Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 29. júní 1988. Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Tjaldað með rauðu Frá því hefur verið skýrt í fréttum, að forseti Bandaríkjanna kom til Vestur-Berlínar á ferð sinni um Evrópu og dvaldist þar í sjö klukkustundir. Var honum fagnað mjög af íbúum borgarinnar. Hann ók að Brandenborgarhliðinu og horfði þaðan af palli inn í Austur-Berlín. Ekki virðist foringjum kommúnista þó hafa verið um það, að fólkið sæi forsetann, því að þeir höfðu látið reisa þriggja metra háan timbur- vegg austan hliðsins og tjaldað með rauðum fánum milli súlnanna í hliðinu. Þegar forsetinn kom að varðstöðinni á banda- ríska svæðinu hafði hópur manns safnazt saman aust- an stöðvarinnar, til þess að sjá forsetann og fagna honum, en brátt komu a-þýzkir landamæraverðir á vettvang og dreifðu mannfjöldanum. Þjóðviljinn hefur sagt nokkuð frjá ferðalagi Kenn- edys, en af einhverjum ástæðum hefur blaðinu jþótt rétt að sleppa að skýra frá þessum ráðstöfunum yfir- valdanna f Austur-Berlín! Slíkar aðgerðir eru líka síð- ur en svo meðmæli með því þjóðskipulagi, sem komm- únistar eru alltaf að gylla fyrir íslendingum. Miðað við margt annað, sem almenningi í ríkjum kommún- ista er bannað, skiptir það auðvitað litlu máli, hvort Iiann fær að sjá forseta Bandaríkjanna eða ekki. Það er t. d. alvarlegri hlutur, að þar er hvorki ritfrelsi né málfrelsi og það getur kostað menn fangelsisvist eða jafnvel sjálft lífið, ef þeir hlusta á erlent útvarp eða lesa blöð, sem yfirvöldin hafa vanþóknun á. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið bogið við það þjóðfélag, sem þarf að setja þegnunum svona reglur; og það er því ekki vonum fyrr, að þeim tek- ur nú óðum að fækka hér á íslandi, sem fylgja þess- ari óheillastefnu. Þurfa ekki oð reisa múr Allir unnendur frelsis og lýðræðis munu geta tek- ; ið undir þessi orð Kennedys forseta, í ræðu hans í Berlín á dögunum: „Frelsi hefur marga erfiðleika í för með sér og ; lýðræðið er ekki fullkomið, en við höfum aldrei þurft að reisa múr til að hindra fólkið í að flýja frá okkur. Berlínarmúrinn sýnir heiminum Ijóslegar en nokkuð annað, að kommúnisminn hefur misheppnazt, því að múrinn er, eins og borgarstjóri Vestur-Berlínar hefur sagt, ekki aðeins glæpur gegn sögunni, heldur gegn mannkyninu“. Meðal siðmenntaðra þjóða eru kommúnistar nú alls staðar á undanhaldi, og íslendingar ættu ekki að verða öðrum þjóðum miklu seinni til þess, að reka ófögnuðinn af höndum sér. Stig Wennerström ofursti, Ulla Greta kona hans, og Christina dóttir þeirra. Fingraför á leyniskjali komu Fingraför á leyniskjali urðu til þess, að upp komst um njósnir Stig Wennerströms ofursta hins sænska. ■ „Stig Wennerström-njósnamál- 18“ virðist ætl^jað fá?p Í$j8- tækari og alvarlegri afléiðingár, — m. a. er ljóst orðið, að það getur haft alvarlegar stjórnmála legar afleiðingar fyrir stjórnina, jafnaðarmannastjórnina, sem Er lander veitir forstöðu, en hið kunna blað DAGENS NYHET- ER hefir lýst yfir, að stjómin hafi haft Wennerström grunað- an í 2 ár. Sama blað skýrði frá þvl samtímis, að eftir langar umræður hefði ríkisstjórnin sam þykkt, að setja á laggirnar rannsóknarnefnd, og var sú á- kvörðun tekin, eftir að forsætis- ráðherrann hafði fengið grein- argerð frá saksóknara ríkisins og æðstu mönnum lögreglu og öryggismála. o—r Blaðið heldur því einnig fram, að öryggislögreglan hafi fengið vitneskju um, að Wennerström, sem virðist hafa njósnað fyrir Rússa peninganna vegna, en ekki af stjórnmálaástæðum, hafi látið Rússa leggja fé fyrir sig inn á banka 1 Sviss, sem hann gat svo ráðstafað að vild, er hann kom þar ?em sænskur sér- fræðingur á afvopnunarráðstefn una, en talið er að það sé geysi- fé, sem Rússar hafa greitt hon- um á þeim 15 árum, sem hann njósnaði fyrir hann — sennilega milljónir. 0 °jt iw / x? m m m Það voru fingraför, sem urðu til þess, er fyrr segir, að upp komst um njósnir ofurstans. — í skeyti frá Stokkhólmi til Poli- tiken í Khöfn, segir að þetta hafi orðið upphaf þess, að sænska öryggislögreglan, sem hafði haft hann grunaðan um margra ára skeið, gat grafið fyrir margar rætur málsins. Og þetta gerðist fyrir jól og er þakkað árvekni embættis- manns nokkurs á yfirherstjórn- arskrifstofunni, að allt komst upp. Wennerström ofursti var þá starfandi fyrir utanríkisráðuneyt ið sem sérfræðingur í afvopn- unarmálum, og hafði fengið til afnota skjal stimplað sem leyni- skjal, skjal, sem eftir venjuleg- um skilningi var ekki hægt að áiykta, að hann hefði not fyrir. En Ieyndarskjalið hafði verið skilað aftur, en hin tæknilega stofnun, sem rannsakar gögn í afbrotamálum, staðfesti að á plagginu væri fingraför ofurst Eins og fyrr hefir verið að vikið er talið, að ofurstinn hafi njósnað peninganna vegna. Vit- anlega er þetta ekki rannsakað til hlítar frekar en annað, en svo virðist sem hann hafi flækzt í „svikamylnu, sem hann af efnahagslegum eða öðrum á- stæðum gat ekki losað sig úr“, segir í StokkhólrhSskeytinu til Politiken. Þá segir í sama skeyti, að í mörg ár muni ofurstinn hafa haft meiri tekjur en hann hafði sem sænskur ofursti — ef til vill mikið meira. O—T Þá er kunnugt orðið, að Wenn- erström hefir ferðazt til Sovét- ríkjanna eftir að hann 1952 hætti að starfa þar sem flug- hermála-sérfræðingur. Það er ekki iéngra siðan en í fyrra- vetur, að hann var í leyfi ásamt konu sinni suður við Svartahaf og öryggisþjónusta.n var í mikl- um vanda. Menn höfðu sterkar grunsemdir vegna sambanda hans en það var ekki hægt á því stigi að hætta á að taka hann fastan, því að ekki var hægt að sanna á hann sakir,' og var því sá kostur valinn, að láta það afskiptaiaust, að hann færi og héldi njósnaspilinu á- fram, er heim kæmi — og þa& var það sem gerðist. Framh. á 10. síðu. Ekki hefur verið tekin end- anleg ákvörðun um það hvort ísland taki þátt í heimssýning- umii, sem haldin verður í New York í ár, en allt cendir ti! að svo verði ekki. Það sem er því til fyrirstöðu að ísland geti verið þátttak- and: er, að ríkisstjórnin mun ekki styrkja þátttöku og einstök fyrirtælci hafa ekki bolmagn til aii standá undir hinum gífurlega kostnaði, sem samfara henni yrði. Leigja þyrfti stóra sýn- ingarskála eða leigja svæði og b 'ggia uoo sýningarskála, sern siðan yrðu rifnir niður. Myndi það verða tugmiiljóna króna kostnaður. Telja fyrirtæki og einstakiingar sig geta varið þvi fé á betri hátt tii auglýsinga og Iandkynningar en með þátt- töku í heimssýningunni. Ríkisstjórnir hinna Norður- iandanna munu ekki veita styrk til þátttöku og verður því ekki um hana að ræða nema einstök fyrirtæki sjái sér fært að standa undir hinum gífurlega kostnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.