Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 24.06.1963, Blaðsíða 4
V 1 S IR . Mánudagur 24. júní 1963 1 j wÞað „Fegurðarsamkeppnin á Langa- sandi er sú stórkostlegasta Iand- kynning, sem hægt er að í- mynda sér“, segir frú Olive Swanson og kveður fast að orð- unum. „Ég vona, að íslending- ar geri sér ljóst, hvílíkur heið- ur þetta er fyrir stúlkurnar okk- ar og Iandið. Og íslenzku stúlk- umar hafa sannarlega orðið landi sínu og þjóð til sóma — þær em yndislegar og aðlaðandi og koma prúðmannlega fram. Enginn, sem sér þær, lætur sér til hugar koma, að á íslandi búi fmmstæðir skrælingjar!“ Frú Swanson eða frú Ólöf Sveinsson, eins’ og hún heitir á íslenzku, er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, en talar samt ágætlega íslenzku og elskar landið sitt af öllu hjarta. Og „landið hennar“ er ísland. Hún telur sig alltaf íslending, og hún hefur brennandi áhuga á að kynna öðrum þjóðum Island sem sérstætt og fagurt menn- ingarland. Hún dvelst á íslandi um þess- ar mundir í stuttri heimsókn og átti sæti í dómnefndinni, sem valdi fegurðardrottningu fyrir þetta ár, en brátt mun hún aft- ur halda til Bandaríkjanna. Og eins og undanfarin ár mun hún Frú Olive Swanson segir frá fegurðar- samkeppninni á Langasandi er persónuleikinn. sem máli skiptir“ verða Miss Iceland til aðstoðar þá daga, sem keppnin fræga á Langasandi stendur yfir. „ípg verð að segja, að það er munur að sjá fegurðarsam- keppnina hér núna eða fyrir nokkrum árum“, segir hún. „Þá var þetta í Tívoli úti undir beru lofti, og vesalings stúlkurnar skulfu eins og hríslur af kulda. Nú er það orðið reglulega flott. Og fólkið skilur, að þetta er allt annað en niðurlægjandi fyr- ir ungar og faliegar stúlkur. Það hefur mikið að segja fyrir land- ið að eiga svona aðlaðandi full- trúa, sem fara út um heiminn og vekja athygli með fegurð og fágaðri framkomu. Þú getur bara ekki ímyndað þér, hvað stúlkurnar okkar hafa gert mik- ið fyrir landið sitt í fegurðar- samkeppninni á Langasandi, All- ir taka eftir þeim og fara að spyrja um Island. I Bandaríkj- unum vita menn yfirleitt afskap lega lítið um Island og halda, að hér búi Eskimóar. En þegar þeir sjá elskulegar og vel menntaðar stúlkur, sem koma fallega fram og vekja athygli, sjá þeir, að Islendingar hljóta að vera menningarþjóð". „Hvað hafa margar íslenzk- ar stúlkur keppt á Langasandi?" „Við skulum sjá — Gulla, Bryndís, Sigríður Þorvaldsdótt- ir, Sirrý Geirs, Sigrún Ragnars- dóttir, María ... “ hún telur á fingrunum. „Já, þær eru sex. Og af þeim hafa tvær komizt í aðalúrslit og tvær verið meðal hinna fimmtán fegurstu. Það er merkilegt af svona fámennri þjóð. Þær hafa vissulega staðið sig með ágætum. Og það er alls ekki nóg, að stúlkan sé falleg, heldur verður hún líka að koma vel fram og hafa persónuleika. Það er persónuleikinn, sem máli skiptir. Auðvitað er nauð- synlegt að hafa fagran líkama og kunna að bera hann vel, en það er ekki nægilegt. Almenn- ingi finnst áríðandi, að stúikan sé vel gefin og hafi góða mennt- un. Þær eru spurðar ýmissa spuminga og þurfa að halda ræður og segja stuttlega frá landi sínu og þjóð. Og:i þær koitia fram i sjónvarpi og tala við. blaðamenn og alla mögu- lega, sem spyrja þær spjörun- um úr um allt milli himins og jarðar". „TTvað stendur keppnin lengi AJ- yfir?“ „Tíu daga alls, en fyrstu þrir dagarnir fara að mestu leyti í undirbúning. Ég vona, að allir íslendingar trúi því, þegar ég segi, að eftirlitið með stúlkun- um sé afar strangt. Þær búa tvær saman i herbergi og fá aldrei að fara út án fylgdar. Á hótelinu búa konur, sem sjá um stúlkurnar frá morgni til kvölds, annast allar þeirra þarf- ir, túlka fyrir þær, ef nauðsyn- legt er, og gæta þeirra dyggi- lega. Hver þeirra hefur umsjón með tveim stúlkum". „Og þú ert ein þessara eftir- litskvenna?" „Já. Ég tek á móti Miss Ice- land, þegar hún kemur út úr flugvélinni, og úr því losnar hún ekki við mig allan tímann, sem keppnin stendur yfir, nema rétt um blánóttina. Ég bý á hótelinu þennan tíma og aðstoða íslenzku fegurðardrottninguna og einnig ameríska stúlku úr einhverju fylki Bandaríkjanna". „Hafa konurnar eftirlit með stúlkum af sama þjóðerni ár eft- ir ár?“ „Nei, ég held, að ég sé und- antekning í því, vegna þess að engin önnur talar íslenzku. Venjulega fá eftirlitskonurnar ýmist stúlkur af þessu eða hinu þjóðerninu, en þó er séð um, að þær kunni eitthvað í tungu- málunum, sem stúlkurnar tala, svo að þær geti túlkað, ef með þarf. Sumar stúlkurnar kunna lítið sem ekkert í ensku, og þá er nauðsynlegt að geta hjálpað þeim að gera sig skiijanlegar. Það er ótrúlegt, hvað maður Framh. á bls. 10 Thelma Ingvarsdóttir. Frú Swanson. HEIMILISTRYGGINGAR BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 105 SÍMI 24425

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.