Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 4
V í S I R . Laugardagur 29. júní 1963. ,Það er róandi / að hleypa af“ Það færi víst hrollur' um marga konuna, ef henni væri sagt að taka sér byssu í hönd og skjóta úr henni. Hvað ætti hún svo sem að gera við byssu? Byssur og önnur skotvopn hafa hingað til þótt hæfa körlum betur en konum, en nú á þess- ari kvennaöld, þegar vart finnst það starfssvið, sem konur hafa ekki ruðzt inn á, er ekki annars að vænta en konur gerist skytt- ur, ef ekki í atvinnuskyni, þá í tómstundum. Ég rölti heim til einnar ungr- ar Reykjavíkurhúsmóður nú um daginn, en ég hafði frétt að hún væri mikil skytta ,hefði m. a. unnið til verðlauna í skotkeppni hjá Skotfélagi Reykjavíkur, fyrsta konan sem það gerir. Hún heitir Edda Thorlacius, er lyfja- fræðingur (exam pharm) að menntun, gift Sigurði Isakssyni, bifreiðaverkstæðiseiganda, vinn- ur í apóteki síðari hluta dags, á þrjú börn og fer einu sinni í viku á skotæfingu. Það má segja að skyttublóð renni um æðar Eddu, því að afi hennar var Erlendur á Látrum, þekkt refa- og selaskytta og langafi hennar var Ólafur Thorl- acius í Duvansdal, einnig mikil refaskytta, og gerði hann sér það eitt sinn til gamans að skjóta í netakúlur á franskri duggu sem lá og ruggaði á Pat- reksfirði. Þegar ég fór að spyrja Eddu hve lengi hún hefði iðkað þessa íþrótt sagði hún: — segir ung húsmóðir, sem fer á skotæfingar í frístundum s'mum , ‘BE3CÍM„ £líu „Ég get ekki sagt að ég hafi hleypt af byssu fyrr en fyrir fjórum árum, og þá var það undir leiðsögn manns míns“. ,,Er hann kannski af skyttu- ætt eins og þú?“ „Nei, það er hann ekki. En hann er ættaður austan úr Hoit- um í Rangárvallasýslu og þar er mikið gæsaland. Þangað kom alltaf mikið af sportveiðimönn- um á haustin og hjá þeim kynnt- ist hann skotíþróttinni. Síðan hefur hann verið ólæknandi — og þannig er ég orðin núna. Við förum austur á haustin þegar við getum, en því miður kemst ég ekki eins oft og ég gjarnan vildi, því að börnin binda mann — og svo höfum við ekki nema eina haglabyssu og þegar bæði vilja skjóta í einu . . .“ „En þú færð tækifæri til að skjóta hjá Skotfélaginu?" „Já, við reynum að komast á skotæfingar á Hálogalandi einu sinhi í Viku. Það’ ‘eV' alvegadS:-!?'; samlegt — þú aettir endilögá d að koma inneftir og reyna það. ..................................................................................................................... ■ ■ ■ ■ . .. Þegar maður liggur þarna með byssuna og miðar á markið kemur einhver ró yfir mann og maður-hvílist. Varla er mælt orð af | ^áfti'iff si%' 'áð’ ekkert ‘ lií'jöð heyrist nema lágur hvellurinn úr byssunni. Þetta er alveg ó- trúlega mikil hvíld“. Edda fer nú að segja mér frá skotæfingunum, hver sé munur- inn á að skjóta úti og inni, liggjandi og standandi og hve- nær hver tegund af byssum sé notuð. Hún sér að ég er ekki alls staðar með á nótunum, svo að hún segif: „Bíddu við, ég skal ná í hýss- urnar og sýna þér“. Síðan kemur hún inn með tvo heljarstóra riffla og haglabyssu og tekur strax fram að þær séu óhlaðnar -—- inn fyrir dyr komi ekki hlaðin byssa. „Með þessum stóra riffli skýtur maður innanhúss", segir Edda. „Hann dregur stytzt, minnstum kúlum og er þyngst- ur, líklega um 10 pund. Hann er of þungur til að ég geti standandi skotið með honum af nákvæmni. Enda er ekki mikið um það að æft sé stand- andi innanhúss. Það er enginn verul. leikinn í því nema hann Valdimar, sem va.nn rrieð’mikl-” um ýfirburðum í skotkeppninni. — En sá riffill, sem ég hef mesta ágirnd á er af Lion-gerð og vegur 14 pund. Mér er sagt að hann kosti jafn mörg þúsund og pundin í honum eru mörg svo að kaupin á honum verða að bíða. Við erum nefnilega að byggja, gerum ráð fyrir að flytja inn f næsta mánuði“. „Og þú vinnur úti?“ „Já, ég vinn í Laugavegsapó- teki etfir hádegi til þess að reyna að létta undir byggingar- kostnaðinum. En ég hef stúlku heima til að hugsa um börnin — öðru vísi kæmist ég ekki að heiman“. „Hvernig er það í Skotfélag- in, æfa þar margar konur?“ „Við erum fjórar sem mæt- um á æfingar". „Allar með eiginmönnunum?" „Nei, bara tvær. Tvær eru ó- giftar“. „Og þið eruð þarna með karl- Framh. af bls. 4 Þegar farið er fram úr Þegar við vöknum á sólríkum sumarmorgnum, eigum frí frá vinnu og vitum að nú getum við tekið lífinu með ró, er dálítið freistandi að fara fram á nátt- klæðum eða morgunsiopp, lesa blöðin, drekka morgunkaffið og „hafa það huggulegt“. En séu náttfötin gömul og snjáð og sloppurinn krumpaður, getur orðið minna úr „hugguleg- heitunum“ — þá erum við sár- óánægðar með sjálfar okkur. En séum við í falicgum náttkjól, náttfötum eða morgunslopp gegnir allt öðru máli, við eruni hressar og hlökkum til að byrja daginn. Það er orðið nokkuð mikið úr val af náttfötum ails konar í verzlunum f Reykjavík og víða er verðinu mjög í hóf stillt. En ef okkur nú annaðhvort lízt ekki á það sem á boðstólum er eða viljum spara okkur nokkrar krónur með því að kaupa efni og sauma sjáifar eru ekki vand- kvæði á því að fá snið. í hillum bókabúðanna liggja sniðblöð í stórum stíl og í flest- um þeirra er að finna snið að náttfötum, já, og í sumum eru nær eingöngu náttföt. Meðfylgjandi mynd er úr einu blaðinu og gefur örlitla hugmynd um þá fjöbreytni sem er að finna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.