Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 10
10 VISIR ’smm Fösíudagur 28. iúní 1963. as»jg«áí»!ígaB Drangeyjargrein — Frh. af bls. 9: hjálm hans svo að buldi í. Það högg hefði sennilega orðið bani hans, ef liann hefði ekki haft hjálminn. í jarðskjálftunum í vor hafði víða hrunið úr Drangey og sums staðar heiiar fyllur þannig að móbrún sárjn blöstu við. Undir þeim kringumstæðum er marg- föld ástæða til að hreinsa lausa- grjót áður en sigið er. Annars virtist mér sem fuglinn hafi ekki numið land aftur þar sem grjóthrunið hafði orðið mest. Sá sem tekur Drangey á leigu hefur að jafnaði með sér 7 menn til aðstoðar, en sjálfur leggur hann til allan útbúnað, þ. á m. nestj og drykk fyrir hópinn. Nú er hins vegar ekki dvalizt nema skamma hríð í eynni vor hvert, eða sem næst viku. Búa menn þann tíma í tjöldum, enda ekki um annað skjól að ræða. Ekki er sigið nema i þurru veðri, ella er bergið of sleipt og erfitt að fóta sig í því. Líka er þá miklu örðugra að draga bjargfestina. I hvassviðri er ekki sigiö, a. m. k. ekki áveðurs. Lengstu sig voru áður talin um 90 faðma löng, eða allt niður undir sjó, þar sem eyjan er hæst. Mest er vitað um að 18 þús- und egg hafi verið tekin á einu vori í Drangey ,en að sjálfsögðu hafa menn ekki skýrslur um | eggjatöku þar nema yfir mjög skammt tímabil. Oft hafa ekki fengizt þar nema 8—10 þúsund egg eða jafnvel minna. Þá er og mismunandi hve mikið næst af eggjum í hverri sigferð. Farið í gegnum byrðinginn. Eins og gerist og gengur er erfitt að komast upp með öll eggin heil. Eitthvað hlýtur að brotna í hverri ferð, enda sáum | við þess greinileg merki hvernig rann í strfðum straumum úr eggjahempu sigmannsins á með- an hann var í berginu. Ef egg brotnar í höndum sigmannsins, er ekki um annað að ræða en fleygja því. Við brotin egg verð- ur ekkert gert. Stundum detta egg óvart úr berginu ef hand- tak sigmannsins er ekki nógu öruggt. Munnmælasögur herma að egg hafi farið f gegnum byrð- ing á bát, hafi það fallið hátt úr berginu. Ein af nytjum þeim, sem Skag firðingar töldu sig áður fyrr hafa úr Drangey var skarfakál. Það fluttu þeir með sér til lands sem lækningameðal. Tófur í Drangey. Það gefur að skilja, að margt er ömefna í Drangey og Drang- eyjarbjargi, jafnvel þótt eyjan sé ekki stór. Þar eru ýmsir slysa staðir í berginu, sem draga nöfn af þeim, sem þar hafa farizt eða hrapað. Eitt ömefni er þar öðr- um undarlegra en það er Tófu- skeið. Maður á erfitt með að ímynda sér hvemig tófur hafa komizt út í Drangey, en þó eru til sagnir um það. Sennilega hef ur það verið í miklum vetrar- hörkum eða fsaámm að tófur hafi komizt á fs. í Mælifells- annál er t. d. sagt frá því, að árið 1692 hafi gert þvflfkar yf- irtakshörkur á Norðurlandi, að alla firði hafi lagt og menn hafi farið riðandj út f Drangey. Um ömefnið Tófuskeið er til sú saga að tófa hafi komizt út f Drangey — sennilega á fs — I og hafi hún lagzt á sauðfé. — Gerðu fjáreigendur aðför að henni, eltu hana unz hún komst i sjálfheldu á skeiðinni. Þegar ; tófa átti sér ekki undankomu ' auðið steýpti hún sér fram af | bjargbrúninni og í sjó niður. | Það varð hennar bani. Önnur saga er til um tófu- úr Drangey. Var bóndinn á Reykjum á Reykjaströnd á ferð úti í eynni, fann liggjandi tófu, sem hann hugði dauða ,enda engin sjáanleg lífsmerki með | henni. Þegar hann fór til lands aftur hirti hann tófuna og fleygði út f bátinn hjá sér, En hann var ekki fyrr kominn að landi á Reykjum en tófan spratt á fætur, stökk upp úr bátnum um leið og hún gaggaði kankvís- lega framan í bónda og var horf inn honum sýnum áður en hann hafði jafnað sig eftir undrunina. Við Greítiskofa. Annars er það rústin að Grett- | iskofa, sem vekur mesta athygli allra þeirra, sem til Drangeyjar koma. Þar heitir Kofaklettur, lít- ill bergstandur, sem kemur upp úr grassverðinum á suðvestan- verið eynni. Undir Kofakletti er talsverð gjóta niður og þar á bústaður Grettis að hafa stað- ið. í klettinn sjálfan er lítill bolli eða skál, sem gæti hafa verið höggvinn af roönnum. Heit ir hann Grettisbolli og herma munnmæli ,að þar hafi Grettir þvegið sér. Útsýn frá Grettiskofa er mikil og fögur, en fegurst yfir til hins tignríka Tindastóls og Reykja- strandar, eins og segir í Illuga- drápu Stephans G.: „Árgeislinn fyrsti um Tinda- stól tindraði, tindurinn efsti á húminu sindr- aði. | Hvítnaði rökkrið í rof fyrir löndunum, Reykjaströnd grilltist með sæ- bröttu ströndunum". Forsfónin tók Framh. af bls. 4 slíkri fræðslu t. d. á söfnum. En hvað snertir mannlega einangr- un, ef svo má segja, þá er allt öðru máii að gegna. Ég get talað mun betur við starfs- bræður mína hér og með betri árangri en í venjulegri 100 bús- und manna borg annars staðar. Hér hefur fólk miklu meiri lif- andi áhuga á störfum sínum og er bjartsýnna á framtíðina. Ak- urinn er að mestu leyti óplægð- ur, og því hlýtur allt starf að verða skapandi og verkefnin ó- þrjötandi á öllum sviðum". i! ’ „Það er gott að heyra, að þú skulir vera svona ánægður. Og þú hefur auðvitað ósköpin öll að gera i sambandi við Barnamúsíkskólann?“ „Já, það er nóg að gera, sér- staklega þar sem vmsar nýjung- ar eru á döfinni. í vetur var ég íafnframt söngkennari gagn- fræðastigsins í Lauearnesskól- anum, en næsta vetur vonast eg til að geta helgað mig Barnamúsíkskólanum eingöngu. Hann er nú orðinn sjálfstæð stofnun með styrk frá ríki og borg og í örum vexti“. „Hvað eru nemendurnir marg ir?“ „í vetur voru þeir um 250. Og átta kennarar auk mín, en ég kenni þar á pfanó og sé um hluta hópkennslunnar f öllum aldursflokkum til að geta sjálf- ur fylgzt með krökkunum að eins miklu leyti og mér er unnt. Maður má ekki láta sér nægja að sitja við skrifborð og skipuleggja, heldur er nauðsyn- legt að reyna allt sjálfur". Semja lög við eigin ljóð. „Hvað er þetía margra ára nám?“ „Með forskóla og unglinga- deild tekur það fimm til sex ár, en mörg börnin — þau, sem eru átta ára og eldri — fara beint í 1. bekk ög sleppa forskólanum, svo að fjögurra ára nám er algengast. Fórsköl- inn er fyrir 5—7 ára börn. Fyrst er kennt á blokkflautu og notuð sláttarhljóðfæri af ýmsum gerðum, og börnin læra að skynja hljóðfall með alls konar rytmískumæfingum.hreyf ingum eftir tónlist og leikjum. I 1. bekk byrja þau að læra nótnalestur og skrift eftir ton- ika-do kerfinu, heyrnarþjálfun og söng, en í 2. bekk hefst hin eiginlega hljóðfærakennsla, og geta nemendur valið um píanó og fiðlu, altflautu, þverflautu, gítar, celló, gígju og klarínett. Svo höfum við skólakór og er- um að koma upp vísi að skóla- hljómsveit. Hvað .kennsluna snertir, finnst mér mikilsvert að reyna alltaf að klæða náms- efnið í sem léttastan og skemmtilegastan búning og leit- ast við að gera starfið skap- andi; við leggjum t. d. áherzlu á, að börnin semji sjálf lög, stundum við eigin ljóð — við höfum uppgötvað stórkostleg skáld innan um! Við höfum á- rotlað að hefia mjög náið sam- •'arf við Tónlistarskólann frá með næsta hausti — við '•öfum ótalroargt á prjónunum, ro það er einmitt eitt af aðal- atriðunum við skóla ejns og Barnaroúsíkskólann, að hann geti einnig verið módel- og til- raunaskóli, þar sem hægt er að prófa sig áfram með nýjar og nýjar aðferðir, vinza úr það bezta, en fella hitt niður. Hann á að geta verið merkilegur þáttur í tónlistaruppeldi höfuð- borgarinnar og gegnt mikilvægu hlutverki innan þjóðfélagsins". „Þú hefur þá enga sérstaka löngun til að fara að vinna á símanum?" „Nei, ég held, að mér sé ó- hætt að fullyrða, að það freisti mín ekki lengur!" — SSB. Skemmtiferð um Borgar- fjörð SÖNG í TIVOLI í einu dönsku dagblaðanna, var nýlega stutt grein um ungan fs- Ienzkan tenórsöngvara, er skemmti þar í Tívoli. Þessi íslendingur heit ir Ólafur Þorsteinn Jónsson. í blaðinu segir að rödd hans sé hrein og létt og minni nokkuð á Jussi Björling þegar hann var ung ur. Þar að auki er hún alveg laus við hið óþægilega nefhljóð sem við annars höfum átt að venjast af ís- lenzkum söngvurum sem hafa heim sótt okkur. Meðal söngva sem Ólafur flutti voru „Amor di vita“ úr Fedra og „Dein ist mein ganzes Herz“ sem hann söng sem aukalag. Flutning- ur Ólafs var léttur og þægilegur og framburður frámunalega skýr. Ennfremur segir blaðið: Það er ekki hægt að neita því að maður vildi gjarnan heyra í honum í ein hverjum stærri verkum sem gera meiri kröfur til söngvarans, því að rödd hans bar það með sér að hann gæti fengizt við miklu meira en hann gerði að þessu sinni. Það kannast eflaust margir ís- | lendingar við Ólaf, því að hann hef i ur nokkrum sinnum sungið hérna heima oe síðast á 17. júní. I fyrra hélt hann tónleika á vegum Tónlist arfélagsins. ■; ■> M Borgfirðingafélagið efnir til skemmtiferðar um Borgarfjörð næstk. sunnudag 30. júnf. Þátttaka er öllum frjáls, en fé- lagið býður i ferðina þeim Vest- ur-íslendingum sem hér eru stadd- ir og eru ættaðir úr Borgarfjarðar- og Mýrarsýslum. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 8.30. Komið verður á helztu sögustaði í Borgarfirði, svo sem Saurbæ, Hvanneyri, Reykholt og Borg á Mýrum. Kvöldverður verður snæddur í Bifröst um kl. 19, og dvalið þar fram eftir kvöldi, og geta þeir héraðsmenn sem vilja tekið þátt í þeim kvöldfagnaði. 1 stjórn Borgfirðingafélagsins eru nú Guðni Þórðarson formaður, Þórarinn Magnússon gjaldkeri, Magnús Þórðarson ritari, I ,.ra Jó- hannsdóttir, Guðný Þórðardóttir, ; Ragnheiður Hermannsdóttir og ; Kláus Eggertsson meðstjómendur. Ferðir F.Í. Ferðafélag íslands fer þrjár l'/2 dagsferðir um næstu helgi, þ. e. i Landmannalaugar, Þórsmörk og gönguferð á Heklu. Lagt af stað í allar ferðirnar Id. 2 á laugardag. 4. júlí er ráðgerð 4 daga sumar- leyfisferð um Snæfellsnes og Dali. Farið að Arnarstapa og Lóndröng- um. Ekið fyrir Búlandshöfða til Grundafjarðar og Stykkishólms. Farið um Skógarströndina fyrir Klofning og um Skarðsströndina. Fjórða daginn um Bröttubrekku, Uxahryggi og um Þingvöll til Reykjavíkur. Upplýsingar um allar ferðirnar gefnar á skrifstofu félagsins í Túngötu 5. Símar 11798 og 19533. Norskur síldur- erindreki norður Norska eftirlitsskipið með síld- veiðlflota Norðmanna við (slands- strendur, freygátan „Draug“, kom til Seyðlsfjarðar í fyrradag. „Draug“ hefur á hverju undan- gengnu sumri komið til Seyðisfjarð ar, enda er þar ein helzta bækistöð norska síldveiðiflotans hér við land. Hafa Norðmenn undanfarin tvö sumur sent til Seyðisfjarðar sérstakan erindreka eða konsúl, sem er norska ræðismanninum hér á staðnum, Björgvini Jónssyni kaup félagsstjóra til aðstoðar um mesta annatímann. Nú er það þriðja sum- arið í röð sem norskur konsúll er sendur þessara erinda til Seyðis- fjarðar, og er hann nýkominn hing að. Hann heitir Tollefsen. Hin alþjóðlega nýlcntía kvikmyndaleikara, Sviss, hef- ur nú fengið nýjan „land- nema“ — James Mason. Hann hefur keypt sér glæcilegt hús í Luzern og segist hafa kevpt James Mason. það fyrir þá pcninga, sem hann fékk fyrir að leika í kvikmyndinni ,Fall Rómaríkis*. Og ástæðan fyrir því að hann ætli að setjast að I Sviss segir hann vera að hann sé farið að langa til að hafa það rólegt. — Eða Ieita skjóls fyrir sköttunum, bætti einn vinur hans við heldur illkvittnislega. Kínverskum konum virðist geta runnið í skap engu síður en öðrum — ein þeirra helti úr fullri vatnsfötu yfir lög- regluþjón. Hún fékk nokkuð háa sekt, en ekki fyrir að hafa valdið lag anna verði óþægindum — heldur fyrir að eyða vatninu til ónýtis. I Hong Kong, þar sem hún býr er nefnilega mjög lítið um vatn og hver vatnsdropinn því dýrmætur. Þegar umræðurnar um Pro- fumo-málið voru í brezka þing inu vildu að sjálfsögðu margir Susan Harris. vera viðstaddir og erfitt var að komast að. En ungfrú Susan Harris, er hefur mikinn áhuga á stjórn- málum, ætlaði aldeilis ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Hún settist við St. Sfephen- innganginn að sölum neðri deildarinnar 48 tímum áður en umræðurnar áttu að hefjast og beið bar. Hún hafðj meðferðis svefn- poka, tvö epli, einn poka af hnetum og eina könnu af tei. Hann var alltaf að stæra sig af því hve vel hann þekkti konur. Vinur hans spurði hann því: — Getur þú sagt rnér hver er tryggust: sú ljóshærða, sú dökkhærða eða sú rauðhærða? Kvennamaðurinn hugsaði sig um nokkra stund en sagði síðan: — Sú g.-áhærða, kæri vinur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.