Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 29.06.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Laugardagur 29. júní 1963. Hrapaði Séyðisfirði í gærkvöldi. í kvöld fór fram yfirmat á veið- arfærum brezka togarans Dorade, sem Óðinn tók að ólöglegum veið- um I Lónsbug í vikunni og flutti til Seyðisfjarðar. Samkvæmt upphaflegu mati á veiðarfærunum voru þau metin á 180 þús. kr. Var farið fram á yfir- mat á þeim í dag og lauk þvl í kvöld með því að upphaflega mat- ið var lækkað um 70 þús. kr. niður í 110 þús. kr. Ekki var óskað eftir endurmati á aflanum, en hann var metinn á 32 þús. kr. og stendur það óhagg- að. Ekki er vitað hvenær togarinn fer út, því ekki var búið að ganga Framh. á bls. 5 Merkur steinn fíuttur uð ÁRBÆ Stein þennan kannast eldri gengið undir nafninu „Apótek- Reykvíkingar við og hefur hann arasteinninn“. Apótekarasteinninn hefur klofnað frá klettum og oliið nið- ur í fjöru. Nafnstafirnir H. C. B. eða H. G. B. eru grafnir í steininn, svo og ártalið 1747. Það sem einkum er talið merkilegt við stein þennan er að apótekarakrukka er höggvin í steininn. Er Vísir spurðist fyrir um það hjá Lárusi Sigurbjörnssyni hvað nafnstafir þessir merktu, kvaðst hann ekki geta sagt um það. Taldi Lárus það langlíklegast að einhver kaupmannanna eða aðstoðarmanna þeirra hefði höggvið þessa nafnstafi í stein- inn. Apótekarasteinninn er einn af hinum fjölmörgu steinum í Örfirisey, sem letrað hefur ver- ið á, m. a. eru mjög mörg her- mannanöfn letruð í steinana frá stríðsárunum. Steinninn vegur næstum tvö tonn og ætlar Reykjavíkurhöfn að sjá um að koma honum upp að Árbæ. Þessa dagana er unnið að því að flytja merkan stein, sem Iegið hefur undlr áföllum i fjör- inni í Örfirisey, upp að Árbæ. Samfylkingin í Kópnvogi: Róðstöfuðu Imdi án ör uggrur heimiMur UM SÍLDARVERÐIÐ Samfylking kommúnista og framsóknar í bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti í gær að veita kunnum kommúnista heimild til notkunar á landi, sem ekki er vit að með vissu að Kópavogur eigi, né hverjir séu eigendur að því. Einar ögmundsson, kommúnist- inn, sem í hlut á, hafði á tíma bili heimild bæjarstjórnar Kópa- vogs til að vinna bruna úr hól ein um við Vífilsfell. Á s.l. hausti samþykkti bæjarstjórn Kópavogs einróma, eftir tillögu fulltrúa Sjálfstæðismanna, að afnema heimildina þar sem i Ijós væri komið að enginn vissi hver ætti þar land. Lítur út fyrir að um afrétt sé að ræða. Þessi samþykkt hefur síðan staðið óbreytt þar til í gær, að samfylking kommúnista og framsóknar endurnýjaði heim- ild til Einars Ögmundssonar um ótakmarkaða vinnslu úr námunni, gegn mjög vægu gjaldi. Er hon um heimilt að vinna hana svo lengi sem eitthvað er í henni. Fulltrúar Sjálfstæðismana lögð- ust eindregið gegn þessarri til- lögu, á þeim forsendum að ver- ið væri að ráðstafa landi, sem ekki væri vitað hvort Kópavogur ætti, og hefði heimild til að ráð- stafa. Málið hefur verið á dagskrá á mörgum fundum bæjarstjórnar- innar að undanförnu og skapast miklar umræður um það. Að gefnu tilefni vill Verðlagsráð sjávarútvegsins taka fram eftirfar- andi, til viðbótar þvi, sem fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins þann 24. þ. m. Tillaga sú, sem samþykkt var sem úrskurður yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins um verð á síld til bræðslu, var lögð fram af oddamanni nefndarinnar.Má Elís syni, hagfræðingi. Með tillögunni greiddu atkvæði auk oddamanns, fulltrúar kaupenda í nefndinni, þeir Sigurður Jónsson og Vésteinn Guð- mundsson, en á móti fulltrúar selj- enda í nefndinni þeir Sigurður Pétursson og Tryggvi Helgason. Reykjavík, 28. júní 1963. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Unnið murgháttuð■ um brúufrumkvæmdum ! Ýmsar brýr eru í smfðum á land- I inu sem stendur og bygging ann- I arra að hefjast, sagði Árni Pálsson i yfirverkfræðingur er blaðamaður Vísis innti hann frétta fyrir stuttu. Nýlega var lokið til fulls við að ganga frá nýju brúnni á Gljúf- urá í Borgarfirði, sagði Árni. Hún var, eins og kunnugt er, tekin í notkun í fyrrahaust, en ekki end- anlega gengið frá henni fyrr en nú. Þetta er ein af stórbrúm lands- VWWVWWWWNAAAAAAAAAyWWVWNAA/WWW SLÆR í GEGN Theodora Þórðardóttir, feg- urðardrottning Reykjavíkur 1963 er í New York ásamt hóp af ungum stúlkum sem taka á- samt henni þátt í fegurðar- keppninni á Miami 10. júlí n. k. Eru þær í auglýsingaferð vegna keppninnar. Theodora vekur gífurlega athygli. Einar Jónsson forstjóri feg- urðarsamkeppninnar á íslandi hafði tal af forstjóra Miami- keppninnar í gær, og átti þá sá bandaríski ekki nægilega stór orð til að lýsa ánægju sinni yfir þátttöku Theodoru, og sagði jafnframt að hún væri svo um- setin af blaðamönnum og ljós- myndurum að hún hefði sett alla keppinauta sína í skuggann á nokkrum dögum. „Ég veit ekk ert hvað ég á að gera við hin- ar stúlkurnar," sagði sá banda- ríski í vandræðatón, „hún slær þær allar út.“ Eftir er hins vegar að vita hvernig henni gengur í Miami, en allar líkur benda til þess að hún muni standa sig mjög vel. Sterkara er ekki hægt að kveða að orði í bili. Það skal tekið fram að stúlkurnar í aug- lýsingaferðinni eru valdar eftir myndum og upplýsingum og eingöngu þær sem taldar eru skara fram úr. ins, 63 metra löng með 7 metra breiðri tvöfaldri akbraut. Þarna var áður kröpp og hættuleg beygja á veginum, sem einnig olli umferð artruflunum vegna snjóalaga á vetr um, en með nýju brúnni er ráðin bót á þessu öllu. Þær brýr sem nú eru í smíðum eru sem hér segir: Á Tunguá í Dalasýslu er unnið að smíði brúar hjá Háafelli. Það er 20 metra bitabrú steypt. Hún er byggð fyrst og fremst fyrir innan- héraðssamgöngur á svokölluðum Miðdalavegi til að koma á hring- akstri um byggðina. Á Sunnudalsá í Arnarfirði er þann vegi að hefjast bygging II metra langrar brúar. Sú brú er < hinni nýju leið af Vestfjarðaveg niður í Arnarfjörð. Á Fitjá í Húnavatnssýslu e unnið að smíði 20 metra steyptra bitabrúar fyrir innanhéraðssam göngur. í Húnavatnssýslu er oj haldið áfram smíði Blöndubrúa hinnar nýju, en hún er mikið mani virki með tvöfaldri akbraut, 7 n breiðri og gangstéttum beggji vegna við. Sem kunnugt er va önnur breidd brúarinnar steypt Framh. á bls. 5 Áfíog og ólæti Theodora Þórðardóttir. í fyrrakvöld réðist drukkinn maður á stúlku á götu og reif föt af manni sem var í fylgd með henni. Atburður þessi gerðist um kl. hálf níu í fyrrakvöld á innanverð- um Laugavegi. Piltur og stúlka voru þar á gangi er drukkinn utan- bæjarmann bar að og réðist hann án frekari umsvifa á stúlkuna. Þegar pilturinn ætlaði að koma henni til hjálpar veittist sá drukkni að honum og reif föt hans. Lög- reglan var kvödd á vettvang og hirti hún árásarmanninn og flutti í geymslu. í fyrrinótt tók lögreglan bifreið úr umferð eftir að bílverjar, þrír að tölu, höfðu haft ærsl og ó- spektir í frammi niður í miðbæ. Meðal annars höfðu þeir varpað flöskum á stöðumæla í Austur- stræti og valdið á þeim spjöllum. Þeir höfðu og haft óp og óvttmr- kvæmileg orð í frammi við veg- farendur sem á leið þeirra urðu og var athæfi þetta kært til lög- reglunnar. Hún stanzaðí bilinn og við leit í honum fannst ólöglegt áfengi í vörzlu bílverja. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.