Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 20. júní 1963. □□□□□□□□□□□□□□aaaDacnaaoaaaD ERCOLE PATTI: Stúlkan, sem hafði haldið báðum höndum um blómavöndinn, losaði um aðra og rétti honum. Þegar hann fann snertingu svalrar, mjúkr- ar handarinnar fór eins og straum- ur vellíðanar um allan líkama hans. Elenora hlustaði þögul á masið i signoru Fassi, hneigði höfði dá- lítið, og Marcello þóttist verða var hæðnisvotts í veiku brosi hennar, og við og við leit hún upp sem snöggvast og starði á Marcello hezlibrúnum, djúpum augum. Hún var allhá og grönn og stóð gleitt, líkt og stúlka í hvíldarstöðu í tenn- isleik. Á handleggjum hennar voru freknur, gular eins og korn. Meðan signora Fassi masaði á- fram um gesti sína varð Marcello þess greinilega var, að samúðar- straumar runnu milli hans og þess- arar stúlku, sem enn var ekki farin að opna munn sinn. Þau urðu samferða út úr búð- inni. Signora Fassi þurfti að líta inn til vinkonu í næsta húsi, hún ætlaði að vera komin til hennar fyr ir góðri stundu, svo að hún kvaddi þau í skyndi þarna á gangstéttinni, og sagði um leið við Eleanoru: — Segðu foreldrum þínum, að ég búist við þeim á fimmtudags- kvöld. Og þegar þau Marcello og Elen- ora stóðu þarna ein eftir á gang- stéttinni gat Marcello ekki dottið neitt annað í hug en segja: — Eigið þér heima hérna ná- lægt? — Nei, þarna handan götunnar, og Elenora benti með blómavend- inum á gamla byggingu, alveg ný- málaða. En ég ætla ekki heim alveg strax. Ég þarf að fara til Corsc Trieste fyrst. — Og ég á einmitt leið þangað. Þau gengu hlið við hlið. Hann veitti þvf athygli, hve göngulag hennar var töfrandi, er þau gengu fram hjá hverjum glugganum á fætur öðrum — og nú fram hjá búð þar sem rafmagnsáhöld voru í glugga. — Ég man það núna, að ég þarf að kaupa straujárn, sagði Elenora og horfði í gluggann. — En ég get ekki notað þessi. Ég þarf að fá létt járn, sem hægt er að hafa með sér f ferðalög. — I þessu hverfi finnst mér ég alls ekki vera í Rómaborg, sagði Marcello. Mér finnst næstum, að ég sé kominn til Stokkhólms. — Hafið þér verið þar? — Ég fór einu sinni í skemmti- siglingu um Eystrasalt. Þá kom ég til Stokkhólms — og svo síðar til Oslóar. Mörg húsanna, einkum í Stokkhólmi, líkjast húsunum hér. — En sumar þessar byggingar eru hreint og beint ljótar. Lftið nú á valirnar á þessari þarna. Minna þær yður ekki á skúffur, sem hafa verið dregnar óþarflega langt út? Maður gæti næstum haldið, að þær væru að detta niður á götuna. Hún hló við. — Ég veit annars hver þér eruð, sagði hún allt í einu. Fassi er mik- ill aðdáandi yðar og hann hefur sagt mér frá yður. Einu sinni lagði hann f hendur mér hefti af Sam- kundunni með ritgerð eftir yður. Þessa ritgerð yrði ég að lesa, sagði hann. — Um hvað var hún? — ’Gríska ljóðagerð. — Lesið þér oft greinar um ekki skemmtilegra efni? — Mér fannst hvorki efnið leið- inlegt, né hvernig með það var farið. Sannast að segja fannst mér hún prýðilega rituð. Þau ræddust við fjörlega, um daginn og veginn, ekkert mikil- vægt, en það fór vel á með þeim, þau nutu þess að vera saman á gangi og rabba saman. hlusta hvort á annars rödd. Rödd Elanoru var hljómmikil og þægileg. Hlátur henn ar lét vel í eyrum. Við og við leit hún í búðarglugga. — Kannske er ég að tefja yður? sagði hún, — þér hafið kannske ætlað eitthvað? — Alls ekki. Ég nýt þess sann- arlega að ganga með yður í góða veðrinu. — Ég líka. Stundum get ég geng- ið klukkustundum saman og horft í búðarglugga. Blásið var í verksmiðjuflautur einhversstaðar í nágrenninu. — Ég nýt þess að ganga með yður, sagði hann aftur. — Hvers vegna? — Margra hluta vegna — líka vegna þess, að það er svo auðvelt að ganga í takt við yður. Það er gott að vera í nálægð yðar. — Ég get sagt það sama, sagði Elenora, og var henni horfin öll feimni. — Svo að ég segi yður eins og er, hef ég oft kosið að vera með fólki, sem ekki er mikið við — kannske er einhverjum skapgerðar galla mínum um að kenna. — Á ég að skilja þetta sem lof, — að ég sé kannske örlítið ofar en þetta fólk, og þér ánægður yfir tilbreytingunni? — Ég var nú bara að skýra frá sannreynd, svaraði Marcello og bætti við eftir dálitla þögn: — Þér eruð gáfuð stúlka. — Hvernig getið þér vitað nokk- uð um það? Ég hef ekkert sagt sem slíka ályktun mætti draga af. — Þér þurfið ekki að segja neitt til þess, að ég sannfærðist um það á svipstundu, að þér eruð gáfuð stúlka Slfkt leynir sér aldrei. Það kemur fram á þúsund mismunandi vegu, jafnvel þótt þér segið ekk- ert. — Sannast að segja er ég ekk- ert sérlega vel gefin, sagði Elen- ora, — ef ég væri gáfaðri, væri ég kannske hamingjusamari. — Þér eruð þó ekki — óham- ingjusamar? — Ekki óbærilega, sagði hún og brosti. Hana var þegar farið að iðra hve opinská hún hafði verið. — Það kemur nú fyrir alla, að þeim finnst þeir vera óhamingju- samir. Hvers vegna finnst yður það? — Stundum alveg að ástæðu- lausu, Stundum af því, að ég næ ekki einhverju marki, sem ég hef ásett mér, — eða það, sem mér áskotnast er eitthvað, sem ég raun- verulega hef ekki áhuga fyrir. — Hvað er bað. sem þér þráið? Segið mér það. — Það er ekki auðvelt að út- skýra það. Og — auk þess, því skyldi ég segja yður það? Bros hennar sýndi, að henni hafði ekki mislíkað þótt hann spyrði. — Við getum ekki fengið allt, sem við óskum okkur, sagði Mar- cello. Mér er það vel kunnugt. Á slíkum degi sem þessum langar mig mest af öllu til þess að neyta hádegisverðar f einhverju sveita- gistihúsi með stúlku sem er alveg eins og þér. — Eins og ég, sagði Elenora og lagði hönd sína á brjóst sér. — Eins og yður. eða sem betra væri, með yður, en mér er vel ljóst, að betta kann að vera ósk, sem ekki getur rætzt af ótal ástæð um, sem flestar eru mér ókunnar. Og ein þeirra — ef til vill sú mik- ilvægasta, að þér munduð að lík- indum ekki vilja koma. — Þar ályktið þér skakkt. Mig langar mjög til þessa. En ég hafði áður lofað vinstúlku minni að koma til hennar og það get ég ekki rofið. Þau voru nú á gangi í hinum gamla hluta Eritrea. Beggia vegna voru gríðarstórar byggingar, sem minntu á fangelsi eða herskála. — Reynið nú ekki að telja mér trú um, að þessar byggingar minni yður á Svfþjóð, sagði Elenora hlæj- andi. — Nei, öðru nær. Mér dettur f hug pósthúsið f Teccaccio, eða hegningarhús með rafmagnsstól f. Þau gengu áfram þögul og Elen- ora fitlaði. við blómvöndinn sinn. — Langar yður virkilega til að borða hádegisverð uppi í sveit? spurði hún allt f einu. — Mjög fnikið. — Kannske væri hægt --? •— En vinstúlka yðar? — Ég gæti hringt til hennar og borið einhverju við. Mig langar ekk ert til að vera Iokuð inni á svona degi. — Hringið þá til hennar án taf- ar. — Ég skal segja yður hvernig við skulum hafa bað. Ég fer og hringi til hennar. Svo tökum við bfl föður míns í Corso Trieste. Ég átti að sækja hann þangað í dag. Svo ökum við upp í sveit. Er þetta ekki góð hugmynd? — Alveg dásamleg. Meðan Elenora brá sér inn f næsta bar og fékk að hringja þar, fann Marcello betur með hverju andartakinu sem leið, að honum hafði aldrei á ævinni liðið betur. Hann var á valdi hamingjukenndar yfir, að þessi stúlka hafði birzt allt í einu algerlega óvænt. Elenora kom út úr barnum eitt bros. — Ég er búin að kippa þessu í lag. Annars fyrirverð ég mig dá- Iftið, því að ég skrökvaði því að henni, að ástæðan væri að skyld- menni hefði komið óvænt frá Sar- dinfu. En nú skulum við fara og ná f bílinn. Þau greikkuðu nú sporið og héldu í áttina til Corso Trieste. — En hvert upp í sveit eigum við að fara? spurði Elenora og kenndi tilhlökkunar í rödd hennar. — Það verðum við að íhuga, sagði Marcello. Bíllinn beið tilbúinn fyrir utan viðgerðarverkstæðið. Það var bfll af Alfa Romeo gerð, á litinn eins og brennt silfur. Elenora henti blómvendinum f baksætið og sett- ist undir stýrið og Marcello við hlið hennar. — Jæja, hvert skal halda? Eigum við að aka Via Cassia, Flaminia eða Salaria? — Við skulum aka Via Cassia. Þegar við sjáum eitthvert sveita- gistihús eða matsölustað sem okk- ur lízt á, þá nemum við staðar. — Þetta er Alfa föður míns, sagði Elenora og ræsti vélina. Minn er af Giardinetta gerð. en pabbi er með hann í dag, svo að ég hef hans. Ekki nema sanngjarnt, að ég fái hans bíl f staðinn, eða hvað? Hún ók hratt eftir Corso Tri- este. Hún var hvorttveggja í senn, gætin og örugg. Hún virtist enn grennri en hún var í raun og veru, því að sætið var breitt. Hakan lyftist dálítið upp, er hún leit fram og upp, og fléttan hennar hreyfðist lítið eitt, alltaf er hún sveigði til hliðar. Ekkert fór fram hjá Mar- cello. Brátt ók hún yfir Flaminiobrúna og svo jók hún hraðann heldur en ekki þegar komið var á Via Cas- sia. — Hafið nú augun hjá yðúr, sagði Elenora, og þegar þér sjáið stað, sem yður líkar, skal ég nema staðar. Ég skemmti mér prýði- lega. IF YOU WILL NOT TELL US YOUK NAWE- AN7 WHY YOU 7K077EP HEKE By 7AKACHUTE-AN7 WHERE yOU COME FROM-WE'LL HAVE TO THIUK yOU WO MAN PEACE! SPEAK UP.STRANGE!:! R z A N Tarzan: Ef þú vilt ekki segja okkur nafn þitt, og af hverju þú komst hingað, þ getum við ekki litið á þig sem vin. Talaðu nú. (Skyndilega stekkur maður- inn á fætur og reynir að flýja). Tarzan og Ito þjóta á eftir hon- um. Ito veifandi exinni, víga- mannlegur ásýndum, og Tarzan með reipi. Ito hrópar: Ég SAGÐI pér aö nann væn dlur andi. W/ 615 Viggó, við verðum að fara að finna annan stað fyrir stefnumótin. SICU^ • SEtUR 8/^^Q\ t1 Vörubíll Chervrolet ’53 Góður bfll. Dodge Weapon ‘51 fyrir 15 manns. Fordson ’46 sendibíll, De Soto ’53, gott verð ef samið er strax, Austin 10 ’46. Gjörið svo vel og skoð ið bflana. BIFREIÐASALAN BORGARTÚNI 1, Símar 19615 og 18085 16 mm filmuieiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAB Freyjugötu 15 Sími 20235 Saumliiusir næbnso kr. 25.00 lllP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.