Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 21.06.1963, Blaðsíða 3
V í S IR . Föstudagur 21. júnf 1963. Hún starfar ýmist í Siðan María Guðmundsdóttir gerðist fyrirsæta Ijósmyndara tízkublaðanna og stórfyrirtækj- anna úti í heimi hefur hún haft mikið að gera. Til marks um það eru ferðalög hennar milli Evrópu og Ameríku vegna starfa, sem henni bjóðast. Hún hefur verið í stuttri heimsókn hjá foreldrunum undanfarin hálfan mánuð eftir annríki hálfs fjórða mánaðar í New York, en er nýfarin til Parísar. Haust- tízkan er að koma fram og þá er mikið að gera hjá sýningar- stúlkum og Ijósmyndafyrirsæt- um tízkuhúsa og tízkublaða. Ef hana langar til heldur hún aft- ur til New York f september, en frestar ferð sinni ella þar til f janúar. María spjallaði stutt Iega við fréttamann Vfsis dag- inn áður en hún hélt til Parísar. — Hvort líkar þér betur að vinna fyrir Frakka eða Am- eríkana? — Ég tek Frakkana fram yf- ir, sagði hún. — Hvers vegna? — Þeir eru skemmtilegri, hug myndarlkari og frjálslegri. — En Ameríkanarnir? — Cpersónulegir, kappsfull- ir en hræddir við nýjungar. — En eru Ameríkanar ekki vingjarnlegir? — Ekki í New York. Meðan þér gengur vel eru allir vinir þínir, en þegar illa fer áttu fáa vini. María Guðmunds dóttir í heimsókn — Er þetta persónuleg reynsla? — Ekki beinlínis, ég sé þetta í kringum mig. — Hvorir taka skemmtilegri myndir, að þlnum dómi, Frakk- arnir eða Ameríkanarnir? — Hvernig llkaði þér New York? — Leiðinlegt 'að búa þar, borgin er geysilega stór og það þarf Iangan tlma til að venj- ast henni. — Varstu víðar I Bandaríkj- unum? — Ég ferðaðist m. a. til vest- urstrandarinnar. — Er fólkið þar eins og I New York? — Nei, mér líkaði það bet- ur á vesturströndinni. Það var frjálslegra og vingjarnlegra. — Bjóstu í New York, eða með starfssystrum? — Ég bjó í Manhattan f lft- illi íbúð, sem ég leigði mér. — Ætlarðu að búa þar næst þegar þú kemur til New York? — Nei, ég hef augastað á skemmtilegri fbúð. — Fékkstu þér bíl? — Ég varð skotin í Lincoln Continental, fékk hann til reynslu I nokkra daga en fannst hann alltof eyðslusamur. Svo falla þeir fljótlega I verði. — Þú hefur auðvitað hitt frægt fólk eins og fyrri daginn? — Ég var f 25 manna veizlu, sem amerísku forsetahjónin héldu eftir leiksýningu eina. — Hverjir voru þar? — M. a. systir forsetafrúar- innar, Radzivill, Joan Craw- ford og Joan Fontaine, Alan Jay Lerner og Oleg Cassini, sem bauð mér með sér. — Hittirðu íslendinga? — Ég hitti Loftleiðafólkið oft. Það bjó á hóteli skammt frá fbúðinni minni. Svo þurfti ég að búa á hótelinu nokkra daga meðan verið var að mála hjá mér. — Svo ferðu til Parísar? — Já, hausttízkan er að koma fram. — Hvers konar vinna verð- ur þetta? París eða New York — Frakkarnir. Þeirra myndir eru fjölbreyttari en myndir Am- eríkananna. — Amerfkanamir reyna mikið að breyta okkur, þeir nota meiri farða en Frakk- arnir. Hins vegar eru myndir þeirra uppstilltari og óeðlilegri en myndir Frakkanna. — Fyrir hvaða tízkublöð vannstu helzt? — Ladies Home Journal, Harper’s Bazar, Mademoiselle, Glamour og Vogue. — Sennilega verður mest unn ið á nóttunni. Fötin eru sýnd í tízkuhúsunum á daginn og ljósmynduð á nóttunni. X- X- .'ii'iiiíi.iiíiiiii iillr — Svo varstu mikið í aug- lýsingamyndum? — Það var aðalatvinnan. — Hjá hvaða fyrirtækjum? — Revlon, Chevrolet, Macy’s og fjölda mörg amerísk fyrir- tæki, sem eru ekki nafnþekkt hér, en eru alkunn þar. — Ætlarðu að kaupa þér 1- búð, þú hafðir það I hyggju? — Ég er búin að kaupa mér þriggja herbergja íbúð, skammt frá Sigurboganum. Á aðeins eft- ir að borga fjórðunginn. — Geturðu ekki flutt í hana strax? — Undir eins og ég kem til Parísar. •— Ætlarðu þá ekki einnig að kaupa bíl? — Porsche-sportbíl. Ég ætla að ferðast eitthvað. — Hvenær og hvert? — Væntanlega I ágúst til Spánar og Ítalíu og jafnvel Grikklands. Það fer eftir vinn- unni. — Hvenær liggur leiðin aftur til New York? — Annaðhvort I september eða I janúar. Það fer eftir eigin löngun. — En þú ert ákveðin I að fara aftur til New York, þrátt fyrir allt? — Ameríkanarnir borga vel. — En taka þeir ekki mikið i skatta? — Fjórðunginn. — Verðurðu áfram á vegum Eileen Ford? — Já, hún fékk mig til Am- eríku upphaflega, og hjá henni bjó ég fyrsta mánuðinn þar. Og ég mun starfa fyrir hana áfram. >f m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.