Vísir - 27.07.1963, Qupperneq 6
V1SIR . Laugardagur 27. Júli 1963,
Ný innrás ■
Indland?
Indverska landvamaráðuneyt-
ið símaði í gær til Chaudhuri
yfirhershöfðingja Indlands, sem
er í Bandaríkjunum, að koma
heim þegar, vegna aukinnar
innrásarhættu.
Rétt áður hafði indverskur
talsmaður sagt, að Kínverjar
væru að draga að sér mikið lið
við landamærin og miklir birgða
flutningar ættu sér stað.
Kínverska alþýðustjórnin
sendi fyrr í vikunni mótmæla-
orðsendingu til Nýju-Dehli út af
áformunum um sameiginlegar
æfingar flughersveita Indlands
og flughersveita frá Bandaríkj-
unum og Bretaveldi.
Indverski yfirhershöfðinginn
hefur verið f Bandaríkjunum til
þess að semja um aukna aðstoð
við landvarnir Indlands vegna
innrásarhættunnar frá Kína.
gjBKF- Meira en ár er síðan gin-
og klaufaveiki hefur orðið vart á
Bretlandi. Er það í fyrsta sinn síð-
an 1918 sem heilt ár líður svo, að
veikinnar verði ekki vart f landinu.
Er þetta þakkað auknum öryggis-
ráðstöfunum heima og erlendis.
Bréf frá ungum manni:
Lifa íslenzkir nem-
endur í þrælsótta?
Ólafur T. Jónsson.
Á miðvikudaginn birti Visir
bréf frá reiðum ungum manni
norður á Siglufirði um skóla og
uppeldlsmál þjóðarinnar. Hér
svarar annar ungur maður, 18
ára að aldri, bréfritaranum og
er ómyrkur i máli:
'%7'ísir birti sl. miðvikudag, bréf
T frá ungum stúdent Rögn-
valdi Hannessyni til Ólafs
Gunnarssonar sálfræðings. Stúd
entinn, sem blaðið kallar ske-
leggan æskumann, skrifaði bréf-
ið vegna útvarpserindis sem
Ólafur hafði flutt fyrir skömmu.
Var það erindi að miklu leyti
byggt á blaðaúrklippum sem
sálfræðingurinn hafði safnað
eftir sjálfan sig, og las nú sér
til ánægju fyrir hlustendur.
Taldi sálfræðingurinn, að is-
lenzka þjóðin rambaði svo til á
barmi glötunar, og hefðist það
upp úr því að fylgja ekki leið-
beiningum hans.
Eftir hæfileg hrósyrði í garð
sálfræðingsins lætur stúd-
entinn gaminn geysa, og ó-
virðir sem mest hann má ís-
lenzka menntakerfið og helgi-
siði. íslenzka skóla segir hann
eins og réttarsali, þar 'sem sak-
borningar séu teknir til yíir-
heyrslu, eða leiðindakumbalda
með aðeins sæmilega menntuð-
um skólastjórum. Á báðum
stöðum sé svo beitt hinni
mestu harðýðgi, þvl að mikil-
vægasta reglan 1 íslenzkri skóla
stjórn sé sú að nemendur lifi í
þrælsótta. Einnig minnist Rögn-
valdur á „þjóðarrembingsræð-
ur“ sem haldnar séu á tylli-
dögum, og mun hann þar að
líkindum eiga við þjóðhátíðar-
daginn okkar.
Þá fræðir hann landa sinn á
því að hann hafi nú siglt, og fer
mörgum froðuhjómsorðum um
bandarfska æsku. I Bandaríkjun-
um, segir hann, geta ungiingarn-
ir ieikið sér frjálsir og óþving-
aðir því að þeir lifa ekki í nein-
um þrælsótta. eins og íslenzkir
jafnaldrar þeirra.
Rögnvaldur hiaut Banda-
ríkjaförina sem verðlaun fyrir
að vinna hina áriegu ritgerða-
samkeppni New York Herald
Tribune. Hvar ætli hann hafi
fengið menntun og þroska tii
þess að vinna keppnina ef ekki
í íslenzkum leiðindakumböldum
og réttarsölum?
"Dögnvaldur Hannesson er
enn eitt dæmi um hina ungu
upprennandi kynsfóð, sem vex
upp undir verndarvæng hinnar
gömlu full af hleypidómum og
vanþakklæti. Um leið og hann
hefur bolmagn til, ræðst hann
með svlvirðingum á þær stofn-
anir sem komið hafa honum
til manns, og veitt honum þann
fróðleik sem hann í dag býr að.
Ólafur T. Jónsson.
Húsfreyja stjórnar bænda-
kór á bændadegi Eyfirðinga
Bændadagur Eyfirðinga verð-
ur haldinn að þessu sinni að
Laugaborg hjá Hrafnagili n.k.
sunnudag og hefjast hátíðahöld
in með guðsþjónustu kl. 14.
Séra Benjamin Kristjánsson pré
dikar, en ræður flytja Ásgeir
Bjarnason, alþingismaður, og Ár
mann Dalmannsson, formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Bændakór Eyfirðinga syngur
undir stjórn Sigríðar Schiöth,
húsfreyju 1 Hólshúsum. Karl
Guðmundsson leikari fer með
gamanmál, en auk þess verður
keppt í ýmsum íþróttum, m. a.
knattspymu og víðavangs-
hlaupi. Að lokum verður stiginn
dans eins og lög gera ráð fyrir.
Ungmennasamband Eyjafjarðar
og Búnaðarsamband Eyjafjarðar
sjá um framkvæmd Bændadags-
ins að þessu sinni.
Ward-málið
Neyðarkall eftirvitni
Erlendar
fréttir
i
i t
1 □ Tala atvlnnuleysingja á
' Bretlandi í júní var 479 þúsund,
! eða 82 þús. fleiri en í sama mán
j uðl í fyrra.
j
J □ Guatemala sleit stjómmála
| sambandi við Bretland nú í vik
j unni vegna þess að brezka
stjórnln ætlar að veita Brezku
j Honduras sjálfstæði f innan-
Iandsmálum um næstu áramót,
i en Guatemala hefur lengi gert
tllkall til landslns.
□ Brezka sjónvarpið hefur ver
ið tekið f notkun til þess að
vinna gegn reykingum.
í □ Brezkur þingmaður, Ben
Parkin, sem er forustumaður f
baráttu gegn húsaledguokrurum,
hefur orðið að biðja um lög-
regiuvemd fyrir sig og fjöl-
skyldu sfna.
Ward læknir kom fyrir rétt í
gær og fyrradag og neitaði sem
fyrr ásökunum á hendur sér fyr-
ir að hafa haft lífsviðurværi af
vændi. — Lögfræðingur Wards
skoraði f vikulokin á sýningar-
stúlku nokkra, Sylvia Parker, að
gefa sig fram, og bera vitni í
málinu, en ekki var vitað hvar
hún var niður komin og helzt
ætlað, að hún væri f Rómaborg.
Ungfrú Parker, sem er 23 ára,
var eitt sinn vinstúlka klúbbs-
eiganda, Tony Mella, sem myrt-
ur var fyrir nokkrum mánuðum.
Þykir Ward-málið hafa fengið á
sig enn aukinn hneykslisblæ
vegna þessa neyðarkails eftir
vitni, og var sannarlega ekki á
bætandi. „Við gerum örvænting-
arfullar tilraunir til að finna
hana og fá hana til að bera
vitni", sagði lögfræðingurinn,
„og höfum gert frá því okkur
bárust fréttir um, að ný gögn
hefðu verið lögð fram f mál-
inu, en það var 12. júlf. Frá
þeim tfma höfum við látið einka
lögreglumann leita hennar".
í janúar s.l., tveimur dögum
eftir að Mella var drepinn,
fannst Sylvia Parker í íbúð vin-
stúlku, hafði hún reynt að fyrir-
fara sér með þvf að skera á púls
æð og munaði litlu að ekki tæk-
ist að bjarga henni.
Þegar hún hafði náð sér fór
hún með dansflokki til ítalíu,
kom snöggvast heim, en fór svo
aftur, og seinast, þegar fréttist
til hennar, var hún á Ítalíu.
Vitnið Vickie Barrett hafði
borið, að mynd hefði verið yfir
arninum f fbúð Wards af stúlku,
sem hétj Sylvia, en kvaðst
aldrei hafa séð Sylviu Parker
og þvf ekki geta sagt hvort
myndin hefði verið af henni.
Deila er upp komin út af sýn-
ingunni á teikningum Wards út
af þvf að ekki ijafi'.verið *farið t
að settum reglum. Selzt höfðu
í fyrradag 17 myndir fyrir 3000
stpd.
Ward neitaði algerlega því,
sem Vickie Barrett hafði borið
fyrir réttinum.
I