Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 2
V í S IR . Fimmtudagur 20. ji'ní 1983. I KSÍ 1DEILD | Laugardalsvöllur kl. 20.30. | KR - FRAM 1 Dómari: Haukur Óskarsson. | ; Línuverðir: Daníel Benjamínsson og Þor- 1 steinn Sæmundsson. t 1 MÓTANEFNDIN. Garrinca seldur á nær 50 milljónir MANOEL Fransisko dos Santos, betur þekktur undir nafninu Garrinca, — og í heimalandi sínu uppnefndur Litli fuglinn, hinn stórkostlegi útherji Botafogo mun nú ganga í raðir knattspyrnu- manna á Ítalíu og leika með Inter í Milano. Garrinca fékkst ekki gef- ins. Hæfileikar hans voru seldir á um 50 milljónir fsl. króna en ekki er nákvæm tala enn fyrirliggj- andi um þessa sölu, sem er sú hæsta sem nokkru sinni hefur farið fram. Garrinca. Leika alls 9 leiki í hand- knattleiksför I morgun hélt 18 manna flokk- ur handknattléiksmanna úr Knatt- spyrnufélaginu Víkingi í keppnis- för til Tékkóslóvakíu og Vestur- Þýzkalands. Er hér um að ræða meistaraflokk félagsins, sem varð í öðru sæti á síðasta Islandsmóti, og fer flokkurinn til Tékkóslóvakíu í boði tékkneska liðsins Gottwald- ow, sem keppti hér á landi á veg- um Vfkings fyrir þremur árum. Víkingar verða þrjár vikur í för- inni og munu alls leika níu leiki á þeim tíma, og verða nokkrir þeirra við mjög kunn lið, m. a. þrjú efstu liðin á tékknesku meist- arakeppninni s.l. ár, Dukla, Spart- ak, Pilsca og Gottwaldow. Ferðaáætlun Víkinga er í meg- indráttum þannig: Farið verður flugleiðis frá Reykjavík í dag til Kaupmannahafnar — og þaðan nær | strax áleiðis til Tékkóslóvakíu. — i Fyrsti ieikurinn í förinni verður í í héraðinu Moravíu við 1. deildar i lið — Holsesor. Og daginn eftir i verður leikið við Hreice, sem er i í sama héraði. — 24. júní verður komið til Gottwaldow og borgin skoðuð — og daginn eftir leikið við gestgjafana. 27. júnf verður leikið við lið, sem heitir Zulc, og þann 28.' júní við Olamouc. 29. júní verður komið til höfuðborgar Tékkóslóvakíu. 30. júní verður leik ið við Dukla eða Pilsen. Þann 1. júlí verður flogið til Frankfurt f V-Þýzkalandi og þar verður dvalið í eina viku og á því tímabili leiknir þrír leikir, sem verða við sterkt félagslið. Af þessari upptalningu má sjá, að ferðaprógram Víkinganna er mjög strangt — eða leikur á næst- um hverjum degi. Áleiðis heim verður halið 8. júlí og verður farið um Amsterdam og London og kom ÆT \ Bosön í Stokkhólmi Tilkynning hefur borizt frá Körfuknatteikssambandi Svíþjóðar, um tvö námskeið, sem körfuknatt- Ieiksmenn frá íslandi hafa aðgang ið heim 14. júlí. Þess má geta, að Víkingar fiafa æft mjög vel undanfarið og hafa æfingar verið í íþróttahúsirru á Keflavíkurvelli einu sinni í viku. Aðalfararstjóri í förinni verður Árni Árnason og með honum þeir Pétur Bjarnason og Björn Krist- jánsson. 1. Námskeið fyrir dómara, 1. flokks, dagana 18.—22. ágúst n. k. 2. Námskeið fyrir þjálfara, 1. flokks, dagana 18.—24. ágúst n. k. Bæði námskeiðin verða haldin að Iþróttaskólanum Bosön, Lid- ingö skammt frá Stokkhólmi. I samræmi við samþykkt Körfu- knattleiksráðs Norðurlanda, þá er einum þátttakanda frá Islandi boð- ið frítt uppihald á hvort námskeið. Umsóknir skulu sendar til stjórnar KKÍ, sem fyrst og ekki sfðar en fyrir n. k. mánaðamót. KÖRFUKNATTUIKSFRÉTTH: 2000 dala sekt á Filipseylnga — Þótttökuróttur á Oiympíuleikunum — Körfuknottleikshöll fyrir 40 þús. manns í Rio de Juneiro yr Fundur miðstjórnar Al- þjóðakörfuknattleikssambands ins, FIBA, var haldinn í Rio de Janeiro dagana 16.—18. maí s.l. Samkvæmt skýrslu aðalritar- ans Mr. R. William Jones, voru meðlimir FIBA á þinginu í Róm -mr'- mm m ■ • jmw 7 *&&& MS áfS M* ■ m * m'W-' M m wM mM w i frétíir árið 1960, samtals 36, en eru nú orðnir samtals 109. Mun FIBA því orðin eitthvert fjöl- mennasta íþróttasamband i heiminum í dag. •k Samþykkt var á þinginu að Körfuknattleikssamband Fhilipseyja, greiði 2000 dollara í sekt, vegna þess að nokkrum keppendum í heimsmeistara- keppni í körfuknattleik, sem átti að fara fram í ManiIIa, var neitað um vegabréfsáritun. Flytja varð mótið til Rio de Janeiro. ★ Þátttökurétt í körfuknatt- leik á Olympínleikunum í Tokyo hafa eftirtalin körfu- knattleikssambönd: Bandaríkin, Sovétríkin, Brasiiía, Ítalía, Tékkóslóvakía, Júgoslavía, Pól- land og Uruguay. Ennfremur Japan, sem heldur leikina. Þátttökurétt með sérstakri keppni fá eftirtalin lið: Úr Pan-Americanleikjunum 1963 — Puerto ‘ Rico og Peru. Tvö efstu liðin úr keppni Evrópuiiða, sem haldin verður snemma á árinu 1964. Sigurvegari úr II. meistara keppni Afríku, sem haldin verð- ur í Karthoum, Sudan snemma á árinu 1964. Tvö sæti, sem eftir eru, á- kveðist á sérstöku úrtöku- móti, sem haldið verður í Yoko- harna, skömmu fyrir Olympíu- leikana. IV. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Peru í marz 1964. V. heimsmeistarakeppni karla verður haldin í Uruguay 1966. V. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Tékkó- slóvakíu árið 1967. ic Stærsta körfuknattleiks- höll í heiminum er í Rio de Janeiro, en hún tekur 40 þús- und áhorfendur í sæti. Yfir 30 körfuknattleikshallir, með sæti fyrir 10 þúsund áhorfendur hvor, hafa verið byggðar í Suð- ur-Ameríku á s.l. 5 árum. Meistarakeppni S.-Ameríku, sem haldin var í Lima, Peru, varð að halda á útileikvelli sem tók 25 þús. áhorfendur. Uppselt var á alla Ieikina. -frVinsældir körfuknattleiks fara stöðugt vaxandi á austur- strönd Kanada og á Nova Scotia. Er nú svo komið að að- sókn á körfuknattieikskeppni er orðin meiri heldur en á ís- hockey, sem þó hefur verið tal- in þjóðaríþrótt Kanadamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.