Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 25.06.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 25. júní 1963. Sigurjón ijörnsson sáflfræðingur: | f "{ Sumardvalir barna TVTú, þegar mikill fjöldi kaup- staðarbarna flykkist 1 sveit ina, er eYAú fráleitt að minnast á eitt og annað í sambandi við sumardvöl kaupstaðarbarna. Því mun yfirleitt vera haldið fram, að sveitadvöl sé börnum holl á sumrin og hafi talsvert uppeldisgildi. Ég hygg að þetta sé mjög oft rétt, þó að auðvitað séu margar undantekningar frá þeirri reglu eins og öðrum. I sveitinni hafa börnin miklu meiri athafnamöguleika en í bæj um, einkum Reykjavík. Þau kynnast nýjum vinnubrögðum og fá tækifæri til að sjá og skoða einn aðalatvinnuveg ís- lendinga, landbúnaðinn. Þau laera að umgangast húsdýr og er það mörgum kaupstaðarbörnum ekki lítil nýjung. En eigi dvölin að yerða barninu til góðs, er höfuðatriðið að sjálfsögðu, að það fái vist á heimili, þar sem verið er gott við það, þar sem því er sýnd riærgætni og hlýja, og þar sem það er ekki látið vinna meira en samsvarar getu þess. Það er kannski þetta síð- astnefnda sem sumt sveitafólk á dálítið erfitt með að skilja. Kaupstaðarbörnin fara í sveitina beint úr skólunum. Við hinar Iöngu skólasetu hafa þaú vanizt tiltölulega athafnaleysi og eru óvön líkamlegu erfiði. Þar af leiðandi þreytast þau fljótt og vinna sér miklu mun erfiðara en börn, sem eru í sveitinni allan ársins hring. Það er ekki alltaf að þrekleysi kaupstaðarbarn- anna sjáist svo mikið á þeim, á yfirborðinu getur það frekar lýst sér sem eins konar stöðvun arleysi og flökt og jafnvel sem agaleysi. Og því er von að sveita fólki sjáist stundum yfir hina raunverulegu orsök. En á miklu veltur, að húsbændurnir séu lipr ir og skilningsríkir og gefi börn unum nægan tíma til þess að átta sig og laga sig að. Ef allt er rrieð felldu verða þau orðin vel liðtæk eftir tvær til þrjár viku'r. 'Oezti aldurinn fyrir börn að vera í sveit er vafalaust aldurinn 8—14, 15 ára. Og æski- legast er að börnin geti dvalizt sem me't á sama bænum. Það er nokkurt vafamál, hvort rétt er að Játa yngri börn en átta ára í sveit til vandalausra. Þó fer það mikið eftir því hvernig barn ið er gert og hvernig húsbænd urnir eru. Það er talsvert álag ó andlegt þrek barnsins að fara í fyrsta sinn frá foreldrum sínum til vandalausra og það reynir vissulega mikið á skilning og nærgætni húsbændanna. Ástæða er til að brýna þetta sérstak- lega fyrir foreldrum, þvl að trú legt er, að nokkuð sé svndgað gegn þessari reglu. Látið börnin ekki fara of ung í sveitina. Ef þið eigið 5, 6 eða 7 ára börn, sem ykkur fýsir mjög að koma í sveit, er ráðlegt að þið skoðið hug ykkar vandlega og sþyrjið ykkur í fullri einlægni, hvort það er raunverulega hollustan fyrir barnið, sem ykkur er efst i huga, — eða hvort þyngri eru á ? ? metunum þau þægindi, sem því § fylgir fyrir ykkur sjálf að losna ? við barnið. q Mér er kunnugt um, að ekki ? er sérlega mikill áhugi fyrir því, q hvorki hjá foreldrum né börn- ? um, að 14—15 ára unglingar § séu í sveit á sumrin. Þarna er, ? held ég, um dálítið slæma villu q að ræða. Þetta er ranglátt gagn- g var sveitafólkinu. Ef foreldrar q telja síg geta ætlazt til þess af g vandalausum bændum og hús- freyjum, að þau sýni átta og nfu- ára börnum alla þá rækt og umhyggjusemi, sem það ungum börnum er nauðsynleg, finnst mér sanngjarnt, að á móti komi það, að húsbændurnir fái að að njóta vinnu barnanna, þegar þau eru orðin vel liðtæk. Gagn vart börnunum er þetta einnig rangt. Bæði er að þau þurfa að skilja, að þau standa í nokkurri skuld við það vandalausa fólk, sem hefur reynzt þvf vel, og eins hitt, að mjög er vafasamt frá uppeldislegu sjónarmiði að taka börn burt frá störfum, áð- ur en þau hafa náð fullkomlega valdi á þeim. Margir unglingar sem verið hafa í sveit munu t. d. minnast þess, hve fyrstu göng urnar yoru niikill sigur. Ekki ej. rétt að svipta börnin slíkurííEQ sigrum. Og enda þótt fyrirheit ú um fljóttekna peninga við aðra ° vinnu kunni að freista margra, er það foreldranna að hafa vit q fyrir unglingunum í þessum efn g um sem öðrum. Grundvöllurinn undir heilbrigðu sjálfstrausti og Q sjálfsmati er ekki að vinna sér inn mikla peninga, heldur að finna að maður getur leyst vel af hendi þau verk, sem manni eru falin. Reyndar mun varla þörf mikilia brýninga hér, því að vandamálin eru víst ekki þann- ig, að of mikið af ungum börn um fari í sumardvöl á einkaheim ili en of lítið af unglingum, held ur er vandinn sá, að með vax- andi barnafjölda er að verða mjög erfitt að koma kaupstaðar- börnum fyrir. \7"ið sjáum fram á þá þróun, að innan skamms verða sveitaheimilin ekki fær um að taka við nema litlu broti af öll- um þeim sæg kaupstaðarbarna, sem hollt væri að komast af mal bikinu eða mölinni yfir sumar- tímann. Hvað á þá að gera? jjj Stefnan virðist koma eins og af ? sjálfu sér og hafa þegar verið ° tekin: Barnaheimili í sveit, ann- ? y tesss STYTTAN Á KIRKJUSANDI Styttan, sem er af sjómanni á leið til skips, var nýlega reist á lóð fiskiðjuvers Júpiter h.f. og Marz h.f. á Kirkjusandi. Styttan sem er gerð af Jónasi Jakobssyni var afhjúpuð á sjómannadaginn. Stuttu síðar komu norrænir blaðamenn £ heimsókn í fiskiðjuverið og þessi mynd þá tekin af þeim undir styttunni, ásarat Tryggva Ófeigssyni útgerðarmanni, sem stendur í miðjum hópnum, með hatt í hendi. að hvort rekin af einstaklingum, § t. d. sveitafólkinu sjálfu, bæjar ? félögum, ríki eða ýmsum öðrum aðiljum. Þessi þróun er vissu- lega óhjákvæmileg. Um hitt má fremur deila, hvort hún er æski leg eða ekki. Það má þó ætla að við höfum nokkuð í hendi okk- ar, hvort vel tekst til eða ekki. Það fer nokkuð eftir því, hvort g grundvallarsjónarmiðið er, að dvölin hafi uppeldisgildi eða hvort við nægjumst við að líta á sumardvölina sem eins konar nýja tegund af fráfærum yfir færða á mannlífið. Um það efni langar mig til að rabba nokkuð í næsta þætti. STORAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VORUNNAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.