Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 3
VlSIR . Þrigjudagur 25. júní 1963. M ik Á markaðnum. VeriS er að „bjóða upp" alls kyns káltegundir, m. a. blöðrukálið hennar Önnu Sigriðar. '.'.";'¦¦.............................,,:........ „Eruð þið frá blaðl?" — „Takið mynd af mér". — „Komið og sjáið minn garð". Með þessi orð á vörum komu börnin í Skólagörðum Reykja- víkur við Hringbraut hlaupandi á móti blaðamanni og Ijósmynd- ara Vísis, er þeir brugðu sér Eftlr miðri borginni liggur að- algatan, sem skiptir henni i Austurbæ og Vesturbæ, og við enda aðalgötunnar er torgið, þar sem allt viðskiptalíf borgar- innar fer fram. Þegar okkur bar að garði stóð markaðurinn sem hæst, „borgarbúar" komu í stór- heyrt þetta og sagði sá: „Nei, komið heldur og sjáið G-götuna, hún er miklu betri". Það er auðsjáanlega einhver rígur milli gatna og likist hann helzt Austurbæjar - Vesturbæjarrígn- um hér áður fyrr. >fol ne is pn: ¦ // TAKIÐ MYNDAFMER!" þangað í heinisökn fyrlr nokkru — og þeir fundu, að þeir voru velkomnir gestir. Það var elns og að lfta yfir iðandi mauraþúfu aS líta yfir það svæði sem Skólagarðarnir hafa til umráða við Hringbraut. Alls staðar var lif og f jör, sumir unnu af kappi. aðrir hlupu um og enn aðrir stóðu og biðu þess að fá afhentar plöntur til að setja niður. Ef lýsa á Skðlagörðunum dettur manni helzt í hug að likja þeim viS Iltla borg. Hún skiptist i Austurbæ og Vestur- bæ og hvorum borgarhluta er siðan aftur skipt nlBur f götur, sem bera nöfnin „A-gata", „B-gata" o. s. frv. Við hverja götu eru svo margar lóðlr og hefur hvr „fbúl" eina lðð, sem hann á aS keppa aS aS rækta sem bezt. Þessi litla borg er aS þvi Ieyti frábrugSin venjulegum borgum aS þarna eru götu- stjórar, ungar stúlkur, sem eru f senn garSyrkjustjórar og lög- reglumenn, sjá um aS lóSirnar séu vel hirtar og sömuleiðis aS friSur sé milli íbúa gatnanna og að allt fari fram meS ró og spekt. um hópum til aS fá alls konar grænmetisplöntur til að setja niSur í garða sfná. Þeir röltu um torgið með fötur sfnar og biðu þess, að grænmetistegundin, sem þeir ætluðu að fá, yrði „boðin upp". „Vilja fleiri hvitkál?" kallaði aBalgrænmetissalinn, sem var enginn annar en borgarstjórlnn sjálfur Jón Pálsson tómstunda- kennarl. Ótal tiIboS bárust f hvítkáliS, og þegar föturnar höfðu verið fylltar trítlaði hver með sína fötu niður aðaigötuna og beygði siSan inn f sína götu og tók að planta út. Þegar því var lokið var sðtt vatn til að vökva — en f þessari borg er ekki komin vatnsIeiSsia inn á hverja lóö, svo aS vatniS er sótt f vatns- pósta eins og gert var í Reykja- vík f gamla daga. ViS röltum nú niBur eftir aB- algötunni og hópur borgarbúa fylgdi okkur eftir. Allir voru l'úsir aS veita okkur upplýslngar um allt varBandi borgina. „Komið og sjáiS B-götuna", skaut cinn snáSinn að okkur, en honum var brátt rutt'til hlið- ar af öðrum stærri, sem hafði Nú eru Ifklega allir garðar komnir í lag og þurfa lóðaeig- endur þvf aðeins að koma tll að reyta arfa og vökva, og eru þær heimsóknir sjálfsagt mis- tiðar, fara eftir áhuga og dugn- aði hvers og eins. En borgarbúar sitja ekki al- veg auðum höndum, götustjór- arnir sjá fyrir því. Við og við er farið í skemmtiferSir upp f Heiðmörk og upp f Arbæ, og þar er dvalizt einn dag f senn við söng og leiki. Undir haustið hefst svo aftur annatimi f „borginni" — upp- skerutiminn. Geta borgarbúar þá aldeilis komið heim með björg i bú, kartöflupoka, rófur, næpur, salat, spinat og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Vist er að þá verður græn- metisveizla á mörgum heimiium f Reykjavfk. Jón Pálsson tðmstundakenn- arl tjáði okkur, að aðsóknir að Skólagörðunum hefði aldrei verið eins mikil og i ár og þótt bætt hefði verið við ailstóru svæði inni i Laugardal hefði orðið að neita allmörgum um- sóknum. Alls munu nú vinna í Skólagörðunum um 500 bðrn á aldrinum 9—12 ára. Þessi unga dama heitir Anna Slgriður og er að planta út blöðru- káli. Að baki hennar sést næturvörður Skólagarðanna, fuglahræðan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.