Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 28.06.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 28. jútií 1963. s Ur 75 m. hæð Ljósmyndari Vísis, I. M., klifr- aði einn sólskinsdaginn fyrir stuttu upp hinn nýja reykháf, sem Síldar- og fiskimjölsverk- smiSjan hefur reist að Kletti. Reykháfurinn er 75 m. hár og í góðu veðri sést vítt yfir, eins og myndin ber með sér. (sjá myndsjá). Lektor í Gautaborg Eirikur Hreinn Finnbogason, bókmenntaráðunautur Almenna bókafélagsins er að láta af störfum hjá félaginu en hann hefur verið ráðinn lektor við háskólann í Gautaborg og mun einnig kenna i Lundi. Kennslugrein hans er ís- lezka. Eirikur Hreinn heldur vænt- anlega utan í ágúst. ;Wv"jW;!v! t m - r. Gullleit á Skeiiarársandi hefst að nýju í ágást Mikil veiði í Laxá í Þingeyjarsýslu Þeir Bergur Lárusson for- stjóri frá Kirkjubæjarklaustri og bræður hans hafa sem kunnugt er haft forgöngu um það, að leita að farmi Indíafars, sem strandaði á Skeiðarársandi eftir miðja 17. öld, en farmurinn var hinn dýrmætasti að því er ann- álar herma, silki, gull og annað verðmæti, og mun farmurinn einhversstaðar í Skeiðarársandi. Þeir Klausturbræður hafa unnið að málinu I um 3 ár og reynt að finna farminn eða leif- Samið um kaup og kjör í vegavinnu -<•> Undirritaðir hafa verið nýir heildarsamningar um kaup og kjör í vegavinnu milli Alþýðu- sambands Islands og Vegagerð ar ríkisins. Hér er um að ræða sams konar kauptaxta og verka lýðsfélögin hafa samið um und- anfarið og falla samningamir úr gildi 15. okt. i haust. Samkvæmt nýju samningun- um hækkar tímakaup í alm. verkamannavinnu upp í kr. 28, 34, en tímakaup í eftirvinnu verður 42,51. Tímakaup bifreiðastjóra og þeirra sem vinna við loftþrýsti- tæki verður kr. 29,62, en í eftir- Framh. á bls. 5 ar hans og var í vor sem leið ! leitað með málmlejtartæ.kjum,. eins og getið var hér i blaðinu þá, en þá fundust við mælingar á sandinum eitthvað sem benti til, að máimur væri grafinn þar: á ákveðnum stað. Þetta verður nú athugað frek- ara I sumar, en ekki fyrr en sfðari hluta sumars, eða í ágúst að því er Bergur Lárusson for-; stjóri hefir tjáð Vísi, er spurði : hann um þetta i morgun. — Eins og kunnugt er, er selveiðum á sandinum lokið < fyrst nú og við munum ekki verða tilbúnir af ýmsum ástæð- um til frekari aðgerða við ieit- ina fyrr en seinna I sumar,; sagði Bergur, og munu aðgerð-; irnar fyrst í stað að minnsta kosti beinast að þvi að fá frek- i ari staðfestingu á staðsetningu! málmsins, sem við teljum að fundizt hafi með leitinni í vor. Það er m. a. vegna erfiðleika Framh. á bls. 5. ^Jiðustu daga hefur laxveiði i Laxá í Þingeyjarsýslu verið ó- venju mikil. Síðustu tvo dagana hafa veiðzt 22 laxar ,en þeir veiddust flestir í Laxamýrar- landi. Frá því á fimmtudag i síðustu viku til miðvikudagsins síðasta, veiddust 65 laxar í ánni á 10 stangi. Er þetta meiri afli en var á sama tíma í fyrra, en hins vegar þykja laxarnir minni nú. Reykvíkingar höfðu ána i siðustu viku, og veiddust a.m.k. fjórir 18 punda laxar. Veiðisæld virðist allmikil þar nyrðra um þessar mundir, því 4 bátar eru gerðir út frá Húsa- vik á ufsaveiðar í sumar og veiða þeir allir vel. 1 gær kom Sæborg með 20 lestir og eins Fanney, lfka með 20 lestir. Ufs inn veiðist norður við Grfmsey og er stór og fallegur. Ennþá kyrrsettur Dómur í máli brezka togarans Dorade, sem tekinn var að ólög legum veiðum innan Iandhelg- innar aðfaranótt miðvikudags, var kveðinn upp í gærdag. — Landhelgisbrot togarans þótti sannað og var skipstjórinn dæmdur í 260 þús. kr. sekt, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. I morgun, þegar Visis hafði sam band við fréttaritara sinn á Framh. á bls. 5 Fyrir skömmu fór skátaflokk- ur úr Reykjavik í útilegu aust- ur fyrir fjall. Þegar skátamir komu á tjaldstað blasti fyrir þeim hörmuleg sjón skammt frá. — Einhverjir ójmkkar höfðu fundið hjá sér iöngun til þess að kvelja kind til dauða með því að hefta hana á báðum afturfótunum með sterku snæri, binda við múgavél og skilja hana síðan þannig eftir. Múga- vélin stóð nokkuð langt frá bænum og var þvi bóndanum ekki kunnugt um þennan fá- dæma óþokkaskap. Skepnunni hafði tekizt að slíta af sér ann- að snærið en það nægði ekki og hefur kindin án efa barizt við dauðann langa hríð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.