Vísir - 18.06.1963, Page 10

Vísir - 18.06.1963, Page 10
w V I S I R . Þriðjudagur 18. ji',ní 1963. IRtWlWtt&v****!®?*?**** 9fGi fl mmwmmxrm «■ ÍWntun p prcnlsmiftja & gúmmlstlmplagcrð Elnholt! 2 - Slml 20260 Bll BÚ .A Q VÉL IG A S l iLA , ^mí. »/Miklatorg Sími 2 3136 Nína Sæmund r L S ö L U: Zodiac ’58 mjös glæsileg- ar bíll Verð kr 110 þús. Útborgun 70 þús. Chevrolet ’50 4ra dyra. Verð kr 30 000.00. Útborgun 15.000.Ö0. í Chevrolet ’59. Úrvalsbíll Verð kr 100.000.00. Volkswagen ’57. Með nýrri vél og gírkassa. Verð kr 70.000,00. Og hundruð annarra níla. 1 Frh af bls 9; dagar til stefnu að senda inn myndina, og ég var ekki einu sinni byrjuð. Eitt kvöldið hugs- aði ég, að nú gæti ég ekki meira Og ég fór að sofa og ákvað að reyna að glevma bessu. En kl. 4 um nóttina glaðvaknaði ég allf í einu. Ég kveikti á kerti — ég elska kertaljós — og gekk að leirbrotunum og fór að þukla á þeim. Svo vann ég eins og í öðrum heimi, og kl. 8 var ég komin með mynd fyrir framan mig. K1 9 hringdi kona forstjóra Waidorf Astoria og spurðl. hvort ég ætlaði ekki að "énda eitthvað inn. „Það er síðasti dag urinn á morgun”, sagði hún, „og það er búið að senda inn fleiri hundruð mvndir" Ég sagði: „Jú, kannske hef ég mvnd“ Og hún kom beinustu leið til mín, og hún starði á myndina svo ein- kennilega. Svo fékk hún að hringja til mannsins síns, og hún sagði: .Nú held ég að við höf um fundið réttu myndina’ Þá varð mitt ljós nú bjart. Og hann kom líka og sagði það sama. En dómnefndin átti eftir að skera úr, Daginn eftir druslaðist ég með myndina mína til arkítekt- anna, sem áttu að dæma. Guð, þú getur ekki trúað því, hvað mér leið illa. Ég svaf ekkert um nóttina. En kl. 10 morguninn eftir hringdi forstjórinn og sagði: „Tii hamingju — viljið þér koma og skrifa undir samn inginn?” Mér varð svo mikið um, að ég kom ekki upp orði, heldur fór bara að skæla í sím- ánum. Næstu fimm mánuði vann ég að sjálfri styttunni. Hún vaf 12 fet á hæð. og ég skírði hana ,Spirit of Achievement” Og það var nú meiri gauragangurinn, þegar hótelið var vfgt og Styttan afhjúpuð. Ljóskastarar lýstu á hana alla nóttina, og það var skrifað um hana f hvert einasta blað og tímarit í Bandaríkjun- um Svo var haldin geysilega fín veizla, þar sem Madame Schu- mann-Heink söng. Þeir heimt- uðu, að ég héldi ræðu, og ég var ægilega feimin. Ég vil alltaf helzt. sitja úti i horni, ég er ekki góð fyrir svoleiðis lagað. Og ég var svo nervus, að ég gat ekki brosað. Þeir sögðu mér að standa upp aftur og brosa, og þá voru teknar myndir“. Hún þagnar og horfir lengi út í bláinn með fjarrænu augna Landrover diesel 62 eklnn 16 þús. 135 þús. út 100 þús. Landrover ’62 styrktar fjaðrir og forhitari, ekinn 18 þús. 130 þús kr. Opel Capitan ’60 fallegur 160 þús. útb 100 þús Opel Record ’58 mjög góður 90 þús. kr. Opel Record ’60 ekinn 30 þús. Verð 130 þús Opel Caravan ’58 Verð 55 þús. Ford Edsel ‘58 einkabfl) skipti á ódýrari bfl VW ’58 70 þús VW ’60 blæjubíll 110 þús G.M ’6». sportbfll 2 manna Austin Healee. Sprite ’62 sportbfll, ekinn 3000. Verð 125 þús. 23900 - SÍMAR - 2073S ráði „Lífið er skrítið”. segir hún lágt. „Maður má ekki búast við að vinna ailtrf sigra og dansa á rósum, en það er hressandi að fá viðurkenningu öðru hverju”. Afkastamikil listakona. Hún sýnir mér stórt albúm með myndum af helztu listaverk unum sínum. Þarna kennir margra grasa: myndastyttur, málverk, tréskurðarmyndir, ris- myndir- mvndir hnoðaðar í leir ogmyndir höggnar í stein Brjóst myndir af frægu fólki eins og t. d. Greta Garbo. Hedy Lamarr, Clemence Dane, Greta Nissen, Peter Freuchen. Vilhjálmi Ste- fánssvni, Ásgeiri Ásgeirssyni for seta íslands, og mörgum fleir- um. Einnig eru myndir af iikn- eskjum í almenningsgörðum: Prómeþeifur í MacArthur Park í Los Angeles, höfuð Leifs Eiríks sonar t Griffith Park ( Holly- wood. „Móðurást" í Reykjavík „Spirit of Achievement” teygir vængi sína til himins, „Black Majesty“ er dulræður á svip. Það er höfuð af svertingiakon- ungi, fest með koparspöng á grænan, gegnsæjan stein. í eigu Cole Porter, hins fræga, banda- ríska tónskálds, höfundar „Kiss Me, Kate“ og annarra vinsælla söngleikja, og hann hefur mynd ina alltaf á hljóðfærinu, því að það verkar svo uppörvandi á hann. þegar hann er að spila ný verk, að höfuðið kinkar kolli á spönginni, eins og það sé að láta í Ijós velþóknun sína. Þarna er Kleópatra, sem sýnd var á „Grand Palais” í París ári síðar en „Móðurást" og verður sýnd hérlendis á sýningu í haust. Og . . . en það er endalaust. Nína hefur verið mikilvirk og stór- virk um dagana „Sjáðt’ elsku Madonnuna mína“, segir hún og iítur ástúð- lega á eina myndina. „Ég gat aldrei hugsað mér að selja hana, og þegar ég sendi hana á sýning ar, stóð alltaf: Ekki til sölu. Ég hafði hana yfir rúminu mínu. En ég vildi gefa hana. Svo seinna kom ég í Selfosskirkiu, og þá vissi ég, hvar hún átti heima, svo að ég gaf kirkjunni hana, og þar er hún núna. Ég vildi heldur geta gefið verkin mín en þurfa að selja þau, en maður verður að lifa. Svo að ég segi alltaf við sjálfa mig, að börnin mín — ég hugsa alltaf um myndimar mínar sembörnin mfn — séu bara að hjálpa mér til að lifa og starfa. Og stund- um kaupi ég mér eitthvað fall- egt fyrir það og segi: „Nú ætla ég að kaupa yndislega gjöf frá krökkunum mfnum". Ég á marg ar dásamlegar listaverkabækur, sem börnin mfn hafa gefið mér Fólk á erfitt með að skilja þetta. Það segir sem svo: „Seldu þetta bara, þú getur alltaf búið til annað“. En hvað myndi móðir, sem hefur misst barnið sitt, gera, ef fólk segði: „Iss, þú get- ur bara eignazt annað barn“?“ Steinninn er lifandi. „Er ekki skrftið að velja steina til að höggva úr myndir? Finnst þér þeir ekki hafa sitt eigið líf?“ „Jú, það er nú einmitt það, sem þeir hafa. Stundum þegar ég fer að velja mér steina, finnst mér einhver þeirra segja: „Taktu mig!“ Og oft skynja ég verkið. sem býr í steininum, það skapar sig sjálft, eins og ég sé bara að frelsa bað úr prfsund Það er sársaukafullt að byrja að höggva steininn, af þvi að hann er lifandi, og ég finn til með hon um. Maður getur drepið hann með óvarlegu höggi. En ef mað- ur meinar bað bezta. þá fyrirgef ur hann allt Og ef útkoman verður góð, þá fylgir því rík gleði og lausnartilfinning Það er ekki hægt að skapa list nema með lotningu. Listin er aivarleg. hún er eins og trúarbrögðin, rnaður vinnur af tilfinningu sem brennur í hjartanu, og gef- ur eitthvað af sál sinni, sem fylgir verkinu Þess vegna kost ar það sársauka að láta börnin sín frá sér — þau eru hluti af manni sjálfum, og það er ekki sama hjá hverjum þau Ienda Ef þau eru elskuð, hlýjar það manni sjálfum”. Mér dettur f hug visst gaml- árskvöld fyrir nokkrum árum. Nína les hugsanir mínar. „Ég get ekki talað um haf- meyna mína“, segir hún „,Ég trúði ekki, að siíkt gæti komið fyrir Ég vann eins vei og ég gat, og styttan var sýnd f Palazzo Strozzi í Flórenz og fékk mjög góða dóma frægra gagnrýnenda og listamanna. Ég skammast mín ekki fyrir hana, og mig tekur sárt, að hún skuli ekki vera sett upp aftur. Ég gleymi aldrei þeim nýársmorgni, þegar Sveinn Ásgeirsson hringdi til mín og sagði mér, að haf- meyian nv'n hefði verið sprengd upp Að nokkur skyldi fá af sér að slasa barnið mitt af ráðnu.n hug, það er of hræðilegt til að hugsa um það. Ég tók það mjög nærri mér, bá dó eitthvað innan í mér. sem aldrei lifnar aftur”. Hún lítur niður, og augu henn ar fyllast af tárum. Es hún jafn ar sig fljótt. „í haust ætla ég að halda sýningu hérna í Reykja vík“, segir hún. „Bæði á högg- myndum og málverkum. Mér finnst ég ekki reglulega eiga heima á Islandi eftir öll þessi ár erlendis, en þó myndi ég una mér vel bara ef ég gæti fengið almennilegt vinnunláss. ísland er svo fagurt, og hér er allt í uppbyggingu. Ég er stolt af lönd um mínum, þegar ég sé það, sem beir hafa áorkað á nokkr- um áratugum. Ef þeir halda á- fram að bvggja svona upp, mega þeir vera glaðir og hreykn ir“. Hún lítur á mig með einlægu barnsaugunum sínum. „Ég óska fslandi og úlendingum alls góðs — það veit Guð“. — SSB, Hjólbarðaviðgerðir Hefi ýmsar tegundir a) nýjum dekkjun til sölu. Einnig mikið af felgum á vmsar tegundir bíla. MYLLAN — Þverholti 5 •«jy» é 'j y & & &&&& -;<J' cr^sT ' Lofftfesting Yeggfesting Mæ!um upp Sefiutn upp 5IMI 13743 LfNDARGÖTU 25 B3FRE1ÐASALAN Símar 11025 og 12640 Við höfum kaupendur að 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum af árgerðunum frá 1956 til 1963. - Einnig að station- bifreiðum: öllum gerðum og árgerðum. Ef RÖST skrá- ir og sýnir bifreiðir yðar seljast þær fljótlega. I dag og næstu daga seljum við: Ford Consu! 1962 — Mercury Comet 1963 — Ford Zehhyr 1962 og 1963 - Opel Record 1962 og 1963 Opel Kapitan 1961, einkabíl ekinn 13 þús. km. Ford Anglia 1955 og 1960 — Skoda Octavia 1961 — Chervrolet, Bel Air 1959, ænkabíl Ford Galaxie 1960 Volvo Station 1955 og 1961 — Ford Thames, sendi- ferðabill 1960 — Ford 1955, einkab. 6 cyl. beinsk. Wilb's Jeppi 1954, kr. 40.000,— Intemational sendi- bifreið 1953 ,með stöðvarplássi. RÖST REYN1S7 BEZT — RÖST S.F. Laugavegi 146 — Símar 11025 og 12640. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.