Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 20. júní 1963. 9 Við notum íslenzkuna sem dulmál í Vesturheimi Það færist í vöxt með hverju sumri, að Vest- ur-íslendingar, jafnvel stórir hópar þeirra, leggi leið sína til íslands. Er allmikið um þessar heim sóknir frænda okkar frá Vesturheimi rætt, bæði í blöðum og útvarpi. — Mest er þetta fólk, sem ýmist hefur flutt héðan út kornungt, eða á ís- lenzka foreldra og alizt hefur upp í íslenzku and rúmslofti á heimilum sín um vestra. Þetta er eldri kynslóðin, sem enn man sinn uppruna. Sú stað- reynd er hins vegar öll- um ljós, að íslenzk áhrif fara þverrandi, íslenzku mælandi fólki fer fækk- andi, áhuginn fyrir ís- landi fer minnkandi. Sú spurning hefur jafnvel vaknað hjá mörg um: Hverfa afkomend- ur íslenzku landnem- anna algjörlega innan skamms í hinum stóra Vesturheimi? Meðal þeirra fjölmörgu Vest- ur-íslendinga, sem nú sækja ís- land heim, er Valdimar J. Lfn- dal, dómari frá Winnipeg, og kona hans, Guðný Sigurbjörg. Valdimar er af eldri kynslóð- inni, einn af þeim, sem hafa ást og áhuga á sínu föðurlandi. En Valdimar er líka einn af þeim, sem gera sér grein fyrir þróun- inni og vill sporna við fótum. En hvernig? Valdimar J. Líndal hefur ver- ið einn af forystumönnunum í félagssamtökum Vestur-íslend- inga og sem dómari er hann þekktur fyrir lagastörf sín og fræðimennsku. Hélt hann á fimmtudaginn fyrirlestur í boði lagadeildar Háskólans í hátfð- arsal skólans og þar gafst frétta manni Vísis kostur á að hlýða á þennan merka mann. Fyrirlest- urinn fjallaði um „Stjórnarlög Nýja Islands og aðrar íslenzkar erfðir“. Fyrirlesarinn hreif á- heyrendur sína — vegna fræði- legra athugasemda hans, vegna þeirrar ágætu og lýtalausu ís- lenzku, sem hanri notaði, og vegna þeirrar einlægu og bjarg- föstu ástar, er hann bar til alls þess, sem íslenzkt er. Við höfðum áhuga á að kynn- ast þessum ágæta landa okkar I nánar og gengum því á fund hans strax daginn eftir. JXann er hár, beinn í baki, virðulegur í fasi, íslenzkur í útliti, en amerískur þó. Frúin, Guðný Sigurbjörg, er hávaxin og glæsileg. Hvorugt kemur á óvart með að vera af íslenzkum ættum. „Við þúumst“, sagði Valdi- mar strax og ég gekk inn og bauð upp á kaffi að ís- lenzktim sið. „I gærkvöld var ég í ágætu boði hjá rektor Há- skólans, kom þar margt mætra manna, m. a. Sigurður Nordal. Það þótti mér vænt um. Ég hef lesið margt eftir Sigurð og þótti mér varið í að hitta hann“. Ég kvaðst hafa hlýtt á fyrir- lestur hans í Háskólanum og lofaði flutninginn. „Já, ég hafði ánægju af að tala þar. Ég fann að fólkið hlustaði og þá er gott að tala, ég hefði getað talað mikið leng- ur um þetta efni — maður get- ur talað endalaust um það, sem íslenzkt er. Annars er ég að semja erindi eða ávarp, sem ég hef verið beðinn um að flytja í útvarpið". TKetta var aðeins inngangur- inn og viðtalið var ekki margra mínútna gamalt, þegar það spannst um það atriði, sem okkur var báðum efst í huga, hvernig á að varðveita íslenzk áhrif í Kanada? Valdimar hafði orðið: Áður fyrr voru það heimilin sem varðveittu íslenzku tung- una, siðina og áhrifin. Þau gegndu því hlutverki, meðan for eldrarnir töluðu málið, meðan þar réði húsum það fólk sem sjálft hafði flutt frá Islandi. Af- komendur þeirra hafa hins veg- ar blandazt hinum þjóðarbrot- unum í Kanada og hafa tekið upp enska tungu. Á heimilunum er ekki lengur töluð íslenzka, þar gætir ekki sömu áhrifa og fyrr. Það er þess vegna, sem við íslendingarnir beittum okkur fyr ir því, að við háskólann I Mani- toba var stofnuð deild I íslenzk- um fræðum árið 1951. Sú deild á í framtíðinni að vera merkis- beri alls þess sem íslenzkt er, laða að sér fólk af íslenzkum ættum og koma því í skilning um, hversu mikils virði ætterni þess er. Það sem styður þá trú mína, að áhugi verði fyrir íslenzku deildinni, er einkum íslenzka tungan, þetta lifandi fornmál, 8W sagt það áður og ég segi það enn. Þið eigið bókmenntirnar, þið eigið Reykjavík, þessa fal- legu borg, og þið eigið eyjuna, en það, sem er þó mest um vert, er þessi lifandi forntunga. Fólk úti i hinum stóra heimi mun Iæra að skilja gildi íslenzk- ... ; -y.\^ : — segir Valdimar J. Lindal dómari frá Winnipeg í viðtali við Vísi Valdimar J. Líndal, dómari. sem þið eigið og varðveitið hér uppi á íslandi. Norrænan, þetta forna tungumál, er eitt af rót- tungum, uppistöðum enskunnar, þess máls, sem talað er vestan hafs. Enskan byggist upp eink- um á fjórum málum, saxnesku, engelsku, józku og norrænu. Þessi mál eru nú öll dauð nema íslenzkan, sem enn er töl- uð af 180 þúsund manns hér á þessari eyju. Þegar augu manna opnast betur fyrir þvi, að islenzk an er sú norræna, sem er ein af uppistöðum enskunnar, þá mun áhuginn aukast að mun fyrir máli ykkar. Þið getið bent á frásagnir í Islendingasögunum. Hvenær þurftu forfeður okkar, þegar þeir heimsóttu hina er- Iendu konunga, hvenær þurftu þeir túlka? Aldrei hef ég séð á það minnzt. Ekki þurfti Egill túlk þegar hann flutti Höfuð- lausn og barg höfði sínu. Sýna ekki einmitt slík dæmi að eitt og sama málið hefur verið talað og skilið I þessum löndum fyrr á öldum? Nú er það hins vegar útdautt — allsstaðar nema hér á íslandi. Því er tungan það dýr- mætasta sem þið eigið. Ég hef unnar og þá ekki sízt það fólk sem er af íslenzku bergi brotíð. Og það er á þann hátt sem ég hef trú á að íslenzkan gleymist ekki frændum ykkar í Vestur- heimi“. Valdimar talaði hægt en skýrt. Honum fajaðist sjaldan, í mál- fræðinni skeikaði honum ekki, en einstaka sinnum vantaði hann orð. „Það er ekki nema von“, sagði ég, „kominn hingað i fyrsta skipti eftir að hafa talað og hugsað á ensku alla ævi“. „Þar skeikar þér“, sagði Valdi mar, „ég hef verið hér áður, meira að segja í þrjá mánuði. Ég er nefnilega fæddur á Islandi í apríl 1886 og fluttist ekki héð- an fyrr en i júní 1887, eða fyrir réttum 87 árum. — Ég er fæddur í Húnavatnssýslunni, að Vatnsdal". XXg það er ekki hræsni, að ^ Valdimar hefði með góðu móti getað hafa alið allan sinn aldur í Húnavatnssýslunni máls ins vegna, og er það vissulega aðdáunarvert, ef tekið er tillit til áttatiu og sjö áranna. „Já, Islenzkuna kann ég. Ást mín og áhugi á málinu hefur ætíð verið mikill. Á heimili mínu, meðan foreldrar mínir lifðu, var Islenzkan að sjálf- sögðu allmikið notuð og þar lærði ég hana. Síðan hef ég haldið henni við, m. a. með þvf að lesa allar málfræðibækur ís- lenzkar, sem út hafa verið gefn- ar. Ég held að erigin hafi farið fram hjá mér. Auk þess hef ég að sjálfsögðu lesið allmikið af íslenzkum bókum og tímaritum, íslendin'nsögurnar og Islands- söguna, bækur um íslenzka þjóðhætti, svo eitthvað sé nefnt. Konan mín talar einnig ís- lenzku, enda þótt við tölum yf- irleitt ensku okkar á milli. Við beitum hins vegar Islenzkunni, þegar við viljum tala um eitt- hvað sem ekki er nauðsynlegt að nærstatt fólk skilji. Kemur þetta sér mjög vel, eins og skiljanlegt er. frú Líndal tekur undir þessi orð manns síns og kvað verst að geta ekki beitt þessari ágætu dulu hér á Is- landi, „i lr skilja allir dulmálið, því er nú ver“. Ég vildi ekki dvelja lengi hjá þeim hjónum, vissi sem var að dómarinn hafði lítinn tíma af- iögu, og enn átti hann eftir að semja erindið. Ég sötraði kaffið og sagðist í guðanna bænum ekki vilja tefja lengur. „Tefja, hvaða vitleysa, ég tef mig sjálfur hvort sem er. Gall- inn er sá, að ég get talað enda- Iaust um íslendinga og við ís- lendinga, og mér þykir vænt um ef einhver hefur tfma til að tala við mig“. „En hvað nú, Líndal, eftir að þú kemur hingað til landsins, Iítur það augum og sérð þetta eyland, sem þig hefur dreymt um alla ævi, hvaða áhrif hefur það, uppfyllir það vonirnar, hug myndirnar? „J|ér er allt betra og fallegra A en mig hafði nokkurn tíma dreymt um. Og það að koma hingað styrkir einmitt tengslin, það að fá að halda fyrirlestur í Háskólanum, ávarpa þjóðina í útvarpinu og hitta menn og spjalla við þá, háa sem lága — allt eykur það og styrkir þau bönd, sem á milli okkar Vestur- og Austur-Islendinga eru“. Og ég fann að hann meinti hvert orð, slík var sannfæring- in. Ég fann og heyrði, að hér sat fyrir framan mig maður, sem ekki hafði litið Is- land augum í áttatíu og sjö ár, maður, sem var ekki ein- asta stoltur af því að vera af fslenzkum ættum heldur meiri Islendingur í hjarta sínu en flestir þeirra, sem hér ala allan aldur sinn. Slíka menn er gott að eiga að í fjarlægum löndum. X^aldimar J Líndal hefur sann- * arlega látið að sér kveða sem íslendingur í heimalandi sínu, Kanada. Hann hefur verið einn af forystumönnunum í sam Framh. á bls 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.