Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 6
V1SIR . Laugardagur 29. júnl 1963. Mýndin sýnir starfsmenn járnsmíðaverkstæðis SR við smíði soðvinnslutækja. Beðið eftir síldinni a SIGLUFIRÐI Á myndinni sést verksmiðjuhverfið og löndunarbryggjur SR. — Myndin er tekin ofan úr hinni fyrrum svo rómantísku Hvann- eyrarskál. Þótt nú sé síidarvertíðin geng in i garð, og þegar hafi fengizt allsæmilegur afli, þá er það nú einu sinni svo, að „ævintýrið“ sjálft verður ekki að raunveru- Íeika, fær ekki á sig fulla mynd, fyrr en Siglufjörður er „orðinn með“. Það er ekki fyrr en síldin fer að berast til Siglufjarðar að okkur hér á Suðurlandi finnst sem vertíðin hafi virkilega geng ið í garð. Og svo er um fleiri. Svo er einnig um þá Siglfirðingana sjálfa. Þótt nú sé mikið annríki á Siglufirði og hafi verið að undanförnu við undirbúning mannvirkja þeirra, sem taka á móti og vinna úr sildinni, bæði hjá síldarverksmiðjunum og á söltunarstöðvunum, þá finnst Siglfirðingum ekki sumarann- ríki fyrr en verksmiðjureykháf- arnir eru teknir að spúa reyk og gufu og allan sólarhringinn er unnið á síldar- „piönunum“. Því bíða allir þar á staðnum þessa dagana að „driftin“ byrji, eftir að síldarævintýrið hefjist af fuilum krafti, færandi gull og gjaldeyri. Engin furða er þótt, síldin sé einkum kennd við Sigiufjörð, því þar á staðnum eru stærstu ...........v"......... ' ■. í 111 > u í jt. Iffj. i Sigurður Jónsson verkstjóri SR á Siglufirði. og mestu fiskiðjuverin, og þar verður allt að þoka fyrir síld- inni og öliu því sem henni íylg- Til skamms tíma var soð- kjarnavinnsla óþekkt fyrirbrigði hérlendis við síldarvinnsiu. Var þá soðið af sílclinni látið renna í sjóinn ,en með því fóru mikil verðmæti forgörðum. Nú er búið að koma upp soð- vinnslutækjum hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði og Raufarhöfn og getur soðkjarna stöðin á Siglufirði unnið úr soði, sem til feliur við bræðsiu tutt- ugu þúsund mála af síld dag- iega, en bað er afkastageta S. R. á Siglufirði. Öll tæki í þessari verksmiðju eru nú smíðuð í verkstæðum fyrirtækisins sjálfs. Norður á Þormóðseyri stend- ur stærsta fiskiðjuver landsins, Síldarverksmiðjur ríkisins. — Stofnun þessi hóf starfsemi sína sumarið 1930 og hefur unnið útflutningsverðmæti fyrir þjóðar búið sem nemur mörgum hundr uðum miiljóna árlega, þegar vel hefur gengið. Sýnir ein mynd- anna þetta niikla og merkilega flskiðjuver. UR SJÚKRAHÚSA Aðalfundur félags forstöðu- manna sjúkrahúsa verður haldinn í hinni nýju kennslustofu lækna- stúdenta f Landspítalanum Iaugar- daginn 29. og sunnudaginn 30. júní n. k. í sambandi við aðalfundinn verða flutt meðal annars eftirtalin erindi: Um geðveikramál og spítala á íslandi, þróun þessara mála og framtíðarhugmyndir. Fyrirlesari: Tómas Helgason, prófessor. Um rekstrarstöðu bæjarspítala utan Reykjavíkur og samstarfs þeirra við stóru spítalana í Reykja- vík. Fyrirlesari: Páli Gíslason, yfír- læknir, Akranesi. Um rekstur nýtízku þvottahúss fyrir spftalastarfsemina. Fyrirles- ari: Bragi Ólafsson, verkfræðingur. Verða þessi erindi öll flutt laug- ardaginn frá kl. 14—18 e. h. Á sunnudaginn kl. 10 f. h. flyt- ur prófessor Davíð Davíðsson er- indi um starfsemi rannsóknar- deildar og gildi hennar í almennu sjúkrahúsi. Sérstakir gestir fundarins verða: Hr. Direktör Aksel Söholm, Odense, frá Sygehusinspektör- foreningen i Danmörku. Hr. Sjuk- husintendent Edvin Nyberg, Gavle, formaður Svenska Sjuk- husförvaltningens Tjanstemanna- förbund. Hr. forvalter Anton Wangen, Oslo, formaður Norske Sykehusforvalteres Landslag. Mydin sýnir Sigiufjörð á blfðum vordegi áður en síidarævintýrið byrjar. Fundur mennta- málaráðherranna Dagana 2. og 3. júlí koma menntamálaráðherrar Norðurlanda saman til fundar f Reykjavík, en slíkir fundir hafa um mörg undan- farin ár verið haldnir til skiptis í löndunum, en þó aðeins einu sinni í Reykjavík, árið 1955. Á fundinum 2. og 3. júlí verður m. a. rætt um starfsreglur nor- rænu búsýsluháskóla, norrænan lýðháskóla í Kungalv, Norræna húsið í Reykjavík, samstarf á sviði æðri menntunar og rannsókna o. fl. Frá Danmörku sækja fundinn ráðherrarnir K. Helveg Petersen og Julius Bomholt, rektor Kaup- mannahafnarháskóla Carl Iversen, Henning Rohde, ráðuneytisstjóri, deildarstjórarnir Björn Brynskov og Egil Thrane og ráðherraritar: Helge Thomsen. Frá Finnlandi fru Armi Hosin, ráðherra, háskólarekt- >or Erkki Kivinen, deildarstjórarnir Ragnar Meinander og Matti Aho. Frá Noregi: Helge Sivertsen, ráðherra, Enevald Skadsem, ráðu- neytisstjóri og Dag Omholt, deild- arstjóri. Frá Svíþjóð: Ragnar Eden- man, ráðherra, Hans Löwbeer, ráðu neytisstjóri, deildarstjórarnir Sven Moberg, Roland Palsson, Arne Sönnerlind og Rune Fremlin. B9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.