Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 19.06.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 19. júní 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaraðherra: VINNUFRIÐUR Gunnar Thoroddsen Vinnustöðvanir úrelt tæki. Meðal meginverkefna, sem leysa þarf á þessu nýbyrjaða kjörtímabili, er að finna ieiðir til þess að tryggja vinnufrið og koma í veg fyrir stöðvanir þjóð- félagsstarfseminnar vegna vinnu deiina. Verkföll og verkbönn eru úrelt tæki til þess að leysa ágreining um kaup og kjör. Þau eru yfirleitt öllum til tjóns, þau minnka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur, þannig að minna kemur í hlut. Ályktun landsfundar Landsfundur Sjálfstæðismanna, sem haldinn var í apríl' 1963, benti í stjórnmálayfirlýsingu sinni á þau veigamiklu atriði, að koma á fót hagstofnun fyrir að- ila vinnumarkaðsins, og að end- urskoða lög um stéttarfélög og vinnudeilur í því skyni að tryggja lýðræðislega stjórnar- hætti í launþegasamtökum og efla vinnufrið. Tillaga Sjálfstæðis- manna á Alþingi. Á siðasta Alþingi fluttu fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Matthías Á. Mathiesen, Pét ur Sigurðsson, Guðlaugur Gísla- son, Jónas Pétursson og Gísli Jónsson, tillögu til þingsálykt- unar um endurskoðun laganna frá 1938 um stéttafélög og vinnudeilur. í greinargerð tillögunnar var bent á það, að vinnulöggjöfin væri einhver mikilvægasta lög- gjöfin, sem þjóðfélagsþegnarnir búa við. Með þeirri löggjöf þyrfti að tryggja æskilegt sam- starf aðila og skynsamlega með- ferð deilumála. Vinnulöggjöfin sé orðin nær aldarfjórðungs gömul og þurfi, vegna breyttra aðstæðna, endurbóta við til þess að firra launþega og vinnu veitendur og þjóðarbúið I heild því tjóni, sem þessir aðilar verði fyrir hvað eftir annað og stafi sumpart af ófullkominni lög- gjöf. Flutningsmenn tillögunnar bentu á nokkur atriði til athug- unar við endurskoðunina. 1) Leitazt verði við að setja sanngjarnar reglur um beitingu verkfalls- og verkbannsréttar- ins, grundvallaðar á þeim skiln- ingi, að þessi réttur sé neyðar- réttur og skuli aðeins beitt sem slikum. 2) Settar verði fastar reglur um hagstofnun launþega og vinnuveitenda, er starfi fyrir aðilana að hagfræðilegum út- reikningum og öflun annarra upplýsinga um lífskjörin og um hagi atvinnuveganna og þjóðar- búskaparins. 3) Að tiltekinn hluta félags- manna þurfi til þess að boðun 'vinnustöðvunar sé lögmæt. 4) Að þess verði gætt sér- staklega, að leikreglur lýðræðis- ins verði ekki fyrir borð bornar, og að pólitfsk misbeiting verði útilokuð. Þessi þingsályktunartillaga náði ekki afgreiðslu á Alþingi. En hún bendir á málefni, sem verður eitt af aðalviðfangsefn- um næstu ára. Hættan á stöðvun síldarvertlðar. Um það leyti sem alþingis- kosningum lauk blöstu við verkföll á næsta leiti, sem hefðu stöðvað síldarvertíðina um ófyrirsjáanlegan tíma og valdið þjóðinni mörg hundruð miljóna tjóni. Það horfði ekki friðvænlega um lausn þessara mála. Forseti Alþýðusambands ins boðaði stríð, en ekki frið, og er sú stríðsyfirlýsing hans í útvarpinu 11. júnl öllum í fersku minni, slíka undrun og gremju vakti hún um gjörvalt Iand. Vinnufriður. Ríkisstjórnin taldi rétt og skylt að láta þetta alvarlega ástand til sín taka. Laugardag- inn 15. júní beindi hún þeim tilmælum til samtaka laun- j>ega og vinnuveitenda, að þau létu í sameiningu fara fram at- hugun á því, hversu mikil kauphækkun megi verða til þess að hún komi að gagni fyrir launþega. Bauðst stjórnin til að styðja þá athugun á ail- an hátt og fór þess á leit, að vinnustöðvunum yrði skotið á frest. Jafnframt lagði ríkisstjórnin áherzlu á, að varðveita gildi krónunnar, örva þjóðarfram- leiðsluna, tryggja launþegum kjarabætur með vaxandi þjóð- artekjum og að heildarsamning ar séu gerðir um kaup og kjör. Forsætisráðherra og félags- málaráðherra ræddu síðan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við full- trúa beggja aðilja f vinnudeil- unum, og sáttasemjari ríkisins iagði nótt við dag. Niðurstaðan varð vinnufrið- ur. Þungu fargi var létt af landslýðnum. Betri afmælis- gjöf gat þjóðin vart fengið á þjóðhátíðardaginn. Guðmundur Jónasson efnir til margra öræfaferða Guðmundur Jónasson bifreiða- stjóri og fjallagarpur efnir í sumar til margra langferða einkum um hálendi íslands og öræfaslóðir. Fyrsta ferðin hefst 6. júlf og úr því taka þær við hver af annarri allt til ágústloka. Hver ferð tekur 7—13 daga eftir atvikum. Ferðazt verður f ágætum farkosti, sem sér- staklega er útbúinn fyrir öræfa- ferðir. Guðmundur selur þátttak- endum fæði og hefur með sér sér- stakan matreiðslumann í þvf skyni. Fæðið er innifalið f fargjaldinu. Þátttakendur verða hins vegar sjálfir að hafa með sér tjöld. Eins og að framan segir hefst fyrsta langferð Guðmundar 6. júlí n. k. Það er 12 daga ferð um hrein- dýraslóðir og í Öskju. Komið verð- ur á flesta markverðustu og feg- urstu staði á Norðurlandi, síðan ekið f öskju, austur að Snæfelli og á suðurleið ekið um Sprengi sand til Veiðivatna um Landmanna- laugar til Reykjavfkur. Guðmundur efnir til tveggja annarra ferða til Öskju í sumar. Þeirrar fyrri 13.—22. júlf og verður þá ekið norður Kjöl, um þekktustu staði Norðurlands til öskju og Herðubreiðarlinda. Hin öskjuferð- in verður 10.—22. ágúst. Verður farið um óbyggðirnar vestan Vatna 1j Ú: ferð Guðmundar Jónassonar á Snæfellsjökul um síðustu hvítasunnu. jökuls og um Ódáðahraun til Dyngjufjalla og öskju. Þaðan ligg- ur leiðin til Herðubreiðarlinda og verður gengið á Herðubreið. í heimleið verður ekið um byggðir Norðurlands og suður Kjöl. Eins og á þessu sést hefur Guðmundur tekið miklu ástfóstri við öskju og ekki að ástæðulausu þvf þar sjást ennþá hinar fegurstu minjar eftir síðasta eldgos á Is- landi. Litskrúð gíganna sem mynd- uðust í þessu eldgosi er í senn mikið og fagurt, og óteljandi kynjamyndir f hrauninu sem rann frá þeim. Askja er ein af víðfræg- ustu eldstöðvum á Islandi og árið 1875 gaus hún mesta öskugosi sem orðið hefur á ísiandi á síðari öld- um. Auk öskjuferða efnir Guðmund- ur til 7 daga ferðar um Fjallabaks- leið dagana 25.—31. júlf. Verður farið fyrst um Rangárvelli um Fjallabaksveg syðri allt f Eldgjá. en síðan um Landmannalaugar til Veiðivatna. Þá er á áætlun Guðmundar ferð um Miðhálendið 24. ágúst — 1. sept. Helztu áfangastaðir f þeirri ferð um Landmannalaugar, Jökul- heimar, Nýidaiur við Tungnafells- jökul, Laugafell, Ásbjarnarvötn, Skagafjörður og Húnavatnssýslur og um Kjöl til Reykjavíkur. Um verzlunarmannahelgina 2.— 5. ágúst verður efnt til ferða um yLandmannaleið og f Þórsmörk en n. k. haust verður efnt til ferða um hverja helgi, fyrst á Hlöðuvelli og Hlöðufell, síðan á Tindfjallajökul, í Reykjadali og Hrafntinnusker og loks að Hagavatni og Langjökul. Sextán Skaga- bátar á síld Sextán bátar fara á síldveiðai nyrðra frá Akranesi. Þrettán eri þegar komnir norður eða á leit þangað, en þrír ófarnir. Níu bátar, sem éru á humarveið um, leggja upp á Akranesi. Þeii hafa ekki aflað vel seinustu dægui vegna brælu á miðunum. Þeir seir komu inn f gær voru með 1-5 tonn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.