Vísir - 15.07.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1963, Blaðsíða 3
V1 SIR . Mánudagur 15. júlf 1963 3 Akureyrskur lögreglubjónn varð golfmeistari íslands Þrítugur lögregluþjónn frá Akureyri Magnús Guð- mundsson, vann öruggan sigur í Gólfmeistaramóti íslands. Enginn keppandi sýndi annað eins öryggi og Magnús og eftir fyrstu hringina var greinilegt að hverju stefndi. Magnús lék alla hringi undir 40 högg- 'um, — sannarlega góður árangur og met á íslands- móti. Magnús hefur undan farin ár dvalið í Bandaríkj unum sem skíðakennari og kynnzt golfíþróttinni mjög náið. Magnús er annars Skálholt — Framhald •>} bls. 1. sjá, við fleiri þúsundum manna, svo ekki er nóg að ganga frá kirkjunni sjálfri heldur verður einnig að gera ráðstafan ir til að hægt verði að taka á móti öllum þeim sem sækja staðinn heim. Fréttamenn Vfsis brugöu sér austur að Skálholti á laugardag inn til a5 sjá meB eigin augum, þaer framkvæmdlr sem viShafð- ar eru tli undirbúnings, Þessa dagana eru forvitnum ferðalöngum og öðrum pílagrfm um forboðið að heimsækja þenna heiga stað, Skáiholt, og f tröðinni stendur stórt skilti, .óviðkomandi bannaður aðgang ur". Aðrir fá ekki aðgang en vinn andi menn, sem starfa nú að kappi, að því að fullgera kirkju og umhverfi fyrir næstu helgi. 1 „biskupshúsinu", svokallaða íbúðarhúsinu á staðnum, þar sem iðnaðarmennirnir halda tll, eru málarar sem mála húsið hátt og lágt, 5—6 manna flokk- ur. Annar flokkur iðnaðarmanna vinnur við að leggja steinstétt — eða tröppur upp að kirkjunni, þriðjí flokkurinn vinnur að máln ingu inni 1 kirkjunni, og verka- flokkur byrjaði um helgina á því, að setja upp 50 náðhús ekki allfjarri fyrir aðkomufólk á sunnudaglnn. Inni f kirkjunni sjálfri starfa danskir sérfræðingar að því að stilla orgelið stóra, sem danskir hafa gefið, en það er slíkt ná- kvæmnisverk, að ekkert þrusk má heyrast, og öll önnur vinna bönnuð f kirkjunni á meðan. Tef ur það allan undirbúning þar inni, „og fáum við sennilega ekkj nema tvo, þrjá sóiarhringa til að ganga þar frá öllu“, segir Guðjón umsjónarmaður staðar- ins. Á bak við kirkjuna, við veg- inn, verður allstór túnspilda lögð i*dir bllastæði, ,enda bú- þekktur sem skíðamaður hérlendis, hefur orðið ís- landsmeistari í bruni og svigi oftar en einu sinni, Úrslit á Gólfmóti íslands: Meistaraflokkur: 1. Magnús Guðmundsson Akur-eyri 302 högg. 2. Gunnar Sólnes, Akureyri, 318 högg. 3. Óttar Yngvason, Reykjavík, 334 högg. 4. Hermann Ingimarsson, Akureyri 334 högg. Óttar og Hermann voru sendir út f rigningarslagveður eftir keppn- ina til að leika um 3. og 4. sætið og vann Óttar í þeirri keppni, sem tók um 4 tíma. 1 1. flokki urðu úrslit þessi: 1. Ingólfur Þormóðsson, Akureyri, 357 högg. umst við við um 10-20 þúsund manns“. Ljóst er að, mikið verður um dýrðfr að Skálholti á sunnudag- inn, og hátíðleg stund verður það þegar biskupar og prestar ganga í fullum skrúða til kirkju. Það verður stór dagur fýrir þann forna stað Skálholt, það verður stór dagur hjá íslenzku þjóðinni. Slysið — Framnald at bls. I, Nikuiási Vestmann sagðist svo frá atvikum: Við vorum tveir saman í bíl og höfðum með okkur bátkænu úr aluminum ásamt utanborðsmótor, en bát þenna höfðum við fengið að láni. Hvorugur okkar hafði stundað veiði í Reyðarvatni áður. Það var ekki fyrr en eftir há- degið á laugardaginn að við kom- um að vatninu og fórum þá fljót- lega að búa okkur undir veiðar. Þegar ut á vatnið kom settist fé- lagi minn aftast í bátnum og þafði stjórn á honum. Við vorum búnir að vera nokkra stund úti á vatn- inu, veður oftast nær lygnt en hvessti þó annað veifið. Félagi minn, Anthony, var búinn að veiða 5 silunga en ég engan. Við vor- um að búa okkur í að fara yfir vatnið að nýju og komnir nokk- urn spöl frá landi þegar Anthony hugðist færa sig til í bátnum og setjast á þóftuna næstu fyrjr framan þar sem hann sat til að létta bátinn að aftan. En um leið og hann ætlaði að færa sig til sló bátnum flötum. Það kom á hann kvika sem hálffyllti bátinn, síð- an önnur og þá hvolfdi honum. Við náðum báðir taki á bátn- um snöggvast, en misstum af því aftur og honum skolaði frá okkur. Ég náði samt taki á honum fljót- lega aftur, en Anthony ekki. Hvor- ugur okkar var vel syndur. Ég sá hann troða marvaðann fyrst í stað, og hann kallaði til mín og spurði hvort ég gæti synt eftir sér, en ég kvaðst ekki vera nægi- lega syndur til þess. Rétt á eftir sökk hann og ég sá honum,ekki skjóta upp aftur. Hann var líka mikið klæddur, í klofháum stígvél- um og mikið búinn að öðru leyti, svo hann var mjög þungur á sér. 2. Svavar Haraldsson, Akureyri 360 högg. 2. flokkur. 1. Gunnar Berg Akureyri, 192 högg. 2. Hörður Steinbergsson, Akureyri, 199 högg. Gunnar Berg hefur aðeins iðkað íþróttina f 3 rnánuði og er eitt al- bezta efni golfíþróttarinnar um þessar mundir. Akureyringar báru annars af á mótinu, enda vanir velljnum, sem yfirieitt hefur geysimikiS að segja. Magnús Guðmundsson hinn ný- bakaði íslandsmeistari í góifi. Myndin var tekin af ljósm. Vísis á Akureyri í gær. Rétt eftir að bátnum hvolfdi hrópaði ég á hjálp. Nokkurn spöl frá okkur voru tveir feðgar á ára- bát, þeir heyrðu til mín og réru allt hvað af tók, en það tók þá nokkrar mínútur og þá var félagi minn sokkinn. Mér sjálfum var orðið afskap- lega kalt. Svo kalt að ég hefði ekki haldið út miklu lengur ef hjálp hefði ekki borizt svo skyndi- lega. Feðgarnir réru með mig til lands, og hituðu bæði upp tjald sem þeir höfðy, eins hituðu þeir ofan í mig heita drykki, höfðu á mér fataskipti og lánuðu mér þurr föt sem þeir höfðu meöferðis, Síðan dúðuðu þeir mig þangað til ég tók að hressast. Um kvöldið fór ég með Ameríkumönnum sem voru að veiðum í vatninu suður í Keflavík. í gær fór ég aftur upp að Reyð- arvatni, ásamt fleiri mönnum og þ. á m. froskmanni ef tök væru á að leita líksins. Ég sýndi þeim staðinn þar sem ég taldi að félagi. minn hafi sokkið. Þar reyndist vera 120 feta dýpi eða 20 faðmar, og á svo miklu dýpi kvaðst frosk- maðurinn ekki geta kafað. Það er líka talið þýðingarlaust að slæða vegna stórgrýtis i botninum. Að því er Vísir hefur fregnað er ekki vitað til að maður hafi drukknað í Reyðarvatni fyrr. Dr. Alexander Framhald af hls. 5, Hann er einn þeirra fáu íslend- inga, sem getið hafa sér frægð- 'ar- og viðurkenningarorð erlendis fyrir fræðistörf. JafnfFamt hefir hann reynzt ein styrkasta stoð vísindalegrar starfsemi á landi hér. Kennarar og aðrir starfsmenn Háskólans votta próf. Alexander í dag þakklæti og virðingu og senda honum og konu hans, frú Hebu GeirgdóUur, hlýjar kveðjur. Vér vonum 611, að ævikvöldið megi verða bjart qg fagurt eg 8Ö starfsþrek og bjartsýnl endllt honum ævilangt. Það er mikið lífslán að hafa átt þess kost að kynnast þessum vammlausa atorku- og lærdóms- manni og eiga vináttu hans. Bet- ur gerðum manni hefi ég ekki kynnzt á lffsleiðmni, Armann Sntevarr, * Dr, phll, Aloxander Jóhannoggen prófesor er hálfáttræður f dag. Hann er fæddur 15, júií 1888 að Gili í Skagafirði, sonUF Jóji, Davíðs Ólafssonar, sýslumanns þar, og konu hans Margrétar Guðmunds- dóttur prests í Arnarbæli Einarss. Johnsen. Dr. Alexander lauk stúd- entsprófi 1907 og meistaraprófi í þýzkum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn 1913 og doktors- prófi við háskólann í Halle, Þýzka- landi árið 1915. Hið mikla ævistarf hans var helgað vísindagrein hans og Háskóla íslands, en víðsýnis, menntunar hans og atorku naut á fleiri sviðum, og ber m. a. að minn- ast brautryðjandastarfs hans og forustu á sviði flugmála. Dr. Alexander, en svo er hann jafnan nefndur af aimenningi, og ávallt af virðingu og aðdáun, varð aukakennari við Hdskóla fslands 1915, eða að kalla frá stofnun hans, en sfðár dócent ög prófessor í'fræði grein sinni, málvísindum. Rektor Háskólans var hann þrfvegis, 1933 .—35, 1939—42 og 1948—,52 og sat oftast f háskólaráði. Er af öllum við urkennt, að með áratuga starfi f þágu þeirra mála, sem varða veg og gengi stofnunarinnar, eigi hún honum mest að þakka. Svo mlklð er það starf, unnlð af þekkingu, við sýni og óbilandi kjarkl og bjartsýnl, að ósjálfrátt munu koma fram í hugum manna Ijóðlfnur skáldsins um þá, sem „hrundu vorum hag á leið með heillar aldar taki“. Forustu dr. Alexanders f bygg- ingamálum Háskólans mun mínnzt verða d ókomnum tfmum. Hann vaF formaður bygginganefndar Háskóþ ans, atvinnudeildar hans, fþrótta- húss og Nýja stúdentagarðsins, þjóðminjasafns og féiagsheimilis stúdenta, og hann hafði á sfnum tíma forustu um byggingu Gamla Garðs ásamt Ludvig Guðmundssyni og mun hér ekki allt talið. Hann var formaður stjórnar Happdrættis Há- skólans í mörg ár og átti sætl f stjórn kvikmyndahússins. Áður var vikið að forustu hans í flugmélum. Er Flugfélag Islands var stofnað 1928 varð hann framkvæmdastjóri þar til 1931. Formaður þjóðhátíðar- nefndar lýðveldisstofnunar 1944 og mörg önnur mikilvæg trúnaðarstörf hér ótalin hefir hann haft með höndum. Dr. Alexander er heimskunnur maður, fyrir rit sín um málvisindi, og fyrirlestra, sem hann hefir flutt við fjölmargar háskólastofnanir er- lendis, og hefir honum verið marg- víslegur sómi sýndur hér og erlend- is. Eitt helzta ritverk dr. Aiexanders er orðmyndunarorðabók hans, sem kom fyrst út í Bern 1951, og lá þar að baki yfir 20 ára starf. Meðal annarra rita eru: Frumnorræn mál fræði, islenzk tunga f fornöld, Hug ur og tunga, Um frumtungu Indo- germapa, og frumheimkynni, ýmis rit, einnig málvísjndalegs efnis, á þýzku og ensku o. m. fl, Kona dr. Alexanders er Heba, Geirs Sæmundssonar vígslubiskups, mikil fríðleiks og höfðigs kona. Þegar ég lít um öxl til bernsku og unglingsára og minnist þjóðskör- unga og menntamanna fyrstu tveggja áratuga aldarinnar, er margra mætra manna að minnast, er höfðu á sér mikinn menningar- legan höföinisbrag og urpu ljóma á samtíð síni, margir þeirra þó rosknir menn eða mjög Við aldur, en innan um þann aldna manngróð ur gat einnig að Ifta glæsilega arf- tska og ( þsirri fylkíngu er mér dr. Alexander minnlistæður framar flestnm sakir glæsitnannlegrar og höfðingiegrar framkomu, sem hefir á langri ævj verið eitt höfuðein. kenna þessa stórgáfaða, hámennt- aða eðaliynda manns, sem þjóðin öll á míklar þakkir að gjalda, og mun mínnast í dag af einlægri virð- ÍPgu og aðdáun. — A.Th. Breidablik — Framhald af bls. 2 hjá liðinu og án efa á hinn ágæti þjálfari liðsins, Guðmundur Guð- mundsson eftir að sjá stærri sigra hjá liðinu sínu verði svo vel hald- ið á spöðunum sem nú hefur verið gert. Vestmannaeyingar léku ekki vel. Úthald er orð, sem þeir virðast ekki þekkja, er greinilegt að hinn stórgóði þjálfari, Óli B. Jónsson, hefur ekki verið nýttur eins vel og hægt hefur verið. Brotnaðl Pramh at » stðu á að gizka 4 metra þverhpípt niður en stórgrýtt fjara undir, Hafði sézt að maðurinn hljóp við fót, en óvís t er hvort honum hefur orðið fótaskortur eða bakk- inn látið updan, ep hann virðist hafa farið mjög tæpt eftlr brún- inni. Hvorug konan sá þegar maðurinn hrapaði niður, Sjúkrabifreið var fengin og hinn slasaði maður fluttur 1 Landakotsspítala, þar sem búið var um brot hans þegar f stað, Leið honum eftir atvikum vel þegar blaðið vissi sfðast, Kartöflur ™ Framhald af bli. 16, sonar forstjóra Grænmetissöl- unnar, og Inntl hann eftir þvf hvort von væri á einhverri úr- bót. Jóhanni kom á óvart, er við tjáðum honum álit manna á kartöflunum, því að hann kvað enga kvörtun hafa komið tii einkasölunnar í sumar, frá verzl- ununum. Jóhann sagði, að Græn metissaian ætti von á nýrrl send ingu af póiskum kartöflum um þessar mundir, og mundi hún verða send verzlunum þegar birgðir þeirra væru þrotnar. Hann bað fólk minnast þess, að nýja uppskeru væri ekki að fá nú, og því von að einhverjum mislfkaði gæði þeirra kartaflna sem nú væru á boðstólum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.