Vísir - 27.07.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 27.07.1963, Blaðsíða 5
Innan skamms tekur til starfa á Akranesi nýtt fyrirtæki, sem nefnist Sokkaverksmiðjan Eva h.f. Fyrirtækið var ekki stofnað fyrr en 11. júní sl., en félags- menn hafa unnið allt síðastliðið ár við athuganir á vélum og ýmsu öðru er viðkemur verk- smiðjunni. Vonazt er til að fyrsta send- ingin komi á markaðinn fyrir jrtl, og er fyrirtækið þegar búið að verða sér úti um markað er- lendis fyrir annars flokks vöru. Á markaðinn hér heima fer hin? vegar aðeins fyrsta flokks vara Verksmiðian verður til húsa við Suðurgötu 126 á Akranesi, og hefur fengizt 270 fermetra húsrými undir starfsemi hennar til þess að byrja með. Búast má við, að það taki allt að tvo mánuði að stilla vélarnar frá því að fyrst er byrjað og þar til þær verða algerlega tilbúnar til þess að hefja framleiðslu af fullum krafti. Vélarnar eru frá sex löndum og þær nýjustu og fullkomn- ustu, er völ var á. Meðan verið er að stilla þær, verða stöðugt send sýnishorn til sérfræðinga erlendis, sem fylgjast munu vandlega með gæðum vörunnar fyrsta árið; Einnig koma hingað til lands nokkrir sérfræðingar til að fylgjast með starfseminni fyrstu 3—5 mánuðina. Búizt er við að framleiðsla verksmiðjunnar fyrst í stað verði um 400 þúsund pör á ári. Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti einróma að veita ábyrgð fyrir allt að tveggja milljón kr. láni. Á níunda tímanum í gær varð harkalegur árekstur milli tveggja bíla á homi Flókagötu og Gunnarsbrautar. Við árekstur inn missti ökumaður annarar bifreiðarinnar stjórn á henni. Hentist bifreiðin upp á gang- stéttina og ók nokkurn spöl ut- an í steypt grindverk. Kona sem sat fyrir aftan ökumann viðbeinsbrotnaði og var flutt á slysavarðstofuna. Ökumann Skoda bifreiðarinnar sakaði ekki. Stjórn Evu h.f. skipa: Harald ur Jónasson Iögfræðingur Akra nesi formaður. Með honum í stjórn eru: Ingi Þorsteinsson, Framh aí 1 síðu Reykjavík, sem eru þarna í tjöldum, fundu hest Sigríðar við Arnarvatn í fyrrakvöld og gengu fram á hana sjálfa við Skammá kl. 10 £ gænnorgun. Hún hefir Iegið úti í 5 nætur í frosti og hriðarbyljum, án þess að vera með tjald eða svefnpoka, og er þó nær hálf- sjötug orðin. Sigríður Jóna Jónsdóttir var í tjaldinu hjá hjálparsveit skáta, er sveitin sendi fyrstu fréttir til byggða af bví að konan væri komin fram heil á húfi. Hjálp- arsveitin beið þama í tjaldinu kl. 18 í gærkvöld eftir bíl, sem hún bjóst við að kæmi eftir eina klukkustund og fllytti kon- una og Ieitarmenn niður að Kalmanstungu, en það er um 7 kllukkustunda ferð svo að ekki var þess að vænta fyrr en í Reykjavík, Þorsteinn Þórarins- son, Reykjavík, Árni Björnsson, Borgarnesi, og Jón B. Helga- son, Reykjavík. fyrsta lagi um kl. 4 í nótt, að hin týnda kona kæmist aftur til byggða. Hún var heldur ekkert á því að snúa við en viOdi helzt halda áfram förinni inn á Hveravelli. Fyrirliði skátanna skýrði nán- ar frá sem hér segir: Veiðimenn úr Reykjavík, sem em í bflun- um R-7551 og R-4351, hafast um þessar mundir við í 4 tjöldum uppi við Skammá. KI. 10 í gær- morgun gengu þeir fram á hina týndu konu, við ána. Þeir fóru með hana heim í tjald, gáfu henni að borða og hlúðu sem allra bezt að henni, og þama svaf konan þegar hjálparsveit skáta kom að veiðimannatjöld- unum rétt fyrir kl. 15 í gær. Hún hafði misst frá sér hest- inn, tapað hnakki sínum og dóti, en hesturinn, Ljómi, fannst á undan henni, sem fyrr segir. Erna Hauksdóttir heldur á tilraunaframleiðslu frá nylon- sokkaverksmiðjunni. Á sokkinn vantar hæl og tá og hann er Eftir því sem næst verður komizt og Sigríður Jóna Jóns- dóttir man eftir hefir hún gist í skálanum í Álftakróki fyrstu nóttina, eftir að hún lagði upp frá Kardmanstungu, eins og hún ráðgerði. Ennfremur dvald- ólitaður. Þegar hann er fuflfram- leiddur verður hann f tfzkulitn- um og sniðinn utan um hina fögm fótleggi íslenzkra kvenna. ist hún f Álftakróksskálanum á sunnudaginn, en lagðl þá af stað upp að Amarvatnsskála. En hann var hraninn, er að var komið eins og áður hefir komið fram í blaðinu, svo að hún gat ekki gist þar. Er ekki Ijóst hvert hún hefir haSdið eftlr það, en þó er augljóst að hún hefir legið úti allar nætur síðan, eða í fimm nætur. Hún hafði hvorki tjald né svefnpoka með- ferðis og var því ekki búin til útilegu. Sigrfður Jóna segist hafa orðið vör við flugvéi, sem hún taldi verið hafa þrýstilofts- flugvél. Einnig segist hún hafa hitt fólk að máli í óbyggðunum, útlendinga og girðineaVerði, að því er hellzt mátti ráða af máli hennar, en hún var nokkuð ut- an við sig eftir alla útileguna. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á því að frost og hríð hefir verið í óbyggðun- um flestar nætur, sem konan hefir legið úti og að hún er hálfsiötug að aldri. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Sigríður var á leið f Kalmans tungu, en bifreið hjálparsveitar skáta var enn við Skammá kl. 11, þar sem leitarflokkur, sem sendur hafði verið af stað, var ekki kominn til baka. Fundust spor Sigríðar „út um alla heiði“. Fimm næfur í frostí og byl — ®©©@® ©©©©©©©©©©©©©©©© ® © © ®@ © ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN FERÐIZT í VOLKSWAGEN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.