Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 2
V I S I R . Miðvikudagur 19. júní 1963. ROMA-ROMA-ROMA-ROMA.... JUVE-JUVE-JUVE-JUVE Leikurinn fyrír leikinn Áhorfendur á Ífalíu í augum útlendings „NÚ þekki ég „leyndar- dóm“ ítölsku knattspyrn- unnar. Hann er meira að segja ekki neinn leyndar- dómur, heldur bara venju- leg reikningsregla, eins og t. d. að 30 sinnum 100.000 gera þrjár milljónir o. s. frv.“, segir danski folaða- maðurinn Edward Clausen hjá Politiken í skemmti- legri og smellinni grein í blaði sínu nýlega, þar sem hann segir frá reynslu sinni af ítalskri knatt- spyrnu, en hér fer á eftir lausleg þýðing á greininni: Lætin upphófust á Bar Noment- ana og 6g var ekki viss um hvor tölumar væru af þeirri stærð, — Leiðrétting Nokkrar villur slæddust inn i frásögn fréttamanns vors í Kefia- vík, er hann sagði frá sigri manna sinna gegn Akranesl. Fyrsta mark Ieiksins mun hafa veriS hálfgert sjálfsmark, knötturinn kom aðvíf- andi,'Rikharður var til varnar við markið og breytti stefnu knattar- ins í netlð. Mark Akraness var held ur ekki skorað af framverði, held- ur bakverðinum Þórði Árnasyni, ckki Jóhannesi Þórðarsyni, sem raunar var útherji í leik þessum. Leiðréttlst þetta hérmeð. en ég átti eftir að vita það seinna. I Nú, þetta byrjaði sem sé á barn- um. Háreysti og deilur. Það var nefnilega einstaklega hugrakkur maður, sem hélt því fram opinber- lega að hann væri áhangandi Juventus. — Juve - Juve - Juve, hrópaði maðurinn hraustlega. Hinir þorðu ekki að slá hann niður. Kannski sumpart vegna þess , að þetta var lögregluþjónn í full- ' um skrúða. I staðinn hrópuðu j menn: Roma - Roma Roma. Sjálfur stóð ég við barborðið hjá vini mínum Umberto, sem var að þurrka af borðinu. „Þetta er nú líka stærsti leikur ársins“, sagði hann eins og upp úr þurru og til að afsaka ólætin. „Langar þig i miða“? Ég get útvegað þér einn „bak við“. Fyrsti miðinn, sem Umberto kom með var á 5400 lírur, 400 kr. íslenzkar, en það var líka í stúk- una í Maríuhæðinni. Ég útskýrði fyrir honum að. lakari staður nægði Næsti vár í Trastaverestúkuna qg kostaði 3400 Ifnir, 250 kr.. Þá sagðj ég Umberto að ég hefði á- huga á að kynnast ítölsku alþýðu- lífi og vildi því vera innan um almúgann í stæðunum. Nú fékk ég miða f Curva Sud á 1500 lírur, rúmar 100 krónur fyrir stæði á lé- legum stað. Umberto hélt áfram starfi sínu, en muldraði eitthvað um að ég fengi mig fullsaddan á ítölsku „alþýðulifi" áður en varði. Ég bjóst við að keppnin hæfist kl. 3, er dómarinn flautaði leikinn á, en það var misskilningur, hún hófst hálftíma fyrr en ég ætlaði, meðal áhorfendann a.hún stóð í 10 mínútur. Það gerðist ekkert markvert, tvær eða þrjár brotnar regnhlífar og nokkrir náungar með blóðnasir. Eftir þetta var hrein- lega hægt að slást - egna þrengsl- anna. Það er almennt álit að ítalir séu lágvaxnir menn, en auðvitað eru undantekningar frá þeirri reglu sem öðrum. Sitt til hvorrar handar við mig stóðu ógurlegir belj akar. Eftir að þeir hættu að geta slegizt, urðu þeir að láta sér nægja að spýta hvor á annan. Hvorugur var mjög öruggur I þessu sporti sínu og megnið lenti þvl á mér. Núna var Stadio Olimpico eins og sjóðandi og gjósandi nornarket- ill. Allar tegundir af hljóðum fylltu loftin blá, lúðrablástur, hræðsluóp, fagnaðaróp. Roma - Roooo-maaaa. Ég var farinn að halda að ég væri orðinn veikur og allt í einu var ég búinn að brjóta mér leið út fyrir hlið með álappalegan 1500- líra-miðann — og hafði ekki vonar neista til að komast í Trastavere- stúkuna. Dyravörður, talandi stórkost- lega ensku, grét af hlátri, þegar ég tjáði honum að ég væri reiðu- búinn að offra 3400 lírum til að komast í Trastavere-stúkuna. „St. Mario-stúkuna, kannski", sagði ég. Líklega hefur þetta síðasta vakið vorkunn mannsins þvi hann hætti að hlæja. Hann sagði „Mama mia“ og „ímposibile" og að lokum með tilfinningu „You must be crazy". Að lokum teiknaði hann upp fyrir mig hvernig ég væri Ioit aður inni á Curva Sud svæðinu, „svona sjáðu og svona“. Ég gæti vel farið út, en ekki sloppið inn aftur. Hinar listrænu útskýringar voru truflaðar af há- reysti mikilli. Þetta var víst eitt- hvað geysilega sorglegt. Eitthvað með mann ,sem stóð hinum megin við rimlana og hampaöi miða. Tengdamamma hans var veik — og nú gat hann ekki farið á völl- inn. Það síðastnefnda var það sem olii honum hugarvíli. Þennan miða fékk ég, þó ekki fyrir 5400 Iírur. Maríó — dyra- vörðurinn, útskýrði á rólegan hátt að úr því maðurinn kæmist ekki á völlinn vegna veikinda tengda- móður sinnar, þá yrði að láta hann V estmannaeyingar unnu Akranes 4:1 VESTMANNAEYINGAR sögðu sitt fyrsta orð í knattspyrnunni á sunnudaginn, er þeir sigruðu 1. deildar Iið Akurnesinga á hin um ágæta heimavelli sínum i Eyjum, en völlurinn hefur verið agfærður stórlega og er nú ágætur að allra áliti. Sigur Vest mannaeyinga var stór, 4:1, 2:0 í hálfleik. Segja Akurnesingar að þar sé um mjög sterkt lið að ræða og má sannarlega búast við baráttu f 2. deild, enda óvanaiega góð lið á ferðinni, einkum þó Þrótt- ur, Vestmannaeyjar og e. t. v. | Siglufjörður. í leik Akraness og Keflavikur voru Rlkharður Jónsson og Bogi Sigurðsson ekki með, en að öðru leyti höfðu Skagamenn fullt lið, en voru að vonum allslæptir eft ir leik sinn við Keflvíkinga deg- inum áður, en hann var mjög erfiður. fá nokkurskonar huggunarlaun. Mario bjargaði málunum á mjög skemmtilegan hátt við aðalinngang inn og að lokum borgaði ég 5400 lírur fyrir miðann í stúkuna 1 Mar- . íuhæð og hafði þá eytt 6900 lírum j í að horfa á knattspyrnuleik. : Gamla miðann minn fékk „tengda ! sonurinn" I sárabætur. ! Úr þessari glæsilegu stúku sá maður líka mun betur. Þaðan sá maður suður og norðurstúkurnar, samanpressaðar þannig, að þær Iíkt ust smákornuðum kavíar í stórum dósum. Líka í hinum fínu og dýru sætum gerðist þröng undir lokin, því alltaf streymdi fólkið inn. Rétt ! áður en leikurinn hófst voru yfir 100.000 innan dyra, — Olympíuvöll urin var pakkaður. Allt í einu skot ! ið nokkrum flugeldum frá „Kaví- I arnum“ í Curva Sud. Ég hugsaði mikið um það hvernig það mætti gerast í þessum æðislegu þrengsl- um. Síðar komst ég að því. Svo hófst leikurinn. Hinir hraustu áhangendur Juven tus öskruðu og létu öllum illum látum, en það verð ég að segja, að þarna fékk ég að sjá knattspyrnu. ETRAMA ÆFÐI Á SKÓLA GANGIML'M Danska landsliðið vaL'ð, Tögersen og Munk-Plum enn með DANIR hafa nú valið landslið sitt í frjálsum íþróttum, sem hér á að keppa 1. og 2. júlí n. k, á móti íslenzka landsliðinu, sem er óopinberlega valið, eða kannski „fundið". Aldrei fyrr hefur eins illa blásið fyrir íslenzkum frjálsíþrótt- um og nú og flestir reikna með fyrsta danska sigrinum í þessari landskeppni. Danir hafa ágætu liði á að skipa, og má þar nefna 100 metra hlaup- ara þeirra sem dæmi. Jörgen Juste- sen frá Viborg hljóp á 10.8 um síðustu helgi, en það nægir honum ekki, því Erik Madsen og Ulrik Friborg eru betri. Friborg hefur æft geysivel í vetur og sumar. í vetur æfði hann innanhúss og fékk að nota 120 metra langan skóla- gang í Árósum á kvöldin. í danska landsliðinu eru 34 þátt- takendur. Sumir þeirra eru vel kunnir fslenzkum áhorfendum og nægir þar að nefna hinn gamla og skemmtilega kunningja, Thyge Tög ersen 1 5000 og 10000 metra hlaup- um, Jörgen Munk-PIum í kringlu- kasti, en keppni hans og Husebys fyrir nokkrum árum verður lengi í minnum höfð. Aðrir mjög sterkir fþróttamenn í flokknum eru t. d. hástökkvararnir Sven Breum og ! Ole Papsöe, báðir í mikilli framför : Jörgen Jensen og Richard Larsen í í stangarstökki. Aksel Thorsager í j kúlu með um 17 metra og Claus | Gad í spjóti. Milljónamaðurinn Dei Sol, sem keyptur var til Juventus frá Real Madrid, upphóf hverja sóknina á fætur annarri — en Roma tókst brátt fá töglin og hagldirnar í leikn um og 2 hörkuskot í markstengurn ar fengu Stadio til að sjóða og krauma. Allt í einu skoraði Roma. Leiðin- legt klúðurmark — mark engu að síður. Öskrin voru nærri því deyf- andi. Um leið upphófst um allt slagsmál, því þrátt fyrir þrengslin var nú samt hægt að slást, a. m. k. með regnhlífum. Slagsmálin breiddust út eins og eldur í sinu, en þau hættu jafnskjótt og þau hófust, -— það byrjaði nefnilega að rigna. Að blotna er nokkuð, sem ítalir þola ekki og þess vegna tóku menn regnhlífarnar í rétta notkun. Lengi vel stóð á Ijóstöflunni að Roma hefði yfir 1-—0 og að Loja- cona hefði skorað markið fyrir heimaliðið. En þá kom allt í einu skemmtileg sókn frá Juventus og Miranda skoraði með stórfallegu skoti framhjá hinum langa mark- verði Roma. Hann féll saman í sorg og kvfða og það var eins og mað- ur gæti heyrt kjökur hans um allan völlinn, þvl það var dauða- þögn — að undanteknum . ofsa- fengnum ópum Juventus-manna. Þessi urðu lokin, 1—1 I mjög vel leiknum og skemmtilegum leik. Einn Norðurlandabúi var með I leiknum, örvar Bergmark frá Svl- Þjðð. Þegar ég var I troðningnum út af vellinum, sá ég mann I merki- legum fatnaði. Upp eftir bakinú á ljósgráum jakkanum var dökkbrún rák. Ég sá strax að maðurinn hafði verið beittur herfilegasta órétti. Og það hafði hann líka verið. Bæði jakkinn og hnakkinn höfðu sviðnað af einum flugeldinum, sem sendur hafði verið á loft í suðurstúkunni. Valbjörn stökk 4,25 í frásögn af 17. júní móti írjálsíþróttamanna í folaðinu í gær féll niður, að Valbjörn Þorláksson vann sigur í stangarstökkinu, 4.25 m. stökki. Orlofsheimili í Lambhaga Kvenfélagið Sunna í Hafnarfirði starfrækir í sumar orlofsheimili að Lambhaga í Hraununum, sumarbú- staði Lofts Bjarnasonar útgerðar- manns. Hafnfirzkar konur eiga kost á, að njóta þar ókeypis dvalar í 10 daga hver hópur. I Lambhaga er friðsælt og fagurt og hafa I. ,nur unað þar vel hag sinum undanfarin sumur. Ráðskona er frú Gróa Frlmanns- dóttir og aðstoðarkona frú Daðey Sveinbjörnsdóttir. 1 orlofsnefnd er Sigurrós Sveins- dóttir, Soffla Sigurðardóttir op Hulda G. Sigurðardóttir. — Nefnd in verður til viðtals I Alþýðuhús inu þriðjud. 18. júnl kl. 8—1C e h. og eru þær konur sem óska eftir dvöl beðnar að láta skrá sig sem fyrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.