þykir svo voða gaman að vinna", svaraði ég, þvl að ég þorði ekki að segja honum á stæðuna. Daginn eftir sendi hann eftir mér inn á skrifstof- una sfna. Þá vildi hann fá að vita, af hverju ég ynni svona eins og vitlaus manneskja. Og hann tók mig á hnéð á sér og sagði: „Talaðu nú við mig, eins og ég væri pabbi þinn, og segðu mér, hvað er að“. Þá sagði ég honum, að frænka vildi ekki kosta mig til listnáms, nema ég stæðist inntökuprðfið strax um vorið, og ég vildi miklu heldur deyja en verða ekki myndhöggvari. „Hafðu engar á- hyggjur", sagði hann. „Og lof- aðu mér því að fara á morgun og borða brauðið þitt úti f sól- skininu". Þegar ég kom heim, var frænka svo hrærð, að ég spurði, hvort hún hefði verið að gráta. Hún sagði mér, að það hefði komið maður með svo yndislegt bréf frá skólastjóran- um; hann hefði sagt, að ég myndi ábyggilega standast próf- ið, og endursent kennslugjald- ið, þvf að hann sagði, að það væri ánægja að fá að kenna mér. Var þetta nú ekki dásam- legur maður?" „Jú, sannarlega. Og þú hefur auðvitað staðizt prófið?" „Já, Guði sé lof. Þá vorum við frænka nú báðar glaðar. Ég var 4 ár í Kúnstakademfinu og gerði m. a. myndina „Sofandi dreng- ur“. sem fslenzka rfkið keypti. Hún var sýnd á vorsýningunni í Charlottenborg og mikið skrifað um hana. En ég hafði ofgert mér svo á allri vinnunni, að ég fékk berkla og varð að liggja heilt ár á hæli í Sviss. Ég átti að vera annað ár f viðbót, og ég var svo veik, að ég var hér um bil dáin, en þegar ég var smitfrf, fór ég af hælinu. Ég hugsaði með mér, að ég yrði að vinna meira og ég skyldi þá bara deyja fvrir listina. Þó var ég óskaplega hrædd við dauðann og er enn. Ég fór til Rómar og vann þar eitt ár. Og mér batnaði alveg. Listin bjargaði Iífi mínu, það er ég alveg viss um. Sfðan var ég í París og gerði þá „Móð urást". Ég elska París — þar vildi ég helzt eiga heima. En ég var ógurlega fátæk þá og svalt oft dögum saman. Ég skammað- ist mín svo fyrir að láta frænku alltaf kosta mig, að ég skrifaði henni, að ég ynni fyrir mér og hefði nóg. Ég vann svolítið fyrir myndhöggvara þar, en fékk lítið borgað, og stundum hafði ég alls ekki neitt. En það endaði vel, þvf að „Móðurást" var tekin á „Grand Palais" og fékk meira að segja heiðursplássið. Síðan á ég alltaf aðgang að „Grand Palais", hvenær sem ég vil. Svo fór ég heim til íslands með myndina sem ríkið keypti af mér, og mikið voru allir góðir við mig“. „Spirit of Achievement“. „Svo fórstu til Bandaríkj- anna?“ „Já, ég var fyrst 4 ár f New York og sfðan 20 ár f Holly- wood. Ég veit ekki, af hverju ég fór til Amerfku, en mér fannst ég verða að fara eitthvað langt, langt. Það gekk vel, ég hafði sýningar f New York og fékk ágæta dóma. Svo var mér ráð- lagt að taka þátt í samkeppni um mynd, sem átti að setja yfir aðaldyrnar á hótelinu fræga, Waldorf Astoria, og vera eins konar tákn um anda þess. Fræg ir listamenn af öllum þjóðum tóku þátt í keppninni. En maður fékk eiginlega ekkert að vita, hvernig myndin ætti að vera — ekki einu sinni stærðina. Jæja, ég reyndi og reyndi, en það var eins og ég gæti ekki neitt. Ég eyðilagði allt jafnóðum, og það voru ekkert nema leirbrotin fyrir framan mig á borðinu. Þetta var mikill rigningatími, og ég labbaði úti í Central Park og gerði mig hundblauta, ef það hjálpaði eitthvað. Á endanum eftir langan og erfiðan tfma gafst ég upp. Það voru tveir Framh. á bls 10

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.