Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 7
V1S IR . Föstudagur 28. júní 1963. 7 SKÁKÞÁTTUR «■■■■■■■« !■■■■■■■■ Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafssc .V.V.V.V.V, !■■■■■«□■■■■• Kandidatamótið í Júgóslavíu 1959 Hvítt Friðrik Ólafsson. Svart: Tígran Petrosjan. Drottningarbragð. 1. c4, e6 2. Rf3, Rf6 3. Rc3, d5 4. d4, Bb4 Par með hefur skákin þróazt inn í Ragosin afbrigðið af drottningarbragði. 5. cxd5, exd5 6. Bg5, h6 7. Bxf6 Hvftur hefur einnig gott tafl eftir 7. Bh4, c5 8. e3, Rc6 9. Hcl, eins og Friðrik lék gegn Fisher í Portoroz 1958. 7. —, Dxf6 8. Da4f, Rc6 9. e3, 0 — 0 10. Be2, Be6 11. 0 —0, a6 Spyrnir gegn afli hvítu mann- anna á drottningarvæng og tryggir biskupnum d6-reitinn. 12. Hfcl, — Með leik þessum boðar hvitur stríðsaðgerðir drottningarmeg- in. 12. —, BdG 13. Ddl, — Rökrétt framhald aðgerða hvits. Svartur sér sig brátt knú- inn til að veikja stöðuna drottn ingarmegin. 13. —, Re7 14. Ra4, b6 15. Rc3, Hfb8 Reyni hvítur að sprengja upp á miðborðið strax með 16. e4, dxe4 17. Rxe4, Df4 18 Rxd6, Dxd6. * hefur svartur nægilegt mótspil. 16. a4, Rc6 1 Vonast til að fá tíma til að leika Ra5 — c4, en hið hvassa svar hvíts kemur í veg fyrir þá fyrirætlun. Betra var 16. —, c5. 17. e4!, dxe4 18. Rxe4, Df4 19. d5!, — Svartur hefur ekki reiknað með þessum hárnákvæma leik. — Vegna slæmrar stöðu riddarans á c6 nær nú hvítur frumkvæð- inu í sínar hendur. 19. —, Dxe4 20. dxe6, Hd8 Hér dugar hvorki 20. — f6 né ixe6 vegna 21. Hc4 og vinnur tnann. 21. exí7t, Kxf7 22. Del!, Kf8 23. Hc4, Dc8 24. Hacl, Re5 25. He4, Rxf3! 26. Bxf3, Df7 27. He3!, — Friðrik vekur upp hvern draug- inn af öðrum, andstæðing sín- um til óþurftar. Ef t. d. 27. — Hb8, kæmi 28. Be2!, — og svart ur á við nýja erfiðleika að etja. 27. —, Bf4! 28. Bxa8, Bxe3 29. fxe3, Hxa8 30. Dg3!, — Samtímis tvær hótanir. Jafnvel Petrosjan er ekki maður til að bjarga sér út úr svona stöðu! 30. —, Kg8 31. Hxc7, — Og hér kórónar hvítur verk sitt með peðsvinningi. Ef til vill lít- ilfjörlegt, en í höndum stór- meistara verður peð yfir að drottningu. 31. —, Df6 32. Df2, De5 33. Hd7, He8 34. Hd3, De4 35. Dc2, Kh7 36. Ddl, He6 37. Hc3, Hg6 38. Dc2, Dxc2. Venjulega forðast menn drottn- ingakaup í svona stöðum, en eftir 38. —, De6 mundi hvítur leika 39. b4 og síðan b5 með hótuninni Hc6. 39. Hxc2, Hd6 40. Kf2, Hd3 41. Kf3, Hb3 Þessir hróksleikir eru í raun- inni aðeins tímatap, þar eð kóngur hvíts er virkur maður í baráttunni. 42. Ke4, a5 43. Kd4, — Þetta var biðleikurinn. Frípeð hvíts tryggir honum sigur. 43. — g5 44. e4, Kg7 45. Hf2!, Hb4r 46. Kd5, Hxa4 47. e5, Hal 48. e6, b5 49. e7, Hdlt 50. KcO, Hel 51. Kxb5!, — Hvítum er nokkuð sama með hvaða peði hann vinnur! 51. —, He5f 52. Ka4, Hxe7 53. Kxa5, Ha7f 54. Kb4, Ha8 55. b3, h5 56. Kc5, Hc8v 57. Kd6 Hd8t 58. Kc6, Hc8t 59. Kd7!, — Hvítur fer ekki á b-línuna með kónginn, af því að þar stæði hann í vegi blpeðsins. Friðrik hefur reiknað nákvæmlega út hvern leik í stöðunni. 59. —, Hcl 60. Hb2, Hhl 61. b4, Hxh2 .62.b5, Hhl 63. b6, Hdlt 64. Ke6, Hd8 65. b7, Hb8 66. Kf5! og svartur gafst upp. Stuðst er við skýringar, sem Ragosin, Gligoric og Golombek gerðu við skákir mótsins. 1 millj. kr. jafn- ai niiur á Húsavík Á mánudag var gefin út út- svarskrá Húsavíkur. Jafnað var niður 6.1 millj. kr. á 529 íbúa og 18 félög. 1 fyrra var jafnað niður 4.88 millj. kr. á 490 íbúa og 20 féi. Hæstu einstaklingarnir eru: Hreiðar Bjarnson skipstjóri kr. 72.300, Gunnar Hvanndal stýri- maður kr. 49.300 og Helgi Hálf- dánarson lyfsali kr. 48.300. Hæstu félögin: Barðinn h.f. kr. 111.400, Síldarsöltun Kaupfél. Þing. kr. 85.600 og Hreifi h.f. kr. 77.400. Hæstu aðstöðugjöld: Kaupfélag Þingeyinga kr 671.600, Fiskiðju- samlag Húsavíkur kr. 218.900 og Útgerðarfélagið Barðinn h.f. kr 73.000. Ungt fólk skemmtir sér í Lidó. REKSTUR LÍÐÓ HEFi GENGIÐ ILLA segir Konráö Gubmundsson Ef ekkert gerist í þessum málum nú á næstunní, erum við ákveönir í Í>ví að hætta fljótlega að reka húsið.újeð því sniði að hafa það opið fyrir æskulýðinn eingöngu, sagði Konráð Guðmundsson fram- kvæmdastjóri í Lídó i samtali við blaðið fyrir skömmu. Og Konráð hélt áfram: - Frá því að við opnuðum eftir miklar breytingar á hús- inu s.l. haust, sem miðuðu að því að gera Lídó að skemmti- stað unga fólksins, hefur rekst- urinn ekki gengið eins vel og við höfum gert okkur vonir um. STRANGAR REGLUR. — Hverjar telurðu helztu á- stæðurnar fyrir því að rekstur- inn hefur ekki gengið eins vel og þið vonuðuð? • — Strax í upphafi settum við strangar reglur, m. a. þær, að óheimilt væri að hafa áfengi um hönd í húsinu og einnig að unglingum innan 16 ára aldur yrði ekki hleypt inn, eins og lögreglusamþykktin skipar fyr- ir um. Hingað komu svo stórir h'opar unglinga, tveir eða þrír úr. i.hópnum voru kannski ekki orðnir 16 ára og var því neitað um inneöneu. Hættu því allir hinir við að fara inn og svo fóru unglingarnir skiljanlega á annan dansstað, jafnvel þar sem vin- veitingar eru og fengu að fara inn þar. Þessir unglingar hafa því forðazt að koma hingað vegna þess að reglurnar eru strangari hér en á hinum svo- köliuðu vínlausu stöðum. VERÐ LÆGRA EN ANNARS STAÐAR. — Hefur ekki borið á því að það væri kvartað yfir of háu verði á aðgöngumiðum? — Jú, það hefur komið fyrir, en mér er óhætt að segja að aðgangseyrir að Lídó er lægri en að öðrum húsum. Það hefur t. d. ekki kostað nema 15 kr. inn á föstudögum, þegar það kostar 40 til 55 að fara inn á hina svókölluðu vínlausu staði. Og á laugardögum kostar í Lídó 45 kr., en þá kostar yfir- leitt 20 krónum meira að fara inn á „vínlausan" dansstað. Hvað verð á veitingum snertir, þá er það sambæriiegt við verð í öðrum húsum. — Hefur afnám skemmtana- skattslaganna ekkert hjálpað til? - - Nei, ekki fyrir okkur, því það gildir það sama uin aðra vínlausa skemmtistaði; svo við erum alveg í sama farinu. — Er það áberandi, að þeir unglingar, sem fara að skemmta sér í Lídó, hafi haldið því á- fram? — Já, ég hef orðið mikið var við það. BREYTT REKSTRAR- FYRIRKOMULAG. — Hvað aetlið þið að gera við húsið, ef þið hættið að reka það með svipuðu snioi óg und- anfarið? — Það get ég ekki sagt á- kveðið um, en húsið verður sjálfsagt rekið áfram sem skemmtistaður. — Hefur komið til greina að reka þetta eins og hina svo- kölluðu vínlausu staði. —- Já, því get ég ekki neitað. Ég tel mjög sterkar líkur fyrir því. Njósnamál í Svíþjó ur skelfíngu og I NTB-frétt í morgun segir, að tilkynningin um fangelsun sænska ofurstans Stigs Wenn- erströms, sem hefir játað & sig njósnir fyrir Rússa í 15 ár eða frá árinu 1948, hafi vakið skelf- ingu í Svíþjóð. Er þess krafizt að víðtæk rannsókn sé Iátin fara fram, svo að ljósi verði varpað á allar hliðar málsins. Það er augljóst mál, segir í sömu frétt, að Wennerström hefir frá árinu 1957, en þá kom hann heim aftur eftir að hafa starfað í Washington nokkur ár raunverulega haft aðgang að öllum landvarna-leyndarmálum Svíþjóðar. Blöðin segja, að trú manna þá sem gæta eigi öryggis landsins í þessu tilliti hafi mjög veikzt og að erfitt verði að bæta um fyrir tjón og álitshnekki af þessu máli. Um leið og tilkynningin um handtöku og játningu Wenner- ströms var birt var tveimur sænskum sendiráðsmönnum vís að úr landi, en þeir voru aðal- samstarfsmenn ofurstans við njósnirnar. Fréttin um njósnir ofurstans kom sem reiðarslag yfir alla, en hann var álitinn strangheiðar- legur maður. Sænska stjórnin hefir sent sovétstjórninni harð orð mótmæli út af njösnunum. Wennerström njósnaði fyri. fé, en ekki af stjórnmálaástæð um svo að enn sé kunnugt a ■ minnsta kosti. ■en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.