Vísir - 15.07.1963, Síða 2

Vísir - 15.07.1963, Síða 2
V í S IR , Mánudagur 15, júlí 1963 ,J"GJTSUj=> '/'///m<//////vrr^y//// \ Qjvg D Óvæntur sigur Fram minnkar vonir Akureyrar Fram vann dýrmætan sigur í höfuðborg Norður- lands, sigur yfir heimamönnum, sem kom talsvert á óvart. Fram vann 2:1 eftir 1:1: í hálfleik og sigur- markið var skorað aðeins 3 mín. fyrir leikslok. Stigin munu bæði koma í góðar þarfir fyrir Fram. Greini- legt er að íslandsmótið vinnst á lágri stigatölu, þannig að hvert stigið færir núverandi meistara nær titlinum að nýju. Framarar í Reykjavík fögnuðu því sigrinum ákaflega eins og vonlegt var þegar fréttist um úrslit- in á Melavellinum í gærdag. Fram hefur unnið ódýra sigra til þessa. „Þeir fengu 6 stig í forskot“, sagði maður einn í gær, er rætt var um íslandsmótið, og það er rétt. Fram fékk mjög óvænt stig í fyrstu 3 leikjum, og eflaust á þetta eftir að verða þeim mikils virði. Leikurinn á Akureyri I gær með um 2000 áhorfendur I rigningu og norðangolu var heldur þófkenndur. Fram átti mun meira í fyrri hálf- leik eftir vindinum, en Akureyri seinni hálfleikinn. Fram reyndi mun. . skemmtilegri tilþrif í sókn, útherjar voru nýttir, en Akureyr- ingar reyndu að bora sig gegnum miðjuna eingöngu. Akureyri sótti mjög í fyrri hálf- leik. Á 5. mín. tækifæri sem Stein- grímur klúðrar úr og 20. mín. með góðu langskoti Kára. Fyrst á 25. mín. skorar Kári eftir mikinn ein- leik. Hann lék síðast á Jóhannes bakvörð Fram og vippaði yfir Geir markvörð laglega. Haukur Jakobsson átti góða tilraun l»tlu seinna með skoti, en Geir varði í hom. Aðeins 5 mín. fyrir leikhlé skor- ar Fram jöfnunarmark sitt, Það er Baldvin Baldvinsson sem skorar úr góðri sendingu frá Hallgrími Scheving frá vítateig. Bakvörður Akureyrar gætti ekki nægilega vel hlutverks síns í þetta sinn, en skotið var gott. Seinni hálfleikur var meira I vþrzlu Framara, sem pressuðu án ámflgurgii^nMgai^isf jþálfkilWiVTOl */»& að si8ur' raank(ðokom>,-Baldvin-BaIdvinsson fékk boltann til sín úr þvögu og skoraði örugglega. Framliðið lék allvel, en átti Baldvin Baldvinssyni mikið að þakka. Akureyringar voru slapp- ari en búast mátti við. Beztir voru hinn ungi framvörður Sævar Jóna- tansson og Jón Stefánsson. Sagt eftir leikinn: Magnús Pétursson, dómari: Nokk uð sanngjörn úrslit. Jafntefli e. t. v. rétta lausnin. Áhorfendur voru til sóma í þetta skiptið Halldór Lúðvíksson, fyrirliði Fram: Við megum vel við una, þetta var góður Ieikur. Jón Stefánsson, fyrirliði Akur- eyringa: Jafntefli hefði verið sann- gjarnara. Leikurinn var lélegur. — s. bj. — Hrafnhildur 7. 05. 5 HRAFNHILDUR GUÐMUNDS- DÓTTIR úr IR náði um helgina lágmarkstimanum fyrir Norður- landamótið í sundi í 100 metra skriðsundi á 1.05.5 — afbragðs- tíma, en áður hefur Guðmundur Gíslason náð Iágmarksafreki í 200 metra flugsundi. Norðurlandamótið fer fram í Osió 13. og 14. ágúst n. k. BREIÐABUK KOM Á ÓVART Burstuðu Eyjumenn 4:0 Breiðablik er nafnið á félaginu sem mest kemur á óvart í knattspyrnuheim- inum um þessar mundir. Þeir léku sér að Vest- mannaeyingum í gær- kvöldi á Melavellinum eins og köttur að lítilli mús og unnu sanngjamt 4:0 og eru ekki ólíklegir í úrslitin á Laugardalsvelli í haust gegn sigurvegara b-riðils, Þrótti, Siglufirði eða Hafn arfirði. Breiðablik lék mjög vel. Ekki voru leikmenn aðeins betur vanir sem knattspyrnumenn, heldur líka <3>með betri leikaðferðir, betra út- hald o.s.frv. Breiðablik ætti að vinna Vestmannaeyinga á heima- velli, enda þótt þá verði um sterk- ara lið að ræða, en 2. flokkur lék sama dag við skozka liðið Drumc hapel í Eyjum og því voru leik- menn 2. flokks ekki með. Jón Ingi Ragnarsson og Grétar Kristjánsson skoruðu mörk Breiða bliks I fyrri hálfleik, sem var að mestu í höndum vel leikandi liðs Breiðabliks, bæði mörkin skoruð með hörkuskotum. Seinni hálfleikur var áframhald- andi yfirburðir Breiðabliks, enda þvarr þróttur Eyjaskeggja óðum og máttu þeir kallast heppnir að sleppa með 2 mörk úr þeim hálf- leik. Á 27. mín. skorar Breiðablik úr vítaspyrnu (miðvörður) með á- gætri spyrnu, og á 35. mín er sig- ur gulltryggður með 4:0, glæsilegt skot Sigmundar útherja af vítateig. Breiðabliksliðið var gott í þess- um leik. Þetta er leikur leikjanna Frh. á bls. 3. Lélegur leikur KR — Akranes Margir lögðu leið sína inn á Laugardalsvöll í góða veðrinu í gærkvöldi til þess að sjá KR og Akurnesinga leiða saman hesta sína en flestirfóruvonsviknir heim eftir að hafa séð enn einn lélegan I. deildar leik f sum ar. — KR-ingar komu bolt- anum þrisvar sinnum í net ið, hlutu tvö stig og eru nú efstir í I. deild ásamt Fram. Fyrstu mínútur leiksins virtust leikmenn beggja liðanna vera mjög taugaspenntir og gekk boltinn frá mótherja til móthérja Það höfðu þó ekki liðið néma tvær mínútur er fyrsta hættulega augnablik leiks ins kom, þegar Gunnar Felixson átti skot rétt við markstöng. Ak- urnesingar sækja í sig veðrið og byrja að sækja að marki K.R. Á 11. mín. tekur Ingvar aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi K.R. og tekst Heimi naumlega að bjarga. Stuttu síðar á Ríkharður fallegt skot að marki eftir hornspyrnu, Heimir ver en boltinn hrekkur út, aftur er skotið og Bjarna Felix- syni tekst að bjarga á línu. Þannig gekk leikurinn um tíma og Akur- nesingar sóttu og oft skall hurð nærri hælum. Fyrsta mark leiksins kom á 32. mín. Ellert fékk góða sendingu fram miðjuna frá Halldóri og óð upp og skoraði framhjá Helga sem kom hlaupandi út. — Laglega gert. Fleiri urðu mörkin ekki I fyrri hálfleik. Akurnesingar sóttu mun meira og áttu skilið að skora, en heppnin var K.R. megin. Á 10. mín., seinni hálfleiks sóttu K.R.-ingar fast að marki Akraness. Jóni Leóssyni mistókst að hindra Sigþór frá knettinum, Sigþór komst framhjá Jóni og lyfti boltan um yfir Helga. — Klaufaleg mis- tök hjá Jóni. Fjórum mínútum síðar sækir Skúli innherji að marki K.R. Garð- ar hrindir honum og dómarinn Gretar Norðfjörð dæmir víta- spyrnu. Skúli tók spyrnuna sjálfur. Skoraði enn einu sinni úr víta- spyrnu í sumar. Eftir vítaspyrnuna sækja K.R.- ingar mun ákveðnar og eru oft nærri því að skora. Markið kom þó ekki fyrr en 1 mín. var til leiks- loka og enn réðu um klaufaleg mistök i vörn Akraness. Sveinn Jónsson notaði tækifærið vel og bætti þriðja markinu við. Staðan var 3:1, dómarinn flautaði af. Ánægðir K.R.-ingar yfirgáfu leik- vanginn eftir að hafa hefnt fyrir ósigurinn á Akranesi í sumar. í heild má segja um leikinn að hann var lélegur. Akranes átti mun Spenningurinn er ekki minni en í 1. deild enda sýn ir sig að áhorfendur flykkjast á Ieikina þar. Hér er Vestmanneyingur í færi við mark Breiðabliks, en tekst ekki að notfæra sér. STAÐAN I 1. DEILD Staðan í 1. deild: K.R, Fram f.A. f.B.A. Valur f.B.K. U J 4 1 M S.t 13:11 9 9:10 9 19:15 9 14:15 6 10:8 5 9:15 2 Markhæstu mennirnir í I. deild. Mörk: Skúli Hákonarson, í. A. 7 Skúli Ágústsson, f.B.A. 5 Ingvar Elíasson, f.A. 4 Steingrímur Björnsson, f.A. 4 meira í fyrri hálfleik, en K.R. hafði yfirhöndina í seinni hálfleik. Eng- inn leikmaður á verulegt hrós skil- ið, ef til vill má nefna þá Skúla hjá Akranesi og Hörð hjá K.R, Dómarinn í leiknum var Gretar Norðfjörð og slapp hann vel frá leiknum. Ellert Sshram, K.R. Bergsteinn Magnússon, Val. Kári Árnason, f.B.A. í 2. deild er staðan þessi: B-riðill: L U J T M Þróttur 4 2 11 10:8 Siglufj. 5 2 12 16:18 Hafnarfj. 5 2 12 14:12 fsafj. 4 112 8:10 A-riðill: Breiðablik hefur greinilega for- ystu. Dímon og Rcynir hafa hætt þátttöku í riðlinum, Vestmanna- eyjar með einn leik leikinn, tapað- an gegn Breiðablik. S.t 5 5 5 3 Bobby McGregor setti í fyrra- dag heimsmet í 100 m. sundi frjáls aðferð í landskeppni Svíþjóðar og StóraBretlands. Hann synti á 54.3. Johr. Pevitt átti fyrra metið 55.1 sek.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.