Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Fimmtudagur 20. júní 1963. ár vinnu aí kvöldi“ Á stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík í ár hlaut hæstu einkunn Baldur Her- mannsson, ág. eink 9,24. Baldur var utanskólanemandi, og er þetta því sérlega ve). af sér vik- ið, enda fór rektor við skóla- uppsögnina mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu Bald- urs. Er við náðum snöggvast tali af Baldri, tók hann það skýrt fram að hann hefði -ekkert að segja, sem fólk hefði ekki heyrt áður og að hann hefði ekki upp lifað neitt, sem aðrir hefðu ekki upplifað. En hann slapp ekki með þetta, varð að minnsta kosti að segja hvaðan hann væri ættaður, því að slíkt vilja allir sannir íslend- ingar fá að vita. ,,Ég er kominn af austfirzk- um bændum í föðurætt og af vestfirzkum sjómönnum í móð- urætt“, sagði Baldur, „svo að ég veit ekki hvernig það gæti betra verið. Faðir minn var Hermann heitinn Gunnarsson prestur og móðir mín er Jó- hanna Gunnarsdóttir“. „Hvernig stóð á því að þú tókst próf utanskóla? Saztu aldrei í menntaskóla?" „Það er margflókin saga. Ég byrjaði í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík og var þar við góð- an orðstlr einn vetur og endaði' með því að falla. Las 3. bekk utanskóla næsta vetur og settist í 4. bekk á Laugarvatni. Þar var ég tvo vetur og í haust sem leið settist ég í 6. bekk í Reykjavík. Þetta má þó alls ekki taka svo að mér hafi ekki líkað vel á Laugarvatni, því að þar þótti mér sérstaklega gott að vera og þykir mér mjög vænt um skól- ann. Skólameistari er að mínu áliti mesti skólamaður á Islandi í dag. Það voru aðrar ástæður fyrir því að ég fór til Reykja- víkur“ „Hve léngi saztu svo í Menntaskólanum í Reykjavík?" „Ég var þar í tvo mánuði, en mér fannst tímarnir nýtast svo illa, að ég nennti ekki að standa í þessu og sagði mig úr skðla. Þessum 5 tímum, sem kennt var daglega, var betur varið með því að sofa á sitt græna eyra. En það var alls ekki kennar- anna sjálfra sök hve illa tím- arnir nýttust. Kennararnir eru flestir ágætismenn og vel að sér á sínum sviðum, en námsefnið, í Menntaskólanum í Reykjavik frámunalega lélegt í alla staði og stólar og borð slæm. I haust ríkti hreint styrjaldarástand, bekkir börðust um stóla. Meðan ég sat í skólanum var ég í 6. bekk Y og þar voru mestu ágætisnáungar, sem ég hef kynnzt í lengri tíma og þótt ég læsi utanskóla, leit ég á mig sem Y-bekking“. „Hvernig fannst þér að „koma upp“ sem utanskólamaður?" „Mér hafði verið sagt að kennarar væru oft næsta svívirðilegir gagnvart utanskóla nemendum, en ég kynntist öðru, Þeir voru mér með af- ^ brigðum hjálpsamir og í allaj staði sanngjarnir. Ég hef enga trú á að þeir mismuni nemend- um“. „Hvað hyggstu nú fyrir?“ „Ég ætla að leggja stund á segir dúxinn BaBdur HermannssoEr sem fara á yfir á þeim 6 mán- uðum sem kennsla stendur, er allt of mikið, þannig að kenn- ararnir verða að fara yfir það á hundavaði, hafa ekki tíma til að gera því góð skil. I öðru lagi — og þar er komið inn á kjara- mál kennara — verða kennar- arnir að kenna svb miklum fjölda nemenda, að þeir geta ekki sinnt þeim sem skyldi og í lok kennslu eru þeir orðnir dauðuppgefnir. Svo er húsnæðið Rannsóknir Krabba meinsfélagsins efna- og eðlisfræði og taka líf- efnafræði sem sérgrein. Þetta er nú samt ekki allt ákveðið ennþá, þvi að ég á eftir að ráðgast við menn, sem vit hafa á málun- um“. „Voru eðlis- og efnafræði þá ekki þín eftirlætisfög í skóla?" „Jú, ég hafði mestar mætur,,;' á eðlisfræði, efnafræði ag stærð • fræði, og frá því að ég hóf menntaskóianám, hef ég ætlað mér að leggja stund á lífefna- fræði. í menntaskóla gat ég þvi miður ekki sinnt stærðfræðinni eins og ég hefði viljað. Það fór of mikill tími í önnur fög, t. d. íslenzku — og þarna er komið að einu>i galla skólakerfisins, Baldur Hermannsson. þeim, að námsgreinarnar eru allt of margar“. „Hvað ætlarðu að gera í sum- ar?“ „Ég veit það ekki ennþá, geri iráð fyrir að fara norður á plan. Ég þefði helzt viljað fara á sjó eins og í fyrra, þá reri ég á snurvoðarbát frá Vestmanna- eyjum, en ég geri ekki ráð fyrir að nokkur skipstjóri vilji ráða mig fyrir skamman tíma, þvi að fari ég til náms til Noregs, eins og ég hef helzt hugsað um, verð ég að fara utan í ágúst. Á landi vildi ég helzt vera í Vest- mannaeyjum, því að hvergi á íslandi er eins dásamlegt og þar“. „Nú tilheyrir að spyrja ný- stúdenta um líðan þeirra og til- finnirigar að lokínni þessari þol- raun — hvað segir þú af þér?“ „Mér líður alveg eins og vana lega, get ekki sagt að ég sé i sjöunda himni. Ég lít ekki á stúdentspróf sem neitt takmark, það er aðeins einn áfangi. Nú er það léttasta búið, það, sem eftir er, er stritið. Þetta er lík- ast því að koma heim úr vinnu að kvöldi". Krabbameinsfélag íslands hef ur nú keypt alla húseignina Suð urgötu 22 og hefur þannig rætzt úr húsnæðisvandræðum þess. Efri hæð hússins er notuð fyrir magakrabbameinsrannsóknir er hófust í fyrra með styrk frá Nat ional Institute of Health í Washington. Við þær rannsókn- ir vinna nú 7 manns. Neðri hæð hússis er fyrir dag legan skrifstofurekstur, en kjall arinn er ætlaður fyrir leitarstöð og fjöldarannsóknir í sambandi við krabbamein í leghálsi, sem félagið hefur ákveðið að hefja, helzt á þessu ári. Er hugrriyndin að rannsókn þessi nái til allra kvenna á aldrinum 25—60 ára. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu sem próf. Níels Dungal flutti á aðalfundi Krabbameins- félagsins, sem nýlega var hald- inn. Þar minntist hann einnig á það, að félagið hefði ákveðið að stórauka fræðslu í barna- og unglingaskólum um þá hættu, sem stafar af sígarettureyking- um. Á síðasta þingi samþykkti Al- þingi, að skattleggja sígarettur Framh á 10. síðu. 30 glæsilegir R ambler bílar komnir til landsins Nýhafinn er innflutningur á bifreið sem nefnist Rambler Classic og hafa nú þegar verið fluttar til landsins 30 bifreiðir. Þessi nýja tegund hefur vakið mikla athygli hér, enda er um að ræða bifreið sem farið hefur sigurför erlendis. Eins og flestum er kunnugt eru Rambler-verksmiðjurnar Hinn nýi Rambler Classic. bandarískar, en samsetning bif reiðanna, sem hingað koma, fer fram í Belgíu og er talin mjög vönduð. Af þeim bifreiðum sem hingað hafa komið af 1963 ár- gerðinni hafa kaupendur þó yf- irleitt kvartað yfir því að skott- lok hafi ekki reynzt nægilega rykþétt og rúður á nokkrum fyrstu bifreiðum ekki nógu þétt ar. Aðalframleiðsluverkfræðing- ur verksmiðjanna í Belgiu hef- ur þvi dvalizt hér á landi und- anfarna daga til þess að ráða bót á þessum göllum á þeim bifreiðum sem hér voru til stað ar, svo og að athuga allar að- stæður með það fyrir augum að tryggja að hver einastá bifreið sem flutt er frá Belgíu, sé full- komlega ryk- og vatnsþétt. Á fundi sem Jón Loftsson hf,; hélt með fréttamönnum fyrir stuttu var verkfræðingurinn við staddur, ásamt Mr. Max E. Brand, sem hefur aðsetur í Belgíu og ferðast á milli um- boðanna til þess að líta eftir verkstæðis- og varahlutaþjón- ustu. Rambler bifreiðirnar eru nú í fyrsta sæti hvað magn og ann að snertir í útflutningi bifreiða frá Bandaríkjunum. Auk þess er Rambler söluhæsta bifreiðin i Suður-Ameríku og hefur verið í þriðja sæti hvað sölu snertir innanlands i Bandaríkjunum. Rambler Classic er meðal kraftmestu amerísku bifreiða á markaðnum af 6 cylindra gerð með 38 hestafla alumínium blokk og gefa verksmiðjurnar upp 11-12 lítra eyðslu á 100 km. Rambler bifreiðin af Classic- gerð var valin „bifreið ársins" 1963 af Motor Trend Magazine USA. Verð á bifreiðinni til al- mennings er um 270 þús., en verð á samskonar bifreið ef hún væri flutt frá Bandaríkj- unum 20-25 þús. kr hærra vegna þrefalt hærri flutningskostnað- ar. Innifalið í verðinu er allt sem í einni bifreið þarf að vera nema útvarp, sjálfskipting og vökvastýri, en þessa aukahluti þarf að panta með nokkrum fyr- irvara. Loks má geta þess, að bifreiðin er afgreidd með styrkt- um gormum og „dempurum".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.