Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 7
7 VÍSIR . Fimmtudagur 20. júní 1983. Ásmundur Einarsson, blaðamaður, skrifar um Tyrklandsför — Hvað meinar lög- regluþjónninn með því að blása svona kröftug- lega í flautu sína í tíma og ótíma, spyr ég dreng- inn, sem er að sýna okk- ur miðhorg Istanbul fyrsta daginn. „Ætli hann sé ekki að sýna fólki vald sitt,“ anzar strákui. „Finnst þér fáninn okkar ann- ars ekki fallegur?“ spurði strák- ur við annað tækifæri. „Ataturk var mikill maður," sagði annar nokkru síðar. „Þetta gæti al- veg eins verið dagur hersins," ávarpaði ég Tyrkja við 19. maí hátíðahöldin, sem að nafninu til eru helguð æsku Iandsins. — Stundum hafði maður á tilfinn- ingunni að Tyrkirnir væru að sannfæra sjálfa sig ekki síður en aðra að þeir væru menn með mönnum, þjóð með þjóðum, ef svo má að orði komast. Skortur á heilbrigðisþjónustu og hreinlæti í borginni veldur talsverðum barnadauða. At- vinnuleysi er mikið í landinu, og kemur víða við í Istanbul. En þrátt fyrir allt er hagur þorra borgarbúa sældarlíf í sam anburði við það, sem gerist úti á landsbyggðinni, þar sem á heilum svæðum ríkir algjört neyðarástand, skortur og ör- birgð. — Stjórnin segir, að 1.3 millj- ónir séu atvinnulausir, en það er varlegt að treysta opinber- um tölum í þessu efni, sagði ungur lögfræðistúdent. Talan er áreiðanlega miklu hærri. — Okkur gengur illa að auka þjóðarframleiðsluna í samræmi við fólksfjölgunina. Fjölgunin er meiri hér en annars staðar, að einu landi undanskildu. Þjóðar- framleiðsla á mann er minni en í nokkru öðru landi V-Evrópu. Ríku þjóðirnar verða ríkari og hinar fátæku fátækari. Hvar end ar þetta fyrir okkur ef við fá- um ekki aðstoð, peninga, pen- inga? sagði nýbakaður stjórn- lagafræðingur. — Nato-þjóðirnar eru alltof Sofíumusterið í Istanbul er með frægustu byggingum veraldar. Það var reist á fimm árum gætu komið í veg fyrir upp- lausn. Gerð hefur verið fram kvæmdaáætlun til fimm ára, samkvæmt henni verður atvinna aukin, svo og menntun og fé- lagslegt öryggi. Sérþverjar ráð- stafanir, sem hugsanlegar eru taldar verða gerðar til að auka þjóðarframleiðsluna. En tyrk- neskir stjórnmálamenn sögðu í RABBAÐ tJifi Tosn í eina tíð var Tyrkjaveldi mikið. Ótrúlegar sögur, en sann ar, fara af auði þess og veldi, til forna, í dag er öldin önnur. Þjóðin, með hina litríku sögu sína að baki, berst í bökkurn. Og það veltur mikið á öðrum þjóðum, kannske ekki síður en þeim sjálfum, hvort tekst að sigrast á erfiðleikunum. íbúar Istanbul eru ekki verst settir landsmanna. Þeir búa í mikilli hafnarborg, iðnaður er talsverður og og ein- hverjar tekjur koma frá ferða- mönnum. En meðallaun verka- manns eru ekki mikið yfir jafn- gildi 75 íslenzkra króna, sem dugá skammt, þegar komið er i búðina, og er þá margt ógoldið. tregar til að hjálpa okkur. Við erum að reyna að semja við Bandaríkjamcnn, Vestur-Þjóð- verja, Frakka og einnig Svía. Hvað við fáum mikið, það vit- um við ekki. Ég er hræddur um að það nægi ekki. Stundum held ég það sé betra að hafa það eins og Nehru og Nasser, bætir lögfræðistúdentinn við. Þeir tala ekki margir af mik- iili bjartsýni, sem ræða ástand- ið í landinu þessa dagana. Opin- berlega hefur verið viðurkennt, þvert ofan í það, sem þjóðinni hafði áður verið talin trú um, að hún eigi á hættu afturför og aukna erfiðleika. Aðeins rót- tækar ráðstafanir, skipulagt á- tak og utanaðkomandi aðstoð ræðum sínum, að nauðsynlegu marki yrði ekki náð nema með verulegri aðstoð erlendra þjóða. — Þær spyrja að vonum með- al annars: Tekst ykkur að tryggja að sagan um Menderes • • Onnur grein endurtaki sig ekki? Er frelsi í íandinu? — Stjórnarskráin frá 1961 er sett með það fyrir augum að koma í veg fyrir stjórnarskrár brot og skerðingu á frelsi manna í líkingu við það, sem átti sér stað á tímum Menderes, segir kunnur stjórnlagafræðing- ur. — Verkalýðsfélögin eru vel skipulögð og hafa verkfallsrétt, bætir annar lögfræðingurinn við. — Nú má ég skrifa eins og mér þóknast, segir einn fremsti an dóm, skömmu eftir bylting- una 1960. — Það var nauðsynlegt að drepa Menderes, sagði hún í æsingnum ,og varð í eina skipt- ið hált á röksemdafærslunni, þvi að annars hefðu fylgismenn hans komið honum til valda á nýjan leik, og byltingin hefði verið unnin fyrir gíg. jrbnof fián -OOÖ kvikmyndahöfundur Tyrkja, og veifar hanastélsglasinu sínu. Háttsettur maður í Réttlátis- flokknum, flokki gamalla stuðn- ingsmanna Menderes, segir hins vegar að stjórnin ljúgi eins miklu og hún geti um Menderes til að réttlæta ýmsar hæpnar ráðstafanir sínar og ráðagerðir. Og frelsið? Uss, það er ekki jafnmikið og þeir láta í veðri vaka, bætir hann við. — Viljið þið fórna til að bæta kjörin, spyr ég. — Auðvitað, segir stjórnar- sinninn. .— Við þurfum ekki að fórna, sagði stjórnarandstæðingurinn á eftir. Kjaftæði. Að minnsta kosti ekki eins og þeir vilja láta í veðri vaka, segir hann og á við stjórnarsinna. Þetta er að- eins skakkri pólitík að kenna. Tyrkirnir verða heitir og æst- ir, þegar þeir ræða stjórnmálin. Ég hélt að ung stúlka, Iögfræð- ingur að menntun, ætlaði að missa stjórn á skapi sínu, þegar ég af skömmum mínum dró i efa að dómstóllinn, sem dæmdi Menderes til lífláts, hefði verið fær um að kveða upp hlutlaus- — Gerði hann ekki heilmikið fyrir þjóðina? — Hann gat talið fólki trú um það, en aðeins þeim fáfróð- ustu. Réttlætisflokkurinn, gamlir stuðningsmenn Menderes heit- ins, er stærsti andstöðuflokkur stjórnarinnar í Tyrklandi, með helming sæta í öldungadeildinni og 250 af 450 sætum í fulltrúa- deildinni. Flokkurinn hefur frjálslynda stefnuskrá ,er and- vígur meiriháttar ríkisafskiptum og eindregið fylgjandi þátttöku Tyrkja í Atlantshafsbandalag- inu. Skiljanlega bar flokksmönn um og andstæðingum þeirra ekki saman um hvaða mögu- leika flokkurinn hefði til að vinna á í næstu kosningum. En eftir nokkrar umræður urðu báð ir aðilar sammála um að flokk- arnir hefðu mesta möguleika. Ótti við uppgang kommúnista er ekki mikill. Sá fyrirvari fylg- ir þó, að viðreisn efnahagslífs- ins takist sæmilega. — Ef illa gengur er allra veðra von, sagði einn kunnasti hag- fræðingur Tyrkja. Ásmundur Einarsson. Þeir Iauga sig áður en þeir ganga í bænahúsið. Bílasala Matthíasar er miðstöð bílaviðskiptanna. Mikið úrval af öllum tegundum bifreiða. BIFREIÐASALA MATTHÍASAR, Höfðatúni 2 . Sími 24540.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.