Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur i?. jum *ouo. 5 um slitið 15. bm. Skólauppsögn I Verzlunarskól anum fór fram við hátíðlega athöfn í skólanum 15. þ.m. — Brautskráðir voru 23 stúdentar. Tuttugu og tveir innanskóla og einn utanskóla. Af þeim 23 nem endum sem stúdentspróf þreyttu að hessu sinni. hlutu 13 fyrstu einkunn og 10 aðra einkunn. Efstur á stúdentsprófi að þessu sinnj varð Jónas Blönd al, sem hlaut fyrstu einkunn 7, 2G. (Notaður er ei.n'omnarstigi Örsteds). Önnur varð Ragnhild- ur Alfreðsdóttir með fyrstueink unnG.98 og briðja og fiórða sæti skinuðu þau Helga P. Yngvarsdóttir og In"ólfur Hiart- Loftlefðir — Framhald at bls 1. er að náð hafi til 45 milhóna lesenda, auk alira annarra blaða skrifa austan hafs. Eftirfarandi tillaga var meðal annarra samþykkt: Aðalfundur Loftleiða h.f. 14. júní 1963 ályktar að nauðsyn- legt sé að efla verulega að- stöðu til að taka á móti ferða- mönnum hér í landi. Vill félagið stefna að bví að greiða fyrir framkvæmdum, sem að því miða, jafnframt því sem aug- lýsingastarfsemi til að laða hingað ferðamenn verði efld verulega. Stiórn Loftleiða skipa: Kristián Guðlaugsson hrl.. formaður, Sigurður Helgason framkvstj., varaformaður, Al- freð Elíasson, framkvstj., E. K. Olsen, flugdeildarstióri og Ein- ar Árna'son, flugstjóri. Rtmnsaka — Framhald af bls 16. stæður. Gæti samanburður á tönnum þeirra, og svo hinna sem hér hafa búið alla sína ævi orðið til mikils gagns. Dr. 1 Dunbar mun að þessu sinni að eins dveljast hér í um það bil 10 daga. Á þeim tíma ætlar hann að reyna að ná til sem flestra Vestur-íslendinga hér f Reykiavík, og fer einnig til Vestmannaevia í sama tilgangi Þegar Dr. Dunbar er farinn. munu Dr. Huffstutler og Pálmi MöIIer tannlæknir sjá um frek- ari rannsóknir. arson, sem bæði hlutu fyrstu einkunn, 6.94. Er skólastjóri dr. Jón Gísla- son hafði afhent hinum nýju stúdentum prófskírteini sín og sagt frá verðlaunum þeirra, er framúr höfðu skarað, ávarpaði hann hina nýju stúdenta með ræðu, og árnaði þeim heilla og kvaðst vona að þeir yrðu jafn- an sjálfum sér og skólanum til sóma í lífi og starfi. Viðstaddir þessa athöfn voru fulltrúar nokkurra eldri árganga stúdenta, sem brautskráðir hafa verið frá skólanum. Guðmundur Gíslason, fulltrúi 10 ára stúd- enta, kvaddi sér hljóðs. Fór hann viðurkenningarorðum um starf skólans, kennaranna og skólastjóranna beggja, sem þeir félagar hefðu numið hjá. Og með því að núverandi skóla- stjóri ætti einnig afmæli að þvi leyti sem þeir félagar hefðu verið fyrsti stúdentsárgangur- inn sem hann brautskráði, færðu þeir nú skólanum að gjöf málverk af honum eftir Örlyg listmálara Sigurðsson. Skóla- stjórinn þakkaði að lokum hlý orð í sinn garð, kennaranna og skólans og þann sóma, sem þeir hefðu sýnt sér með þessari veg legu gjöf. Athöfninni lauk með því að hinir nýju stúdentar sungu skólasönginn. Gerið skil Stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins eru beðnir að gera skil í happdrætti flokks ins, þar sem dregið verður eftir aðeins — tvo — daga. Skrifstofa fiokksins er opin daglega i Sjálfstæðishúsinu. Síðustu miðamir verða seldir í happdrættisbilunum í Aust- urstræti. Lærið á nýjan VW KÉHÁjlSl Aðeins módel ’63 . Sími 18158. ÍP# Epa SMITH stefnt fyrír Sakadóm 2. sept. I morgun barst Vísi eftirfar- andi frétt frá Saksóknara rikis- ins: Með bréfi, dagsettu 21. f.m., sendi yfirsakadómarinn í Reykja vík saksóknara ríkisins endur- rit rannsóknar i hinu svonefnda Milwoodmáli, þ.e.a.s. um ætlað fiskveiðibrot John Smith, skip- stjóra á b.v. Milwood A-472 frá Aberdeen á Skotlandi, £ Meðal- landsbug snemma morguns 27. apríl sl. og um ætlaða ásigl- ingu hans á varðskipið Óðin meðan varðskipið veitti togar- anum eftirför vegna fiskveiði- brotsins. Svo sem kunnugt er tókst Smith skipstjóra að kom- ast undan til Skotlands með til- stuðlan skipherrans á H.M.S. Palliser, en varðskipsmenn færðu togarann til Reykjavfkur og er hann þar enn. Vonir um ,að Smith skipstjóri kæmi hingað tii lands til að standa fyrir máli sínu, sem mjög hafa stuðzt við orðsendingu brezka utanríkisráðherrans um mál þetta, sem afhent var sendi herra íslands f London hinn 17. f.m., hafa eigi ræzt og virðast sem stendur eigi horfur á að þær rætist. Fram að þessu hefir saksókn- ara þótt eðlilegt að sjá hvað setti í þessu efni, en þar sem hann telur eigi rétt að bfða leng ur átekta hefir hann hinn 18. þ.m. höfðað opinbert mál á hend ur John Smith, skipstjóra, fyrir fiskveiðibrotið og ásiglinguna á varðskipið og krafizt refsingar, upptöku afla og veiðarfæra tog- arans .skaðabótagreiðslu fyrir tjón á varðskipinu og sakar- kostnaðargreiðslu. Yfirsaksóknari hefur stefnt Smith, skipstjóra, til að mæta í málinu í sakadómi Reykjavíkur 2. september n.k. og verður á- kæran nú ásamt stefnu yfir- sakadómara send dómsmála- ráðuntytinu í því skyni, að það hlutist til um að hún verði birt ákærða á lögmætan hátt. i" : nom Leiðarlýsing um öræfuslóð Árbók Ferðafélags Islands, sú 36, f röðinni er komin út Hún fjallar um Bárðargötu og er höf- undur hennar dr. Haraldur Matt- híasson á Laugarvatni . Að þvi leyti er Árbókin 1963 frábrugðin flestum fyrri árbókum Ferðafélagsins að hún fjallar ekki um ákveðið svæði eða hérað eins og þær fyrri hafa gert, heldur um ákveðna leið. Það er leið sú sem Landnáma segir að Gnúpa-Bárður hafi farið þegar hann flutti búferl- um úr Bárðardal suður í Fljóts- hverfi. Segir þar að hann hafi farið Vonarskarð, en ekki vissu seinni tíma menn gjörla hvar Vonarskarð lá fyrr en Björn Gunnlaugsson kvað upp úr um það á landkönn- unarferð sinni norðan og vestan Vatnajökuls á fyrri helmingi síð- ustu aldar. Taldi hann að skarðið eða dalurinn milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls myndi vera Vonarskarð og aðrir hafa síðar að- hyllst þá skoðun Björns. Fáförult hefur verið um Vonar- skarð allt fram á síðustu ár, enda einn af afskekktustu kimum landsins. Engar skilmerkilegar lýs- ingar eru til á Vonárskarði fyrr en í þessari bók. Örnefni hafa þar nær engin verið til og þegar Herfor- ingjaráðið danska gerði uppdrátt af þessu svæði fyrir mörgum árum var hann prentaður án teljandi ör- nefna. Fyrir þessar sakir gerði Ferðafélag fslands út leiðangur í Vonarskarð á s.l. sumri undir for- ystu Jóns Eyþórssonar veðurfræð- ings og £ fylgd með bókahöfundi til að átta sig á kennileitum og Veðurbreytzngar — Framh. af bls. 4. misjafnt hverníg fólk tek- ur veðurbreytingum, sumir verða allt að því veikir en aðr- ir sleppa með smávegis skap- illsku og höfuðverk. í Þýzkalandi hefur verið gerð athugun á 2000 skólanemend- um og leiddi athugunin £ ljós að börnin voru sérstaklega leið og óþæg þegar drungalegt var úti. í grein danska blaðsins segir einnig, að komið hafi í ljós að botnlangakóstum fjölgi til mik- illa muna, þegar loftvogin falli snögglega. gefa þeim nöfn. Eru f Árbók Ferðafélagsins um 90 nýnefni á hnúkum og fellum, lækjum og kvislum, vötnum og gljúfrum sem ekki vori áður til. Nýnefnin hafa öll hlotið staðfestingu örnefna- nefndar og hafa verið sett inn á uppdrátt herforingjaráðsins sem nú er prentaður f Árbókinni með öllum örnefnunum. Er þetta til mikillar glöggvunar fyrir alla vænt anega Vonarskarðsfara. Fært er bifreiðum í Vonarskarð, en úr þvi verður leið Gnúpa-Bárð- ar ekki farin á vélknúnum farar-1 tækjum suður i Fljótshverfi. Sú landsins. Engar skilmerkilegar Iýs- leið liggur við rætur Vatnajökuls að vestan og er þar sumstaðar vfir torfærur miklar að fara. Árbókin um Bárðargötu er all- stór, um 150 bls. að stærð og skipt- ir höfundur henni £ sjö meginkafla auk inngangs. Kaflarnir eru: Bárð- argata norðan Vonarskarðs, Von- arskorð, Köldukvislarbotnar. Ham- arinn — Leiðin til Jökulheima, Úr Jökulheimum í Fljótsodda, Fljóts- oddi — Fljótshverfi og loks Ferða- þættir. Skrá yfir staðanöfn er aft- an við og síðast í bókinni er yfirlit yfir starfsemi Ferðafélagsins á s.l. ári. I bókinni eru um 50 ljós- myndir og sú nýbreytni tekin upp að f henni eru nokkrar myndir lit- prentaðar, sem ekki hefur áður Góð sílcfiveSðí v!ð Skofl nd I Fishing News frá 14. júní segir, að sumarsíldveiðarnar við Skot- land séu komnar vel af stað, og allt bendi til, að þetta verði ein bezta síldarvertíð við Skotland um mörg 1 ár. Þegar sé um langtum fieiri land j anir að ræða en á sama tfma í fyrra, og miklu meira sfldarmagn komið á land. Síldargæðin séu og óvanalega mikil miðað við árstím- ann. Bezt hefur veiðin verið á Hjalt- landsmiðum og var landað úr alit | að 25 bátum f þeirri höfn einni nær daglega. Hjaltlandsbátar fengu sild ina á heimamiðum, en bátar frá Fraserburgh, Peterhead og Aberd- een urðu að sækja 60-70 mílur á miðin. verið gert. Þá eru loks fjórir upp- drættir f bókinni og er það meir en áður hefur verið í einni Árbók. Að unnt var að gera Árbókina jafn myndarlega úr garði og raun er á má þakka því að árstillag Ferðafélagsins var hækkað upp í 100 krónur á s.I. vetri. Að öðrum kosti hefði þetta ekki reynzt kleift. Er bókin samt sem áður óvenju ó- dýr miðað við núverandi bóka- verð. ililwood — Framhald -.1 bls. 1. þurfti frá að hverfa. Með þessari kæru hefur Mil- woodmálið tekið nýja stefnu. Það er skoðun ákæruvaldsins og einnig undirréttar (sbr. dóm- inn), að skipstjórinn hafi hlaup jzt á brott, og það ekki sízt fyrir hvatningu útgerðarinnar, og meðan hann fáist ekki til þess að mæta frammi fyrir rétt um dómstólum, sé ekki hægt að sleppa togaranum úr haldi. Vill saksóknari nú fá úr þvf skorið, hvort islenzkir dómstólar nái til skipstjórans, eða hvort þessi leið sé fær, þjóðréttarlega séð Mál þetta mun vera tekið fyrir í haust, 2. september. í Hæstarétti í morgun flutti áfrýiandi. lögfræðingur brezku útgerðarinnar. Gísli ísleifsson, mál sitt fyrst. Krafðist hann að togaranum yrði sleppt úr haldi. Kvað hann útgerðina sjálfa ekki bera sök á framferði skinstjór- ans og hafa allt gert til þess að fá hann til að snúa til Is- lands og hlíta íslenzkri lög- sögu. Hald togarans hér, ylli gíf urlegu fiárhagslegu tjóni fyrir útgerðina. Gísli hélt því og fram ao varðandi árekstur varðskips- ins Óðins og togarans, þá lægi sökin hjá varðskipinu, og því væri ekki hægt að halda togar- anum hér vegna þess atriðis. Hann benti og á, að lögð hefði verið fram bankatrygging af hálfu útgerðarinnar, ef togaran- um yrði sleppt og kvaðst því engan veginn sjá hvaða tilgangi það þjónaði. eða hverju það gæti fengið áorkað, að togar- anum væri haldið hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.