Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Miðvikudagur 19. júni 1963. MIKLUi MÆTU. Á suimudagsmorgun var lögregl- hafði stolið 250 pökkum af unni tilkynnt um innbrot í verzlun- ina Víði á Fjölnisvegi 1, þar sem miklum verðmætum hafði verið stolið. Þjófurinn hafði komizt inn um kjallaraglugga og þaðan upp á götuhæðina, þár sem verzlunin er til húsa. Tókst honum að opna læstar dyr að hæðinni, en úr því var greiður aðgangur bæði að verzluninni og eins að sjoppu, sem er inn af henni. Þar stal hann 1000 kr. í seðlum og 300 kr. í skipti- mynt. Auk þess varð séð að hann 77. iún'i á Húsavík Húsavík í morgun. Sautjánda júní hátíðarhöldin á Húsavík í gær voru þau fjölmenn- ustu og myndarlegustu sem hér hafa verið haldin. Veður var dá- gott. Hátiðahöldin hófust með guðs- þjónustu í Húsavíkurkirkju. Þar messaði síra Ingólfur Guðmunds- son. Eftir hádegið safnaðist mann- fjöldi saman við barnaskóiahúsið og var gengið þaðan í skrúðgöngu út á Húsavíkurtún, þar sem aðal hátfðarhöldin fóru fram. Aðalræð- una — mjög snjalla lýðræðishug- vekju — flutti síra Sigurður Guð- mundsson prófastur. Karlakórinn Þrymur söng undir stjórn Sigurðar Sigurðssonar, þjóðdansar voru sýndir undir stjórn Ingimundar Jónssonar, Lúðrasveit Húsavíkur lék undir stjórn Helga Vigfússonar. Þá var og háð frjálsíþróttakeppni á Húsavíkurtúni, en sundkeppni í Húsavíkursundlaug. Um kvöldið var dansað. Formaður Þjóðhátíðarnefndar var Þormóður Jónsson. Camel-vindlingum, en einnig nokkru magni af öðrum vindlinga- tegundum. Að öðru leyti var ekki ljóst hvort einhverju fleiru hafði verið stolið eða ekki. Sömu nótt hafði allhárri pen- ingaupphæð verið stolið úr m.b. Tjaldi, sem lá við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn. Hafði verið farið í jakkavasa tveggja sofandi manna annars vegar í lúkarnum og stolið þaðan 3500 krónum ásamt veski, hins vegar veski með 1000 krón- um stolið úr vasa manns sem svaf í káetu. Mennimir í skipinu urðu engra mannaferða varir og sváfu svefni hinna réttlátu. Aðfaranótt mánudagsins var hurð sprengd upp að billiardstofu á Klapparstíg 26. Þar var miklu umturnað, rótað og skemmt, en ó- víst hvort einhverju hafði verið stolið. Á laugardag var tilkynnt um stuld á ferðaútvarpsviðtæki úr íbúð sem er í smíðum að Bólstað- arhlíð 66. Það hefur ekki komið I leitirnar ennþá. atmiilan hélt velli, en íer sennilega hrátt frá Sterkar líkur benda til, að nýr niaður taki við stjórnartaumunum úr hendi MacmiIIans innan langs tíma. Macmillan forsætisráðherra hélt velli við atkvæðagreiðsluna I neðri málstofu brezka þingsins 1 gær- kvöldi í lok umræðunnar um ör- yggishliðar Profumomálsins. Greiddu honum atkvæði 321 Ihalds- þingmaður, en á móti 252 stjórn- arandstæðingar. Sigraði hann þann- ig með 69 atkvæða meirihluta at- kvæða. — Þrátt fyrir það kann svo að fara, að hann sjái sig knú- inn til þess að fara frá innan tíð- ar, ef til vill I ágúst. Stjórnmálafréttaritari brezka út- varpsins vakti athygli á því í um- sögn sinni um niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar, að 27 þingmenn Ihaldsflokksins hefðu setið hjá við atkvæðagreiðsluna og þrir þeirra væru fyrrverandi ráðherrar — og væri það útbreidd skoðun í flokknum — einnig meðal þeirra, sem greiddu Macmillan Macmilian atkvæði, að hann mundi fara frá áður en langt liði. Nonnasafnið á Akureyri Zontaklúbbur Akureyrar hef- ur að undanförnu unnið að því að stækka Nonnasafnið, en klúbburinn beitti sér áður fyrir 1" því að stofna safnið i''hú9i því er Jón Sveinsson rithöfundur bjó í ásamt foreldrum sínum og systkinum á Akureyri. Var safn ið opnað á 100 ára afmæli Nonna þann 16. nóv. 1957. Á s.l. sumri eignaðist Zonta- klúbburinn skúr áfastan við húsið að vestan. Hefur hann nú verið endurbyggður og gerður að sýningarskála. Hefur verið komið fyrir í honum myndum úr bókum Nonna eftir ýmsa listamenn, innlenda og erienda. Nonnasafnið verður opið í sumar á iaugardögum og sunnu dögum kl. 2—4. En ef ferða- menn sem staddir eru í bænum á öðrum tímum vilja fá að sjá safnið geta þeir haft samband við Stefaníu Ármannsdóttur, Aðalstræti 68, sími 2777. Að- gangseyrir að safninu er 10 kr. fyrir fullorðna og 5 krónur fyr- á>— ir börn. Bækur eftir Nonna, stimplaðar „Nonnahús" eru til sölu í safninu og ennfremur kort með mynd af húsinu. Skilaði þýfinu Aðfaranótt 17. júní var innbrot framið í verzlunina Goðaborg með þeim hætti að brotið var gat á stóra sýningarrúðu og tveir riffiar síðan tekni. út um gatið. Nóttina eftir kom 18 ára piltur í lögreglustöðina, kvaðst hafa framið framangreindan verknað I ölæði og þegar öivíman rann af honum iðraðist hann gerða sinna. Hann skilaði rifflunum aftur og bauðst til að bæta«tjón það sem hann hafði valdið. Macmillan sagði undir umræð- unni, að hann teldi sig hafa gert það sem rétt var og skyldan bauð, en leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði hann um að hafa vanrækt að taka í taumana, en ekki um neina hlutdeild, og Jo Grimmond leiðtogi frjálslyndra gagnrýndi Macmiilan einnig, en kvað rangt að skelia skuldinni á allan íhalds- fokkinn. Hið nýjasta I Profumomálinu er, að vinstúlku Christine Keeler var neitað um leyfi til að fara til Spán- ar á sunnudag. Var hún stöðvuð I flugstöðinni, farið með hana í Scotland Yard og hún yfirheyrð þar. Ekki var hægt að ákæra hana fyrir neitt saknæmt, en næg ástæða til þess að heimta að hún setti 1000 stpd. tryggingu fyrir, að hún mætti sem vitni 28. júnf í máli Ward læknis, eins aðalmanns Profumomálsins, en hann situr nú í gæzluvarðhaldi. — Þessi vin- stúlka Christine heitir ungfrú Davis og er 18 ára. Laumu- farþegi Á sunnudagskvöldið var laumu- farþegi handtekinn, sem hafði komið sér fyrir ofan á bílþaki og ætlaði á þann hátt að komast austan úr Rangárvallasýslu til Reykjvikur. Piltur þessi hafði verið að skemmta sér austur á Hvols- velli en mun hafa skort farareyri eða a. m. k. viljað komast á ódýran hátt til Reykjavíkur. Gat hann komizt upp á þak á sendiferðabif- reið sem var á leið til Reykjavíkur og hafði hvorki bifreiðarstjórinn né farþegar hans orðið laumufar- þegans varir. Þegar billinn hafði ekið nokkurn spöi áleiðis til Reykjavíkur, kom vegalögregla á eftir honum og hún sá piltinn uppi á bílþakinu. En er peyi sá að lögreglan hafði orðið hans vör, henti hann sér niður af bílnum og tók á rás út I móa. Lögreglumennirnir veittu honum eftirför, náðu honum og veittu hon um ókeypis far I bæinn. Hér var hann fluttur I fangageymslu og fékk þar einnig ókeypis gistingu. Reynda að fíýja undan lögreglunni Dregið á föstudag í huppdrættinu Þeir selja happdrættismiða Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu. Þangað verður leið þín að liggja fyr- ir 21. júní næstkomandi, ef þú vilí vera með í kapphlaupinu um ein- hvera hinna glæsilegu vinninga happdrættis Sjálfstæðisflokksins. - Vinninsamir eru fimm, allt splunkunýjar bifreiðir, tveir Taun- us, tveir Volkswagen og einn Aust- in Gipsy. — Munið, að dregiö er n. k. föstudag. sew Aðfaranótt sunnudagsins hand- tók lögreglan í Reykjavík 2 unga pilta, eftir að þeir höfðu lagt á flótta, fyrst i bifreið sem þeir voru í, en síðan tóku þeir til fót- anna þcgar iögregiimni hafði tekizt að elta farartækið uppi. Lögreglan varð piltanna fyrst vör á Reykjanesbraut og gáfu þeim þar stöðvunarmerki, en f stað þess að nema staðar hertu þeir á og óku allt hvað af tók til borg- arinnar, fyrst niður á Miklatorg, þaðan eftir Snorrabraut og síðan um ýmsar götur I Norðurmýri unz lögreglan dró þá uppi. Þá tóku piltamir á rás út úr bifreiðinni og reyndu að komast undan á hlaup- um en lögreglumennirnir reyndust þeim betri hlauparar, eltu þá uppi og handtóku. Við yfirheyrslu kom I ljós, að báðir piltarnir voru undir áhrif- um áfengis. Höfðu þeir fengið bíl- inn að láni, en slðan stolið benzíni á hann af öðrum bil. Aðeins ann- ar þeirra hafði réttindi til aksturs og hafði hann ekið bifreiðinni lítið eitt. Hinn pilturinn var réttinda- laus og var hann aðal ökugarpur- inn í ferðinni. Þeir voru báðir flutt- ir I fangageymslu unz mál þeirra var tekið fyrir hjá rannsóknarlög- reglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.