Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 1
VÍSIK 53. árg. — Mlðvikudagur 19. júní 1963. — 157. tbl. VERIDADSEMJA VIÐ DA GSBRÚN OG ÍDJU Samningaviðræður standa nú yfir milli Vinnuveitendasam- bandsins og Verkmannafélags- ins Dagsbrúnar og einnig milli Félags íslenzkra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks. Fundur var um Iðjusamningana f gær og annar fundur verður í dag. Heyrzt hefir að gott út- lit sé fyrir samkomulag milli iðnrekenda og iðnverkamanna. Fulltrúar atvinnurekenda áttu viðræðufund með samninga nefnd Dagsbrúnar frá kl. 5—7 í gær og annar viðræðufundur hefir verið boðaður kl. 5 í dag. Allt útlit er fyrir að 7 og hálft -prósent kauphækkunin, sem um samdist við félögin fyrir norð- an, verði lögð til grundvallar f kaup- og' kjarasamningum al- mennt. Milwoodmálið í Hæstarétti í morgurv. OPINBERTMÁL HÖFÐAÐ Á HEND- UR SMITH SKIPSTJÓRA í GÆR hingað fyrir íslen.zkan dómstól, gæfi sig fram. Það væri engan veginn sök íslenzkra aðila að mál þetta hefði dregizt og tog- aranum væri haldið hér lengur en þörf krefði. Skipstjórinn, John Smith, hefði enn ekki gefið skýrslu sína, útgerðarmaðurinn hefði stuðlað að því, að ekki hefur verið hægt að ná til skipstjór- ans þótt sú framkoma og af- staða væri engum til hagsbóta. Því hefði ákæruvaldið tekið nýja stefnu í máli þessu, og síð- an greindi saksóknari frá ákæru þeirri á hendur skipstjóranum sem fyrr er frá greint. Taldi hann að með þessari ákæru væri ný stefna tekin í máli þessu, og þess væri nú freistað að láta íslenzk lög ná yfir þenn- an erlenda skipstjóra, þótt hann væri ekki innan íslenzkrar lögsögu. Málflutningi var ekki lokið í morgun, þegar fréttamaður Framh. á bls. 5 Hreyfing er aftur kom in á Milwood málið svo nefnda, sém svo mjög var á dagskrá fyrir kosn ingar. Málið var tekiS fyrir í Hæstarétti í morg un, en útgerð skipsins hafði áfrýjað þeim dómi undirréttar að halda bæri togaranum hér á landi. í réttarhöldunum í morgun kam fram áð saksóknari ríkisins hef- ur gef ið út ákæru á hend ur John Smith, skipstjór anum á Milwood og þar sem krafizt er ijefsingar og skaðabóta, auk upp- töku veiðarfæra og afla skipsins. Saksóknari ríkisins, Valdimar Stefánsson, kvað málið hafa dregizt á langinn einmitt vegna þess að vonir hefðu staðið til að skipstjórinn, John Smith, léti af þrákelkni sinni og kæmi í Hæstarétti í morgun. Saksóknari ríkisins, Valdimar Stefánsson, flytur mál sitt. Hæstaréttardómararnir hlýða á mál hans. Talið frá hægri: Jónatan Hallvarðsson, Þórður Eyjólfsson, Árni Tryggvason, forseti hæstaréttar, Gizur Bergsteinsson og Lárus Jóhannesson. mam^mmmi^mm^ammmfnmmmmmmfmanB^nmmmmm^mmmmtwmam^mmmimrimmiimnrv jmiii ,«.........laiirtnnw i i—mn m«—lwu'ii.....fi n iwww»<wwbbwi—» 20þúsundmál til Raufarhafnar Loftleiðirskiluðu55millj. kr. gjaldeyri á sl. ári Afli var rýr síöastliðinn sól- arhrmg á sfldarmiðunum. Vitað er þó um 25 skip með samtals um 15.000 mál. Veiddist sú síld 65—70 mílur norður af Raufar- höfn og um 40 mílur aust-suður af Langanesi. Tvö skip, Hamra- vík og Háfrún fengu 1400 mál hvort i einu kasti um 100 mílur norður af Raufarh. Flotinn er að mestu á þessum slóðum, sunn- an við Langanes. Eru allir bátar á miðunum nú, en veðrið er þolanlegt, þoka og súld. Þeir bátar sem fengu afla fara nokkfir til Hjalteyrar. Á Raufar flestir til Raufarhafnar, en höfn er nú búið að taka á móti rúmum 20.000 málum. Verk- smiðjan þar er enn ekki tekin til starfa. Á Siglufirði er búið að taka á móti 8500 málum úr 15 skipum. Þessi skip fengu afla sl. sól- arhring: Helgi Flóventsson 1350 mál, Sæólfur 800, Akraborg 1000, Smári 650, Skagaröst 700, Stíg- andi 450, Mummi 700, Eldborg 800, Baldvin Þorvaldsson 450, Víðir SU 700, Jón Garðar 350, Hamravík 1400, Hrönn II 350, Ágúst Guðmundsson 250, Áskell 300, Gullver'500, Hafrún 1400. — Samtals 15000 mál. A aðalfundi Loftleiða 14. júni s.I. var frá þvi skýrt að félagið ætti nú 5 flugvélar, allar af gerðinni DC-6B og bættist 5 vélin við á árinu, „Snorri Þor- finnsson". Póst- og farþegaflutningar jukust verulega á árinu, en heldur dró úr vöruflutningum. Almennt hefur rekstur aukizt á árinu og afkoman batnað. Nú- verandi starfslið er 455 mánns, þar af 317 á íslandi. Aukningin frá 1961 er 129 manns. Á s.l. ári skilaði félagið ís- lenzku bönkunum gjaldeyri að upphæð kr. 54.850.000 netto, auk þess sem það greiddi allan rekstrarkostnað og afborganir af flugvélum félagsins. Greidd hafa verið að fullu þau lán, sem ríkið ábyrgðist í upphafi vegna flugvélakaupa. Hluthafar Loftleiða fengu greidd 15% í arð á árinu. Félagið greiddi starfsmönnum launauppbót fyrir árið 1961 sem nemur kr. 1.119.000. Reksturs- hagnaður varð kr. 18.596.000 á árinu, eftir að afskrifað hafði verið um kr. 31.156.000. Upplýst var, að skattgreiðslur félagsins af tekjum ársins 1962 myndu samkvæmt áætlun nema rúmum 10 milljónum króna. Fram kom, að beint tjón fé- lagsins af nýafstöðnu verkfalli flugmanna næmi um 3 milljón- um króna, auk hins óbeina tjóns, sem verkfallið hefur vald- ið. Félagið varði 21 milljón króna til auglýsinga og land- kynningar á árinu, en auk þess kom það á framfæri greinum um Island í blöðum og tímarit- um í Bandaríkjunum, sem taiið Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.