Vísir - 15.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 15.07.1963, Blaðsíða 9
V í S IR . Mánudagur 15. júlí 1963 9 X- Þrjátíu og tveggja ára gamall er hann annar af tveimur aðal- forstjórum stærstu heildverzlun- ar landsins, stjómarformaður hennar og tveggja dótturfyrir- tækja, en situr auk þess að stjómum þriggja annarra fyrir- tækja og vinnur að myndun fjórða fyrirtækisins. Heildverzl- unin ein veltir milli hundrað og tvö hunduðum milljónum króna árlega. Þar er höndlað með allt frá skóreimum tii bifreiða. Ann- að dótturfyrirtækið hefur á hendi meira en 50 prósent af allri kaffisölu f landinu. Þá vita margir við hvem er átt: Ólaf Ó. Johnson, forstjóra O. John- son og Kaaber h.f. /'klafur er fæddur í apríl 1931 ^ og heitir í höfuðið á föður sínum, sem var annar af stofn- endum O. Johnson og Kaaber h.f. Ólafur eldri lézt fyrir fáum árum, sonur Þorláks kaup- manns Johnson. Móðir Ólafs er hins vegar á lífi, Guðrún Árna- Ólafur Ó. Johnson, forstjóri fyrir framan hina nýju skrifstofubygg ingu O. Johnson og Kaaber í Sætúni. ÓLAFUR dóttir, sextlu og eins árs, ættuð frá Geitaskarði í Húnavatns- sýslu. Ólafur er með öðrum orð- um húnvetnskur Reykvíkingur. En það segir ekki alla söguna, því hann dvaldist árum saman í Bandaríkjunum, fékk þar til dæmis alla sína menntun, frá bamaskóla til háskóla, og ber þess ýmis merki. Þegar Ólafur var átta ára gamall fluttust foreldrar hans búferlum til Bandaríkjanna. Þar annaðist Ólafur eldri inn- kaup á matvörum fyrir íslend- inga á stríðsárunum ásamt Helga Þorsteinssyni, núverandi forstjóra hjá Sambandi Is- lenzkra samvinnufélaga. Einnig setti Ólafur upp útibú frá O. Johnson og Kaaber h.f. I New York. X/'orið 1945 innritaðist Ólafur, ' fjórtán ára gamall, í her- skóla, Valley Forge Military Academy í Pennsylvaniu. Þetta er óvenjulegt af íslendingi. ÓI- aftur þurfti ekki að búast við að verða kallaður I herinn, enda íslenzkur ríkisborgari, „en I augum stráka á mínum aldri hafði slíkur skóli sitt mikla að- dráttarafl," hefur hann sagt. 1 herskólanum lærðu dreng- irnir allt sem kennt var I venju- legum skólum auk alls þess sem góðum hermanni var talið hollt að vita og geta. Nemend- um var kenndur vopnaburður og margs konar baráttuaðferðir en I þvi sambandi var þeim einnig kennt judo. Nemendur urðu að lúta ákaflega ströngum uga. „Fyrsta árið var öllum hreinasta kvöl. Við fengum aldrei að yfirgefa skólasvæðið og vorum I einu og öllu undir- gefnir eldri nemendum skólans. Þeir höfðu hefðbundinn rétt til að láta okkur snúast fyrir sig hvenær sem þeim þóknaðist. Þeir gengu fyrir þvl bezta sem var á borðum og við máttum aldrei ávarpa þá að fyrra bragði. Við urðum að fara á fætur á undan öðrum, vekja eldri piltana, opna hjá þeim gluggann, kveikja á útvörpun- um, bursta skóna þeirra og síð- ar búa um rúmin og bóna gólf- m I herbergjum þeirra. Eirihig bar okkur skylda til að snúast fyrir þá eins og þeim þóknaðist. Við matborðið máttum við ekki ávarpa hina eldri að fyrra bragði. Og okkur var óheimilt að fá okkur af borðinu án þess að biðja fyrst um leyfi. Þá rétti maður upp hendina og þegar þeir voru reiðubúnir til að hlusta sagði maður: Herrar mínir, Johnson nýliði biður um Skólastjóminni var óheimilt að reka nemenda úr skólanum. Síðasta árið sem Ólafur sat I skólanum var hann meðlimur bnþmsfcsejBe^dadómst^;.;,;^ TriflBrl -pfmSV ihví ■ Y\ a ■ /%lafur segist hafa lært mikið þau fjögur ár, sem hann var í herskólanum, margt af því ómetanlegt. Hann hefur sagt: „Eftir fyrsta árið minnkuðu kvaðimar jafnt og þétt þar til við vorum I einu og öllu orðnir aðnjótandi þeirra fríðinda sem við 1 upphafi höfðum öfundað ' hina eldri af. Það heilbrigðasta og bezta við þetta fyrirkomulag ungiiTathafnaménn Vísir hefur rætt við nokkra unga athafna- menn í Reykjavík og kunningja þeirra með það fyrir augum að birta lesendum sínum stutta kynn ingu á þessum ungu mönnum. Þeir eiga það sam eiginlegt að annast stjóm umfangsmikilla fyrir tækja. Miðað er við, að þeir séu ekki eldri en 35 ára, og birtist hér fyrsta greinin, sem er um Ólaf Ó. Johnson, forstjóra O. Jöhnson og Kaaber. leyfi til að fá sér eina brauð- sneið. Ekki voru allar þessar kvað- ir fólgnar I skólareglunum, heldur var hér um að ræða hefðir sem myndast höfðu með árunum. Engum datt I hug að kvarta yfir því við skólastjórn- ina, eða yfir höfuð að klaga til hennar, jafnvel þótt um einhvers konar óréttlæti væri að ræða.“ Brottrekstrarástæður I skólan um voru þrjár: Að ljtíga vísvit- andi, þjófnaður og prófsvik. Sérstakur dómstóll nemenda sjálfra rannsakaði meint brot og úrskurðaði I slíkum málum. er að með þessu móti lærðum við að hlýða skipunum áður en við byrjuðum að stjórna." 1 sumarleyfum vann Ólafur lengi fyrir sér sem baðstrandar- vörður og síðar starfaði hann I sumarieikhúsi I Massachusetts. Hann hafði mikinn áhuga fyrir leiklist, hafði tekið þátt I skóla- leikjum og á það til ennþá að bregða gamalli kunnáttu fyrir sig, þegar vel liggur á honum. Á þessum árum var engin á- herzla lögð á það að Ólafur gengi til starfa í fyrirtæki fjöl- skyldunnar. Hann var einráður um stefnuna. Heildverzlunin var undir traustri og öruggri stjórn Friðþjófs bróður hans og Magnúsar Andréssonar. Frið- þjófur ,benti Óiafi rnafgsiqnis á þá 'i&ojtíífíffih,'1 Íerri1 Úá'n&' haftíjpíVð-föFjj^elljíjpeí^anft stæði sig vel. Sumarið 1949 var Ólafur I heimsókn hjá ættingj- um sínum hér í Reykjavík. f þeirri heimsókn ræddust þeir margsinnis saman bræðumir, og Friðþjófi tókst að sannfæra Ólaf, sem ákvað að búa sig undir kaupsýslustörf. TTann hvarf aftur til Banda- ríkjanna, settist í verzlun- arháskóla, fyrst I Massachu- setts og síðar I New York og lauk námi 1952. Síðan hélt hann alfarinn til íslands til starfa við hlið bróður síns. í fyrstu var Ólafur óbreyttur sölumaður, seldi einkum mat- vörur, en var hálfu öðru ári eftir að hann byrjaði hjá heild- verzluninni gerður yfirmaður rafmagns- og vefnaðarvöru- deildar. Sama ár varð hann einnig prókúruhafi. Friðþjófur var ákveðinn I að skapa bróður sínum beztu tæki- færi til öflunar reynslu og þekk ingar á þeim viðskiptum, sem O. Johnson og Kaaber h.f. hafði með höndum. Þess vegna gaf hann Ólafi frjálsar hendur, með þeim ummælum að hann yrði að reka sig sjálfur á og taka afleiðingunum. Það yrði bezti skólinn. „Námið" gekk ekki klakklaust fyrir sig frekar en við var að búast. Eftir að Ólaf- ur hafði tekið við rafmagns- deildinni tók hann eitt sinn þá ákvörðun að kaupa frá Banda- ríkjunum stóran geymsluskáp fyrir grænmeti, sem hann ætlaði svo að selja einhverri matvöru- verzluninni. Þegar skápurinn var kominn til landsins fór Ól- afur að leita fyrir sér um kaup- anda en komst þá að raun um það, sem Friðþjófur og Msgnús höfðu vitað allan tímann að til voru I landinu aðeins tvær verzlanir, sem voru nægilega stórar fyrir þennan annars á- gæta skáp. Skápurinn kostaði á núverandi verðlagi milli ' ■ húndrað og tvö hundruð þúsund , krónur. Vandinri var að losna við hann. Ólafur varð sjálfur að sjá um það. Svo fór að hon- um tókst að selja öðrum kaup- manninum skápinn eftir að hafa sannfært hann um að tækið myndi borga sig upp á stuttum tíma. Það var enginn verzlunar- lygi, enda eru báðir ánægðir með viðskiptin enn þann dag I dag. I7kki fá allir upprennandi for- stjórar jafnglæsileg tæki- færi eða jafngóða kennara og Ólafur hafði á þessum árum. Friðþjófur Johnson hafði tekið banvænan sjúkdóm og sá hvert stefndi. Jafnframt því sem hann hafði gefið Ólafi lausan taum- inn innan heildverzlunarinnar notaði hann tíma sinn vel til að ræða við hann og kynna honum allt það sem hann taldi máli skipta fyrir vöxt og viðskipti þessa stóra fyrirtækis. Ólafur leigði Ibúð I húsi Friðþjófs og var mörgum stundum hjá hon- um, en þær voru ekki sízt not- aðar til að ræða um viðskipta- mál. Það er augljóst að hversu gott sem tækifærið er og hversu góður sem kennarinn er fer það mest eftir manninum sjálfum hvernig hann notfærir sér hvorttveggja. Þegar Friðþjófur Johnson féll frá, fyrir aldur fram, árið 1956 var Ólafur reiðubúinn til að taka við taum- unum úr hendi bróður slns. Heildverzlunin hafði fært úr kvíamar, stækkað og eflzt und- ir handleiðslu Friðþjófs og Magnúsar. Um ieið og Ólafur var skipaður meðforstjóri við hlið Magnúsar Andréssonar sem hafði verið forstjóri ásamt Friðþjófi um margra ára skeið og hefur starfað samfleytt hjá Frh. á bis. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.