Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 16
 ' VISIR Flmmtudagur 20. júní 1963. Engin síld- veiði í nóft Engin síld hefur veiðzt frá því f gærkvöldi, enda er nú bræia á miðunum og flestir bát- arnir komnir í var, eða eru á ieið til hafnar. í gærdag veidd- ist hins vegar lítið eitt, en sá afli fékkst út af Vopnafjarðar- grunni. Síld sú er stór og feit, en fer samt f bræðsiu. Verk- smiðjan á Raufarhöfn hefur enn ekki tekið til starfa, en þess er þó að vænta á morgun, föstu- dag. Þessir bátar tilkynntu afia f gærdag: Þórsnes 100, Gullfaxi 1200, Jónas Jónasson 250, Sigurður Bjarnason 950, Vörður 250, Helga RE 500, Sæólfur 300 tunn ur, Vonin 300, Gullborg 300, Fiskaskagi 100, Pétur Jónsson 450, Helga Björg 180, Báran Framh. á bls. 5 SLÆSILCC VOCeUSTOFA Þessa samsettu mynd tók ljósm. Vfsis I. M., við afhendinguna f gær. Frá vinstri: Forstöðukonan Auður Jónsdóttir, frú Svanfriður ardóttir formaður Thorvaldsensfélagsins, forsetafrúin og borgarstjóri. Hjart ÞCCAR FYRSTA SllDIN K0M TIL CYJAFJARBAR Alcfrei séð feitari eðn fallegri síld, segir skipstjórinn á Hannesi Hafstein Þegar fréttamaður frá Vísi kom til Hjalteyrar, var drekkhlaðið, ljós- grænt skip að leggjast undir löndunarkranann. Var þar kominn Hannes Haf- stein frá Dalvík með rúmlega 1700 mál, en hann hafði komið til Hjalteyrar rúmum sólarhring áður þá með 1450 mái og var það fyrsta sfld sem barst á land á Hjalteyri á þessu sumri. Sklpstjórinn Jón Magnússon frá Patreksfirði tók strax vel f það, að svara nokkrum spum- ingum. MAN EKKI FALLEGRI SÍLD! — Hvenær hófuð þig veiðarn- ar núna? Og hvernig lízt þér á byrjunina? — Við komum beint af suð- urlandssfldinni hingað norður og sigldum, án viðkomu í landi, austur á svæðið þar sem skip- in, sem á undan okkur komu voru að fá síld, en það var ná- lega 90 sjómílur austur af Rauðunúpum, þangað komum við 11. júní. Við vorum ekki fyr komnir á miðin en við fengum í tveimur köstum 1450 mál. Þá voru þrær litlu verksmiðjanna fyrir austan orðnar fullar og ekki um annað að gera fyrir okkur en taka strikið á Hjalt- eyri, en siglingin hingað tók okkur nærri 17 tíma. Það er mjög óvenjulegt, að norðurlandssíldin komi fyrst upp á austursvæðinu og færi sig vestur eftir, því venjulega er það öfugt. Þá man ég ekki eftir því að hafa áður komið beint í fangið á feitri og fallegri síld sem lætur veiða sig jafn fúslega og þessi. Þó hef ég ver- ið á síldveiðum síðan 1946, en ég byrjaði þegar ég var 16 ára á Fiskakletti. SVEFNINN NÚ NÆGUR. — Hvað viltu segja um hina öru þróun síldveiðitækninnar? — Útbúnaður til veiðanna er orðinn svo góður, að helzta vandamál sjómanna á síldveið- um er að sofa ekki of mikið. En áður fyr var vakað næstum allt sumarið og var þá vetrarvertíð- in hvfldartfmi sjómanna. En á eitt vil ég benda á sem stend- ur í stað frá gömlu dögunum, það er uppmælingin á síldinni. Framhald á bls. 5. I í gær afhenti Thorvaidsensfé-1 lagið í Reykjavík að gjöf nýja ’ stórglæsilega vöggustofu, sem I stendur við Dyngjuveg. Er and- i virði hennar 6.7 millj. krónur. Frú Svanfríður Hjartardóttir af- 1 henti gjöfina og forsetafrú Dóra I Þórhallsdóttir iagði homstein í ) anddyri hússins. Þá þakkaði I Geir Hallgrímsson borgarstjóri Thorvaldsensfélaginu gjöfina. ' Gplfflötur hinnar nýju vöggu- | stofu er 1033 fermetrar, en allt I húsið 2894 fermetrar. — Vöggu- stofunnl er skipt f þrjár deildir. ! Ein fyrir böm á aldrinum 0—8 I mánaða, önnur fyrir 8—12, | þriðja fyrir 12—18. Alls geta um 32 börn dvalizt þar sam- 1 tfmis. Hver aldursflokkur hefur I sérstakt svefnherbergi og ieik- stofu. I kjallaranum er stórt þvottahús, sem miðað var við ’ að geti annað þvotti frá við- ' byggingum, sem kunna að rísa. | Áfast vöggustofunni em starfs- , mannaíbúðir, skrifstofa forstöðu konu og biðstofa. Arkitekt húss- • ins var Skarphéðinn Jóhanns- son. Vöggustofan tekur væntan- i lega til starfa um helgina. Dre"i5 á morgun Salan í fullum gangi Geríð skil / dag GLÆSILEGASTA HAPPDRÆTTIÐ 5 biireiðnr Franskir ferðaskriístoíu- mem' Happdrætti Sjólfstæðisflokksins Flugfélag fsiands hefur boðið ýmsum erlendum ferðaskrif- stofuhópum hingað til lands i sumar og ennfremur mörgum blaðamönnum. Sumir em þegar komnir, en aðrir eru væntanleg ir síðar. Frá því hefur verið skýrt áð- ur að rétt áður en flugmanna- verkfallið hófst kom hingað hópur ítalskra ferðaskrifstofu- manna f boði Flugfélagsins. Nú hefur verið ákveðið að Flugfé- lag Islands bjóði í samvinnu við franska flugfélagið Air France hingað nokkrum “ hópum franskra ferðaskrifstofumanna. Kemur fyrsti hópurinn, samtals 15 manns, hingað á morgun og dvelur hér til n. k. þriðjudags. Annar jafnstór hópur franskra ferðaskrifstofumanna er vænt- anlegur 6. júlí n. k. og líkur til að þriðji hópurinn komi í sept- embermánuði. Að því er Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugfélagsins Framhald á bls. 5. Dó ai völdum slyss Skólafulltrúi Fræðsluráð hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að Ragnar Georgsson skólastjóri verði skipað- ur skólafulltrúi í Reykjavík. Jafn- framt hefur Ragnar sagt lausri stöðu sinni sem skólastjóri Rétt- arholtsqkólans. í gærkvöld lézt Ólöf Kristjáns- dóttir, Höfðaborg 3, í Landakots- spítala af völdum umferðarslyss, sem hún lenti í á mótum Laufás- vegar og Njarðargötu aðfaranótt 13. þ. m. Eins og frá var skýrt hér f blað- inu varð þá nótt harkalegur árekst- ur milli tveggja bifreiða á þessum gatnamótum. Báðar bifreiðarnar stórskemmdust og Ólöf, sem var farþegi í annarri þeirra, slasaðist alvarlega innvortis. Hún var flutt í Landakotsspftala, þar sem hún hefur legið síðan, en í gærkvöldi dó hún af völdum meiðslanna. Þetta er fjórða banaslysið þar sem af er þessu ári, sem Reykja- víkurlögreglan hefur haft til með- ferðar. Á sama tíma f fyrra höfðu banaslys orðið þrjú í Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.