Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 2
2 V I S IR . Mánudagur 24. júní 1963 i ^ Jv ///m/Z//áWEZ7//Z EffjT Z'7//////± “T CJ Valbjöm meistari í tugbraut Valbjörn Þorláksson náði 6373 stigum út úr tug- þrautarkeppni Meistara- móts islands í frj. íþróttum í fyrradag, en þá luku þeir Páll Eiríksson og hann við þrautina, en Valbjörn lauk ekki 1500 metra hlaupinu, enda var hann fremur illa haldinn af hálsbólgu, sem skemmdi keppnina fyrir honum mjög mikið. Val- björn átti líka mjög slæm- an dag bæði í kringlukasti og spjótkasti, kastaði kringlunni 10 metrum Mynd þessi er tekin er 3ja mark Ieiksins var skorað og sézt Steingrímur Dagbjartsson að verki. Sjá grein bls. 7. LiB frá „gullöld vann fslandsmeisturnna 5:2 Donni, Sveinn Teits og Kristinn Gunnlnugsson nteð Það var engu líkara en Skagamenn hefðu stillt upp „gullaldarliðinu“ í gær dag, er þeir kepptu á heima velli sínum við íslands- meistara Fram, — og úr- slitin voru líka furðulík því að sama lið hefði verið að verki. Akranes vann leik- Hermann Gunnarsson, hinn efni- legl útherji Vals, átti mjög góð- an leik. Sjá grein bls. 7. inn með 5:2, en þau úrslit gera mótið mjög spenn- andi eins og markatalan sýnir ljóslega. — Gamlar stjömur, sem voru með nú, voru Sveinn Teitsson, Hall dór „Donni“ Sigurbiörns- son, Kristinn Gunnlaugs- son og auðvitað voru Rik- harður Jónsson og Helgi Daníelsson með sem áður. 9 Baldur Scheving kom vörn Akraness úr jafnvægi á 6. min. leiksins og fékk skorað örugglega. Fyrstu mínúturnar höfðu Akurnes- ingar sótt nokkuð og átt allsæmi- Iegar tilraunir. 9 Baldur átti nokkrum min. síðar ágætis færi, er hann hljóp inn fyrir vörn Akraness, en þar kom úthlaup Helga á móti bragði og lokaði mark tækifæri Baldurs. Ríkharður átti um sama leyti gott skot rétt yflr þverslá. Jöfnunarmarkið kom svo á 30. mín. Homspyrna var tekin frá hægri af Skúla innherja og Ríkharður fékk náð boltanum á vítateig, þótt hann væri ekki beint honum ætlaður, skaut og skoraði örugglega. © Skúli Hákonarson bætti síðan við rétt fyrir leikhlé, en það var hinn góðkunni Donni, sem gaf hon- um laglega fyrir markið, en Donni sýndi hvað eftir annað að lengi lifir í gömlum glæðum og oft mátti sjá gömlu brögðin hans heppnast. © Strax á fyrstu mín. síðari hálf- Ieiks var greinilegt að hverju stefndi og skoti Ríkharðar er naumlega bjargað á marklínu. Fram arar eiga þó sínar tilraunir og skoti frá Baldri Scheving t. d. bjargað. Fyrst eftir 16 mínútur tók Ríkharð- ur af skarið. Hannn hljóp með bolt ann frá miðbiki vallarins, beinustu leið upp miðjuna að því er virtist ekkert truflaður og skaut af fremur stuttu færi, 3:1 fyrir Akranes. • Tómas Runólfsson vinstri út- herji skoraði 4:1, markið, sem segja má að hafi gulltryggt sigur Akra- ness £ þessari viðureign. Mark Tóm asar var skorað er eftir var stund- arfjórðungur af leik, laglegt skot, sem Geir hafði ekki tök á að verja. 9 Þrem mín. síðar skora Fram- arar. Baldur Scheving átti stóran þátt í því marki sem hinu fyrra, hann gaf fyrir markið til Björns * Helgasonar sem skallaði skemmti- lega í mark. 4:2. © Síðasta orðið var frá Akurnes- ingum. Þeir undirstrikuðu sigurinn með skoti Skúla Hákonarsonar, — algjörlega óverjandi skot af stuttu færi. Ríkharður var nærri búinn að bæta enn einu marki við á 40. mín., en Geiri bjargað marki í það skipt- ið. Beztu menn liðanna voru Rík- harður, Skúli og Bogi hjá Akranesi, en mjög skemmtilegir voru Sveinn Teitsson, sem er nú óðum að kom- ast í æfingu, enda æfir hann mjög vel, og Dcnni, sem fyrr segir. Af Framörum voru beztir þeir Björn Helgason og Ragnar Jónsson. Sanngjarn dómari var Einar Helga son, en áhorfendur voru fjölmargir. styttra en vant er og spjót- inu 13 raetrum styttra. — 7000 stig í tugþraut eiga að vera vandalaus fyrir Val- björn hvenær sem er. Valbjörn náði annars athygl- isverðum árangri í mörgum greinum, t.d. má nefna 15,4 í 110 m grind, 10,9 í 100 m hl., og 4,30 í stöng, en þar reyndi Valbjörn við 4.45 og var naerri að fara þá hæð í síðasta stökk- inu, en er nokkuð ragur enn við hina sveigjanlegu glerfiberstöng slna. Páll Eiríksson, FH, náði 4967 stigum, mjög þokkalegur árang ur, sem á örugglega eftir að batna að miklum mun. Til þessa hefur Páll helgað sig að mestu stangarstökki og farið fram á því sviði. Síðasta grein tugþraut arinnar fær mann þó til að varpa fram þeirri spumingu, hvort Páll sé ekki á rangri hillu því 4:26,0 £ 1500 m hlaupi £ kulda, regni og keppnislaust og þar að auki f grein, sem Páll leggur ekki rækt við, er satt að segja mjög óvenjulegt afrek. Eigum við eflaust eftir að sjá Pál I enn betri hlaupum og ekki ósennilegt að hann geti hlaupið vel undir 4 minútum. Árangurinn i þrautinni: íslandsmeistari Valbjöm Þor- láksson 6373 stig (40,9, 6.48, 12.63, 1,75, 53.0, — 15,4, 34,77, 4,30, 47,26, hætti f 1500 m.). Páll Eiríksson, FH, 4967 stig, (11,8, 6,30, 10,75, 1.60, 54.5, — 19.6, 28.25, 3.60, 51.98, 4:26,0). Kjartan Guðjónsson, sem hóf keppni ,hætti eftir fyrstu grein tugþrautarinnar, 100 m hlaupið, er hann fann til meiðsla. Hann hljóp á 11,7 sek. Keppt var að auki f 4x800 m hlaupi og varð sveit KR íslands meistari á 8:26,6. B-sveit KR fékk tfmann 8:35,2, en sveitir frá öðrum aðilum voru ekki með 10.000 metrana vann Agnar Leví KR á 33:40,0, en enginn annar keppandi kom að marki. Kristleifur byrjaði hlaupið en hætti. íþróttir einnig á 7. síðu. „Ekki knattspymuliB, ■ heldur lúðrasveit í fríi — sögiu Reynisntenn er nlSt vor komið í óefni ■ Sandgerðingar áttu að leika við Vestmannaeyinga um helgina í Eyj um f 5 skipti í röð varð að fresta leil< °ru áhorfendur og forráða- meriii nð vonum hvekktir á þessu, — enda óþarfi að svona þurfi að ganga til. Leikurinn átti að fara fram á laugardag, en 6 menn frá Reyni munu hafa farið þangað á föstu- dagskvöld. Á laugardag reyndu Reynismenn og dómarinn,. Grétar Norðfjörð án árangurs að komast til Eyja, en á sunnudagsmorgun var orðið fært og fór Grétar þá einn til Eyja, en ekkert bólaði á Reynismönnum. Kl. 2 um daginn var enn flogið til Eyja, en ekki komu Reynismenn að heldur og ekki bætti úr skák að nokkrir leik- manna Reynis höfðu þegar tekið sér far með hinum myndarlega far- kosti Herjólfi, „til að komast ör- ugglega til baka“ Þegar gengið var á menn hverju þetta sætti kom það gullvæga svar að eiginlega væri ekki um knattspyrnuferð að ræða heldur „lúðrasveit Sandgerðis í sumarleyfisferð". Við snerum okkur til Grétars Norðfjörðs, dómara, í gær. „Ég flautaði leikinn á kl. 16, eins og samið hafði verið um. Tfu mfn. síð ar flautaði ég af er Reynismenn létu ekki sjá sig. Annars vil ég ekki segja meira um þetta mál, nema að skýrsla mín um málið veður send KSl“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.